Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 29
Menning 29FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Mörgum var brugðið í byrjun febrúarmánaðar þessa árs er breski fatahönnuðurinn Alex- ander McQueen féll fyrir eigin hendi. Margir álitu hann einn áhrifamesta fatahönnuð heims enda klæddi hann ekki ómerk- ari stjörnur en Björk, Lady Gaga, Rihönnu og Söru Jes- sicu Parker. Rétt áður en McQueen lést vann hann að nýrri vorlínu sem var afhjúpuð í París stuttu eftir andlát hans. Gestir tískusýningarinnar tóku hrein- lega andköf af hrifningu því flíkur McQueens voru á við fáguð listaverk frá fornri tíð. Hann notaðist við konunglega liti, guðdómlegt mynstur og einstök form. Er sýningunni lauk héldu flestir að hann væri búinn að syngja sitt síðasta. Það varð þó uppi fótur og fit í tískuheiminum þegar fréttir bárust þess efnis að síðasta hönnun McQueens, glæsilegur síðkjóll, hefði aldrei verið sýndur. Það var góðvinkona hans, fyrirsætan Annabelle Neilson, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að klæðast kjólnum í veislu hjá söngv- aranum Elton John í byrjun sumars. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tískugúrúa virtist hrein- lega ógerningur að finna myndir frá veislunni og þar með af kjólnum sjálfum. Bænum aðdáenda McQueens var loksins svarað nú fyrr í vikunni er mynd af kjólnum birtist á netinu. Myndin segir meira en þúsund orð, en eitt er á hreinu og það er að Alexander McQueen kvaddi þennan heim með stæl, eins og hans var von og vísa. hugrun@mbl.is Svanasöngur Alexanders McQueens Reuters Í stíl Sarah Jessica Parker var mikill aðdáandi McQueens. Heiðraður McQueen var sæmdur CBE-orðu bresku krúnunnar árið 2003. Hér sést hann ásamt Karli Bretaprins. Síðasta flíkin Kjólinn hannaði Alexander McQueen fyrir vinkonu sína. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 27. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um Heilsu og lífsstíl sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2010. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum Hreyfing og líkamsrækt Hvað þarf að hafa í ræktina Andleg vellíðan Afslöppun Dekur Svefn og þreyta Mataræði Skaðsemi reykinga Hollir safar Fljótlegar og hollar uppskriftir Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Heil sa o g líf sstí ll NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Heilsa og lífsstíll PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 23. ágúst. Gagnrýnendur fyrrver- andi leikarans Joaquin Phoenix hafa leitað teikna þess að tilraun hans til þess að verða rappari hafi í raun og veru verið gabb eftir að skringileg mynd úr heimildarmyndinni birtist á netinu. Stjarnan úr Walk The Line tilkynnti á þessu ári áætlanir sín- ar þess efnis að hætta sem leikari og byrja að einbeita sér að tónlist. Hann lét sér vaxa skringilegt skegg og hóf röð skringilegra heimsókna á opinbera staði sem fengu marga til þess að halda að þetta væri allt eitt alls- herjargrín. Mágur Phoenix, Ca- sey Affleck, tilkynnti í framhaldi af því að hann myndi búa til kvikmynd um tilraun félaga síns til þess að vera rappari sem kom af stað keðju sögu- sagna um að þetta væri einhvers konar flókinn hrekkur. Þá hefur einnar mínútu bút- urinn úr myndinni um hann, I’m Still Here: The Lost Year of Joa- quin Phoenix, birst á netinu á mánudag og fékk gagnrýnendur hans til þess að reyna að ákveða hvort um væri að ræða gabb eða ekki. Myndskeiðið byrjar á dimmu döbbi þar sem sögumaðurinn segir við Phoenix: „Þetta ert þú, vatns- dropi og þú ert ofan á fjallinu, far- sæll en einn daginn byrjar þú að renna niður fjallið og þú hugsar, bíddu við, ég er vatnsdropi ofan af fjallinu, ég á ekki heima í þessum dal, í þessari á, þessu lága myrka hafi með öllum þessum vatns- dropum. Svo verður heitt í veðri einn daginn og þú byrjar að gufa upp í loftið, hátt upp, hærra en nokkur fjalladropi alla leið til himna …“ Á meðan sögumaðurinn talar sér maður Phoenix í mynda-montage óþægilegra mynda hlæjandi á manískan hátt á milli mynda af ýmsu forvitnilegu sem lesendur geta kynnt sér á netheimum ef þeir komast yfir myndskeiðið. Joaquin Phoenix, var þetta allt gabb? Gabb Mögulega var leikarinn að reyna að koma einhverjum vangaveltum á framfæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.