Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Um 85% nýrra lyfja sem koma á markað geta valdið sjúklingum meiri skaða en ávinningi. Flest þeirra bæti aðeins litlu við aðrar meðferðir. Þann- ig blekki lyfjaframleiðendur sumir hverjir almenning. Þetta er niður- staða rannsóknar prófessorsins Do- nald Light sem starfar við háskóla í New Jersey. Light kynnti rannsókn sína á ársþingi samtaka bandarískra félagsfræðinga í Atlanta í gær. Benti Light m.a. á að mikið ójafnvægi væri milli neytenda og framleiðanda á lyfjamarkaði. Sá síðarnefndi vissi meira um framleiðsluna og færði sér þann aðstöðumun í nyt. „Stundum fela lyfjaframleiðendur upplýsingar um aukaverkanir nýrra lyfja og ýkja einnig jákvæð áhrif þeirra,“ sagði Light. „Svo eyða þeir tvisvar eða þrisvar sinnum meiri fjár- munum í markaðssetningu en rann- sóknir til að fá lækna til að ávísa þess- um nýju lyfjum. Læknar geta fengið misvísandi upplýsingar um áhættu nýrra lyfja sem þeir koma svo áfram til sjúklinga sinna.“ Sagði hann lyfjafyrirtæki slá lög- fræðilegum „eldvegg“ utan um upp- lýsingar um áhættu lyfja eða raun- verulega virkni þeirra. Við vinnslu skýrslu sinnar safnaði Light gögnum frá nokkrum óháðum rannsakendum, segir í frétt breska blaðsins Daily Telagraph. Prófessor- inn ætlar að gefa niðurstöður sínar út á bók innan skamms. Í skýrslunni er m.a. gagnrýnt að auðvelt sé að koma nýju lyfi á markað sem bæti litlu sem engu við verkun lyfja sem fyrir eru. Lyfjafyrirtækin stýri sjálf hvaða vísindalegu upplýs- ingar um lyf séu útgefnar og fari til FDA, bandaríska lyfjaeftirlitsins. Því geti enginn í raun skorið úr um virkni lyfjanna. Lyfjarisar blekkja neytendur  85% nýrra lyfja í skýrslu sögð gagnast sjúklingum lítið sem ekkert  Lyfja- fyrirtæki fela gögn bak við „lögfræðilega eldveggi“ segir bandarískur prófessor „Stundum fela lyfja- framleiðendur upplýs- ingar um aukaverk- anir lyfja og ýkja jákvæð áhrif þeirra.“ Fórnarlömb flóðanna í Norðvestur-Pakistan bíða þolinmóð læknishjálpar í borginni Charsadda. Enn hefur hjálp ekki borist mörg þúsund manns á flóðasvæðunum en fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna á vettvangi telja að um sex milljónir manna þurfi neyðaraðstoð strax. Hjálparinnar enn beðið Reuters „Hvað er að þessu, ég skil þetta ekki,“ sagði Eden Abergil, fyrrver- andi ísraelskur hermaður, sem setti myndir af sér ásamt palestínskum föngum inn á Facebook-síðu sína. Á myndunum, sem teknar voru árið 2008, má m.a. sjá Abergil brosandi framan við þrjá keflaða og hlekkj- aða fanga og sitja við hlið þeirra. „Það er ekkert ofbeldi á mynd- unum, engin vanvirðing, sagði hún við ísraelska herútvarpið í gær og bætti við að Palestínumennirnir hefðu verið „í bakgrunninum“ fyrir tilviljun. Heimastjórn Palestínumanna hefur fordæmt myndirnar og sagði þær sýna hvernig hersetan hefði spillt Ísraelsmönnum. Myndirnar sýndu hugsunarhátt hernámsliðs- ins sem væri stolt af því að auð- mýkja Palestínumenn. ÍSRAEL Myndirnar sagðar auðmýkjandi Í gamni? Hermaðurinn skemmtir sér fyrir framan keflaða fanga. Kona búsett í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur játað að hafa myrt tvö börn sín og ekið svo líkum þeirra út í á í nágrenninu. Börnin voru tveggja ára og 18 mánaða drengir. Shaquan Duley sem er 29 ára, játaði verknaðinn eftir að lög- reglan fann bíl hennar með líkum barnanna úti í á í bænum Orangeb- urg. Móðirin sagði lögreglunni að hún hefði kæft börn sín. Lögreglan segir konuna hafa verið atvinnu- lausa og litið svo á að hún gæti ekki séð börnum sínum farborða. Þá hafi morðin átt sér stað eftir rifrildi milli Duley og móður hennar sem snerist um að Duley væri óhæf móðir. Duley hafi verið orðin þreytt á slíkum ásökunum. Duley á eitt barn til viðbótar, fimm ára, sem nú hefur verið komið fyrir hjá ömmu sinni. Málinu þykir svipa mjög til máls sem kom upp í sama ríki árið 1994 er Susan Smith var dæmd fyrir að drekkja sonum sínum í stöðuvatni. BANDARÍKIN Myrti tvö börn sín Aðeins það besta fyrir börnin! Lindberg barnagleraugu í skólann 3 ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.