Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 14
haldið sjó og vel það. Það séu helst verslanir með verðlag og vöruúrval í meðallagi sem finni fyrir sam- drætti. Magnið í körfunni svipað Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segist ekki hafa fundið fyrir miklum samdrætti hjá verslunarkeðjunni, fólk kaupi hins vegar öðruvísi inn. Það leiti eft- ir ódýrari valkostum og sleppi frek- ar svokölluðum „óþarfa“ við inn- kaupin. „Samdrátturinn felst því frekar í ódýrari vörukörfu en ekki mikilli fækkun stykkja í körfunni. Okkar viðskiptavinir velja til dæmis ódýru Euroshopper-vörurnar í meiri mæli en áður,“ segir Guð- mundur. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir verslunina vel í stakk búna til að mæta sveiflum, enda sé fjöldi vöru- flokka mikill. Ekki samdráttur alls staðar Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segist ekki geta verið annað en ánægður með gengi versl- ananna á árinu. Þrátt fyrir heildar- samdrátt í dagvöruverslun á land- inu hafi Krónan fundið fyrir talsverðri aukningu hjá sér, um 15- 20% á milli ára undanfarna mánuði, á meðan heildaraukning á mark- aðnum hefur verið um 2%. Í júní síðastliðnum dróst velta í dagvöru- verslun saman um 1,7%, miðað við sama mánuð í fyrra, en jókst um 2,9% á breytilegu verðlagi. Sveinn Sigurbergsson, verslunar- stjóri Fjarðarkaupa, segir versl- unina hafa fundið fyrir því að við- skiptavinir leiti nú í auknum mæli þangað, þó að neyslumynstrið sé vissulega annað. Fjarðarkaup lagi sig einfaldlega að því. Jón Gerald Sullenberger, sem setti verslunina Kost á fót undir lok síðasta árs, er einnig ánægður. Hann segir rekst- urinn hafa gengið vel hingað til, og hann finni fyrir mikilli ánægju með- al viðskiptavina, bæði með þjónustu og vöruúrval. Verslunin hafi verið sett á fót við erfiðar aðstæður og miðað við gengið hingað til sé ástæða til nokkurrrar bjartsýni. Hart barist í matvöruverslun  Miklar breytingar hafa orðið á innkaupamynstri íslenskra neytenda frá hruni  Útbreiddara framboð á ódýrari vörum hefur áhrif á markaðshlutdeild verslana Morgunblaðið/Kristinn Verðsamanburður Það er samdóma álit verslunarrekenda og birgja að neytendur séu meðvitaðri en áður um verð á þeim vörum sem þeir kaupa. FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Smásölukaupmenn hafa ekki farið varhluta af þeim samdrætti sem átt hefur sér stað í einkaneyslu und- anfarin misseri. Neyslumynstur landsmanna hefur breyst töluvert frá hruninu síðla árs 2008, og sækja þeir nú frekar í ódýrari vörur, í sumum tilfellum á kostnað gæða. Kaupmáttur launa hefur enda minnkað verulega, og er nú minni en hann var árið 2003. Einkaneysla dróst saman um 21,3% frá árinu 2007 til ársins 2009, samkvæmt Ár- bók verslunarinnar, sem gefin er út af Rannsóknamiðstöð verslunarinn- ar við Háskólann á Bifröst. Velta í smásöluverslun dróst saman um 15,5% frá árinu 2007 til ársins 2009. Breytingar í dagvöruverslun Stærsti einstaki liður smásölu- verslunar er verslun með dagvöru. Neytendur sækja í auknum mæli í lágvöruverðsstórmarkaði, en hlut- deild þeirra í dagvöruverslun í fyrra var 86% og fór vaxandi. Viðmæl- endur blaðsins í verslunarrekstri og hjá birgjum eru á einu máli um að sú þróun hafi haldið áfram það sem af sé þessu ári. Tryggð við ákveðin vörumerki eða tegundir víki fyrir hagsýnisjónarmiðum þegar verð hækkar og neytendur hafa ef til vill minna milli handanna. Þó sé ekki allt sem sýnist, því verslanir á borð við Melabúðina og Þína verslun hafi Samdráttur » Velta í smásöluverslun dróst saman um 15,5% frá árinu 2007 til 2009. Sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári. » Neytendur kjósa frekar ódýrari vörur og versla minna. » Krónan sækir mjög í sig veðrið á meðan samdráttar gætir hjá Bónus. 14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Reuters Spánn Evrópubankinn vill ekki gefa upp hvaða banki fékk neyðarlánið. Tölur evrópska seðlabankans, sem birtust í gær, benda til þess að einn eða fleiri evrópskir bankar hafi feng- ið 1,5 milljarða evra neyðarlán á mánudaginn. Bankinn eða bankarnir sem eiga í hlut fengu ekki lán á milli- bankamarkaði, þar sem bankar greiða 1,2 prósentustigum lægri vexti fyrir næturlán en hjá Evrópu- bankanum. Vextir á neyðarlánum Evrópu- bankans eru 1,75%, en litið er á það sem mælikvarða á álagið á fjármála- kerfi álfunnar í hversu miklum mæli bankar nýta sér þau. Margar vikur eru síðan lánin voru jafn há og á mánudaginn, að því er segir í frétt frá Dow Jones. Upphæðin var nærri því sexfalt lánið sem veitt var daginn áður. Í öðrum fréttum af fjármálamörk- uðum Evrópu er það helst að ávöxt- unarkrafa á írsk ríkisskuldabréf varð hærri í gær en búist hafði verið við. Alls gáfu Írar út ríkisskuldabréf fyrir 1,5 milljarða evra og var ávöxt- unarkrafan á bréf til fjögurra ára 3,62%, samanborið við 3,11% í maí síðastliðnum. Financial Times hefur eftir við- mælendum sínum úr fjármálageir- anum að menn hafi almennt áhyggj- ur af því að erfitt tímabil sé í vændum á skuldamörkuðum í álf- unni. Hætta sé á því að skuldabréfa- útboð einhverrar jaðarþjóðarinnar, á borð við Írland, Portúgal, Spán eða Ítalíu, misheppnist svo um muni. Padhraic Garvey hjá ING-fjár- málafyrirtækinu segir við blaðið: „Írar náðu að selja skuldina og í því felst nokkur árangur, en þeir þurftu að borga töluvert háa vexti til að laða fjárfesta að. Fjármagnsmarkaða á evrusvæðinu bíður nú erfitt tímabil, þar sem mörg jaðarríki þess eiga enn eftir að snúa efnahagslífi sínu við.“ ivarpall@mbl.is Stórt neyðarlán í fyrradag  Evrópubankinn veitti banka eða bönkum 1,5 milljarða evra neyðarlán  Erfitt tímabil í vændum á skuldamörkuðum Stuttar fréttir ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,20 prósent í gær og var lokagildi hennar 194,57 stig. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,25 prósent og sá óverðtryggði um 0,07 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam 8,63 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,89 prósent í afar litlum við- skiptum. BankNordik lækkaði um 2,78 prósent og Össur um 1,01 prósent. Skuldabréf hækka ● Stjórnvísi hefur ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra til félagsins, Gunnhildi Arnardóttur, og hefur hún þegar tekið til starfa. Gunnhildur er MBA frá Há- skólanum í Reykjavík og viðskipta- fræðingur að mennt. Auk þess hefur hún numið stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að því er segir í tilkynningu. Gunnhildur starfaði síðastliðið ár sem formaður mannauðshóps félagsins og var auk þess tilnefnd mannauðsstjóri ársins af Stjórnvísi fyrr á þessu ári. Gunnhildur starfaði síðast sem fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Sec- uritas. Nýr framkvæmdastjóri Stjórnvísi ● Í gær tók gildi samkomulag um sam- vinnu Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa við- brögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Í frétt á vef Seðlabank- ans segir að með samkomulaginu sé komið á fót fyrsta evrópska samstarfs- hópnum á grundvelli samkomulags ríkja innan EES um samvinnu til að tryggja fjármálastöðugleika yfir landa- mæri. Samkomulag Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna er ekki lagalega bindandi en á grundvelli þess á að vera unnt að efla samvinnu, samhæfa við- brögð og vinnubrögð þegar hætta steðjar að. bjarni@mbl.is Samkomulag um fjármálastöðugleika Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Vísitala neysluverðs hefur lækkað undanfarna tvo mánuði. Í maí var vísi- talan 365,3, en var í júlí komin niður í 361,7. Uppreiknaður höfuðstóll verð- tryggðra húsnæðislána ætti að lækka í samræmi við vísitölulækkunina, rétt eins og hann hækkar þegar vísitalan hækkar, eftir að tekið hefur verið tillit til verðbóta. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka, Arion banka, Lands- bankanum og Íbúðalánasjóði á þetta við um öll verðtryggð lán sem þar eru í boði. Rétt er að taka fram að öll lán sem Íbúðalánasjóður veitir til fast- eignakaupa eru verðtryggð, en allur gangur er á því hjá stóru bönkunum þremur. Á árunum 2004 til og með 2009 lækkaði neysluverðsvísitalan í sjö mánuðum af sextíu, aldrei meira en einn mánuð í einu. Sem dæmi mætti taka verðtryggt lán upp á 10 milljónir króna að nafn- virði, miðað við vísitöluna í apríl. Í maí hækkaði vísitalan um 0,4%, lækkaði um 0,3% í júní og um 0,7% í júlí. Upp- reiknaður höfuðstóll ætti því, miðað við vísitöluna í júlí, að standa í 9,9 milljónum; lækkun um 1 prósent. Lækkun lána?  Miðað við þróun vísitölu ætti höfuð- stóll verðtryggðra lána að lækka Morgunblaðið/Kristinn Fasteignir Höfuðstóll verðtryggðra íbúðalána er uppreiknaður í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, sem nú hefur lækkað tvo mánuði í röð.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,0-+ ++1-1+ 23-414 +.-/4 +0-2/5 ++/-,5 +-/.35 +,3-21 +4/-30 ++.-2+ +,0-44 ++1-54 23-034 +.-135 +0-2,4 ++1-+. +-/.1, +,3-5, +4/-1. 235-,+3, ++.-1. +,5 ++4-3. 23-004 +.-101 +0-/// ++1-4+ +-/.,. +,+-/2 +4/-.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.