Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 12
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 1,2 milljónir króna úr neyðarsjóði samtakanna til hjálparstarfsins á flóðasvæð- unum í Pakistan. Upphæðin dugar til að sjá 500 fjölskyldum fyrir nauðþurftum í tíu daga. Þá hafa SOS Barnaþorpin í Pak- istan boðið yfirvöldum skjól fyrir þau börn sem misst hafa foreldra sína í flóðunum eða orðið viðskila við þá. Samtökin reka átta barna- þorp í landinu auk þess sem fjögur eru í byggingu. Ekkert þessara barnaþorpa skemmdist í flóðunum. Íslensk stjórnvöld munu veita 23 milljónir króna til neyðaraðstoðar á hamfarasvæðunum í Pakistan, að sögn utanríkisráðuneytisins. 15 milljónir munu renna til verkefna Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð- anna (WFP) og átta milljónir til verkefna á vegum félagasamtaka, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Milljónir úr neyðar- sjóði til Pakistan Stórflóð Fjölskylda veður út í vatn á einu flóðasvæðanna í Pakistan. Borgarskákmótið fer fram fimmtu- daginn 19. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju sam- kvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Tafl- félag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir að mótinu eins og síðustu ár. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðar- innar taki þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning fer fram á skák.is. Þetta er í 25. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Jón Gnarr leikur fyrsta leikinn 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Menntaráð Reykjavíkur hef- ur ákveðið að leita leiða til að efla námsáhuga drengja í grunn- skólum borgar- innar, en rann- sóknir sem gerðar hafa ver- ið við menntavísindasvið HÍ sýna að marktækur munur er á námsáhuga og námsánægju stúlkna og drengja, og það strax í 1. bekk. Skipaður hefur verið starfshópur til að skoða fræðileg gögn og reynslu skólafólks af aðgerðum til að koma til móts við þarfir drengja í grunnskólanum. Árið 2008 fannst 67% drengja í 1. bekk grunnskóla gaman að læra en 83% stúlkna. Námsáhugi drengja efldur STUTT Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður fjögurra einstaklinga af þeim níu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008, krafðist þess í gær að Pétur Guðgeirsson, dómari í mál- inu, viki úr sæti sínu vegna vanhæf- is. „Í samskiptum mínum við dómara málsins áður en málflutningur hófst kom í ljós að ég dró í efa hæfi dóm- arans sjálfs og þá lýsti hann því yfir að ef ég ætlaði að gera kröfu um að hann viki úr sæti vegna vanhæfis ætti ég að gera það nú þegar. Eftir að hafa ráðfært mig við skjólstæð- inga mína var ákveðið að krefjast þess hér og nú að dómari viki úr sæti. Hin krafan bíður þá bara síns tíma. Málið var því flutt um þá kröfu að dómari viki úr sæti,“ sagði Ragn- ar í samtali við Morgunblaðið að loknum réttarhöldum í gær. Dómari kallaði til lögreglu Lögreglan var kölluð til vegna gruns um að óspektir gætu orðið þegar mótmælendum sem mættu í héraðsdóm var meinuð innganga. Til töluverðra átaka kom en þegar dóm- salurinn reyndist fullur var fólki vís- að út. „Ég hef fengið endanlegar upplýsingar um það og staðfestingu á því að allt frá upphafi boðaði dóm- arinn, í samráði við dómstjórann í dómstólnum, lögregluna á vettvang. Þeir hafa þá rætt saman áður en þessi þinghöld hófust og ég tel að skjólstæðingar mínir hljóti að upp- lifa það þannig að afstaða hafi verið tekin til sektar þeirra fyrirfram með því að telja þá svo svo hættulega að það þyrfti að hafa jafnvel tugi lög- reglumanna hér í húsinu vegna þeirra,“ segir Ragnar. Málið fær því ekki efnislega með- ferð fyrr en dómarinn kemst að niðurstöðu um sitt meinta vanhæfi. Ef dómarinn kemst að þeirri niður- stöðu að hann sé hæfur til að dæma málið má skjóta því til Hæstaréttar. Ragnar kveður það vilja skjólstæð- inga sinna. „Nú bíðum við bara eftir niðurstöðu dómsins um það hvort dómarinn víki eða ekki.“ Telja saksóknara vanhæfann Níumenningarnir eru ákærðir fyrir brot gegn 100. gr. almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem ræðst gegn Alþingi, svo að sjálf- ræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur eða hlýðir slíku boði skuli sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár en refsingin getur orðið ævilangt fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Áður hefur komið fram í fjölmiðl- um að Ragnar ætlaði að krefjast þess að málinu yrði vísað frá dómi í heild sinni vegna vanhæfis ríkissak- sóknara. Ragnar telur saksóknar- ann vanhæfan vegna of náinna tengsla við Alþingi sem „brotaþol- inn“ í þessu máli. „Hann er trúnaðarmaður Alþingis og Alþingi er brotaþoli í málinu. Sá sem kærði málið er sá sem krafðist þess að skjólstæðingar mínir yrðu dæmdir fyrir brot á 100. gr. hegn- ingarlaga sem er lágmarksrefsing eitt ár. Þannig er of mikið samband á milli setts ríkissaksóknara og Al- þingis sem á óbeina aðild að málinu.“ Kýtt um réttarfar í máli níumenninganna í héraði  Til átaka kom er mótmælendur kröfðust inngöngu í Héraðsdóm Reykjavíkur Morgunblaðið/Jakob Fannar Níumenningar Hér sést einn sakborninga kýta við lögreglu þegar hún meinaði mótmælendum og stuðningsfólki sakborninga inngöngu í réttarsalinn þegar hann fylltist. Til átaka kom þegar fólkið neitaði að yfirgefa húsið. Níumenningarnir » Verjandi fjögurra af þeim níu sem eru ákærðir ætlaði að gera kröfu um að málinu yrði vísað frá í heild sinni vegna vanhæfis saksóknara. » Þegar ljóst var að dómari hafði kallað til lögreglu áður en þinghöld hófust taldi verjandi sakborninga fyrirfram afstöðu dómarans til málsins skýra og krafðist þess að hann viki úr sæti vegna vanhæfis. Karlmaður á fer- tugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn, sem er pólskur, hefur ekki áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi hér á landi, svo kunnugt sé. Sam- kvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Póllandi var hann í mars 2000 sak- felldur fyrir tilraun til nauðgunar. Maðurinn, Tomasz Burdzan, var dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir kr. í skaðabætur ásamt vöxtum og 1.173.445 kr. í sakar- kostnað. Konan leitaði til lögreglu í júlí á síðasta ári og lagði fram kæru á hendur óþekktum aðila fyrir kyn- ferðisbrot. Í ítarlegri skýrslu sinni greindi hún m.a. frá því að maður af erlendu bergi brotinn hefði boðið henni heim til sín er hún þurfti að hringja og hann síðan haft samræði við hana gegn vilja hennar. Segir í dóminum að framburður Burdzan hafi verið ótrúverðugur. Framburður konunnar þótti hins vegar trúverðugur, en hún skýrði strax frá nauðguninni. 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur. Hafin er vinna við að útbúa tímabundinn hjólreiðastíg á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun á föstudag. Um- hverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síð- ustu viku, þeim fyrsta að loknu sumarfríi, að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í mið- borginni og hvetja til aukinna hjólreiða, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjólreiðastígar í borginni ná yfir alls um 10 kílómetra vegalengd. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í umhverfis- og samgönguráði í janúar síð- astliðnum kemur fram að til standi að bæta þeirri sömu vegalengd við á hverju ári næsta áratuginn. „Hverfisgatan er hluti af þeim tíu kílómetrum sem á að bæta við á næsta ári. Þessi tilraun mun veita okkur góð gögn fyrir þá vinnu,“ segir Pálmi Freyr Randversson, sérfræðingur hjá samgönguskrifstofu. 500 stæði í bílastæðahúsum við Hverfisgötu Spurður að því hvort tilraunin hafi verið kynnt íbúum segir Pálmi að gengið hafi verið í hvert hús við götuna á mánudag. Vissulega hefði verið ákjósanlegt að fyrirvar- inn væri meiri en ákveðið hafi verið að taka hjólreiðastíg- inn í gagnið fyrir menningarnótt. Hann segir viðbrögð íbúa almennt hafa verið góð. Alls verður 35 gjaldskyldum bílastæðum fórnað fyrir hjólastíginn en Pálmi segist ekki telja að það skapi vandamál enda sé þetta lítill hluti af stæðum á þessu svæði og bendir á að tvö bílastæðahús við Hverfisgötu séu jafnan vannýtt. Samkvæmt upplýsingum af vef bílastæðasjóðs eru 223 stæði í bílastæðahúsinu við Vitatorg ofarlega á Hverfis- götu og 270 í Traðarkoti til móts við Þjóðleikhúsið. 35 bílastæðum fórnað fyrir hjólastíg á Hverfisgötu Morgunblaðið/Eggert Stígur Grænmálaður hjólastígur sunnan megin Hverfis- götu er tilraun sem stendur frá 20. ágúst-30. september.  Hvatt til hjólreiða með grænum stíg í miðborginni Vísitala íbúða- verðs á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 1,3% í júlí miðað við júní. Að sögn Þjóð- skrár hefur vísi- talan lækkað um 0,1% síðastliðna 3 mánuði, síðast- liðna 6 mánuði lækkaði hún um 0,2% og lækkun síðastliðna 12 mán- uði var 2,9%. Fasteignaverð í borg- inni lækkaði í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.