Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is Huldu Hraunfjörð Péturs-dóttur, bóndakonu í Út-koti á Kjalarnesi, rithöf-undi, frístundamálara og saumakonu, var margt til listanna lagt en systir þessarar konu sem saumaði, skrifaði og málaði, gaf ný- lega út enn eina bókina eftir systur sína. Bókin hefur að geyma sam- ansafn af sögum úr æsku hennar, af barngóðum hermönnum og ljúfu Hershey’s „sjokklit“. „Systir mín bað mig um að gefa sögurnar sínar út rétt áður en hún dó árið 1996. Ég gaf út fyrstu bókina árið 2007 sem heitir Sykurmolinn og í henni fjallar hún svolítið um mömmu og pabba, hún fjallar um verkamannafjölskyldu og sjúkra- sögu hennar þegar hún brenndist sex ára,“ segir Ólöf P. Hraunfjörð en í nýju bókinni, Huldu-sögum, segir systir hennar frá minningum sínum af íslenskri fátækt og sambandinu við herinn. „Í þessari bók, Huldu-sögum, segir hún frá því sem gerðist um ’28, ’29. Það er sagan Suðurpólarnir sem er mitt uppáhald og svo fjallar hún líka um heimsstyrjöldina. Hún fékk reyndar verðlaun fyrir þá sögu árið 1978. Þá var Ríkisútvarpið að leita að þeim sem gætu sagt eitthvað um herinn og ættu einhverjar minn- ingar. Ég sagði henni að ég ætlaði að skrifa sögu en ég var svona sjö ára þegar herinn var hérna þannig að ég mundi allt öðruvísi eftir þessu en hún. Það voru mjög margir sem tóku þátt en þrír sem fengu verðlaun og hún fékk fyrstu verðlaun. Sjálf fékk ég bara viðurkenningu. Hún Silja Aðalsteinsdóttir las þá söguna upp fyrir útvarpið. Svo sendi hún stundum sögur í keppni, en ég vélritaði alltaf fyrir hana. Hún var ógurlega dugleg og var í Bréfa- skólanum og ætlaði sér að læra vél- ritun en hún var með hjartagalla þannig að hún þoldi ekki að vélrita og kom þess vegna til mín með þetta og ég sá gjarnan um það fyrir hana.“ Áður hefur Hulda fengið ýmis- legt birt eftir sig, bæði stakar sögur og tvö ritverk, Gullkistu þvotta- kvenna og Sykurmolann. „Ég var líka að vinna að því með henni þegar gefin var út Gullkista þvottakvenna, hún var líka gefin út árið 2007 en ég var að hjálpa henni við að setja hana inn í tölvu og svo sótti hún um styrk hjá borginni og talaði m.a. við Markús Örn þegar hann var borgarstjóri og Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún var og fékk styrkinn til að gefa þetta út. Það voru svo þeir í Árbænum sem gáfu út þessa bók. Hún kom sem sé ekki út fyrr en eftir að hún dó og þá fór ég að vinna í að gefa út allar sögurnar. Huldu-sögur af hernum og liðinni tíð Nú getur að líta nýtt sögusafn eftir Huldu Hraunfjörð þar sem hún fjallar um árin fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld eins og hún upplifði tímann sjálf. Það var með augum barnsins sem þekkti fátæktina og gamla íslenska erfiðið í árdaga velmeg- unarinnar sem herinn átti eftir að hrinda af stað í landinu. Þeir voru barngóðir hermennirnir en „Giv mí sjokklit“ var eina enskan sem börnin kunnu. Stacy er þriggja barna móðir í Bandaríkjunum sem heldur úti fjöl- skylduvefsíðunni Kidsstuffworld- .com. Börnin þrjú eignaðist hún á fjórum árum og er nú heimavinnandi húsmóðir en var áður í bandaríska hernum. Heimasíðan hennar er mjög inni- haldsrík og fjölbreytt. Hún bloggar um það sem hún gerir með börnum sínum og gefur með því öðrum for- eldrum hugmyndir að afþreyingu. En hún er mjög dugleg við að gera ým- iskonar skemmtilega hluti með börnum sínum, hluti sem kosta lítið og eru ánægjulegir. Á síðunni má meðal annars finna uppskrift að því hvernig er hægt að gera sínar eigin gangstéttakrítar. Það væri gaman fyrir þá sem eiga litla krotara sem eyða krítunum hratt að prófa að gera eigin krítar. Stacy fjallar um uppeldi og má líka finna ráðleggingar um hvernig á að ná sem bestum ljósmyndum af ungabörnum eða venja barnið sitt á bókalestur. Það eru líka hugmyndir að því hvernig má innrétta barna- herbergi, það eru auðvitað upp- skriftir að mat og kökum sem eru góð fyrir börn og Stacy hvetur líka til umhverfisvæns lífstíls. Vefsíðan www.kidsstuffworld.com Reuters Börn Það má gera ýmislegt skemmtilegt með börnum sínum. Dugleg og hugmyndarík móðir Hattar og annarskonar höfuðföt hafa verið móðins í dálítinn tíma. Sumarið er kannski ekki tími höfuðfata nema stráhatta sem hafa einmitt sést heilmikið í sumar. Nú fer tími hlýrri klæðaburðar að renna upp og ekki gleyma að hatt- ar fara einstaklega vel með kápum, jökkum og treflum. Eini ókosturinn við að bera hatt á Íslandi er rokið sem hér lætur oft á sér kræla en þá er bara að kunna að halda hatt- inum á höfðinu án þess að missa „kúlið“. Hattar hefðu miklu fyrr mátt komast aftur í tísku, þeir gefa þeim sem þá bera ákveðinn virðu- leikablæ. Konur og karlar með hatta verða glæsilegri og virðulegri og ekki er verra að geta tekið ofan. Þeir sem finna sig ekki í hatta- deildinni geta fengið sér pottlok, alpahúfu eða hefðbundna prjóna- húfu, það gengur allt saman upp. Kynjaskipting í höfuðfötum er líka alveg liðin, konur mega láta sjá sig með pípuhatta, derhúfur eða kúlu- hatta rétt eins og karlmenn. Það fer öllum vel að ganga með hatt svo endilega látið verða af því. Endilega … … fáið ykkur höfuðfat Hattakona Fyrirsætan Kate Moss lætur oft sjá sig með hatt á höfði. Grímur - vináttufélag heldur íbúahátíð á Lynghagaleikvellinum í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Grímur er vináttufélag íbúa í Vesturbænum sem standa fyrir endurbótum á leikvellinum við Lyng- haga. Félagið hyggst stuðla að aukinni notkun vallarins, að breyta honum í hverfisgarð með þátttöku íbúa og ná- granna á öllum aldri. „Við byrjuðum á þessu verkefni í fyrra og stilltum því upp til þriggja ára. Þetta er annað árið sem við höldum íbúahátíð og erum við að fagna tilvist garðsins með henni,“ segir Ólafur Mathiesen, for- maður Gríms. Fólk mætir með nesti „Íbúarnir tóku fljótt við sér í fyrra og garðurinn er allur orðinn annar. Þeir taka þátt í að huga að garðinum og hafa fengið það á tilfinninguna að framlagi þeirra sé vel tekið. Jafnframt hafa borg- arstarfsmennirnir tekið við sér og svæð- inu er orðið sinnt ágætlega. Í haust fengum við ný ljós á einn lampann og í vor fengum við tvö nestis- borð með bekkjum og það hefur al- gjörlega umbylt viðveru barnafólksins á staðnum. Svo er fólk farið að koma hing- að með nesti á hverjum degi, bæði há- skólanemar og foreldrar. Eldra fólkið í kringum okkur er líka að taka að sér ákveðin beð og það eykur þeirra viðveru á svæðinu,“ segir Ólafur um breyting- arnar á vellinum eftir að Grímur tók hann í fóstur. Breyta svæðinu í hverfisgarð Spurður hvort upphaflegt markmið hafi gengið eftir þetta fyrsta ár jánkar Ólafur því. „Við stilltum þessu upp sem þriggja ára verkefni, núna erum við komin í gegnum fyrstu þröskuldana. Á Face- book-síðunni okkar settum við það sem markmið að þetta yrði skilgreint sem hverfisgarður eftir árin þrjú. Þá verði hægt að koma þangað, setjast niður á bekk og horfa á aðra labba um eins og maður gerir í borgum,“ segir Ólafur. Íbúahátíðin fer fram í dag, á afmælis- degi Reykjavíkurborgar, og hefst kl. 18. Jón Gnarr borgarstjóri og Gísli Marteinn Baldursson, formaður hverfaráðs Vest- urbæjar, flytja ávarp, boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar fyrir alla ald- urshópa. Allir eru velkomnir. ingveldur@mbl.is Fjölskyldan Íbúar breyta leikvelli í hverfisgarð Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverfahátíð Frá fyrstu hátíðinni á Lynghagaleikvellinum í fyrra. Hulda Hraunfjörð Höfundur er sjálf sögumaður þar sem við kynnumst mörgu forvitnilegu frá tímabili sem hverfur með hennar kynslóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.