Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010  ArtFart er enn í fullum gangi en tvær aukasýningar verða á tveimur leikritum sem notið hafa mikilla vinsælda, Vakt og Mario Bros þar sem Dóri DNA fer með burðarrull- una. Sýningar verða á fimmtudag, Mario Bros klukkan 19 og Vakt klukkan 21 í Norðurpólnum. Tvö leikrit á artFart verða áfram í sýningu Fólk Hann Atli Bollason gerði garðinn frægan með Sprengjuhöllinni hér um árið en býr nú í Kan- ada, Montreal nánar tiltekið, þar sem hann legg- ur stund á meistaranám í enskum bókmenntum. Meðfram námi og almennri menningarneyslu hóf Atli að leggja stund á langhlaup, en hann hafði þá ekki komið nálægt íþróttum af neinu tagi í heil sautján ár, eða síðan hann æfði hand- bolta veturinn ’92-’93. Eftir þetta eina ár er Atli kominn í það gott form að hann ætlar að tækla hálfmaraþonið um næstu helgi takk fyrir, þegar Reykjavíkurmaraþonið fer fram. „Ég hafði verið að gæla við þetta en hófst svo handa, eða fóta öllu heldur, síðasta sumar. Meg- intilgangurinn er nú bara að halda sér í formi en ég hef svo verið að fá ýmislegt aukreitis út úr þessu. Ég hugsa mikið á hlaupum, mun meira en þegar ég er sitjandi eða labbandi. Venjulega hleyp ég ekki með tónlist, en ef það er, þá er það bara teknó. Og það þarf að vera í samfelldu mixi.“ Atli segir að meginverkefnið um þessar mund- ir sé að venja sig við malbikið, en vestra hlaupi hann iðulega í möl eða á grasi. Hann er þó von- bjartur á árangurinn og er farinn að taka 16 kílómetra eins og að drekka vatn. Atli ber annars Montreal vel söguna og segir mikið um að vera þar. „Það er hægt að drekka í sig bæði evrópska og ameríska menningu hér. Svo er borgin í franska hluta Kanada, það var m.a. þess vegna sem ég valdi borgina og ég er orðinn slarkfær í því máli. Við búum í mjög skemmtilegri íbúð og höldum stundum tónleika í henni, það er dálítið siðurinn hérna. Íbúðin er reyndar nokkuð söguleg, Uni- corns bjuggu hérna og Arcade Fire hélt sína fyrstu tónleika hérna inni.“ Talandi um tónlist, er Sprengjuhöllin nokkuð sprungin? „Alls ekki. Snorri er að flytja til London og ég er hérna en það er alls ekki búið að leggja sveit- ina niður. Við erum á „hiatus“ eins og sagt er í bransanum. Eins og Sigur Rós (hlær). En það er allt í góðu á milli okkar og ég efast ekki um að við eigum eftir að bralla eitthvað þegar við hitt- umst á nýjan leik.“arnart@mbl.is Atli Bollason massar hálfmaraþon! Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaupagikkur Atli Bollason.  Tvær sólóstjörnur hafa starfað hér á landi undir nafninu Jónsi. Jónsi, kenndur við sveitina Í svört- um fötum, gaf út sólóplötu árið 2005 undir eigin nafni en sá síðast- nefndi, sem hefur starfað með Sig- ur Rós, gaf út plötuna Go á þessu ári. Báðir hafa þessir menn svo nýtt sér sama trymbilinn en Þorvaldur Þór Þorvaldsson, sem er í sveit Jónsa í dag, lék á trommur með Svartstökkunum upp úr 2000 og eitthvað áfram. Tveir Jónsar en einn Þorvaldur!? Örlaganornirnar spinna stundum undarlega þræði, það má nú segja … Tveir Jónsar þurfa bara einn trymbil  Trúbatrixur eru komnar á kreik á ný eftir velheppnaða tónleikaferð í vor til Bretlands og eru nú að setja í gírinn fyrir tónleikaferð um Ís- land í samstarfi við Kraum tónlist- arsjóð. Í þetta sinn verður áherslan lögð á að kynna nýjar og efnilegar íslenskar tónlistarkonur til leiks. Trúbatrixur auglýstu fyrr í sumar eftir nýjum tónlistarkonum til að koma fram og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Munu að minnsta kosti 10 nýjar trúbatrixur stíga á svið í ferðinni ásamt áður kunnugum trixum. Ferðin byrjar í Keflavík 19. ágúst á Paddýs og svo er það tón- listarveisla á Cafe Rósenberg 21. ágúst á Menningarnótt þar sem flestar stúlkurnar munu stíga á svið, þaðan er ferðinni heitið til Merkigils á Eyrarbakka þann 24. ágúst og þann 25. ágúst til Akra- ness í Gamla Kaupfélagið. Ferðin endar svo í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði þann 26. ágúst. Nýjar Trúbatrixur sem koma fram í tón- leikaferðinni eru Þorgerður, Elín- borg Harpa, Agnes Björt, Mamiko Dís, Guðrún Birna, Lilja Sigurð- ardóttir, Emma Ævars, Guðný Gígja, Bjartey og Soffía Björg. Ásamt nýju andlitunum munu þekktar Trúbatrixur á borð við Myrru Rós, Höllu Norðfjörð, Láru Rúnars og Elínu Ey einnig koma fram. Trúbatrix-tónleikaferð með tíu nýjum trixum Meðlimir HNOÐ eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Berglind Péturs- dóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir, en þær stunda nám við dans- deild Listaháskóla Íslands og P.A.R.T.S. í Brussel. HNOÐ, sem var stofnað ár- ið 2007, hefur sett upp verk á hinum ýmsu við- burðum, meðal annars í Frakklandi, Hollandi og Finlandi. Ásrún segir dans- ara alltaf vera að hnoðast og þaðan sé nafnið á HNOÐ kom- ið. „Okkur fannst það bara skemmtilegt og svo rímar það við SNOÐ.“ Dansarar hnoðast HNOÐ Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Það eru eflaust fáar konur sem fara til kvensjúkdómalæknis með bros á vör og það vita stelpurnar fjórar úr listdansflokknum HNOÐ. Þær hafa samið verk sem unnið er út frá reynslu kvenna af þessum heim- sóknum og vilja með því opna um- ræðuna um þetta vandræðalega málefni og eflaust fá konur til að sjá spaugilegu hliðina á því. Verkið nefnist SNOÐ og verður frumsýnt á sviðslistahátíðinni Art- Fart á morgun kl. 20. Að sögn Ás- rúnar Magnúsdóttur úr HNOÐ er verkið læknadrama og langt frá því að vera forvarnarverkefni. Vandræðalegt að fara í skoðun? – Hvaðan kom hugmyndin að verkinu? „Þegar við vorum tvítugar feng- um við allar bréf frá Krabbameins- leitarstöðinni um að við værum boð- aðar í leghálsskoðun. Okkur fannst það áhugavert umfjöllunarefni og ákváðum að setja það á svið. Við fór- um að fjalla um kynsjúkdóma og tabúið sem því fylgir, afhverju þetta væri svona vandræðalegt. Við velt- um fyrir okkur hvernig heimsókn- irnar til kvensjúkdómalæknis væru, hvernig konur upplifðu þær, og eins hvernig læknar upplifi þær. Hvernig stemningin væri á biðstofunum, og fleira í þeim dúr,“ segir Ásrún og bætir við að hópurinn hafi unnið mikla heimildarvinnu fyrir verkið. Þ́r tóku viðtöl við kvensjúkdóma- lækna, heimsóttu biðstofur og skoð- uðu spjall á netinu svo eitthvað sé nefnt. „Við erum búnar að vera að rann- saka ýmsa hluti sem tengjast þessu efni. Við fórum til dæmis upp á Húð og kyn, og svo ræddum við við fé- lagsráðgjafa HIV-smitaðra á Ís- landi.“ Alls engin kennslustund Stelpurnar í HNOÐ settu upp lítið fimmtán mínútna verk á artFart í fyrra sem fjallaði einmitt um þetta sama efni. Eftir sýningarnar fengu þær góða umfjöllun í útvarpi og voru hvattar til þess að halda áfram á þessari sömu braut. Í sumar urðu þær svo þess heiðurs aðnjótandi að hljóta styrk frá Evrópu unga fólksins til að halda áfram með verkið. „Við reynum að setjum þetta fram á léttan hátt. Þetta er alls ekki kennslu- stund og við erum ekki að reyna að vera með ein- hvern áróður. Við erum að reyna að koma þessu upp á yfirborðið og sýna hvað það sé bjánalegt að þetta þurfi að vera feimn- ismál.“ – Fara strákar ekki alveg í keng við að sjá ykkur fjalla um þessi mál? „Það er nefnilega svolítið sem okkur finnst spennandi. Þegar við settum upp litla verkið í fyrrasumar komu margir strákar og töluðu við okkur eftir það. Þeim fannst þetta skemmtilegt. Við erum náttúrlega að reyna að segja frá því sem allar konur hugsa en engin talar um. Strákunum fannst mjög skemmtilegt að sjá hvað við göngum í gegnum. Svo fá strákar einnig kynsjúkdóma svo þeir þurfa líka að spá í þetta.“ Hugleikur Dagson með í texta- gerðinni – Hvernig tónlist er spiluð í verk- inu? „Það verður mikið rokk. Við feng- um hljómsveit sem heitir Swords of chaos til liðs við okkur en hún sér um tónlistina, hljóðmyndina og allt sem því fylgir. Hún passar alveg upp á stemninguna.“ – Og þið fenguð smáhjálp frá Hugleiki Dagssyni, ekki satt? „Jú, hann hefur hjálpað okkur við textasmíði.“ – Þannig að textinn er væntanlega fyndinn? „Vonandi er hann fyndinn. Þetta er alla vega ekki alvarlegt,“ segir Ásrún og hlær. Svo er það rúsínan í pylsuend- anum því Ásrún segir leynigesti verða á sýningunum þremur. Þeir eru samt sem áður svo leynilegir að þegar blaðamaður biður um vís- bendingu segist hún ekki geta gefið neitt upp nema fjölda gestanna, sem eru 71 talsins. Eins og fyrr segir verður verkið SNOÐ frumsýnt á morgun, fimmtu- dag, kl. 20 en aðrar sýningar verða 20. og 22. ágúst kl. 20. Sýnt er í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 og er miðaverð 1.200 kr. Það sem konur tala ekki um  Verk byggt á heimsóknum til kvensjúkdómalækna  Bjánalegt að þetta skuli vera feimnismál  Á sýningunni sjá strákar hvað konur ganga í gegnum Miðasala er í síma 663-9444 og á midapantanir@artfart.is Skemmtilegar Stelpurnar í HNOÐ fara ótroðnar slóðir í verkinu SNOÐ og velta fyrir sér hvernig konur upplifa heimsóknir til kvensjúkdómalæknis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.