Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Elsku Pétur yngri, mamma, Helga systir, Pétur, Ívar, Linda og Stína amma, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Erna móðursystir. Vertu sæll um alla eilífð, elskulega góða barn. Þó að stöðugt þig við grátum, þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíl í friði, elsku Kristín Björg. Þín föðursystir, Ingibjörg. Elsku frænka mín, ég á enn bágt með að trúa því að þú sért farin, en þegar ég átta mig og raunveruleikinn skellur á þarf ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að halda aftur af tárunum og reyna að vera sterkur. Þú varst og munt alltaf vera mín nán- asta frænka og á tímabili þegar við vorum yngri þá hefðum við alveg eins geta verið systkini. Við eyddum ófáum tímum saman, hvort sem það var heima hjá afa og ömmu í Vest- urberginu, í ferðalögum með þeim eða í Krummahólunum heima hjá þér. Svo seinna þegar ég flutti úr bænum þá man ég þegar þú komst í heim- sóknir til okkar upp í Kalastaðakot og einnig er ferðin okkar upp á Klif ógleymanleg, þegar ég var fluttur til Vestmannaeyja. Þú ert ein af þeim sterkari og ákveðnustu manneskjum sem ég hef kynnst um ævina. Ef þú ákvaðst að gera eitthvað þá var alltaf allt lagt í verkið og ekki hætt fyrr en þú varst orðin ánægð. Bestu dæmin til vitnis um þetta fyrir mér er t.d. þegar þú varst alltaf að æfa dans með vinkon- um þínum. Það var æft og æft og á tímabili hélt ég að þú myndir verða dansari og danshöfundur. Þegar þú ákvaðst svo að verða lögfræðingur, þá var heldur ekkert slakað á og þú fórst í gegnum háskólann með glimrandi árangri og frábærum einkunnum. Samskipti okkar voru kannski ekki alltaf dans á rósum eins og er oft þeg- ar fólk er náið og mikið saman. Ég man t.d. þegar við eyddum miklu púðri í það hvorum megin á brauðinu ætti nú að byrja á, þar sem að þú hélst því fram að byrja skyldi að bíta í brauðið á þeim enda sem stæði upp, en ég hélt því fram að það ætti að byrja á hinum endanum. Þetta var svo mikið kappsmál hjá okkur að ég man þetta næstum eins og það hafi gerst í gær. Þú varst alltaf dugleg að hrósa mér fyrir allt sem ég gerði og þegar ég átti í erfiðleikum varst þú ein af þeim fyrstu sem komu til mín mér til stuðn- ings. Ég vona innilega að þú hafir séð hversu vænt mér þykir um þig, elsku Kristín mín. Við munum án efa hittast síðar og ég veit að það verður tekið of- urvel á móti þér á þeim stað sem þú ert núna. Með ást – þinn frændi, Sigurður G. Kristjánsson. Stína frænka mín er horfin á braut. Þessi fallega stúlka bæði að utan sem innan. Ég veit ekki alveg hvað skal segja, maður er alveg orðlaus, alltaf vonaði ég að Stína frænka kæmi aftur til okkar. Ég vonaði svo innilega að hún næði sínum botni og kæmi til baka. Með tárin í augunum og mikilli eftirsjá verð ég að sætta mig við að þetta var hennar botn. Alkóhólismi er böl og erfitt er að skilja þennan illvíga sjúkdóm. Mín fyrsta minning um þessa glað- lyndu og fallegu frænku var heima hjá ömmu og afa á Brimhólabrautinni í Vestmannaeyjum. Stína flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum og urðu gistinæturnar í Spóahólunum æði, alltaf tekið vel á móti manni og Stína aldrei glaðari en þegar maður gisti sem lengst. Strax átti hún mikið af vinum og alltaf nóg að gera hjá henni. Hún undi sér vel í fjölmenni og var oftast hrókur alls fagnaðar. Ég man í einu afmælinu hennar, þá greip hún gítarinn sinn og byrjaði að spila, og við urðum öll agndofa. Hún var al- gjört sjarmatröll, og karlmenn eltu hana alla tíð á röndum. Hún var með svo mikla útgeislun og kraft. Stína var afar samviskusöm og mjög kröfuhörð á sjálfa sig. Hún kláraði grunnskól- ann með stæl og svo Versló með stæl. Hún var ánægð þar og tók þátt í öllu því sem skólinn hafði upp á að bjóða, ræðukeppni, söngleik, formennsku, og ekki síst skilaði hún sjálfri sér góð- um einkunnum sem fleyttu henni enn lengra. Lögfræðinám kom næst og veit ég að fáir hafa leikið það eftir henni að hafa komist í gegnum almennuna (eins og mér skilst að það sé kallað) með einkunnina 9,5. Frábært en við sem stóðum henni nærri vitum að hún gerði þetta ekki með annarri, hún hafði fyrir þessu. Stína vann sem lög- fræðingur í nokkur ár og fylgdist maður með henni í fjarska, litla sæta frænka mín spjara sig svo vel. Ég veit ekki hvenær akkúrat fór að síga á ógæfuhliðina, hún bara dró sig alltaf meira og meira í hlé frá fjöl- skyldunni og vildi lítið við mann tala. Ég náði aðeins sambandi þegar hún bjó í Eyjum og var ólétt að Pétri litla, þá vissi ég að hún var búin að eiga nokkur mjög erfið ár, alkóhólisminn hrjáði heimili hennar, alveg svaka- lega, og það náði svo að lokum algjörri yfirhendi yfir henni. Síðasta samtal mitt við Stínu var á afmælisdaginn hennar og útskriftar- veislu Lindu. Við sátum lengi og spjölluðum og er ég þakklát fyrir þessa stund. Þarna náði ég smá-teng- ingu við hana og talaði hún um hvað hún væri orðin þreytt bæði líkamlega og andlega, hún sagðist vera á fullu að vinna í sjálfri sér og vonaði að hún næði að koma sér útúr þessu ástandi, en hún sagði líka að það væri bara svo drullu-erfitt. Nú þegar ég hugsa til baka og reyni að skilja eitthvað, er það eina sem ég get sagt að Stína var falleg, ljúf og yndisleg manneskja og vildi engum illt en var í raun verst við sjálfa sig. Stína hefði getað farið hvaða veg sem hún vildi en stundum er bara svo ansi erfitt að vita hver sá rétti er. Í dag kveð ég þig, Stína mín, og knúsaðu mömmu frá mér, sakna þín, snúlla, ég skal knúsa Pétur frá þér um ókomna tíð. Kær kveðja. Þín frænka, Lilja Kristín. Kristín kom inn í líf okkar fyrir tæpum 3 árum þegar hún og pabbi hófu sambúð. Hún hafði mikil áhrif á líf hans, gæddi það hamingju og við vissum það strax að þarna fann hann sálufélaga sinn. Hann var ótrúlega stoltur af henni og talaði mikið um hve klár og dugleg hún væri. Kristín var einstök við hann pabba okkar, hjálpaði honum í sínum erfiðu veikindum, hugsaði um hann daglega eins og sönn baráttukona sem hún var. Þessi sorgarsaga um þessa ungu fallegu konu er okkur harmleikur. Kristín var mörgum gáfum gædd, hún var einstök handavinnukona, mikill námsmaður og kona með skipu- lag sitt á hreinu. Hún tók ætíð vel á móti okkur börnum hans og barnabörnum. Alltaf gátum við leitað til hennar hvað varð- ar lög og reglugerðir, hún var alltaf tilbúin að aðstoða alveg sama hvernig ástandið var. Við vitum, elsku Kristín, að þú hef- ur loksins öðlast frið og ró í sálu þinni. Megi algóður guð og allir hans englar vaka yfir þér, elsku vinkona. Elsku Helga, Pétur litli, Ívar, Pét- ur og Linda, við sendum ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guðrún K. og Helga Margrét. Það er með miklum söknuði sem ég kveð kæra vinkonu mína Kristínu Björgu Pétursdóttur. Leiðir okkar Kristínar lágu saman í Verzlunarskólanum þar sem strax varð ljóst að þar var á ferðinni mikil stjarna. Kristín var allt í öllu í fé- lagslífinu, sat í flestum nefndum og stjórn nemendafélagsins, tók þátt í söngleikjum, keppti í Verzlóvæli og var í ræðuliðinu. En þar að auki stóð hún sig frábærlega sem nemandi. Það var svo í útskriftarferð Verzló sem vinátta okkar fór virkilega á flug er við komumst að því að við ætluðum báðar í lögfræði um haustið. Við urð- um fljótt bestu vinkonur og var vin- átta okkar þannig að það þótti í hæsta máta óeðlilegt ef önnur gerði eitthvað án hinnar. Var kærustum á þeim tíma til dæmis alltaf sagt að sambandið myndi ekki ganga upp ef þeim líkaði ekki við hinn helminginn í okkar vin- áttu. Það var ekki erfitt að vera vinkona Kristínar, hún var frábær vinkona og hrókur alls fagnaðar. Hún var allt í senn: klár, metnaðargjörn, skemmti- leg og falleg að innan sem utan og það var aldrei lognmolla í kringum hana. Allt sem Kristín tók sér fyrir hendur var gert 100% og rúmlega það, hvort sem það var að dúxa í almennri lög- fræði eða þátttaka í félagslífi og póli- tík. Þegar vinahópurinn ákvað að fara í útilegu þá skipulagði Kristín heila útihátíð í kringum hana, svo öflug var hún. Þegar ég sit og hugsa til Kristínar þá er það fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari frábæru konu sem er mér efst í hug. Ég er ekki viss um að ég hefði komist í gegnum námið ef það hefði ekki verið fyrir ofurduglegu vinkonu mína sem rak mig áfram og setti upp lestrar- plan fyrir hvern einasta dag. Það er líka alveg ljóst að lífið á háskólaárun- um og árunum þar á eftir hefði ekki verið jafn skemmtilegt ef Kristínar hefði ekki notið við og er tíminn þegar við leigðum saman á Holtsgötunni ógleymanlegur. Þótt við Kristín værum ekki í miklu sambandi síðustu árin er ég afskap- lega þakklát fyrir að hafa náð sam- bandi við hana fyrir um ári þegar vel gekk og við rifjuðum upp gamla góða tíma og ég gat sagt henni hvað mér þótti vænt um hana. Kæru Pétur, Helga, Pétur litli og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Elsku vinkona, takk fyrir hlátur- inn, brosin og tárin í gegnum tíðina. Megi guð vaka yfir þér. Telma. Í dag kveðjum við kæra æskuvin- konu okkar, Kristínu Björgu Péturs- dóttur. Við vinkonurnar í B-club átt- um saman kvöldstund þar sem við rifjuðum upp minningar sem við eig- um um elsku Kristínu okkar, en við vildum óska þess að tilefnið væri ann- að. Það er þyngra en tárum tekur að missa vinkonu og ákvörðunin um að hittast og skrifa um hana minning- argrein var tekin í mikilli sorg. Hægt og rólega tók sorgin á sig form gleð- innar yfir góðum minningum og við komumst ekki hjá því að brosa út í annað yfir öllu því sem á daga okkar hefur drifið. Við kynntumst Kristínu í 6 ára bekk og hélst vinskapurinn alla okkar skólagöngu og gott betur. Kristín var mikilvægur drifkraftur meðal vin- kvennanna og ekki vantaði fjörið í kringum hana. Hún var nefnilega hálfgerður stormsveipur og það sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og rúmlega það. Í Hólabrekkuskóla tók Kristín þátt í leiklist, ræðu- mennsku, öllum íþróttum sem til eru og hafði samt tíma til að stýra snúða- sölunni í 9. bekk, starfa í nemenda- ráði, taka þátt í Hólavision og spila á gítar. Eins og það væri ekki nóg fyrir unglingsstúlku, fékk hún vinnu í bak- aríinu í Hólagarði og var fyrr en varði farin að stjórna sér mun eldri konum. Kristín var mikil söngkona og var m.a. forsöngvari hópsins Sex-ý-kór í hæfileikakeppni Hólabrekkuskóla. Enn í dag hefur engum tekist að skilja textann sem Kristín söng, en hún söng hann af svo mikilli innlifun að við sigruðum keppnina. Hún Krist- ín var nefnilega mikil keppnismann- eskja. Svo mikil að þegar við reyndum að verða brúnar varð Kristín svört, þegar við lærðum að keyra keypti hún sér bíl og áður en við fengum debet- kort var hún búin að safna sér fyrir sinni fyrstu íbúð. Kristín var mjög metnaðargjörn námskona. Á meðan við hinar slugsuðumst í sundi í stað þess að læra fyrir samræmdu prófin las Kristín dag og nótt og tók prófin með trompi. Þegar hún fór í Verzló minnkaði krafturinn ekkert og hún var m.a. eini kvenkyns keppandinn í ræðuliði skólans í langan tíma. Hún var formaður nemendamótsnefndar en stóð sig þó ekkert verr í náminu. Kristín var ekki bara dugleg og dríf- andi, hún var einstök manneskja og góð vinkona þótt síðastliðin ár hafi fjarlægðin á milli okkar verið meiri en við hefðum óskað. Hún skilur eftir sig stórt skarð í hópnum sem verður aldrei fyllt. Að endingu langar okkur að láta fylgja með ljóð sem Kristín samdi í gagnfræðaskóla: Um daginn labbaði ég mér niður á strönd Og horfði út yfir sjóndeildarhringinn Þar sem ég stóð berfætt í sandinum Og lét mér verða kalt Ég fann hvernig tærnar urðu tilfinn- ingalausar Í blautum sandinum og villtum leik vindsins Því klæddi ég mig í skóna og gekk heim á leið Elsku Helga, Pétur og fjölskylda, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Minningin um hana Kristínu lifir áfram í hjörtum okkar allra. Anna Margrét, Auður Ýr, Berg- lind, Bryndís, Edda Sólveig, Helga Björk, Hildur Camilla, Lára Guðrún, Margrét A., Mar- grét G., María, Nanna, Sólveig Andrea og Stella Guðný. Það var stoltur stúlknahópur sem þakkaði allt hrós í febrúar 1994. Haustinu og vetrinum höfðum við eytt í að undirbúa og framleiða söng- leikinn Jesus Christ Superstar sem var nemendamótssýning Verzlunar- skólans þann vetur. Í broddi fylkingar stóð Kristín, formaður nefndarinnar, aðalsprautan og drifkrafturinn á bak við vel heppnaða sýningu. Þessi unga, drífandi og kraftmikla kona sem eins og þjálfaður brúðu- meistari hélt fimlega á öllum strengj- um hvatti alla sem þátt tóku í sýning- unni og af einurð og eljusemi hélt hún saman hópnum sem kom sýningunni á svið. Um leið og hún keyrði mann- skapinn áfram hélt hún andrúmsloft- inu léttu. Það var aldrei langt í sprell í kringum Kristínu. Er það mönnum til efs að mörgum öðrum hefði tekist að fá okkur hinar í nefndinni til að sitja fyrir á ljósmynd, hálfnaktar, allar allsgáðar og með fullri meðvitund um að myndirnar myndu birtast í frétta- bréfi skólans. Þótt Kristín hafi fjarlægst okkur allar síðan við stóðum á sviðinu á Hót- el Íslandi hverfur sá lærdómur aldrei sem við drógum af þessari vinnu og þá ekki síst allt það sem Kristín sjálf kenndi okkur, að með vinnusemi, dugnaði og dálitlum slatta af hæfileik- um er allt hægt. Fyrir þessa kennslu- stund erum við Kristínu þakklátar. Endurfundir nefndarinnar hafa nokkrum sinnum borið á góma und- anfarin ár en einhverra hluta vegna komust þeir aldrei á framkvæmda- stig. Það er undarlegt til þess að hugsa að nemendamótsnefndin frá ’94 muni ekki koma saman aftur nema án formannsins. Nefndin er ekki heil án hennar. Fjölskyldu Kristínar vottum við samúð okkar um leið við biðjum Guð og englana að vaka yfir sál Kristínar Pétursdóttur. Nemendamótsnefnd NFVÍ 1993-1994, Helga Dögg, Elínrós, Ragnheiður Elín, Valgerður og Þórunn Birna.  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Björgu Pétursdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA MARÍA LANGE ÞÓRARINSSON, Ásbraut 11, 200 Kópavogi, lést þriðjudaginn 10. ágúst. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðrik L. Jóhannesson, Sigrún Sverrisdóttir, Guðný R. Jóhannesdóttir, Egidio Ducillo, María M. J. Lange, Árni Kristjánsson, Þórarinn J. Lange, Rán Sævarsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Veturliði Óskarsson, Arnljótur Jóhannesson, Sveinn Jóhannesson, Hulda Georgsdóttir, Jóhannes Elmar J. Lange, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, HÖRÐUR BJÖRNSSON, Stóragerði 14, Hvolsvelli, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 15. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Rúna Björg Jónsdóttir, Arnheiður Harðardóttir, Kristín Auður Harðardóttir, Sverrir Guðfinnsson, Jón Gísli Harðarson, Ann-Sofie Gremaud, Halldór Hrannar Hafsteinsson, Hafþór Helgi Hafsteinsson, Fannar Aron Hafsteinsson, Þórdís Björnsdóttir, Sigríður Ingibjörg Björnsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður, bróður, mágs og afa, RAGNARS HREINS ORMSSONAR. Olga Björg Jónsdóttir, Ormur Hreinsson, Helga Ragnhildur Helgadóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Jón Hafsteinn Ragnarsson, Elísabet Dröfn Erlingsdóttir, Kjartan Orri Ragnarsson, Guðrún Ormsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Hafsteinn Eyvar, Ragnar Steinn, Ragnheiður Olga, Þorsteinn Elvar, Ísabella Eir og Guðrún Soffía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.