Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Maður í haldi 2. Hryllingur á Húsavík 3. Með svipuð laun og borgarstjóri 4. Maðurinn látinn laus »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Auður Ava Ólafsdóttir hefur verið tilnefnd til Prix Roman du Fnac í Frakklandi fyrir bókina sína Afleggj- arinn en hún var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 2009. Tilnefnd til Prix Roman du Fnac  Dagskrá Menn- ingarnætur var kynnt í strætó- ferð um miðborg- ina þar sem Skúli Gautason, verkefnastjóri viðburða, skýrði frá dagskránni sem virðist lofa mjög góðu. Þá var borgarstjóri með í för og hélt stutta tölu en ljóst er að mikill kraftur leynist í Reykjavík- urborg sem ætti að nýtast í fram- tíðinni. »30 Borgarstjóri í strætó- ferð um miðborgina  Ekki alls fyrir löngu tilkynnti leik- arinn góðkunni um brotthvarf sitt af hvíta tjaldinu og eftir að nýtt og afar dularfullt myndskeið kom út úr heim- ildarmynd um hann, vilja sumir meina að um gabb hafi verið að ræða og hann hafi framið stærsta gjörn- ing Hollywood- sögunnar. »29 Joaquin Phoenix virð- ist hafa platað fólk Á fimmtudag Norðaustanátt, 3-10 m/s, en hvassara við suðausturströndina. Víða léttskýjað á vestanverðu landinu, en skýjað og úrkomulítið eystra. Hiti 10 til 20 stig. Á föstudag Norðanátt og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt sunnan- og vestanlands. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s og fer að rigna um austanvert landið, en bjart framan af degi suðvestantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐUR Sænska knattspyrnufélagið Kristianstad, sem er með þrjá íslenska leikmenn og einn þjálfara á launaskrá sinni, á á hættu að þurfa að spila í 1. deild á næstu leik- tíð vegna fjárhagsörðug- leika. Átta fyrrverandi leikmenn liðsins ætla að stefna félaginu og fara fram á að það verði tekið til gjaldþrotaskipta. »1 Íslendingafélag í vandræðum Ryan Giggs, hinn gamalreyndi leik- maður Manchester United, hefur náð þeim einstæða árangri að skora fyrir liðið á 21 tímabili í röð í efstu deild í ensku knattspyrnunni. Giggs hafði þegar skorað fyr- ir United tvö ár í röð áður en úrvals- deildin var stofnuð árið 1992. »4 Giggs hefur skorað á 21 tímabili í röð Toppliðin þrjú í 1. deild karla í knatt- spyrnu gerðu öll jafntefli þegar heil umferð fór fram í gærkvöldi. Aðeins sjö stigum munar á toppliði Leiknis R. og Fjölni sem er í 5. sæti nú þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni. Fjarðabyggð og Njarðvík virðast hins vegar ætla að kveðja deildina en hvorugu liðinu tókst að innbyrða sig- ur í gærkvöldi. »2-3 Hnífjöfn barátta um úrvalsdeildarsæti ÍÞRÓTTIR Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við ætlum að vígja húsið formlega í lok mánaðarins þannig að þetta er bara allt að bresta á,“ segir Ingi- björg Ösp Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningarhússins Hofs á Akureyri sem verið er að leggja lokahöndina á þessa dagana. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 15. júlí árið 2006. Upphaf verksins má rekja til ársins 1999 þegar ákveðið var að reist yrði eitt slíkt menningarhús í hverjum lands- fjórðungi og er Hof fyrsta húsið sem lokið er við af þeim. Góðir gestir við vígslu Þriggja daga opnunarhátíð verður dagana 27. til 29. ágúst nk. en sjálf vígsla menningarhússins Hofs fer fram 28. ágúst. Viðstaddir vígsluna verða margir góðir gestir, þ.á m. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, Katrín Jakobsdóttir, mennta- málaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. „Síðan mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spila nýtt verk sem Hafliði Hallgrímsson samdi sér- staklega vegna þessa tilefnis og nefnist Hymnos. Svo ætlar Kristján Jóhannsson að koma og syngja fyrir okkur í tilefni af þessum tímamótum auk þess sem fleiri frábærir lista- menn munu koma fram,“ segir Ingi- björg. Þá verður opið hús að kvöldi vígsludagsins þar sem gestir og gangandi geta komið og skoðað bygginguna. Táknrænt upphaf „Síðan tökum við smá forskot á sæluna á föstudagskvöldinu. Þá ætl- ar listakonan Lay Low að koma fram á tónleikum með nemendum úr Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar og fleiri góðum gestum og við bjóðum öllu ungu fólki 20 ára og yngri á þá tón- leika,“ segir Ingibjörg. Áhersla á fjölbreytnina Hún segir að hugmyndin sé að það verði táknrænt að opnunarhátíðin hefjist á atburði þar sem ungir lista- menn eru á sviðinu og ungir áhorf- endur í salnum og þannig send skýr skilaboð um að menningarhúsið sé fyrir alla aldurshópa. „Við höfum haft það að leiðarljósi að fjölbreytileikinn sé í fyrirrúmi. Við verðum með þónokkuð mikið af viðburðum sem höfða til barna og unglinga og sem eru hugsaðir fyrir fjölskylduna. Þannig að ég trúi því að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni okkar.“ Menningarhúsið Hof fyrir alla Menningarhús vígt á Akureyri í lok mánaðarins Ljósmynd / Menningarhúsið Hof Hof Menningarhúsið Hof á Akureyri verður formlega vígt 28. ágúst nk. við hátíðlega athöfn að viðstöddum ýmsum góðum gestum. Þá mun Kristján Jóhannsson syngja og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja frumsamið verk. Hvenær hófst vinna við byggingu menningarhússins Hofs? Fyrsta skóflustungan að menning- arhúsinu var tekin 15. júlí árið 2006 en skrifað var undir samninga um að það yrði reist árið 2003. Upphaf málsins má þó rekja aftur til ársins 1999 þegar upphaflega var tekin ákvörðun um byggingu eins slíks menningarhúss í hverjum lands- fjórðungi. Fyrir hvaða starfsemi verður menningarhúsið? Stefnt er að því að margbreytileg starfsemi fari fram í menningarhús- inu sem höfði til sem flestra aldurs- hópa. Er lögð áhersla á að sem flestir geti fundið eitthvað sem höfði til sín í dagskrá hússins, full- orðnir, börn og unglingar. Þá munu Tónlistarskólinn á Akureyri, Akur- eyrarstofa, Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafa aðsetur í húsinu. Hvar á Akureyri er menningar- húsið? Menningarhúsið stendur á uppfyll- ingu sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu eða m.ö.o. við miðbæ Akureyrar. Spurt & svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.