Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Nú nýlega gerðist það atvik fyrir austan að hundur af tegund- inni Franskur Mastiff glefsaði til 22 ára manns sem ekki hlýddi tilmælum eig- anda um að halda sig í fjarlægð. Slík atvik eiga sér því miður oft stað þar sem hundur telur sig þurfa að verja sig einfaldlega vegna þess að ekki er hlustað á tilmæli eig- anda eða viðvörunarmerki hunds- ins. Sú regla gildir bæði fyrir full- orðna og börn að nálgast ekki hund nema með fullu leyfi eiganda hvort sem um er að ræða stóran eða lítinn hund. Margir bera fyrir sig að þeir séu vanir hundum og því hafi „grimmdin“ í hundinum, sem glefsaði, komið á óvart en fáir hugsa til þess að hundurinn getur verið óvanur ókunnugum og orðið hræddur. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að flest hundsbit eiga sér stað af ótta, það er að segja hund- urinn telur sig vera kominn í þá aðstöðu að eina leiðin út úr henni sé að bíta – enda er þá fyrst sem fólk hlustar á hundinn! Vil ég því hvetja alla til að lesa þessar leiðbeiningar og sýna eða kenna öðrum. Sérstaklega þeim sem ekki eiga hund en eru hrifnir af þeim. * Ef þú sérð hund er oftast nær nóg að horfa á hann úr fjarlægð. Það er algjör óþarfi að vaða upp að honum til að snerta hann. Forðastu að mynda augnsamband við hundinn en það er einfaldlega ókurteisi hjá hundum að stara í augu, enda eru fáir hundar sem stara á móti heldur snúa flestir sér undan til að komast hjá óþægi- legu stari. * Þegar þú nálgast hund skaltu ekki halla þér fram í áttina að honum eða ganga rak- leitt að honum. Ef sá möguleiki er fyrir hendi, taktu þá örlítinn sveig á leið þinni til hundsins og snúðu helst hliðinni að honum, eða að minnsta kosti vanganum. Best er að beygja sig í hnjánum (en ekki bakinu) og leyfa hundinum að þefa af þér. Ef hundurinn vill ekki tala við þig mun hann senda þér merki um það með því að snúa sér und- an, ganga burt eða forðast þig á einhvern hátt. Þá skaltu alls ekki teygja þig eftir hundinum því það getur hundinum þótt mjög óþægi- legt. * Þegar maður klappar hundi er best að klappa honum á síðuna eða bakið en aldrei teygja höndina beint yfir höfuð hundsins. Ímynd- aðu þér ef ókunnug manneskja kæmi að þér og klappaði þér hraustlega á kollinn – flestir myndu forðast slíka snertingu og það gera hundar líka. Flestir hundar læra þó að láta sig hafa það að ókunnugir klappi þeim á höfuðið en ekki allir. Eins skaltu ekki koma aftan að hundi og klappa honum skyndilega á bakið. Þá getur honum brugðið og gripið til þess ráðs að glefsa vegna þess- arar óvæntu árásar. * Merkin sem hundar gefa frá sér áður en þeir glefsa geta verið ýmiskonar. Að sleikja út um, geispa, snúa höfðinu undan, píra augun, setja eyrun aftur, sýna tennur og urra eru allt leiðir til að segja okkur mannfólkinu að nú séum við komin of nálægt eða tími sé kominn til að fara út úr að- stæðunum. Hlustaðu á hundinn – jafnvel þótt eigandinn geri það ekki! * Vertu fyrirmynd barnanna – spurðu alltaf um leyfi áður en þú nálgast hund og fylgdu þessum leiðbeiningum. Það er aldrei of varlega farið. Flestir hundar eru afskaplega góðir, burt séð frá stærð. Það skiptir hins vegar miklu máli að við komum fram við þá af þeirri virðingu og kurteisi sem við ætl- umst til af þeim. Gefum þeim allt- af val um hvort þeir tala við okkur eða ekki og smávægilegar breyt- ingar í okkar háttum geta skipt sköpum fyrir hundinn. Ef hundur glefsar er það sjaldn- ast hundinum að kenna heldur manneskjunni sem fyrir glefsinu varð. Fólk og hundar Eftir Jóhönnu Reykjalín » Sú regla gildir bæði fyrir fullorðna og börn að nálgast ekki hund nema með fullu leyfi eiganda, hvort sem um er að ræða stóran eða lítinn hund. Jóhanna Reykjalín Höf. er nemi í hundaþjálfun/hunda- atferlisfræði – www.hundahanna.is Hefur verðbólguviðmið seðlabanka ekki verið 2,5% í mörg ár, hvernig eigum við gamlingjar að gera tekju- áætlanir 2008 fyrir næsta ár í óðaverðbólgu? Ef hagfræð- ingar geta ekki spáð í sín glös, er- um við gamlingj- arnir þeim betri sjáendur? Það eru ekki síst eldri borg- arar landsins, sem komið hafa upp sinni fjölskyldu og greitt niður langtímaskuldir við heimilisstofnun sem hafa getað lagt ónotaða peninga til hliðar á tryggan bankareikning. Meðal annars hefur þessum pen- ingum verið safnað til að standa straum af kostnaði vegna hinstu far- ar og erfidrykkju fyrir afganginn eftir að skattmann hefur fengið sitt. En eins og allir vita sem það vilja vita hafa fjármagnstekjur þessa fólks verið næsta neikvæðar hvað ávöxtun varðar um langan tíma. Það eru því fyrst og fremst verð- bólguafföll sparifjárins sem telst til skattskyldra tekna sem hafa verið notaðar að undanförnu af félags- og fjármálaráðherra til að skerða margvíslegar bætur sem gamlingj- arnir hafa átt rétt á frá almenna tryggingakerfinu því fjármagns- tekjuskattur er ekki aðeins greiddur af vöxtum, hann er einnig greiddur af verðbótum höfuðstóls sparifjár. Vaxtatekjur til staðgreiðslu sam- kvæmt tekjuskattslögum teljast vextir og afföll, sbr. 8. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, svo sem: Vextir af innstæðum í innlendum bönkum, sparisjóðum og innláns- deildum samvinnufélaga, á póst- gíróreikningum og orlofsfjárreikn- ingum, svo og vextir af verðbréfum sem hliðstæðar reglur gilda um samkvæmt sérlögum. Til vaxta telj- ast enn fremur verðbætur á höf- uðstól og vexti, verðbætur á inn- eignir og kröfur sem bera ekki vexti og happdrættisvinningar sem greiddir eru í stað vaxta. [Til vaxta telst enn fremur innleystur geng- ishagnaður á staðgreiðsluári og áfallinn í árslok af reikningum í inn- lánsstofnunum. Sama á við um gengishagnað sem fellur til frá einu greiðslutímabili til annars innan staðgreiðsluársins.]2) Nái frekari skattahækkanaáform ríkisstjórnarinnar fram að ganga fer ekki á milli mála að verðbólga má ekki hreyfast neitt að ráði frá lægstu mörkum svo það fólk sem svo margir bera fyrir brjósti greiði yfir 100 prósenta jaðarskatt. Vill einhver það? Þeir sem halda að þeir geti margfaldað innheimtan fjár- magnstekjuskatt með margfeldis- hækkun skattprósentunnar fara vill- ir vegar og vita ekki hvað þeir eru að gera. Því verður ekki trúað að núver- andi ríkisstjórn telji sér sæmandi að hafa helstu matarholur ríkissjóðs til skatttöku og bótaskerðinga gaml- ingjanna séu eignarleiðrétting höf- uðstóls peningaeignar gamla fólks- ins á ævikvöldi, á grundvelli 8. gr. laga nr. 90/2003. ERLING GARÐAR JÓNASSON formaður Samtaka aldraðra. Fjármagnstekjur gamlingjanna og ruglið frá TR Frá Erlingi Garðari Jónassyni Erling Garðar Jónasson Þeir, sem til þekkja, vita hvað það er slítandi verk að halda úti vefsíðum eða svokölluðum heimasíðum sem standa undir nafni. Hér er oft um að ræða nokkurs konar borgaralega skyldu, sem sumir taka að sér, oft að eigin frumkvæði, til að vekja athygli á mannlífi í byggðarlagi sínu fyrr og síðar. Einn slíkur veffréttamiðill, sem ber af mörgum öðrum slíkum miðl- um áhugafélaga, er síða Önfirðinga- félagsins, flateyri.is. Sá sem þar stýrir málum er Björn Ingi Bjarna- son, formaður félagsins, auðvitað Önfirðingur í húð og hár. Sannleik- urinn er sá, að það er með ólíkindum hvað þeim manni tekst að koma í verk fyrir sína fæðingarsveit og fjörð. Svotil hvern einasta dag, allan ársins hring, birtir hann fréttir, við- töl og myndir úr Önundarfirði. Kennir þar margra grasa frá ýmsum tímum. Þegar svo ber undir birtir Björn Ingi einnig fréttir og myndir hvarvetna af Vestfjörðum og jafnvel að sunnan, þar sem hann er nú bú- settur. Hann lætur sér sem sagt ekki nægja sína gömlu heimasveit þegar hann vill vekja athygli á ýms- um málefnum eða halda nafni ein- hverra á lofti. Ljósmyndirnar, sem hann tekur margar sjálfur, eru svo sér kapítuli. Í dagsins önn, þegar við erum sem uppteknust af eigin afreksverkum, gleymum við oft að taka eftir því sem náunginn kemur í verk. Þar sem undirritaður hefur ekki séð þess sérstaklega getið að neinn hafi geng- ið fram fyrir skjöldu og þakkað Birni Inga Bjarnasyni fyrir hans ómetan- lega framlag í þágu Önundarfjarðar, skal hér með ein rödd heyrast úr næsta firði og færa honum hrós dagsins. Hann á svo sannarlega skil- ið almannalof fyrir framlag sitt, sem hér hefur lítillega verið nefnt. Heið- ur þeim sem heiður ber. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Brekku, Dýrafirði. Heiður þeim sem heiður ber Frá Hallgrími Sveinssyni Sagnamenn Annar að vestan hinn að austan. Björn Ingi Bjarnason og Smári Geirsson úr Fjarðabyggð bera saman bækurnar. Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna fyrirliggjandi frum- varp til breytinga á búvörulögum harð- lega. Gagnrýni sam- takanna beinist eink- um og sé í lagi að því að með lögfestingu frumvarpsins skapist veruleg hætta á að hér á landi myndist einokun við vinnslu og markaðssetningu mjólk- urvara. M.ö.o. að verið sé að inn- leiða kerfi sem gerir öðrum aðilum nær ókleift að hefja samkeppni við það fyrirtæki sem þegar hefur náð yfirburðastöðu á þessum markaði. Á máli samkeppnislaga kallast þetta fyrirbæri aðgangshindrun. Skoðun samtakanna er nú sem fyrr að það sé engum til góðs að slíkt ástand skapist og gildir þá einu hver markaðurinn er. Gagnrýni Framsóknar Formaður Framsóknarflokksins ræðst með ómaklegum hætti á samtökin í grein í Morgunblaðinu 14. ágúst. sl. og segir m.a. að sam- tökin hafi umborið þróun í átt til einokunar á íslenska matvörumarkaðinum. Slíkt er auð- vitað fjarri öllum sanni enda hafa samtökin innan sinna vébanda nær öll þau fyrirtæki sem selja neyt- endum matvöru, bæði stór og smá. Á þessum markaði hefur þróunin hins vegar orðið sú að fyr- irtækjum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Þessi þróun hér á landi er sambærileg við þróun þessa markaðar á hinum Norð- urlöndunum, þ.e. að tiltölulega fáir aðilar keppa á markaði. Slíkt er ekki ólöglegt enda hefur þessi þró- un átt sér stað innan þess ramma sem samkeppnislög setja. Þessi þróun mála er ekki bundin við matvörumarkaðinn, hún hefur orðið á fjölmörgum öðrum mörk- unum, s.s. á flutningamarkaði, byggingavörumarkaði, fjar- skiptamarkaði og hjá fjölmiðlum. Það er þó langt frá því að þróun undanfarinna ára sé bundin við fyrirtæki í verslun og þjónustu enda sést þessi þróun í flestum öðrum atvinnugreinum, s.s. í sjáv- arútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu og meira að segja í landbúnaði þar sem fáir aðilar keppa í framleiðslu á kjúklinga- og svínakjöti og þró- un í hefðbundnum landbúnaði hef- ur verið á þá leið að búum fækkar og þau stækka til að stærð- arhagkvæmni náist. Í samfélagi sem telur rúmlega 300 þúsund manns er þetta ekki óeðlileg þró- un. Gagnrýni Samkeppniseftirlits og Neytendasamtaka Það er eftirtektarvert að for- maður Framsóknarflokksins beinir spjótum sínum eingöngu að SVÞ í gagnrýni sinni og segir að með gagnrýni sinni séu samtökin að níðast á bændum og neytendum. Honum er auðvitað frjálst að haga málflutningi sínum eins og hann telur trúverðugast en það er at- hyglisvert að hann minnist ekki einu orði á gagnrýni Samkeppn- iseftirlitsins og Neytendasamtak- anna á frumvarpið. Gagnrýni þess- ara aðila beinist mjög að sömu atriðum og SVÞ gagnrýna í um- sögn sinni. Dettur einhverjum í hug að þessir aðilar séu að níðast á bændum og neytendum? Sam- keppniseftirlitið hefur það hlut- verk m.a. að tryggja að aðgerðir hins opinbera takmarki ekki sam- keppni. Hin harðorða umsögn eft- irlitsins bendir til þess að það telji verulega hættu á að með þessu frumvarpi sé hið opinbera að tak- marka samkeppni, bændum, neyt- endum og samfélaginu öllu til tjóns. Að sama skapi bendir gagn- rýni Neytendasamtakanna til þess að þau telji hagsmunum neytenda ógnað með frumvarpinu. Gagnrýni þessara þriggja aðila snýr ekki að bændum heldur því framleiðslu- og sölukerfi sem þeim er gert að búa við. Breytum kerfinu. SVÞ fagnar því lokaorðum greinar formanns Framsókn- arflokksins þar sem hann segir að finna megi leiðir til að breyta kerf- inu. Slíkt er að margra mati afar aðkallandi og löngu tímabært enda getur það aldrei gengið til lengdar að einn aðili á markaði sé und- anþeginn jafn mikilvægum lögum og samkeppnislögum. Það er von SVÞ að þessi umræða öll verði til þess að unnt verði að hefja þessa endurskoðun sem allra fyrst, bændum, neytendum og samfélag- inu öllu til góðs. Einokun á aldrei rétt á sér Eftir Margréti Kristmannsdóttur og Andrés Magnússon » Það er eftirtekt- arvert að formaður Framsóknarflokksins beinir spjótum sínum eingöngu að SVÞ í gagnrýni sinni og segir að með gagnrýni sinni séu samtökin að níðast á bændum og neytendum. Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir er formað- ur SVÞ og Andrés Magnússon fram- kvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.