Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2010 Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „Þetta eru töluvert stórar ákvarðan- ir og aðgerðir sem eru í fjárlögun- um,“ segir Nökkvi Bragason, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu, um fjárlög fyrir árið 2011. „Við erum að reka ríkissjóð með gríðarlegum halla og þurfum að vinda ofan af því.“ Vinna við fjárlögin er að sögn Nökkva langt á veg komin og hefur gengið vel. Í fjárlögunum er gert ráð fyrir minni halla en á fjárlögum 2010 og að svonefndur frumhalli ríkissjóðs verði orðinn jákvæður. Í frumhall- anum felast útgjöld og tekjur að undanskildum vaxtajöfnuði en hann hefur verið mjög óhagstæður. Er þetta í samræmi við samstarfsáætl- un við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en með henni er ætlunin að vinna bug á fjárlagahallanum. Stefnt er að því að afgangur verði á fjárlögum árið 2013. „Þá verður orðinn umtalsverður afgangur á frumjöfnuðinum sem dugar til að yfirvinna þennan óhag- stæða vaxtajöfnuð líka,“ segir Nökkvi en ætlunin er að þá skili ríkissjóður tíu milljarða króna af- gangi. Þá segir hann að færi skapist til að grynnka á skuldum ríkisins. Nánari upplýsingar segir Nökkvi að verði ekki gefnar að svo stöddu; þeirra sé ekki að vænta fyrr en fjár- lögin hafa verið lögð fyrir Alþingi. „Það er hefðin að þingið fái fyrst í hendur frumvarpið og allar upplýs- ingar sem það er reist á,“ segir hann. Verður það strax og þingið tekur til starfa í byrjun október að loknu sumarleyfi. Fyrir liggur að miðað er við að skera niður um 9% í almennum rekstri og rekstri stjórnsýslu- og eftirlitsstofnana. Hjá Ríkisútvarpinu er viðmiðið á bilinu 9-10% en í heilbrigðiskerfinu, framhaldsskólum og hjá lögreglu- embættum er miðað við 5%. „Nú er þetta bara í ráðuneytunum og svo skilar fjármálaráðuneytið þessu inn í þingið,“ segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefnd- ar Alþingis. Nefndin fær frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011 til umfjöll- unar þegar það hefur verið lagt fyrir Alþingi. „Við höfum verið að skoða tillögur um breytingar á því hvernig staðið er að fjárlagagerðinni,“ segir Guð- bjartur og bætir við að hluti nefndar- innar muni sitja fund um þær í dag. „Við ætlum að fara í eftirlitshlut- verkið okkar í næstu viku, skoða stöðuna fyrstu sex mánuðina og fara yfir þjóðarspána og ýmsar forsendur fjárlaga [fyrir árið 2010],“ segir Guð- bjartur en hann segir nákvæmt skipulag ekki liggja fyrir. Sviptingar á fjárlögum 2011  Vinda ofan af miklum fjárlagahalla  Stefnt að 10 milljarða afgangi árið 2013  Fjárlaganefnd Alþingis athugar tillögur um breytt vinnubrögð við gerð fjárlaga „Við ætlum í eftir- litshlutverkið okk- ar í næstu viku,“ segir Guðbjartur Hannesson Keppt var í fyrsta skipti um Thoroddsen- bikarinn í árlegri lendingakeppni smáflugvéla á Sandskeiði í gær og varð Arnar Þór Emilsson hlutskarpastur með 35 stig. Í öðru sæti varð Þór- hallur Óskarsson, sem flaug einni af þrem fis- vélum keppninnar, hann var með 40 stig og Höð- ur Guðlaugsson varð þriðji með 56 stig. Keppnin var haldin til minningar um Atla heitinn Thor- oddsen sem lést í fyrra langt um aldur fram en Atli var hátt skrifaður í flugheiminum. Eftir lendingakeppnina sýndi faðir Atla, Björn Thor- oddsen, listflug. Lendingakeppni á Sandskeiði Morgunblaðið/Jakob Fannar Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Niðurstaða DNA-rannsóknar á lífsýnum úr Bobby Fischer og filippseyskrar stúlku, Jinky Young, er að Fischer sé ekki faðir stúlkunnar. Því hefur barnsfaðernismálið verið fellt niður en enn er deilt um hver eigi að erfa Fischer, systursynir hans eða meint eiginkona Fischers, Myoko Watai. Þórður Bogason, lögmaður stúlkunnar, staðfesti að rétt- armeinadeild Landspítalans hefði sent lögmönnum sem koma að málinu þann úrskurð sinn að Jinky Young gæti ekki verið dóttir Fischers. Marilyn Young, sem býr á Filippseyjum, hélt því fram að hún hefði eignast barn með Fischer árið 2001. Hæsti- réttur féllst á kröfu hennar um að tekið yrði lífsýni úr Fisc- her til að fá úr því skorið hvort þetta væri rétt. Fram hefur komið að Jinky heimsótti Fischer eftir að hann kom til Íslands. Meðal gagna, sem lögð voru fyrir dómstóla á Íslandi, var mynd af Young, Jinky og Fischer uppi í rúmi árið 2004 og póstkort til Jinky frá Fischer en á kortið er skrifað „Daddy“. Mæðgurnar heimsóttu Fischer hér á landi árið 2005. Deilur um hver sé lögmætur erfingi Fischers eru enn til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður næst rétt- að í málinu í næsta mánuði. Í desember í fyrra felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki þyrftu að fara fram opinber skipti á dánarbúi Fischers. Féllst Hæstiréttur þar með á kröfu systursona Fischer um að opinber skipti færu fram og er niðurstaða Hæstaréttar byggð á því að ekki hafi verið lögð fram fullnægjandi sönnun um að Fischer og Myoko Watai hafi gengið í hjónaband. Watai hefur ekki orðið við kröfu dómstólsins að leggja fram fullnægjandi gögn sem staðfesta giftingu hennar og Fischers. Fischer er ekki faðir Jinky Gröf Fischers Deilur um hver sé lögmætur erfingi Fischers eru til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavı́kur.  Ekki er ljóst hver kemur til með að erfa Bobby Fischer Skrifstofa borgar- stjóra hefur aug- lýst starf „teymis- stjóra í þjónustu- og gæðamálum“ laust til umsókn- ar. Um er að ræða nýtt starf en að sögn Regínu Ás- valdsdóttur skrif- stofustjóra stend- ur yfir endurskipulagning á skrifstofunni. „Það er starfsmaður að hætta og staða að losna og við notum því tæki- færið til að gera breytingar og efla gæðastarf á skrifstofunni,“ segir Regína. Ekki verði því ráðið í stað þess sem hættir en í staðinn ráðið í starf teymisstjóra. Regína útilokar ekki frekari breytingar á skrifstof- unni. Tíu á skrifstofu borgarstjóra Tíu stöðugildi eru á skrifstofu borgarstjóra fyrir utan borgarstjóra og aðstoðarmann hans en að sögn Regínu hefur þeim fækkað á árinu. Meðal verkefna teymisstjórans verða þróun og mótun gæðastefnu fyrir skrifstofu borgarstjóra, skipulagning dagskrár borgarstjóra, greining er- inda sem skrifstofunni berast, und- irbúningur viðburða, m.a. vegna mót- töku í Höfða, ásamt ýmsum rekstrarmálum að því er segir á vef Reykjavíkurborgar. Umsókn- arfrestur um starfið er til 26. ágúst. Nýtt starf hjá borg- arstjóra Jón Gnarr Hluti af endurskipu- lagningu Ráðhússins www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn Kona sem slasaðist við hellaskoðun við Miklafell í Eldhrauni í gær reyndist tvíhálsbrotin, að sögn lög- reglu en ekki var vitað nánar um líðan hennar. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti konuna en hún hafði dottið í helli og slasast á höfði. Ítalskur ferðamaður, sem velti bíl í Skaftártungu í gær, reyndist einnig vera tvíhálsbrotinn. Hann hlaut auk þess höfuðáverka. Þá varð bílvelta á þjóðvegi 1 skammt fyrir austan Kirkjubæjar- klaustur um hálffjögurleytið í gær. Stór jeppi með lokaða flutnings- kerru aftan í lenti í lausamöl úti í kanti og valt en ökumaður slasaðist lítið. Tveir ferðamenn illa slasaðir og jeppi með kerru valt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.