Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Sultarólin hert á Suðurnesjum  Meirihluti bæjarstjórnar stefnir að 450 milljón króna niðurskurði í útgjöldum Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að stefnt sé að 450 milljón króna niður- skurði í útgjöldum bæjarins. Stjórnendur Reykjanesbæjar undirbúa nú niðurskurðinn og er meðal annars rætt við starfsfólk um lækkun starfshlutfalls og styttingu afgreiðslutíma þjón- ustustofnana. Gert var ráð fyrir tekjum af aukinni atvinnu- starfsemi í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Árni Sigfússon segir stór verkefni hafa stöðvast og því sé stefnt að niðurskurði. Í fyrra var samið við flesta embættismenn, framkvæmdastjóra og þá starfsmenn sem höfðu yfir fjögur hundruð þús- und krónur í mánaðarlaun um að minnka starfs- hlutfall sitt um tíu prósent. Það samkomulag rennur út á næstunni en Árni kveðst nú ræða við starfsfólk um framlengingu á samkomulaginu og í sumum tilvikum aukna skerðingu. Árni segir að ekki verði ráðist í hópuppsagnir en útilokar ekki að starfsfólki verði fækkað. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, segist ekki hafa heyrt tillögur meirihlutans en kveðst hafa óskað eftir því að meirihlutinn, í samstarfi við minni- hlutann, færi yfir rekstur bæjarins í heild sinni. „Ég hef ekki séð þessar niðurskurðartillögur. Það hefur ekkert verið kynnt með formlegum hætti fyrir okkur, sem er mjög sérstakt,“ segir Friðjón sem kveðst samt hafa átt von á niðurskurðartil- lögum. „Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð að bæjarfulltrúar lesi um þetta í fréttum án þess að það sé búið að kynna málið fyrir þeim. Ég veit að það var farið af stað með þessa vinnu hjá meiri- hlutanum í síðustu viku, við heyrðum það í frétt- um. Þrátt fyrir að það væri fundur í bæjarráði í síðustu viku þá var ekkert kynnt þar. Vinnu- brögðin eru forkastanleg,“ segir Friðjón Mér finnst þetta forkast- anleg vinnubrögð að bæjarfulltrúar lesi um þetta í fréttum. Friðjón Einarsson Um helgina gafst þingmönnum kostur á því að skoða þau gögn sem þingmanna- nefnd sem fjallaði um skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, þar á meðal um ábyrgð ráðherra, aflaði. Tekin voru af- rit af skjölunum og þeim komið fyrir í möppum í þremur herbergjum í skála Alþingis. Þingmennirnir fá að- eins aðgang að skjölunum á staðn- um, í trúnaði, og geta ekki fengið af- rit af neinum gögnum. Þá voru ýmis gögn í annarri möppu sem nefndin aflaði þótt þau séu ekki talin skipta máli við umfjöll- un um ráðherraábyrgð. Helgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis, segir þingmenn hafa kynnt sér skjölin en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóðu þeir þó ekki í röðum fullir eftirvænt- ingar að komast í þau. „Þetta er búið að vera opið allan sólarhringinn alla helgina. Ég get staðfest það að þingmenn hafa kom- ið. Þingmenn hafa notfært sér þetta,“ segir Helgi. Í dag mun Alþingi fjalla áfram um þingsályktunartillögu um máls- höfðun gegn ráðherrum. jonasmargeir@mbl.is Þingmenn kynntu sér málsgögn Helgi Bernódusson  Alþingi ræðir ráð- herraábyrgð í dag Kærleikur og hlýja voru allsráðandi í miðborg Reykjavíkur á laugardag- inn. Þúsundir manna gengu sem leið lá frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfs- torg, þar sem hlýtt var á fagra tóna og uppbyggjandi ræðuhöld. Besti flokkurinn hvatti til kærleiksgöngu gegn kynþáttafordómum, en tilefni hennar eru ofsóknir sem kúbverskir feðgar hafa orðið fyrir. Göngu- fólk var hvatt til að koma með þjóðfána ýmissa landa til að sýna fram á að allir eru velkomnir í samfélag okkar, hvert svo sem þjóðerni þeirra kann að vera. Þessi unga stúlka lét sitt ekki eftir liggja í þeim efnum og mætti galvösk til göngunnar með fána í hendi. Gangan fór afar vel fram og veðrið var upp á sitt besta og lék við göngufólk. Kærleikurinn sigrar allt Morgunblaðið/Kristinn Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu þar sem ekki eru reglur um merkingar erfðabreyttra matvæla. Það stendur til bóta, en nýverið samdi Jón Bjarnason sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra drög að reglugerð þess efnis. Reglugerðin styðst við reglur ESB. „Við göng- um aðeins lengra en önnur Evrópulönd,“ segir Jón. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, fagnar þessari reglugerð. „Aðal- málið er að neytendur hafi raunverulegt val- frelsi. Það hafa þeir ekki sé matvara ekki merkt á þennan hátt.“ En hvers vegna hafa slíkar reglur ekki verið settar fyrr? Jón segir nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess. Áð- ur var málaflokkurinn á ábyrgð umhverfis- ráðuneytisins og reglugerð þessa efnis sett þar árið 2007. Lítið varð þá úr framkvæmdum. Hann segir að þetta sé hluti af samstarfssamn- ingi ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur sem land og þjóð sem vill geta státað af heilnæmri fram- leiðslu að geta markaðssett matvörur okkar sem heilsusamlegar.“ Frestur til átta mánaða Jón telur ólíklegt að reglugerðin hafi áhrif á matvælaverð, kostnaður fyrir framleiðendur sé óverulegur. Hún öðlast þegar gildi, en mat- vælafyrirtæki hafa frest í átta mánuði frá gild- istöku hennar, frestur til þess að merkja afurð- ir dýra sem fóðruð eru á erfðabreyttu fóðri er átján mánuðir og fóðurfyrirtæki hafa þriggja mánaða frest. Á næstunni verður farið yfir sjónarmið umsagnaraðila, sem eru meðal annars Samtök verslunar og þjónustu, SA, SI, Bændasamtökin og Neytendasamtökin.  Landbúnaðarráðherra telur ólíklegt að reglugerð hafi áhrif á matvælaverð  Neytendasamtökin fagna og segja neytendur loksins fá raunverulegt val Matvælum breytt » Erfðabreytt kallast matvæli sem eru framleidd úr lífverum sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfða- efni. » Tilgangurinn hefur einkum beinst að því að auka framleiðslu, til dæmis með því að gera plönturnar ónæmar fyrir ill- gresiseyðandi efnum. Neytendasamtökin hafa lengi krafist þess að settar verði reglur hér á landi um merk- ingu erfðabreyttra matvæla og hafa bent á að Ísland er eina ríkið í Evrópu þar sem engar slíkar reglur eru í gildi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, segir að ómögulegt sé að gera sér grein fyrir hversu hátt hlutfall af matvöru sé erfðabreytt. Hann segir bandarísk stjórnvöld halda því fram að erfða- breytt matvæli séu í engu frá- brugðin öðrum matvælum og merkja þau því ekki sér- staklega. Íslendingar flytja allra Evrópuþjóða mest inn af matvælum frá Bandaríkjunum. Fagna reglugerð NEYTENDASAMTÖKIN Ásdís Óskarsdóttir, formaður starfsmannafélags Suðurnesja, segir stjórnendur Reykjanes- bæjar ekki fara réttu leiðirnar við hagræðingu í rekstri bæj- arfélagsins. „Það má ekki ráð- ast á launafólkið strax,“ segir Ásdís. „Það kemur mjög ítarlega fram í Morgunblaðinu hvað hann ætlar að gera en það á eft- ir að útfæra þetta. Hann gerir sér ekki alveg grein fyrir því að það eru kjarasamningar sem þarf að fylgja.“ Ráðist á launafólkið STFS Erfðabreytt matvæli verða merkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.