Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 14
14 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 ● Sparnaður ehf. hefur sett upp reikni- vél á vefslóðinni sparnaður.is, til að reikna út áhrif dóms Hæstaréttar á gengistryggð bíla- og fasteignalán. Lánin eru reiknuð út miðað við fjóra kosti: Ef gengistryggð lán væru lögleg, ef samningsvextir hefðu verið látnir standa allan lánstímann, ef vöxtum hefði verið breytt í verðtryggða vexti Seðlabanka og að síðustu miðað við breytilega óverðtryggða vexti Seðla- banka. Reiknivél Sparnaðar er hugsuð sem framlag til upplýstrar umræðu um nið- urstöðu Hæstaréttar á gengistryggð lán til einstaklinga, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Reiknivél á vefnum ● Viðskiptaráð Ís- lands og Samtök atvinnulífsins efna til opins morg- unverðarfundar um skattamál fyr- irtækja á Hótel Nordica á fimmtu- daginn. Í tilkynn- ingu um fundinn segir: „Margt bendir til þess að þær breytingar sem hafa verið innleiddar á skattkerfinu hérlendis undanfarin misseri séu farnar að hafa neikvæð áhrif á atvinnulífið. Fundinum er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem þarf að eiga sér stað um skattkerfið til að tryggja að samkeppn- isstaða landsins veikist ekki enn frekar. Þar verður m.a. farið yfir þær brotalam- ir sem eru á núverandi skattalöggjöf og hvaða breytingar þarf að ráðast í.“ Samtök atvinnu- lífsins Nýtt hús í notkun. Opinn fundur um skattamál á fimmtudag Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Séu skuldir þeirra sem fá greiðsluað- lögun tryggðar með veði í eign þriðja aðila, en látnar niður falla, stendur veðréttur kröfuhafans óhaggaður. Í síðustu viku felldi Hæstiréttur úr gildi ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að afmá veðbönd af fasteign tengdaföður einstaklings sem fékk fellda niður skuld gagnvart SPRON. Einstaklingur sem fékk sam- þykktan nauðsamning til greiðsluað- lögunar í október 2009, fékk felldar niður eftirstöðvar veðskuldabréfs sem tekið var hjá SPRON árið 2004. Lánið var tryggt með veði í fasteign tengdaföður lántakandans, en skuldabréfið var gefið út til að endur- fjármagna eldri skuldir. Greitt var af skuldabréfinu skilvíslega fram í apríl 2009. Upphaflegur höfuðstóll lánsins var tæplega 5,8 milljónir króna, en gjaldfallinn höfuðstóll þess nemur nú tæpum sjö milljónum króna, að því er kom fram í málsatvikalýsingu. Eftir að skuldarinn hafði fengið sam- þykkti dómstóla til nauðasamnings- umleitana samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun, óskuðu eigendur fasteignarinnar sem um ræðir að veðböndin yrðu afmáð. Á það féllst sýslumaður. Héraðsdómur Reykja- víkur staðfesti þá ákvörðun sýslu- manns, sem Hæstiréttur ógilti. Nýtur verndar eignaréttar Í dómi Hæstaréttar segir að veð- réttur kröfuhafa njóti verndar eigna- réttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Vísaði dómurinn í ákvæði gjald- þrotalaga um að nauðasamningur haggaði ekki rétti lánardrottins skuldarans til að ganga að tryggingu sem þriðji maður kann að hafa sett fyrir efndum skuldbindingar til fullnustu á henni allri eða til að krefja ábyrgðarmann um fulla greiðslu. Í lögum um greiðsluaðlögum var ekki hróflað við því ákvæði. Jafn- framt segir í athugasemdum með frumvarpi til laganna, að greiðsluað- lögun skuli ekki frekar en nauða- samningur samkvæmt öðrum ákvæðum hagga rétti lánardrottna til að ganga að veðum sem sett hafa verið fyrir efndum skuldbindingar. Hægt að ganga að veðum þrátt fyrir greiðsluaðlögun  Þó að eftirstöðvar skuldar falli niður, verndar eignarétturinn veðbönd kröfuhafa Greiðsluaðlögun Lánardrottnar geta gengið að veðum að baki skuldum sem einstaklingar fá felldar niður vegna greiðsluaðlögunar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Greiðsluaðlögun » Þó svo að skuldir þeirra sem fá greiðsluaðlögun séu felldar niður getur lánardrottinn áfram gengið að veðum sem kunna að hafa verið sett til tryggingar á greiðslu skuldanna. » Einstaklingur sem tók 5,8 milljóna skuldabréfalán hjá SPRON með veði í fasteign tengdaföður síns fékk eftir- stöðvar skuldarinnar felldar niður. » Bankinn getur eftir sem áð- ur gengið að veðinu til að fá fullnustu kröfu sinnar. Kínverjar þurfa að auka einka- neyslu innan- lands og þrýst- ingur þess efnis að júaninu verði leyft að styrkjast frekar mun aukast. Þetta er mat Li Daokui, eins af helstu efnahags- ráðgjöfum kínverska seðlabankans. „Þrýstingur á aukna styrkingu júansins er rétt að byrja og mun aukast enn frekar,“ sagði Li hópi fulltrúa atvinnulífsins á fundi í gær. Júanið styrktist um 0,68% í vik- unni sem leið. Gjaldmiðillinn hefur nú styrkst um 1,5% frá því í júní, þegar viðskipti með gjaldmiðilinn voru gerð frjálsari en áður. Af- leiðumarkaðurinn bendir jafnframt til þess að vænst sé annarrar eins styrkingar til viðbótar á næstu 12 mánuðum. Þurfa að auka neyslu Júan Styrkist. Þrýstingur á að kínverski gjaldmið- illinn styrkist Álagsprófum grískra banka hefur verið frestað, að sögn Financial Tim- es til að gefa þeim andrúm áður en stjórnvöld í Aþenu kanna hvort vel- gengnin í útboðinu í síðustu viku átti rétt á sér, með því að afla fjár á fjár- magnsmörkuðum. Hin svokallaða „troika“ – Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, Evrópuráðið og Evrópubankinn – hefur samið við gríska seðlabankann um að fresta prófum á eiginfjárstöðu grískra banka um einn mánuð. Prófið mun því fara fram í lok októbermánaðar. Þessi frestur þýðir að níu mánaða uppgjör bankanna mun liggja fyrir, og einnig útkoman úr 1,7 milljarða evra skuldabréfaútgáfu seðlabanka Grikklands, sem á að ljúka í október. ivarpall@mbl.is Álagspróf- um frestað –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Fjölskyldubílar. Atvinnubílar. Pallbílar. Jeppar. Nýjustu græjur í bíla. Leiðsögutæki . Varahlutir. Dekk. Vinnufatnaður. Námskeið. Ásamt fullt af öðru spennandi efni Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldubíla, atvinnubíla, jeppa, pallbíla o.fl. föstudaginn 1.október 2010 Blaðið er góður kostur fyrir þá sem vilja vekja athygi á vörum sínum og þjónustu. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 27. september. BÍLABLAÐ sérblað NÁNARI UPPLÝSINGAR: Heimir Bergmann heimir@mbl.is Sími: 569-1145

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.