Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Þrýstnar fyrirsætur gengu sýningarpalla í Lincoln Center
síðastliðinn miðvikudag á vegum tískuvikunnar í New York.
Þar klæddust þær meðal annars flíkum sem vöktu athygli á
föngulegum líkamslínum þeirra í stað þess að fela þær.
Sýndu stærðir 12-16
Sýningin var sú fyrsta sinnar teg-
undar á tískuvikunni, en svokallaðar
„plus size“-fyrirsætur hafa ekki sést
þar áður á sýningarpöllum. Það var vef-
síðan OneStopPlus.com sem stóð fyrir
sýningunni „Belle Epoque“ og var til-
gangurinn að veita ungum stelpum og
konum af öllum stærðum innblástur.
Fjöldi föngulegra stjarna mætti á
svæðið og má þar meðal annars nefna
Nikki Blonsky, KayCee Stroh og Gabo-
urey Sidibe. Fyrirsæturnar sýndu fjöl-
breyttan klæðnað í stærð 12-16 en
hönnuðirnir sóttu að þessu sinni inn-
blástur til tímabilsins 1890-1914.
Þar mátti líta glæsilega kjóla, blúss-
ur, leðurjakka, þröngar gallabuxur,
stuttbuxur og aðrar flíkur sem oft er
erfitt að finna í stórum stærðum.
Vilja klæðast hátísku
Flíkur fatahönnuðarins Zahirs Babv-
anis vöktu athygli en hann lagði
áherslu á að hanna flíkur fyrir alla ald-
urshópa. Babvani sagðist hafa sótt inn-
blástur til ofangreinds tímabils, sem
lauk þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst,
þar sem það hafi einkennst af mikilli jákvæðni. Það hafi svo
náð að smita út frá sér á sýningunni sjálfri.
„Ég er alveg bara loksins,“ sagði High School Musical-
leikkonan KayCee Stroh um þessa ný-
stárlegu sýningu. „Fatahönnuðir hanna
mjög falleg föt, en hver á eiginlega að
klæðast þeim?“
Að sögn Stephanie Sobel, forstjóra
seljenda „stærri“ klæðnaðar, er sýn-
ingin í takt við nútímaþjóðfélag enda
klæðast 62% bandarískra kvenna
stærðum 12 og upp úr. „Þær eru orðnar
leiðar á að neyðast til að klæðast flík-
um sem hannaðar eru fyrir stæðir 0 og
2. Þær eru einnig þreyttar á að tísku-
heimurinn líti niður á þær.“
Óskarsverðlaunahafinn Gabourey Si-
dibe, sem er vel í holdum, sagðist vera
ánægð með gang mála. „Þetta er mjög stórt skref í átt að
viðurkenningu samfélagsins gagnvart fólki í stæri kant-
inum.“
Tíska
Lögulegar
fyrirsætur áberandi
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hef spilað á harmonikku íþessi sextíu ár sem liðineru frá því ég kom fyrstfram opinberlega á ferm-
ingardaginn minn. Þá fékk ég að spila
á balli í tvo tíma, en ég þurfti nátt-
úrulega að vera kominn heim klukk-
an tíu vegna ungs aldurs,“ segir Örv-
ar Kristjánsson harmonikkuleikari
og hlær að minningunni.
„Ég var ekki nema sex ára þeg-
ar ég fór fyrst að fikta við harm-
onikku bróður míns sem átti tvær
slíkar. Ég stalst í aðra harmonikkuna
á meðan hann fór að vinna, en við átt-
um heima í sveitinni, í Volaseli í Lóni
í Hornafirði. Hann seldi bæði hljóð-
færin þegar ég var sjö eða átta ára og
þá fannst mér heldur tómlegt. En
þegar ég flutti á Höfn um tíu ára ald-
ur, þá var ég svo heppinn að nágranni
minn Karl Sigurðsson átti harm-
onikku sem hann leyfði mér að grípa
í. Fyrstu harmonikkuna sem ég eign-
aðist gaf mér Egill Jónsson seinna
alþingismaður, en það var lítil harm-
onikka sem hann átti undir rúmi og
ég man að það vantaði á hana skel-
plöturnar og tvær nótur. En ég náði
tökum á spilamennskunni með henni.
Fyrsta harmonikkan mín í fullri
stærð var sú sem ég fékk í ferming-
argjöf og ég hef átt þær margar síð-
an.“
Spilaði stanslaust á Akureyri
Örvar er lærður bifvélavirki og
segist hafa haldið sér uppi með spila-
mennsku þegar hann var að læra.
„Þá spilaði ég á hinum ýmsu
Með nikkuna í
fanginu í sextíu ár
Hinn landsþekkti harmonikkuleikari Örvar Kristjánsson er hvergi nærri hættur
að spila þó hann sé kominn á áttræðisaldur. Hann spilar sex kvöld vikunnar í sex
mánuði á Kanaríeyjum yfir vetrartímann. Og á döfinni er diskur í tilefni af sextíu
ára spilaafmæli hans. Hann valdi sjálfur lögin sem hann spilar þar, eins og hann
hefur ævinlega gert.
Morgunblaðið/Ernir
Flottur Örvar Kristjánsson er sannkallaður harmonikkutöffari.
Næst þegar maður heilsar þér með
handabandi á íþróttaleik skaltu
gæta að þér, það eru góðar líkur á
því að hann hafi ekki þvegið á sér
hendurnar eftir síðustu klósettferð.
Samkvæmt bandarískri rannsókn,
sem var kynnt á mánudaginn, þvo
aðeins um tveir þriðju hlutar karl-
manna sér um hendurnar eftir að
hafa notað klósettin á íþrótta-
leikvanginum Turner Field í Atlanta í
Bandaríkjunum.
Bæði var athugað með handþvott
með spurningum í gegnum síma og
með útsendurum sem fylgdust með
á almenningssalernum.
Tuttugu prósent af þeim sem not-
uðu klósettin á Pennsylvania-
íþróttaleikvanginum og á Grand
Central Terminal í New York þvoðu
ekki hendurnar eftir klósettferð.
Kvenmenn voru skynsamari en
karlmenn þegar kom að handþvott-
inum, 98% af konum á Turner Field
þvoðu hendurnar almennilega áður
en þær yfirgáfu salernið. 85% af
konum og körlum sem notuðu al-
menningssalerni í Atlanta, Chicago,
New York og San Francisco þvoðu
hendurnar en samkvæmt símakönn-
un sögðust 96% af fólki alltaf þvo
sér um hendurnar eftir salernisferð
á almenningsklósett. Prósentan féll
niður í 89% þegar kom að því að þvo
sér eftir salernisferð í heimahúsi.
Þeir sem notuðu almenningssal-
erni í Chicago og San Francisco
þvoðu hendurnar oftast, 89% full-
orðinna þvoðu hendurnar áður en
þau yfirgáfu salernið.
Tölurnar eru þær hæstu síðan
rannsóknin hófst árið 1996. Er talið
að svínaflensan hafi gert fólki betur
grein fyrir mikilvægi handþvottar.
Að handþvottaprósentan sé svona
lág á íþróttaleikvöngum getur skýrst
af því að fólk er að flýta sér aftur á
völlinn til að missa ekki af leiknum.
Könnunin núna sýndi að fleiri eru
farnir að þvo sér um hendurnar á
Turner Field en þegar könnunin var
gerð síðast, árið 2007.
Heilsa
Morgunblaðið/Ásdís
Handþvottur Það er vissara að þvo sér um hendurnar eftir salernisferð.
Handþvottur
á almenningssalernum
Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði fjallar um aðferðir til
að fylgjast með virkni eldfjalla og segja fyrir um hegðun þeirra.
Af hverju er stundum hægt að spá og stundum ekki?
...hvar gýs næst?
Eldfjöll...
20. september kl. 20:00 - 21:30
Súfistanum, Máli og menningu
er í kvöld
VÍSINDAKAFFIÐ
Fyrsta
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
www.rannis.is/visindavaka
Allir velkomnir. Láttu sjá þig!
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n