Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 25
DAGBÓK 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Sudoku Frumstig 1 4 6 2 8 6 5 8 1 3 9 8 9 4 1 3 5 3 9 4 6 5 3 3 9 6 2 1 4 5 9 8 3 1 4 5 7 7 8 4 5 3 1 8 4 3 1 4 8 6 1 5 7 5 9 6 1 8 5 7 3 4 3 1 1 5 6 4 8 9 9 4 1 8 2 2 5 6 9 7 4 1 6 7 9 8 2 5 3 8 5 7 1 2 3 9 4 6 9 3 2 4 5 6 8 1 7 7 9 1 8 4 2 3 6 5 6 2 4 9 3 5 7 8 1 3 8 5 6 7 1 4 9 2 2 6 3 5 8 4 1 7 9 5 4 9 3 1 7 6 2 8 1 7 8 2 6 9 5 3 4 7 8 9 5 1 2 6 3 4 1 2 3 6 8 4 9 5 7 4 5 6 9 3 7 1 8 2 2 3 4 8 5 9 7 1 6 6 9 1 2 7 3 5 4 8 8 7 5 4 6 1 3 2 9 3 4 7 1 2 6 8 9 5 5 1 2 7 9 8 4 6 3 9 6 8 3 4 5 2 7 1 7 1 8 2 6 9 5 3 4 6 4 2 5 3 1 9 8 7 5 3 9 4 7 8 1 6 2 4 9 7 8 1 3 6 2 5 2 6 1 7 5 4 3 9 8 3 8 5 9 2 6 7 4 1 9 5 4 3 8 7 2 1 6 8 2 6 1 9 5 4 7 3 1 7 3 6 4 2 8 5 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 20. september, 263. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1Pt. 3, 13.) Það má margt segja um Íslend-inga eins og varla þarf að hafa mörg orð um. Þetta er auðvitað alveg stórfurðulegur þjóðflokkur svo ekki sé meira sagt. Eitt er það að eins upplýstir og Íslendingar telja sig nú einatt vera eru þeir óskaplega upp- teknir af sjálfum sér. Um þetta hefur auðvitað oft verið fjallað á hinum og þessum vettvangi og af hinu og þessu tilefni og hefur Víkverji klárlega átt sinn þátt í slíkri umfjöllun. x x x Þannig er það svo að þegar alltgengur vel, eða það er að minnsta kosti almennt talið að allt gangi vel, þá eru Íslendingar fremst- ir í heiminum á öllum sviðum. Þá er allt á Íslandi langbest og enginn kemst með tærnar eða puttana í neinu þangað sem landsmenn kom- ast með sína líkamsparta. Þetta er vitaskuld ekkert nýtt. Þetta vita auð- vitað allir. x x x En það er önnur hlið á þessu málieins og flestum öðrum. Það eru iðulega tvær hliðar á hverjum pen- ingi. Það er nefnilega svo að þegar hlutirnir ganga ekki nógu vel eða jafnvel alveg hörmulega illa þá er allt talið verst á Íslandi. Allt ómögulegt í alla staði. Hvergi í heiminum meiri spilling, hvergi í heiminum vonlaus- ari stjórnmálamenn, hvergi í heim- inum verra þetta og hvergi í heim- inum verra hitt. Víkverji leyfir sér að fullyrða að svona einfaldur sé nú heimurinn ekki, ekki einu sinni á Ís- landi. x x x Líklegra er nú að mati Víkverja aðhið rétta í þessum efnum sé að finna einhvers staðar þarna á milli eins og í svo mörgu öðru. Íslendingar eru framarlega í heiminum í mörgu og vafalítið fremstir eða a.m.k. á meðal þeirra fremstu á ýmsum svið- um líka. Á Íslandi er einnig margt sem mætti svo sannarlega betur fara og vafalítið ýmislegt slíka sem er al- gerlega óviðunandi. Það er stutt öfg- anna á milli segir máltækið og það á svo sannarlega við í þessum efnum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dyr, 8 endurgjald, 9 svara, 10 óhljóð, 11 ástundunarsamur, 13 gremj- ast, 15 danskrar eyju, 18 dræsa, 21 auð, 22 óreglu, 23 skattur, 24 óvandvirka. Lóðrétt | 2 sparsemi, 3 húð- in, 4 snaga, 5 önuglyndi, 6 mestur hluti, 7 biða, 12 eyktamark, 14 svifdýrs, 15 sjávardýr, 16 árnar, 17 klunnaleg, 18 jurt, 19 gróða- brall, 20 einkenni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrafn, 4 bogin, 7 fælin, 8 lalli, 9 dul, 11 rétt, 13 anda, 14 ísnál, 15 fork, 17 týnd, 20 smá, 22 kolan, 23 laufi, 24 norpa, 25 trana. Lóðrétt: 1 hæfir, 2 atlot, 3 nánd, 4 ball, 5 golan, 6 neita, 10 unn- um, 12 tík, 13 alt, 15 fíkin, 16 rílar, 18 ýsuna, 19 deiga, 20 snúa, 21 álft. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5 6. O-O d6 7. He1 Rf6 8. d4 Rd7 9. dxe5 Rxb3 10. Bg5 f6 11. exf6 gxf6 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Belfort í Frakklandi. Romain Edouard (2620) hafði hvítt gegn Vladislav Tkac- hiev (2639). 12. e5! dxe5 13. Rxe5! Rxe5 14. Hxe5+ Be7 15. Dh5+ Kd7 16. Bxf6! Rxa1 17. Bxe7 Dxe7 18. Hxe7+ Kxe7 19. Dc5+ Kf7 20. Dxc7+ og svart- ur gafst upp. Romain Edouard þessi varð efstur á mótinu ásamt Laurent Fressinet (2697) með 8 vinninga af 11 mögulegum. Í einvígi um hvor myndi hreppa franska titilinn varð sá síð- arnefndi hlutskarpari og varð því franskur meistari í opnum flokki en konan hans, Almira Skripchenko (2458), varð franskur meistari í kvenna- flokki. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Flannery og fleira. Norður ♠ÁKD943 ♥753 ♦Á864 ♣-- Vestur Austur ♠5 ♠G1086 ♥108 ♥KD962 ♦107532 ♦KD9 ♣87643 ♣2 Suður ♠72 ♥ÁG4 ♦G ♣ÁKDG1094 Suður spilar 7G. Einhvern tíma á sjötta áratug síðustu aldar fékk Bandaríkjamaður að nafni William Flannery ágæta hugmynd. Hún fólst í því að opna á 2♦ með fimmlit í hjarta og fjórlit í spaða. Síðan hefur Flannery-sagnvenjan sést á kerf- iskortum spilara út um allan heim, hvort sem grunnurinn er Standard eða sterkt lauf. Austur var lærisveinn Flannery og kvaddi sér hljóðs með 2♦. Hann sagði ekki meira þann daginn og seint um kvöldið kom vestur út með ♥10 gegn sjö gröndum. Útspilið er „slítandi“, en í ljósi opnunar austurs í upphafi getur sagnhafi í raun lagt upp og gert kröfu í þrettán slagi með stigvaxandi þríþröng. Hann tekur laufin í botn og losar sig meðal annars við ♦Á úr borði! Rauðu gosarnir heima eru hótandi og austur ræður ekki neitt við neitt. 20. september 1900 Ofsaveður olli slysum og tjóni á skipum og húsum. Meira en þrjátíu manns fórust, þar af drukknuðu átján menn á Arn- arfirði. Kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal fuku og brotnuðu í spón. 20. september 1963 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að leyfa kvöldsölu gegnum lúgu í söluturnum til kl. 22 og borgarráði var veitt heimild til að leyfa að hafa lúgurnar opnar til kl. 23.30. Afgreiðslutími var gefinn frjáls rúmum aldarfjórðungi síðar. 20. september 1985 Listahátíð kvenna, í tilefni loka kvennaáratugarins, var sett í Reykjavík. Hún stóð í mánuð. 20. september 1995 Ný brú yfir Jökulsá á Dal var formlega tekin í notkun. Hún er 125 metra löng og er hærra yfir vatnsborði en nokkur önn- ur brú, um 40 metra. Eldri brú var frá 1931. 20. september 2007 Um fjörutíu kílógrömm af sterkum fíkniefnum fundust í seglskútu sem var að koma til Fáskrúðsfjarðar. Lögreglan og Landhelgisgæslan höfðu fylgst með ferðalagi skút- unnar en aðgerðin var nefnd Pólstjarnan. „Stærsta smygl- mál Íslandssögunnar,“ sagði Vísir. Sex menn voru dæmdir fyrir smyglið, einn þeirra hlaut níu og hálfs árs dóm. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Það var um miðjan sjötta áratuginn sem Jóhann Gunnarsson skýrsluvélafræðingur komst fyrst í tæri við tölvur. Lífsförunautur hans, Erna Þor- kelsdóttir, hóf störf hjá Ríkisskattstjóra eftir að þau gengu í það heilaga árið 1956. Þar vann hún við að gata spjöld í tölvur og kviknaði áhuginn hjá Jóhanni um leið og hann leit undrið augum. Hann hóf störf hjá IBM á Íslandi skömmu síðar. Jóhann og Erna eiga fjögur börn, átta barna- börn og eitt barnabarnabarn. Aðspurður hvað standi upp úr á lífsleiðinni svarar Jóhann því til að barnalánið og góð heilsa þeirra hjóna komi fyrst upp í hugann. „Það stendur upp úr að maður hefur átt farsælt hjónaband og á eina 13 afkomendur sem eru allir efnilegir og myndarlegir,“ svarar Jóhann stoltur. Spurður hvort hann hafi snemma stefnt að því að eignast stóra fjölskyldu svarar Jóhann því til glaðbeittur að hann hafi viljað vera eins og Steinn Bollason í ævintýrinu, en sá ágæti maður átti hvorki meira né minna en 100 börn. „Mér finnst gaman af börnum og hef ánægju af því að hafa þau í kringum mig. Hún Edda getur stað- fest það að minn maður var Steinn Bollason,“ segir Jóhann og hlær. Jóhann Gunnarsson er 75 ára í dag Alltaf unnið við tölvur Hlutavelta Birna Sól, Ólöf Líf og Nína Huld héldu tombólu í Mosfellsbæ og söfnuðu 5.990 kr. sem þær færðu Rauða kross- inum. Flóðogfjara 20. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.49 3,3 10.57 1,0 17.07 3,6 23.20 0,8 7.06 19.38 Ísafjörður 0.53 0,5 6.51 1,7 12.58 0,6 19.03 2,0 7.09 19.44 Siglufjörður 2.56 0,4 9.18 1,1 14.57 0,5 21.10 1,3 6.52 19.27 Djúpivogur 1.51 1,8 8.00 0,6 14.23 1,9 20.25 0,7 6.35 19.08 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Dagurinn í dag er frábær fyrir hrútinn og einkennist af gáska, gleði og rómantík. Heimurinn er dásamlegur staður. (20. apríl - 20. maí)  Naut Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt þú get- ir ekki keypt það sem hugurinn girnist. Þú færð sífellt betri hugmyndir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú kýst að lifa í sátt og samlyndi við aðra vegna vinsælda sem af því hljótast. En þú átt eftir að sjá einhverjum mistakast í dag og getur ekki stillt þig um að hjálpa. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Skrifaðu niður allt sem þú þarft að gera og raðaðu svo verkefnunum eftir mik- ilvægi þeirra. Best er að gefa sér tíma til þess að semja áætlun sem eitthvert hald er í. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú átt erfitt með að tjá raunverulegar tilfinningar þínar í dag og það ergir þig. Ekki tala niður til þeirra heldur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Líttu í eigin barm í stað þess að reyna að skella skuldinni á aðra. Viðskiptavinur gæti beðið þig að leysa vandamál. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nýlega varðstu fyrir vonbrigðum þegar viss áætlun varð ekki að veruleika. Velgengni í viðskiptum hefur einnig góð áhrif. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert ekki alveg með báða fæt- ur á jörðinni þessa dagana. Gættu þess að fara ekki yfir strikið og varastu að biðja um hluti sem þú telur ólíklegt að þú munir fá. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þetta er ekki hentugur dagur til að ganga frá skiptingu eigna eða ábyrgðar. Kannski er það ekki hægt en þær geta hins vegar af sér viðunandi lausn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Komdu hugmyndum þínum á framfæri núna, á meðan þeir sem ráða eru opnir fyrir þeim. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér er ekki eðlislægt að taka nokkra áhættu svo þú skalt láta það eiga sig. Við verðum bara a beygja okkur fyrir stað- reyndunum og vona að allt fari vel. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Vinnan sem bíður þín er ólík öllu sem þú hefur áður gert. Bókin er alltaf góður vin- ur, en líka finna margan fróðleikinn á netinu. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.