Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 M bl 11 83 38 5 Frábært úrval af undirfötum Skálastærðir A-G Audelle, Charnos, Lejaby, Lepel, Panache, Elexir Hæðasmára 4 - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 - www.selena.is Næg bílastæði Full búð af nýjum vörum 30% afsláttur af völdum línum HAUST 2010 Glæsilegur kvenfatnaður á góðu verði Vorum einnig að taka upp töskur og belti Nýtt kortatímabil Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 51 31 9 09 /1 0 Voltaren gel 15% verðlækkun Gildir út september 2010 100 g 3.249 kr. Verð nú 2.762 kr. 50 g 1.998 kr. Verð nú 1.698 kr. Ólympíumótið í skák hefst í Khanty Mansiysk í Síberíu í Rúss- landi á þriðjudaginn 21. september og umferðirnar eru 11, tefldar á 13 dögum. Ísland sendir eins og venjulega lið bæði í opinn flokk og kvennaflokk. Í karlalandsliðinu eru í þessari röð Hannes Hlífar Stef- ánsson, Héðinn Steingrímsson og bræðurnir Bragi og Björn Þor- finnssynir, varamaður er Hjörvar Steinn Grétarsson. Liðsstjóri er Helgi Ólafsson. Borgin er í um 3.000 km fjar- lægð frá Moskvu og því mikið ferðalag í vændum. Í kvennaflokki keppa Lenka Ptácníková, Hallgerð- ur Helga Þorsteinsdóttir, Sigur- laug R. Friðþjófsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir, varamaður er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Liðsstjóri kvennaliðsins er Davíð Ólafsson. Fararstjóri liðanna er Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem jafnframt verður fulltrúi á fundi FIDE, Alþjóða- skáksambandsins, í Khanty Man- siysk. Gunnar segir að í karlaflokki muni sennilega keppa nærri 160 lið og vonir standi til að íslenska liðið, sem er númer 54 á styrkleikalista landsliða, standi sig betur en síð- ast. Þá varð Ísland í 64. sæti. „Það var slakasti árangur í sögunni og menn ætla að gera miklu betur núna, setja markið hærra,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfiðara en áður að komast hátt. Bæði Sov- étríkin og Júgóslavía eru horfin og í stað þeirra komin um 20 ný ríki sem flest eru með öfluga skákhefð. Einnig hafi orðið skákbylting í Kína, Indlandi og Tyrklandi. Hann er spurður um forsetaslag- inn í FIDE, milli Anatólí Karpovs, fyrrverandi heimsmeistara og Kirsan Íljúmzhínovs, núverandi forseta rússneska sjálfstjórnarlýð- veldisins Kalmýkíu. Kosið verður milli þeirra í Khanty Mansiysk. „Það er dúndurspenna í lofti, við styðjum Karpov eins og flest lýð- ræðisríki. En Íljúmínsov er talinn líklegri þótt Karpov sé alls ekki búinn að gefast upp.“ Íljúmzhínov er talinn mjög spilltur og er ólík- indatól sem meðal annars segist ræða við geimverur á svölunum hjá sér. Gunnar segir það verða slæmt fyrir trúverðugleika FIDE ef hann haldi embættinu. kjon@mbl.is Vilja hefna harma á Ólympíuskákmóti Morgunblaðið/Eggert Teflt Íslensku ólympíuliðin hituðu upp í Kringlunni fyrir helgi, þar fór fram boðsmót í tilefni mótsins sem hefst á morgun í Khanty Mansiysk í Síberíu. Þau mistök urðu við vinnslu fréttar á forsíðu Morgunblaðsinss 18. september að Hiroaki Takatsu, framkvæmdastjóri verkfræði- og þróunardeildar japanska rafhlöðu- fyrirtækisins Tepco, var sagður aðstoðarforstjóri Mitsubishi Heavy Industries. Hið réttar er að Ichiro Fukue er aðstoðarforstjóri Mitsubishi Heavy Industries eins og fram kemur á blaðsíðu 20 í blaðinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Röng staða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.