Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 NÝTT Í BÍÓ! Baltasar Kormákur kynnir nýja íslenska gamanmynd eftir Grím Hákonarson. Er í lagi að selja álfastein úr landi? SÍMI 564 0000 L L 16 16 12 L L L 12 16 SÍMI 462 3500 L 16 12 L SUMARLANDIÐ kl. 8-10 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE3D kl. 8-10 THEOTHERGUYS kl. 6 AULINN ÉG 3D kl. 6 SÍMI 530 1919 L 16 12 L L 16 SUMARLANDIÐ kl. 6-8.30-10.30 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE3D kl. 8.30-10.30 THEOTHERGUYS kl. 5.30-8-10.30 THEFUTUREOFHOPE kl. 6 AULINNÉG 3D kl. 6.15 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SUMARLANDIÐ kl. 3.30-6-8-10 SUMARLANDIÐLÚXUS kl. 4-6 RESIDENTEVIL: AFTERLIFE3D kl. 5.50-8-10.10 RESIDENT EVIL: AFTERLIFE3DLÚX kl. 10.40 THEOTHER GUYS kl. 5.30-8-10.30 DESPICABLEME3D kl. 3.40-8 AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 10.10 SALT kl. 10.15 .com/smarabio Sýnd kl. 8 og 10 (3D) - enskt tal Sýnd kl. 6 (3D) - íslenskt tal ÍSLENSKT TAL Á heildina litið er Aulinn ég 3D einstaklega vel heppnuð teiknimynd sem hentar ekki einungis börnum, heldur öllum aldurshópum. H.H. - MBL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 STEVE CARELL „Mikið er nú gaman að geta loks hlegið innilega í bíó“ -H.S.S., MBL -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Smellna íslenska gaman-myndin Sumarlandið varfrumsýnd fyrir helgi. Þettaer fyrsta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Gríms Há- konarsonar í fullri lengd en áður hefur hann gert það gott með stutt- myndum á borð við Bræðrabyltu (2007) og Slavek the Shit (2005). Það er enginn viðvaningsbragur á myndinni enda valinn maður í hverju rúmi. Sjónræn umgjörð, leik- ur og eftirvinnsla giftast með ágæt- um og áhorfendur geta ekki annað en hrifist með. Kvikmyndataka Ara Kristinssonar er sérstaklega heillandi þar sem sjónarhorn og hreyfing myndavélar hreinlega sauma áhorfendur inn í framvind- una og tónlist eftir þá Sigurð Guð- mundsson og Guðmund Kristin Jónsson úr Hjálmum dillar ungum sem öldnum. Handritið er heildstætt, burðugt og flæðið gott. Sagan segir af kjarnafjölskyldu í Kópavogi sem stundar eigin rekstur. Húsfreyjan Lára (Ólafía Hrönn) er í nánu sam- bandi við álfa og framliðna og held- ur fjölsótta miðilsfundi í stofunni heima en fjölskyldufaðirinn Óskar (Kjartan Guðjónsson) er uppteknari af veraldlegu braski og hefur komið á fót hálftilgerðarlegu draugasetri í kjallara heimilisins. Reksturinn gengur vægast sagt brösulega og skuldirnar íþyngja Óskari sem í ör- væntingu sinni grípur til þess ráðs að selja ríkum útlendingum vold- ugan álfastein úr bakgarðinum fyrir vænan aur. Hagur fjölskyldunnar vænkast ekki hót við þetta heldur virðist nú hvíla á henni bölvun sem ætlar allt um koll að keyra. Frásögnin ætti einnig að geta höfðað til yngri kynslóðarinnar þar sem börn Óskars og Láru koma mikið við sögu. Hinn barnungi Flóki (Nökkvi Helgason) virðist vera næmur eins og mamma hans og þarf að læra á tveggja heima sýn sína á meðan Ásdís (Hallfríður Þóra Tryggvadóttir) fetar einstigið frá bernsku til fullorðinsára. Hún er efahyggin og veraldlega þenkjandi eins og pabbi hennar en tilhugalíf hennar við ungan anarkista (Snorra Engilbertsson) er alveg kostulegt og auðgar frásögnina talsvert. Það er því eins og hlutskipti foreldranna gangi í arf til næstu kynslóðar og sagan af glapræðum virðist geta endurtekið sig. Leikurinn er sannfærandi, per- sónurnar verða ljóslifandi og fjöl- skylduspennan mögnuð. Gaman er að sjá nýja og efnilega leikara ryðja sér til rúms og frammistaðan vekur eftirvæntingu um það sem koma skal frá þeim er fram líða stundir. Hinir gamalreyndu standa sig einn- ig með prýði en það er sérlega hressandi að sjá Ólafíu Hrönn í dramatísku hlutverki í stað hins trúðslega sem svo gjarnan loðir við feril hennar. Barátta fjölskyldunnar er brosleg en hún verður sem betur fer aldrei farsakennd. Með víkkuðu sjónar- horni myndarinnar endurómar hún auðþekkjanlega baráttu íslensks samfélags í heild en það auðveldar áhorfendum að samsama sig raun- um persóna. Myndin er eiginlega samtímalegur, þjóðfélagslegur spé- spegill. Framfaratrú, efnishyggju og gróðavon góðærisborgara er teflt gegn þögguðum kynngikrafti nátt- úru, fornum menningararfi og nær- andi andhyggju einstaka eftirlegu- kindar sem eltir ekki hjörðina blindandi í velmegunarkapp- hlaupinu. Skopið hittir í mark á bljúgan og mannlegan hátt og myndin er fyrir vikið afar hugljúf. Samfélagssýnin speglar fremur en að gagnrýna og boðskapurinn ristir því ekki djúpt. Það sem lifir áfram með áhorfendum eftir að heim er komið er líklega aðallega minning um góða kitlandi fyndna afþreyingu, litríkt hrífandi sjónarspil og dillandi tónlist. Broslegt velmegunarkapphlaup Sumarlandið bbbbn Sýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laug- arsásbíói og Borgarbíói Leikstjórn og handrit: Grímur Há- konarson. Meðhöfundur handrits: Ólaf- ur Egill Egilsson. Aðalhlutverk: Kjartan Guðjónsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Nökkvi Helgason og Snorri Engilbertsson. Kvik- myndataka: Ari Kristinsson. Leikmynd: Linda Stefánsdóttir. Tónlist: Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. 85 mín. Ísland, 2010. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYND Sumarlandið Fjallar um heldur sérstaka fjölskyldu í Kópavogi sem fer illa út úr því að selja grjót úr bakgarðinum.Leikarinn Ryan Reynolds er þekkt- ur fyrir stæltan og flottan líkama enda hefur hann þurft að leggja ýmislegt á sig fyrir ofurhetju- hlutverk í til dæmis X-Men- forsögunni Wolverine og Green Lantern sem er væntanleg í kvik- myndahús næsta sumar. „Þú færð að borða það sem þú vilt einn dag í viku en hina sex borðar þú viðar- flögur,“ sagði leikarinn um heilsu- kúrana. Við tökur á nýjustu mynd sinni, Buried, fékk hann þó algjört frí frá próteinkúrum og vaxtarrækt þar sem persónan sem hann leikur í myndinni er föst í kassa nánast all- an tímann. Myndin fjallar um bandarískan verktaka sem verður fyrir árás í Írak og vaknar í kassa sem hefur verið grafinn í jörð. Tökur á mynd- inni tóku 17 daga og Reynolds eyddi hverjum einasta liggjandi í boxinu. Buried verður frumsýnd í októ- ber vestanhafs. Ryan Reynolds Leikarinn ungi er óneitanlega nokkuð flottur. Lék í kassa í 17 daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.