Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 11
Reuters Í þá gömlu góðu Örvar með hljómsveit sinni fyrir rúmum tuttugu árum, árið 1989. stöðum í Reykjavík og kynntist mörg- um af mínum bestu vinum í gegnum þá spilamennsku. Ég bjó á Akureyri í rúman áratug og þá spilaði ég stans- laust, bæði í minni eigin hljómsveit og með öðrum.“ Örvar var og er jafnvel enn harmonikkuleikari Íslands númer eitt í hugum margra. „Ég held það hafi komið til af því að ég spilaði svolítið öðruvísi músík en þeir harmonikkuleikarar sem þá voru að gefa út plötur. Þeir voru meira með einleik en ég var með hljómsveit og ég var með lög sem höfðuðu meira til al- mennings. Þegar fyrsta platan mín var gefin út hjá Tónaútgáfunni á Ak- ureyri árið 1971 þá hitti hún í mark, af því það vantaði þessa músík. Þetta voru lög sem margir eru að keppast við að spila í dag, eins og Fram í heið- anna ró og Komdu inn í kofann minn. Þetta voru alþýðulög sem ég hafði fundið að fólk kunni vel við og það söng með þegar ég var að spila á dansleikjum. Ég hlustaði eftir hvað fólk vildi og valdi þau lög á plöturnar mínar. Ég hef alfarið fengið að velja þá músík sem ég hef gefið út og fyrir það er ég þakklátur.“ Börnin erfðu tónlistargáfuna Tónlistin er augljóslega í blóði Örvars því mörg af börnum hans starfa við tónlist. Grétar sonur hans er hljómborðsleikari og hefur spilað og sungið með Stjórninni, Þórhildur dóttir hans er söngkona og tvo syni á hann sem heita Karl og báðir hafa starfað við tónlist. Sonur hans Atli er píanóleikari og hámenntaður í tónlist. Hann hefur haslað sér völl sem höf- undur kvikmyndatónlistar í Los Ang- eles og Örvar segir stoltur frá því að Atli sé byrjaður að spila á harm- onikku. „Ég hvatti hann fyrir fjórtán árum til að læra á harmonikku svo þetta myndi ekki hverfa úr fjölskyld- unni með mér og nú hefur það loks orðið að raunveruleika. Hann er meira að segja farinn að nota harm- onikkuna í kvikmyndatónlistinni.“ Mikið heimshornaflakk Örvar segir að spákona á Hverf- isgötunni hafi spáð fyrir honum þeg- ar hann var ungur maður og hún hafi sagt að hann ætti eftir að ferðast mikið. „Og það hefur heldur betur komið fram, því ég hef ferðast víða um heiminn sem ég hefði ekki annars gert nema af því að ég kann að spila á harmonikku. Ég hef spilað á þorra- blótum Íslendinga í mörgun löndum og ég hef farið á þrjú harmonikkumót í Færeyjum, svo fátt eitt sé nefnt. Og nú er ég á leiðinni út til Kanaríeyja, þar sem ég hef búið á veturna und- anfarin sautján ár. Ég spila á harmonikkuna á Klörubar og það gerir mér kleift að vera þarna í góða veðrinu allan vet- urinn.“ Kröfuharðir hlustendur „Fyrstu tíu árin spilaði ég hjá Klöru en svo hvíldum við okkur hvort á öðru og ég spilaði í rúm fjögur ár á norskum bar sem heitir Tröllastofan. En svo fór ég aftur til Klöru og hef verið þar síðan. Ég spila borðmúsík frá klukkan hálf átta til tíu og spila svo fyrir dansi eftir það til miðnættis. Ég spila sex kvöld í viku í sex mánuði yfir vetrartímann. Eftir að hrunið reið yfir hefur íslenskum gestum fækkað á Klörubar og nú er þar mik- ið af Finnum, Norðmönnun, Svíum og Dönum og þeir gera miklar kröf- ur, sem er bara gott fyrir mig, enda eru þetta miklar harmonikkuþjóðir,“ segir Örvar og bætir við að lögin á nýja diskinum séu í raun mörg þeirra sem hann spilar á Kanarí. „Þetta eru mjög þekkt alþjóðleg gömul lög, en þarna eru líka tvö ís- lensk lög. Þetta er svona stríðsára- tónlist, falleg lög og þægileg.“. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Viltu detta í barndóminn á ný og efla tískuvitið í leiðinni? Á vefsíðunni looklet.com má finna eins konar dúkkulísuleik fyrir fullorðna. Hægt er að velja á milli 28 kven- kyns fyrirsætna sem eru allar mjög ólíkar í útliti. Til að klæða þær upp eru flíkur og fylgihlutir hreinlega dregnir inn á myndina sjálfa. Útkom- an er ansi raunveruleg. „Dótakassi“ síðunnar virðist enda- laus en í honum má finna jakka, boli, buxur, kjóla, undirföt, hatta, trefla, skó og svo mætti lengi telja. Þar má meira að segja finna skrýtna auka- hluti, til að mynda húðflúr. Á síðunni er svo hægt að finna upplýsingar um alla þá hluti sem þar eru. Hvar þeir fást og oftar en ekki er bein tenging inn á síðu seljandans. Svo er það rúsínan í pylsuend- anum. Þegar „dúkkulísan“ er full- klædd má dútla við að breyta útliti bakgrunnsins til að fullkomna mynd- ina. Að þessu loknu er hægt að senda herlegheitin í keppni sem haldin er reglulega. Sigurvegarinn hlýtur svo glæsilegan fatnað í vinning. Þær sem eru óþornar við að para saman flíkur geta litið á þær samsetningar sem hafa slegið í gegn á síðustu dögum. Vefsíðan www.looklet.com Töff Það er hægt að klæða fyrirsæt- urnar upp á marga vegu. Dúkkulísuleikur fyrir fullorðna Það er fátt betra en að hreyfa sig úti í náttúrunni, sérstaklega þegar hausta tek- ur og sólarljósið og hitastigið verða dýrmætari með hverjum deginum sem líður. Hvernig væri að hefja vikuna á góðri fjallgöngu og taka jafnvel myndavélina með til þess að fanga alla þá litadýrð sem þessum árstíma fylgir. Nágrannafjöll höfuðborgarsvæðisins eru mörg og því tilvalið fyrir höfuðborgarbúa að skjótast eftir vinnu og nýta sólarljósið. Þá væri sniðugt að ganga til liðs við Ferðafélag Íslands sem stendur fyrir Esju- göngum tvisvar í viku. Endilega … … farið á fjöll Morgunblaðið/Eyþór Útivist Fjallganga er góð hreyfing og fjallaloftið hressir bæði sál og likama. fljótlegt og gott ÓDÝRT OG GOTT kr. kg699 Núðlur með kjúkling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.