Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Á haustin skartar þessi yndislega eyja sínu
fegursta. Veðurfarið er einstaklega milt og
notalegt sem og allt umhverfi, hvort sem dval-
ið er við amerísku ströndi-
na, á Costa Adeje eða í Los
Cristianos. Nú fer hver að
verða síðastur að panta sér
ferð í október til Tenerife,
því það eru einungis örfá
sæti laus. - Ekki missa af
þessari ferð!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Tenerife
28. október í 16 nætur
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Tenerife
þann 28. október á ótrúlegu sértilboði
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Morgunflugmeð Icelandair
Frá kr. 139.540
- Dream Villa Tagoro*** með allt innifalið!
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð
m/1 svefnherbergi. Innifalið er flug, gisting, skattar og „allt
innifalið“ þjónusta. Verð kr. 187.980 á mann m.v. tvo í íbúð
m/1 svefnherbergi. Innifalið er flug, gisting, skattar og
„allt innifalið“ þjónusta. Sértilboð í 16 nætur þann 28. október.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Það getur gert illt verra að
„bjarga“ börnum frá Gíneu-Bissá
úr svokölluðum kóranskólum í
Senegal, sem ýmsir hafa flokkað
undir mansalsstarfsemi, vilji
hvorki þau né foreldrar þeirra láta
bjarga þeim. Þetta er meðal nið-
urstaðna íslenskrar rannsóknar á
aðstæðum þessara barna, sem Jón-
ína Einarsdóttir mannfræðipró-
fessor stýrði fyrir UNICEF á Ís-
landi.
Áætlað er að um 2.400 börn og þá
sérstaklega drengir fari árlega frá
Gíneu-Bissá til Senegals og Gamb-
íu vegna vinnu og trúarlegs náms í
svokölluðum kóranskólum. Að sögn
Jónínu hefur þetta tíðkast lengi en
hefð er fyrir því að börnin betli fyr-
ir viðurværinu á meðan á skóla-
dvölinni stendur. „Þessi tegund af
betli þykir sjálfsögð í Senegal enda
betla krakkarnir fyrst og fremst af
Senegölum. Þar er litið svo á að
með því séu góðir múslimar að
styðja ung börn til menntunar.“
Líka notað um eiturlyfjasölu
Börnin eru niður í fjögurra ára
gömul, en flest sennilega á aldrin-
um 10-14 ára. Það var að beiðni
UNICEF í Gíneu-Bissá sem Jón-
ína og samstarfsmenn hennar réð-
ust í rannsókn á aðstæðum þeirra.
„Hugtakið mansal, eða „trafico“
eins og það heitir í Gíneu-Bissá, er
mjög umdeilt, enda er það líka not-
að um sölu á eiturlyfjum. Foreldr-
um sem telja sig vera að senda
börn sín til mennta finnst því ósvíf-
ið að viðleitni þeirra til að mennta
börnin sé kölluð „trafico“. Þeim
finnst að verið sé að gera þá að
glæpamönnum og engar opnar
samræður eru um deiluefnið. Það
er ekki heppilegt fyrir börnin.“
En er rétt að flokka kóranskól-
ana sem mansalsstarfsemi að mati
Jónínu? „Það er misjafn sauður í
mörgu fé og í hópi kórankennar-
anna eru menn sem leggja meira
upp úr því að börnin betli og safni
fé en að kenna þeim. Í þeim skiln-
ingi má segja að þeir stundi man-
sal, eða séu sekir um illa meðferð á
börnum. Hins vegar eru aðrir sem
leggja sig fram um að veita börn-
unum þessa menntun.“
Hún segir hluta af vandanum
þann að fáir sem engir skólar eru í
Gíneu-Bissá en ýmis samtök, sem
mörg eru í Dakar í Senegal, fái fjár-
stuðning til að senda börnin aftur
heim, gegn vilja foreldranna. „For-
eldrarnir eru öskureiðir yfir þessu
og segja að það væri nær að láta þá
fá peningana til að byggja skóla þar
sem þeir búa. Þeir eru mjög með-
vitaðir um hvað er að gerast og
sumir líta jafnvel svo á að með
þessu sé verið að koma í veg fyrir
að drengirnir fái trúarlega mennt-
un sem sé liður í alþjóðlegri baráttu
gegn íslam. Þetta er því mjög heitt
deiluefni.“ Nýjustu tíðindi eru að í
ágúst bönnuðu Senegalar betl í
landinu eftir þrýsting frá alþjóðleg-
um stofnunum sem hótuðu að
draga til baka þróunaraðstoð að
öðrum kosti.
Vilja samráð við foreldra
„Nú er verið að endurskoða að-
gerðir gegn mansali í Gíneu-Bissá
og ég hef á tilfinningunni að notkun
hugtaksins mansals verði tónuð
niður,“ segir Jónína. „Við leggjum
til að allar aðgerðir til að hjálpa
þessum börnum verði ákveðnar í
samráði við foreldrana. Þá þarf að
rannsaka betur hvað verður um
þau börn sem er „bjargað“ en ým-
islegt bendir til þess að drengir,
sem hefur verið snúið heim aftur,
snúi aftur til Senegals en þá ekki til
að fara í kóranskóla heldur ein-
göngu til að gerast götubörn. Í
þeim tilfellum hefur staða þeirra
versnað við aðgerðina.“
Á vettvangi Jónína tók viðtöl við fjölda fólks í Afríkuríkinu Gíneu–Bissá vegna rannsóknarinnar, sem gerð var fyrir UNICEF þar í landi.
Öskureið yfir afskiptum
Íslensk rannsókn á mansali á börnum í Gíneu-Bissá Drengir sendir í kór-
anskóla og betla fyrir uppihaldi Börnin send heim gegn vilja foreldranna
Sérsveit ríkislög-
reglustjóra af-
vopnaði og hand-
tók karlmann á
sextugsaldri sem
mætti með
skammbyssu á
slysadeild Land-
spítalans í Foss-
vogi gærmorgun.
Maðurinn afhenti
vopnið án mót-
þróa en það reyndist óhlaðið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
var um að ræða óskráða skamm-
byssu.
Maðurinn sýndi ekki af sér ógn-
andi tilburði en starfsfólki var vit-
anlega brugðið þegar hann tók upp
byssuna. Hún var þó allan tímann í
hulstri. Lögreglumaður kallaði til
sérsveit. Maðurinn var handtekinn
og vistaður í fangaklefa. Að sögn
lögreglu er maðurinn andlega van-
heill, og var í gær unnið að því að
finna honum viðeigandi aðstoð. Ekki
er vitað hvað honum gekk til.
Einnig stóð til að kanna hvort
maðurinn ætti fleiri skotvopn en það
lá ekki fyrir í gærkvöldi.
Með skot-
vopn á
slysadeild
Ógnaði engum en
starfsfólki brugðið
Stríðsdót - Byssur.
Starfsmaður HB Granda á Vopna-
firði olli skemmdum á tækjabúnaði
frystihúss félagsins aðfaranótt laug-
ardags þegar hann gekk berserks-
gang með sleggju. Lögreglan tók
skýrslu af manninum sem var undir
áhrifum áfengis.
Brunaviðvörunarkerfi fyrirtækis-
ins fór af stað klukkan fjögur, og
þegar yfirmenn mættu á svæðið
mættu þeir starfsmanninum, sem
var samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, hinn rólegasti. Að sögn
þeirra sem til þekkja hafði maðurinn
setið að drykkju á krá, sem er stað-
sett nærri frystihúsinu.
Maðurinn olli talsverðu tjóni á
tækjabúnaði, en hversu kostn-
aðarsamt tjónið verður liggur ekki
fyrir. Tæknimenn HB Granda hafa
þó lagfært stóran hluta þess sem var
skemmt. Manninum, sem er á þrí-
tugsaldri, hefur ekki verið sagt upp
störfum, heldur var hann sendur í
launalaust leyfi.
Gekk ber-
serksgang
með sleggju
„Það var ekki við öðru að búast en að þetta yrði útkom-
an,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, um þá niðurstöðu nefndar um orku- og auð-
lindamál, að formlegum skilyrðum laga hafi verið
fullnægt í viðskiptum Magma Energy á eignarhlutum í
HS Orku. „Málið var alltaf í réttum farvegi og fór fyrir
nefnd um erlenda fjárfestingu sem var búin að afgreiða
málið fyrir sitt leyti. Það eina sem hefur gerst í málinu er
að ríkisstjórnin hefur tafið og skapað óvissu.“
Hann segir löggjöfina hér á landi byggjast á frelsi til
fjárfestinga innan EES. „Við gerum kröfu til þess að sú
löggjöf sé túlkuð með sama hætti í öðrum EES-ríkjum og
á að túlka hana hér. Í þessu máli sýnist mér ljóst að lögin
girða ekki fyrir þá fjárfestingu sem er hér um að ræða.
Vilji menn hins vegar setja frekari skilyrði fyrir slíkri
fjárfestingu þá þarf að ræða það.“
Skoði lengd leigusamninganna
Næstu skref segir Bjarni eiga að vera að skoða lengd
leigusamninganna sem um ræðir. „Sá sem á hér í hlut
hefur boðist til að stytta leigusamningana, en niðurstað-
an af þessari nefndarskipan og öllu klúðrinu um hæfi
manna til að sitja í henni er engin. Ríkisstjórninni hefur
tekist að halda þessu máli í óvissu í tvo til þrjá mánuði og
þessi niðurstaða hjálpar okkur ekki neitt.“
Niðurstaðan í Magma–
málinu fyrirsjáanleg
Ríkisstjórnin hefur haldið málinu í óvissu, segir Bjarni Ben
Morgunblaðið/Ómar
HS Orka Hart hefur verið deilt um Magma–málið.
„Það er aukin tilhneiging í Vestur-
Afríku að flokka ýmsa siði sem
mansal, eins og t.d. að senda börn
í fóstur eða í vist, sem er mjög al-
gengt, og sömuleiðis þessa kóran-
skóla,“ segir Jónína. „Þegar ég fór
að vinna í þessu varð mér hugsað
til þess siðar á Íslandi að senda
börn í sveit og núna er meistara-
nemi hjá mér að skoða þá hefð
hérlendis með hliðsjón af al-
þjóðlegri löggjöf um mansal
barna. Það er ákveðinn sam-
hljómur þar á milli þótt auðvitað
megi deila um
hvort það sé
mansal. Þessi
nemi hefur tek-
ið viðtöl við
fjölda fólks,
bæði sem var
sent í sveit og
tók á móti börn-
um í sveit. Og
það eru ljótar
sögur sem hún hefur heyrt frá
sumum sem voru sendir í sveit, en
líka hið gagnstæða.“
Samhljómur við mansalslög
SKOÐAR ÞANN ÍSLENSKA SIÐ AÐ SENDA BÖRN Í SVEIT
Jónína
Einarsdóttir