Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 6
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Hjálparstofnanir hafa nú opnað dyr
sínar að nýju eftir sumarfrí og ljóst
að þörfin er ekki minni en áður. Nöt-
urleg merki þess sáust við Fjöl-
skylduhjálp á miðvikudag þar sem
löng röð myndaðist mörgum klukku-
tímum áður en matarúthlutun hófst.
Þeir sem biðu í röð úti undir ber-
um himni eftir því að fá að borða á
miðvikudag máttu þakka fyrir að
enn er nokkuð milt haustveður, þótt
kaldir vindar hafi blásið, en vænta
má þess að biðin verði öllu harð-
neskjulegri þegar veturinn skellur
á.
„Auðvitað vildum við hafa sæti
hér og rými svo fólk þurfi ekki að
halda á börnum úti í öllum veðrum,“
segir Ásgerður Jóna Flosadóttir,
framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálp-
ar. „Fólk kemur svoleiðis blákalt
inn, það er alveg hrikalegt að þurfa
að horfa upp á þetta vetur eftir vet-
ur.“
Ásgerður segir að þörfin sé brýn
fyrir stærra húsnæði. Engin
salernisaðstaða sé t.d. í húsinu fyrir
þá sem bíða og ekki heldur aðgengi
fyrir fólk bundið hjólastólum þar
sem dyr hússins eru of þröngar.
Þá segist Ásgerður gjarnan vilja
bjóða upp á leikhorn fyrir börnin því
margir hafi ekki kost á öðru en taka
þau með sér í biðröðina.
Plástursaðgerðir
hjálpa engum
Fjölskylduhjálp leigir núverandi
húsnæði hjá Reykjavíkurborg og
gildir samningurinn til áramóta. Ás-
gerður segir að sú hugmynd hafi
komið upp að byggja skúr við húsið
svo fólk gæti beðið inni en ekki hafi
fengist heimild fyrir því. Stöðugt sé
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
www.noatun.is
FLJÓTLEGT
OG GOTT
Hafðu það
gott með
Nóatúni
PLOKKFISKUR
KR./KG
989
1359
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
ERSKIR
Í FISKI
27%
afsláttur
Fjölskylduhjálp Íslands fékk úthlutaðar tvær milljónir á fjárlögum rík-
issjóðs fyrir árið 2010. Ásgerður segir að það nái ekki
upp í vörukaup í einum mánuði, sem nemi 2,7 millj-
ónum og meira þegar „munaðarvörur“ eru keyptar.
„Það fer upp í 3,7 milljónir þegar við kaupum
tannkrem og tannbursta, hreinlætisvörur og kaffi.
Þetta getum við ekki leyft okkur nema í mesta
lagi tvisvar á ári. En til að þjóna grunnþörfum
kaupum við matvæli fyrir 2,7 milljónir á mán-
uði.“
ALLT KOSTAR SITT
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Þegar kisan Glingló tekur upp á því að stríða bola snýr
hann vörn í sókn og hún lærir dýrmæta lexíu. Um þetta
fjallar nýjasta bókin um Grallarana sem kom út á dög-
unum, en bókin er einnig gefin út á vefnum í sérstakri
táknmálsútgáfu.
Þetta er í fyrsta sinn sem ljóð eru gefin út á táknmáli
fyrir börn, en bækurnar um grallarana eru bæði í
texta- og vísnaformi. Höfundur bókanna um Grall-
arana er Selma Hrönn Maríudóttir, en hún fékk Sam-
skiptamiðstöð heyrnarlausra í lið með sér við vinnslu
bókarinnar. Selma starfar við vefsíðugerð, m.a. fyrir
Samskiptamiðstöð. „Ég hef fylgst með þeim í mörg ár
og var búin að sjá tilraunir sem þau hafa gert með er-
lendar barnabækur. Mér fannst, sem barnabókahöf-
undur, að auðvitað ætti maður að huga að því að öll
börn gætu nýtt sér efnið.“
Ætlað börnum á aldrinum 2 – 6 ára
Kolbrún Völkudóttir er táknmálsþulur í nýju útgáf-
unni. „Hún hefur verið viðloðandi mikið af því barna-
efni sem hefur verið gert fyrir heyrnarlaus börn og
leikur m.a. Tinnu táknmálsálf í Stundinni okkar. Hún
kemur þessu mjög vel til skila.“
Selma telur þetta í fyrsta sinn sem íslenskur barna-
bókarhöfundur stendur sjálfur að slíkri útgáfu. „Þetta
er dálítið dýrt þegar hugað er að fjölda heyrnarlausra
barna á þessum aldri,“ segir hún en bækurnar eru fyrir
börn á aldrinum 2 – 6 ára. „Við ákváðum því að áskrif-
endur að vefnum okkar, grallarar.is, fengju að hlaða
þessu frítt niður. Þannig geta fleiri nýtt sér þetta, s.s.
þeir sem eru að læra táknmál og aðrir sem gætu haft
áhuga.“
Gefur út vísnabók
fyrir börn á táknmáli
Sveitafjör Kolbrún Völkudóttir segir sögu grallaranna.
Tinna táknmálsálfur túlkar texta og ljóð í sérstakri vef-
útgáfu Höfundurinn vildi að öll börn gætu nýtt sér efnið
Sprellað í sveitinni er fjórða bók Selmu um Grallar-
ana, kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex, en
fígúrurnar eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Jújú,
núna sitja Gling gló og Dabbi sitthvoru megin við
mig en hundurinn Rex er úti í garði,“ segir Selma en
gæludýrin hafa fylgt fjölskyldunni í mörg ár. „Þetta
er því ekkert plat“
Gæludýrin ekkert plat
ALVÖRU SÖGUHETJUR
verið að leita að stærra húsnæði en til
þessa hafi leigan í öllum tilfellum
reynst of há.
Björk Vilhelmsdóttir, formaður
Velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
segir að bregðast verði við vandanum
sem blasi við hjálparstofnunum á
heildstæðari hátt en með skyndi-
lausnum. „Það verður að leysa vanda
fátækra á annan hátt en með súpu-
eldhúsum og stærra húsnæði svo bið-
raðir geti verið enn lengri. Það er
ekki hlutverk sveitarfélagsins að
bregðast sérstaklega við, það eru all-
ir aðilar vinnumarkaðarins, þeir sem
semja um atvinnuleysisbætur, um líf-
eyri. Plástursaðgerðir eru ekki til
hagsbóta fyrir einn eða neinn.“
Í sumar var settur á laggirnar
starfshópur um fátækt sem vinnur að
kortlagningu fátæktar í borginni. Sr.
Bjarni Karlsson leiðir starfið og segir
að lagðar verði fram tillögur um úr-
bætur í janúar. „Við erum að spyrja
okkur dýpri spurninga, hvernig
stendur á því að þetta er svona og
hvað er hægt að gera í stöðunni
þannig að fólk í íslensku sam-
félagi þurfi ekki að standa
í röðum eftir að þiggja
ölmusu, því sá veruleiki
fátæktarinnar sem birt-
ist í þessari mynd er óþol-
andi.“
Morgunblaðið/Ernir
Fjölskylduhjálp Löng röð myndaðist mörgum klukkutímum áður en matarúthlutun hófst miðvikudaginn sl.
Napurleg bið eftir nauðsynjavörum
Hundruð fjölskyldna þurfa mataraðstoð og bíður fólk langtímum saman í kuldanum
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að taka verði á heildstætt á vandanum
Jón Gnarr er fyrsti borgarstjór-
inn sem heimsækir Fjölskyldu-
hjálp í sjö ára starfstíð samtak-
anna. Hann kynnti sér
starfsemina aðeins tveimur vik-
um eftir að hann settist í borgar-
stjórastólinn og segir Ásgerður
Jóna Flosadóttir, framkvæmda-
stjóri Fjölskylduhjálpar, að hann
hafi vakið miklar væntingar en
þær hafi fljótt dofnað. Ekkert
hafi heyrst frá borgarstjóra síð-
an. „Þegar Jón kom hugsaði mað-
ur með sér að nú væri einmitt að
koma maður fólksins, sá sem
myndi skilja ástand þeirra sem
eiga lítið sem ekkert. Við sýndum
honum húsakynnin svo hann á al-
veg að vita hver staðan er og því
finnst okkur afskaplega dapurt
að við höfum enga úrlausn feng-
ið. Við erum sárar út í Jón.“
una@mbl.is
Sárar yfir
aðgerðarleysi
borgarstjóra
Karlmaður á fimmtugsaldri var
handtekinn og gisti fangageymslur
lögreglunnar á Selfossi eftir að
hann skapaði stórhættu á Suður-
landsvegi við Kögunarhól aðfara-
nótt sunnudags. Maðurinn reyndi
að húkka sér far til Reykjavíkur en
skapaði hættu með því að stökkva
fyrir bíla og láta illa.
Á annan tug ökumanna lét lög-
reglu vita af athæfi mannsins. Þetta
var um eittleytið að nóttu og því
svartamyrkur en töluverð umferð.
Hann var handtekinn vegna ölv-
unar og óspekta og látinn sofa úr
sér í fangaklefa. Að lokinni skýrslu-
töku var honum sleppt. Ferðinni til
Reykjavíkur seinkaði því verulega.
Þá var ökumaður um tvítugt tek-
inn á 106 kílómetra hraða innan-
bæjar á Selfossi um helgina, en þar
er leyfður hámarkshraði 50 km/
klst. Maðurinn var sviptur ökurétt-
indum og á von á hárri sekt.
Stökk fyrir bíla á Suðurlandsvegi
Tannkrem er munaðarvara