Morgunblaðið - 20.09.2010, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Hinn 14. september 1950 brotlenti
Geysir, flugvél Loftleiða, á Bárð-
arbungu á Vatnajökli. Öll áhöfn vél-
arinnar komst lífs af og komu björg-
unarsveitir henni til bjargar hinn
18. september.
Síðastliðinn laugardag voru því
sextíu ár frá því að áhöfnin fannst
heil á húfi á Vatnajökli. Af því tilefni
stóðu Icelandair, Flugfélag Íslands,
Þristavinafélagið, Flugbjörgunar-
sveit Reykjavíkur og Flugsafn Ís-
lands fyrir athöfn á Akureyri til að
minnast hins ötula leitarstarfs
björgunarsveitarmanna sem björg-
uðu áhöfninni og þeirrar miklu mildi
að ekki fór verr.
Flogið var á DC-3 flugvélinni
Páli Sveinsyni, sem margir þekkja
sem landgræðsluvélina eða Þristinn,
yfir Akureyri og úr henni vörpuðu
flugbjörgunarsveitarmenn pökkum í
fallhlíf og loks sjálfum sér. Hurð
Þristsins var fjarlægð til að gera
björgunarsveitinni þetta kleift og
tók vélin því á loft með galopinn
skrokk. Flugstjórarnir reyndu
Björn Thoroddsen og Hallgrímur
Jónasson flugu vélinni en flugmenn
Geysis, þeir Dagfinnur Stefánsson
og Magnús Guðmundsson, fylgdust
með af jörðu niðri.
Báðir muna þeir vel eftir slys-
inu og þeim löngu dögum sem þeir
hírðust uppi á jöklinum í miklum
kulda. „Þetta var vissulega mikil
lífsreynsla,“ segir Dagfinnur Stef-
ánsson.
Steinrotaðist við höggið
Geysir var á leið heim til Ís-
lands frá Lúxemborg þegar hann
skall á Bárðarbungu. Rannsókn-
arnefnd flugslysa komst að þeirri
niðurstöðu að orsök slyssins mætti
rekja til mikillar þreytu flugmann-
anna. Magnús Guðmundsson hefur
alla tíð þvertekið fyrir það og sagði í
viðtali við Morgunblaðið í sumar að
mikil lægð hefði hrakið þá af leið.
Dagfinnur kveðst hafa verið á
vakt í heilan sólarhring þegar slysið
skeði. „Ég veit nú ekki hvort það
hafi verið það sem olli því.“
Dagfinnur flaug vélinni frá
Lúxemborg að Færeyjum en Magn-
ús svaf á meðan. „Þegar við komum
yfir Færeyjar sáum við ljós þar og
Magnús tók við. Ég lagði mig þá í
koju og en var síðan vakinn og
heyrði að mótorarnir voru komnir á
fullt afl svo ég flýtti mér fram í. Ég
var þá rétt sestur í sætið þegar
Magnús segir að við verðum að
brjóta ísinn af vélinni því hún hélt
ekki hæð. Ég hef sennilega verið
búinn að spenna beltið en þurfti að
losa það til að teygja mig upp í
takkann til að setja ísvarnartækin á.
Þá gerist slysið. Ég steinrotast þá á
stundinni. Ég vissi ekki neitt meira
um aðdragandann að þessu,“ segir
Dagfinnur.
Um borð í vélinni var mikið af
fataefnum sem áhöfnin nýtti til að
halda á sér hita, „Svo lágum við
bara í einni kös til að reyna að halda
á okkur hita. Hefðum við ekki haft
þessi fataefni um borð í vélinni þá
veit ég ekki hvert við hefðum farið,
svei mér þá.“
Trúði ekki sendingunni
Dagfinnur kveður áhöfnina
hafa hugsað um fátt annað en að
komast heim. „Mikil ósköp, það eina
sem maður hugsaði um var að kom-
ast heim til aðstandenda og láta vita
að maður væri heill á húfi. Nei,
maður gafst nú aldrei upp. Við unn-
um hörðum höndum við að reyna að
ná í senditækið úr vélinni. Eftir að
við náðum í það og veðrið tók að
létta til, því það var alltaf skafrenn-
ingur, snjókoma og blindbylur bara,
gátum við komið upp loftneti og
sent skeyti að við værum á jökli og
allir á lífi. Það var varðskipið Ægir
sem heyrði þetta. Hann var nú
staddur úti af Langanesi. Hann ætl-
aði nú ekki að trúa því, hann hélt að
einhver væri að plata. Það var nú
ekki nema von eftir fimm daga,“
segir Dagfinnur sem kveður slysið
ekki sitja í sér. „Ég fór strax að
hugsa um það bara að komast í flug-
ið aftur.“
Sextíu ár liðin frá Geysisslysinu
Björgunarstarfs og Guðs mildi minnst á Akureyri Flugmenn Geysis fylgdust með athöfninni
Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur varpaði pökkum og sjálfum sér úr Þristinum í fallhlíf
Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson
Heil á húfi Björgunarsveitarmaður ræðir við Ingigerði Karlsdóttur, flugfreyju áhafnar Geysis, við flak flugvélarinnar á Bárðarbungu 18. september 1950.
Morgunblaðið/Jónas Margeir
Opnar dyr Akureyri skartaði sínu fegursta í haustsólinni á laugardag.
Ljósmynd/Hörður Geirsson
Hópurinn Flugmenn Geysis ásamt aðstandendum athafnarinnar.
Morgunblaðið/Jónas Margeir
Hoppað Björgunarsveitarmaður
stekkur úr Þristinum yfir Akureyri.
Gestur Einar Jónasson, safnstjóri Flugsafns Íslands,
sem staðsett er á Akureyri, segir Akureyringa tengjast
Geysisslysinu á sérstakan hátt. „Þessi partur var svona
tengdur minningunni um það að Akureyringar voru þeir
fyrstu sem fóru af stað til þess að leita. Til þess að
bjarga þeim voru þeir fyrstir komnir af stað. Á jeppum
og skíðum og einhverju slíku eins og þetta var þá,“ seg-
ir Gestur sem kveður athöfnina hafa verið táknræna.
„Þeir vörpuðu þarna úr Þristinum, það var táknrænt því
það var gert líka þegar búið var að finna þau. Þá hentu
björgunarsveitarmenn vistum niður til þeirra á jökl-
inum,“ segir Gestur sem kveður flugvélar af gerðinni
DC-3 hafa átt mikinn þátt í leit að Geysi.
Bandarískri DC-3 vél var meðal annars lent á Bárð-
arbungu til að bjarga áhöfninni en hún komst ekki á
loft aftur. Alfreð Elíasson, einn af stofnendum Loft-
leiða, fór í leiðangur síðar til að draga vélina niður af
jöklinum. Vélin var því nefnd „Jökull“.
Gestur Einar segir athöfnina hafa heppnast vel og
gaman að flugmenn Geysis hafi tekið þátt í deginum.
„Það var gaman að fá þessa heiðursmenn til okkar. Þeir
hafa nú verið hjá okkur áður og það var afskaplega
gaman að hitta þá og spjalla við þá. Þetta eru miklar
hetjur, öldungar og frumkvöðlar í þessu öllu saman.“
Gestur Einar kveður það mikilvægt að fólk minnist
gjörða björgunarsveita. „Mér finnst mjög gaman að
menn skuli minnast þessa. Sérstaklega vegna þess að
þetta fór miklu betur en á horfðist. Mér finnst það
ósköp eðlilegt og fallegt að gera það.“
Akureyringar fyrstir af stað í leit að Geysi
SAFNSTJÓRI FLUGSAFNS ÍSLANDS
Morgunblaðið/Jónas Margeir
Hlusta Björn Thoroddsen flugstjóri Þristins fer yfir flugplanið.