Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Íranar eru reiðubúnir að taka upp viðræður um
kjarnorkuáætlun sína við önnur ríki, þ.m.t.
Bandaríkin. Þetta kom m.a. fram í viðtali við for-
seta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sem sýnt
var á ABC sjónvarpstöðinni bandarísku í gær.
„Ég held að það séu forsendur til þess að ræða
málin,“ sagði Ahmadinejad.
Erfiðlega hefur gengið að fá írönsk stjórn-
völd til viðræðna um kjarnorkuáætlunina og til-
raunir þeirra til þess að auðga úran.
Bankakerfið og hagvöxtur
Mikill þrýstingur hefur verið á írönsk
stjórnvöld vegna kjarnorkuáætlunarinnar en
vestræn ríki telja að markmið þeirra sé að koma
sér upp kjarnorkuvopnum. Hafa þau með stuðn-
ingi Sameinuðu þjóðanna m.a. farið fram á það
að alþjóðlegir aðilar hefðu eftirlit með áætl-
uninni en því hafa Íranar til þessa alfarið hafnað.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í framhaldi af ummælum Ahmad-
inejad að ljóst væri að viðskiptaþvinganir sem
settar hafa verið á Írana væru að skila árangri.
„Íranska stjórnin hefur miklar áhyggjur af
áhrifunum á bankakerfi landsins og hagvöxt
enda hafa Íranar þegar lent í miklum efnahags-
erfiðleikum.“
Reiðubúinn að ræða kjarnorkumál
Forseti Írans segist tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuáætlun landsins við fulltrúa annarra ríkja
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðskiptaþvinganir gegn Írönum vera að skila árangri
Reuters
Kjarnorka Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segist nú reiðubúinn að ræða kjarnorkumál.
Kjarnorkuáætlunin
» Erfiðlega hefur gengið að
fá írönsk stjórnvöld til við-
ræðna um kjarnorkuáætlun
landsins.
» Forseti Írans segist nú
reiðubúinn að ræða um áætl-
unina við erlend ríki og þ.m.t.
Bandaríkjamenn.
» Utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna segir að við-
skiptaþvinganir gegn Írönum
séu að skila árangri.
» Íranskir ráðamenn sagðir
hafa sérstakar áhyggjur af
áhrifunum á bankakerfi Írans.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Bandalag miðju- og hægriflokka í
Svíþjóð náði sögulegum árangri í
þingkosningunum sem fram fóru í
landinu í gær þrátt fyrir að ná ekki
meirihluta á sænska þinginu. Rík-
isstjórn borgaraflokkanna verður þó
áfram við völd en tæp 80 ár eru síðan
slík ríkisstjórn hélt völdum eftir
kosningar.
Mjótt var á mununum samkvæmt
skoðanakönnunum allt fram að
kosningunum. Munurinn á fylking-
unum tveimur var þó mun meiri þeg-
ar upp var staðið en flestir stjórn-
málaskýrendur höfðu gert ráð fyrir.
Hægriflokkurinn sigurvegari
Samtals fengu þeir fjórir flokkar
sem mynda bandalag miðju- og
hægriflokka 49,3% atkvæða og 172
menn kjörna á sænska þingið en þar
sitja í heildina 349 þingmenn. Að
lágmarki 175 þingmenn þarf til þess
að ná meirihluta á þinginu. Rauð-
grænt bandalag vinstriflokkanna
hlaut hins vegar 43,7% atkvæða og
157 þingmenn samanlagt. Jafnaðar-
mannaflokkurinn fékk 31% atkvæða
og hefur flokkurinn ekki hlotið verri
kosningu síðan árið 1921.
Ljóst er að úrslit kosninganna
þýða að Fredrik Reinfeldt, leiðtogi
bandalags miðju- og hægriflokk-
anna, verður áfram forsætisráð-
herra Svíþjóðar en flokkur hans,
Hægriflokkurinn, var sigurvegari
kosninganna með 30% fylgi og bætti
við sig 3,9% frá því að kosið var síð-
ast fyrir fjórum árum.
Náðu mönnum á þing
Svíþjóðardemókratarnir fengu
5,7% fylgi og komust því yfir 4% tak-
markið sem þarf til þess að ná mönn-
um á sænska þingið. Flokkurinn
fékk 20 þingmenn en hann hefur
einkum beint spjótum sínum að inn-
flytjendum í Svíþjóð og talað fyrir
því að komið yrði á strangri innflytj-
endalöggjöf. Svíþjóðardemókratarn-
ir hafa ekki áður náð mönnum inn á
þing og fengu aðeins 2,9% fylgi í
kosningunum 2006.
Aðrir stjórnmálaflokkar í landinu,
bæði til vinstri og hægri, höfðu fyrir
kosningarnar heitið því að vinna
ekki með Svíþjóðardemókrötunum.
Þegar búið var að telja nær öll at-
kvæði í gærkvöldi sagði Mona Sa-
hlin, leiðtogi Jafnaðarmannaflokks-
ins og bandalags vinstriflokkanna,
að Reinfeldt bæri skylda til þess að
stjórna Svíþjóð þannig að tryggt
yrði að Svíþjóðardemókratarnir
fengju ekki að hafa pólitísk áhrif í
landinu.
Reinfeldt lýsti því sjálfur yfir, um
það leyti sem kosningaúrslitin lágu
fyrir í gærkvöldi, að það væri alveg á
hreinu að ríkisstjórn hans myndi
ekki starfa með Svíþjóðardemókröt-
unum.
Samstarf við Græningja
Til þess að tryggja sér meirihluta
á sænska þinginu sagði Reinfeldt
þegar úrslitin lágu fyrir að hann ætl-
aði að semja við Umhverfisflokkinn
um stuðning við ríkisstjórnina, en
hann er einn þeirra þriggja flokka
sem mynda rauðgræna bandalagið.
Flokkurinn fékk 7,2% fylgi í kosn-
ingunum.
Óvíst er hvort samningar nást við
Umhverfisflokkinn um stuðning við
stjórnina en ljóst er að Reinfeldt
verður á einhvern hátt að tryggja
sér meirihluta á sænska þinginu.
Mun ólíklegra er að samstarf um
slíkt náist við hina vinstriflokkana.
Sögulegar kosningar
Ríkisstjórn miðju- og hægriflokka í Svíþjóð hélt velli í þingkosningunum í gær
Fyrsta skipti í tæp 80 ár að borgaraleg ríkisstjórn heldur völdum í kosningum
Reuters
Kosningar Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræðir við fjölmiðla í gær eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum. Ljóst er að ríkisstjórn
Reinfeldts verður áfram við völd en borgaralegri ríkisstjórn hefur ekki tekist að halda völdum eftir kosningar í tæp 80 ár.
Kosningarnar
» Ríkisstjórn miðju- og hægri-
flokka mun sitja áfram í Sví-
þjóð undir forsæti Fredriks
Reinfeldt.
» Miðju- og hægriflokkunum
tókst ekki að ná meirihluta
þingsæta á sænska þinginu.
» Reinfeldt vill ekki samstarf
við Svíþjóðardemókratana sem
beint hafa spjótum sínum að
innflytjendum.
» Þess í stað ætlar Reinfeldt
að semja við Umhverfisflokk-
inn um stuðning við rík-
isstjórnina.
Benedikt XVI
páfi fór lofsam-
legum orðum um
andstöðu Breta
við þýska nasista
í síðari heims-
styrjöldinni í
ræðu sem hann
flutti í gær í
bresku borginni
Birmingham í
tengslum við heimsókn hans til
Bretlands sem nú stendur yfir.
Sjálfur ólst páfinn upp í Þýska-
landi á valdatíma nasista og var
sem unglingur undir lok styrjald-
arinnar neyddur til þess að ganga
til liðs við loftvarnarsveitir þýska
flughersins. Sagðist hann af þess-
um sökum vera sérstaklega snort-
inn vegna þeirra fórna sem breska
þjóðin hefði fært í baráttunni við
nasismann.
Lofaði andstöðu
bresku þjóðarinnar
við nasista
Benedikt XVI páfi
Kona hóf skothríð með skamm-
byssu í íbúð skammt frá St El-
isabeth sjúkrahúsinu í bænum Lör-
rach í suðurhluta Þýskalands í
gærkvöldi og á spítalanum sjálfum.
A.m.k. þrír létu lífið í skotárásinni,
og þ. á m. eitt barn, áður en lög-
regla skaut konuna til bana.
Ekki liggur fyrir hvað konunni
gekk til með skotárásinni og er
málið í rannsókn.
Þrír myrtir í skot-
árás í Þýskalandi
Bandarískir embættismenn segja
að loksins hafi tekist að loka end-
anlega fyrir olíulekann í Mexíkó-
flóa í kjölfar þess að olíuborpallur
breska olíufélagsins BP hrundi 20.
apríl sl. eftir að sprenging varð í
honum. Leiðslunni var lokað með
því að dæla steypu og jarðvegi í
hana. Áður hafði tekist að loka
leiðslunni til bráðabirgða á dög-
unum.
Gríðarlegt magn af olíu hefur
lekið í flóann úr olíuleiðslunni og
valdið einhverju versta umhverfis-
slysi í sögu Bandaríkjanna.
Segja olíuleiðslunni
loksins lokað
Olíuborpallurinn eftir sprenginguna.