Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vandræða-gangurinninnan ríkis- stjórnarinnar í Magma-málinu svokallaða virðist engan enda ætla að taka, eins og sjá má á skýrslu þeirri sem sérstök nefnd for- sætisráðherra um málið skilaði fyrir helgi. Aðdragandi málsins eru harðar deilur innan ríkisstjórn- arinnar um afstöðu til orkunýt- ingar annars vegar og um Magma-málið sérstaklega hins vegar. Í lok júlí var um það bil að sjóða upp úr innan ríkis- stjórnarinnar vegna málsins og forystumenn hennar voru ráð- þrota. Þá greip forsætisráð- herra til þess bragðs að skipa nefnd til að fara yfir málið, en nefndin hafði þó enga stjórn- skipulega stöðu og engar sér- stakar heimildir til rannsóknar. Tilkynnt var um skipan nefndarinnar hinn 27. júlí sl. og áhersla lögð á að hún skilaði áliti um það bil tveimur vikum síðar. Þrátt fyrir tímapressuna tók forsætisráðherra sér viku í að skipa nefndina og gerði það 3. ágúst. Nokkrum dögum síð- ar, hinn 9. ágúst, var tilkynnt um breytingu á nefndarskip- aninni og einum nefndarmanna vísað úr nefndinni, eða „fallið frá því að skipa hann í nefnd- ina“, eins og það var orðað. Þegar þarna var komið sögu má ætla af því sem fram kom að forsætisráðherra hafi verið orðið ljóst að umræddur nefnd- armaður væri ráðherranum ósammála um málið og gæti því orðið til óþæginda í nefndar- starfinu. Við lestur skýrslu nefndar- innar sést að vandræðagang- inum lauk ekki þarna, því að nefndin, sem hafði átt að skila af sér með hraði, fékk ekki er- indisbréf fyrr en 27. ágúst, eða heilum mánuði eftir að tilkynnt hafði verið að hún yrði skipuð. Það þarf því ekki að undra að álit nefndarinar hafi komið síð- ar en ríkisstjórnin hafði talað um þegar málið var henni sem erfiðast. Föstudaginn 17. september, um mánuði eftir þau upphaflegu tíma- mörk sem ráð- herrar höfðu talað um, skilaði nefndin svo áliti sínu. Þetta álit átti að skera ríkisstjórnina nið- ur úr snörunni, en hún hafði tal- ið að með því að skipa nefnd gæti hún komist hjá því að taka á þessu erfiða máli. Allt fór hins vegar á annan veg. Niðurstöður nefndarinnar svara alls ekki þeim spurningum sem ríkis- stjórnin þurfti að fá svar við í lok júlí. Nú, tveimur mánuðum síðar, er málið á byrjunarreit. Nefndin segist enga augljósa annmarka sjá „á þeim samn- ingum sem hún fékk aðgang að“ og nefndin sér ekki betur en Magma Energy Sweden AB hafi verið „stofnað með lög- mætum hætti í Svíþjóð“. En ekki hvað? Hefur einhver hald- ið öðru fram? Þau álitamál sem uppi voru, meðal annarra hvort stofnun fyrirtækisins í Svíþjóð væri málamyndagerningur og hvort farið hefði verið á svig við lög við kaup hins kanadíska Magma á hlutnum í HS Orku, eru í nákvæmlega sömu stöðu eftir skýrslu nefndarinnar og þau voru fyrir. Nefndin dregur álitamálin saman, fjallar um þau og bendir á þætti sem sýna í raun hve vafasamur umrædd- ur gerningur er. Nefndin bend- ir einnig á gagnstæð atriði og segir svo að það sé ekki á sínu færi að kveða upp úr um helstu álitamálin, það verði dómstólar að gera. Í stað þess að ríkisstjórninni tækist að láta nefndina skera sig niður úr snörunni, tókst henni aðeins að kaupa sér gálgafrest með nefndarskip- uninni. Ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir nákvæmlega sama vanda og í lok júlí, en munurinn er sá að hún hefur með vandræðagangi sínum sóað tveimur mánuðum til einskis. Nefndin skar stjórn- ina ekki niður úr snörunni, hún veitti aðeins gálgafrest} Á byrjunarreit Magnús OrriSchram, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í þing- mannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis, fann að því á þingi fyrir helgi að um- ræðan væri „farin að snúast um formið“. „Ætlum við að festa okkur í forminu hér?“ spurði hann þegar þingmenn vildu sjá álit sérfræðinga áður en þeir tækju afstöðu til ákæra á hendur fv. ráðherr- um. Var ekki skort- ur á formfestu meðal athuga- semda rannsókn- arnefndarinnar? Og vill ekki Magn- ús Orri ákæra menn fyrir það meðal annars að hafa ekki fylgt forminu? Kröfur um formfestu eru stundum óraunsæjar og eiga ekki alltaf við. Þegar Alþingi fjallar um ákæru á hendur fv. ráðherrum og getur tekið sér þann tíma sem þarf hlýtur hins vegar að vera sjálfsagt að farið sé að öllum reglum. Er vilji til að ýta reglum til hliðar svo ná megi fram ákærum? } Óvænt kvörtun um form Þ að eru mikil pólitísk tíðindi, að fulltrúar Samfylkingarinnar í þing- mannanefndinni skyldu vilja draga Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir landsdóm, en undanskilja Björgvin G. Sigurðsson. Ekki aðeins vegna þess að Ingibjörg Sólrún var formaður Samfylkingarinnar og forystu- maður í rúman áratug, heldur vegna þess að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er ekki talið að hún hafi gerst sek um mistök eða van- rækslu – og það er niðurstaða þeirrar skýrslu sem var til umfjöllunar í nefndinni. Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hinsvegar, að Björgvin hefði sem viðskiptaráðherra, þar með yfirmaður bankamála og fjármálaeftirlits, gerst sekur um mistök og vanrækslu. Af hverju snýr Samfylkingin öllu á hvolf? Ég tók viðtal við Össur Skarphéðinsson þegar hann tók við sem iðnaðarráðherra í sögulegri ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar vorið 2007. Þá lýsti hann því, að sættir hefðu tekist á milli sín og Ingibjargar Sólrúnar eftir harðvítug átök um formannsstól Samfylkingarinnar. „Átökin kringum kjörið voru heiftarleg. Vissulega hafði það áhrif á samskipti okkar og það voru vitaskuld pólitísk- ar væringar í kringum formannskjörið, sem voru bæði okkur og fjölskyldu okkar þungbærar. Það er ekki hægt að líta framhjá því að við erum nátengd og alin upp á sama pólitíska róluvellinum. En ég er bara þannig gæi að ég dvel ekki við slíkt.“ Þegar við spjölluðum saman í tengslum við viðtalið nefndi hann sem eina ástæðu þess að hann teldi að sættir hefðu tekist, að Ingibjörg Sólrún hefði gert Björgvin að viðskiptaráð- herra, því hann hefði verið einn ötulasti banda- maður sinn í formannskjörinu. Það er freist- andi að álykta, að það sé enginn sérstakur vilji fyrir því hjá Össuri að draga liðsforingjann í stuðningsliði sínu fyrir landsdóm. En getur verið að grunnt hafi verið á sáttum Össurar og Ingibjargar Sólrúnar? Varla er fléttan sú að draga Ingibjörgu Sól- rúnu fyrir landsdóm, en undanskilja Björgvin, í þeirri von að hún verði sýknuð af því sem Björgvin ber ábyrgð á samkvæmt rannsókn- arskýrslunni? Og þar með geti Samfylkingin hvítþvegið sig? Í öllu falli verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig málum vindur fram á Alþingi. Eftir stendur nokkuð, sem Jóhanna Sigurðardóttir og Össur verða að horfast í augu við, að þegar árin 2006 til 2008 eru til skoðunar, þá eiga mistökin og vanrækslan sér stað á árinu 2008. Á þeim tíma var Samfylkingin í ríkis- stjórn og þau sátu bæði við ríkisstjórnarborðið. Jóhanna var raunar í samráðshópi um ríkisfjármál, „súperráðherrahópnum“ eins og aðstoðarmaður við- skiptaráðherra orðaði það. Öll voru þau upplýst um fund- ina með stjórn Seðlabankans, samkvæmt bréfi Ingibjarg- ar Sólrúnar til þingmannanefndarinnar. Og öll komu þau af fjöllum. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Pólitík með fléttur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Andri Karl Jón Pétur Jónsson Í slenskt samfélag líður ekki kannabisræktun, sölu og dreifingu. Þetta eru skila- boðin sem Hæstiréttur sendi frá sér fyrir helgi þeg- ar kveðnir voru upp tveir dómar yfir kannabisræktendum. Þeir voru þyngdir verulega og taldi rétturinn ekki tilefni til að skilorðsbinda refs- ingarnar – annað en Héraðsdómur Reykjavíkur. Um stefnubreytingu er því að ræða í þessum málum. Stórtækir kannabisræktendur hafa hingað til getað búist við að verða dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi og refsingin bundin skilorði, ekki síst þegar enginn sakarferill er að baki. Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins, sagðist í samtali við Morgunblaðið í október á síðasta ári vera þeirrar skoðunar að horfa ætti til þess hvað mögulega mætti framleiða af kannabis á hverj- um stað. „Og það er ekki aðeins magnið sem gefur það til kynna held- ur umbúnaðurinn í kringum rækt- unina,“ sagði hann og benti einnig á að það væri ekki staðan í dag. Mat lagt á umfang Í þessu ljósi er athyglisvert að skoða hina nýföllnu dóma Hæsta- réttar. Þó svo að ekki hafi endilega verið metið hversu mikið hægt var að framleiða á staðnum var Þór- oddur Sveinsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, dóm- kvaddur til að leggja mat á umfang ræktunarinnar og það eftir að dómur gekk í héraði. Í öðru málanna var karlmaður ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni í sölu og dreifingarskyni 322 kannabisplöntur. Hann var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykajvíkur. Í dómi Hæstaréttar segir: „Þá kem- ur fram hjá matsmanni að hver full- vaxin og vel ættuð kvenkynsplanta ræktuð í mold innandyra við kjör- aðstæður gefi af sér frá 60 til 120 g af marihuana. Þar að auki gefi hver planta af sér um 60 til 120 g í blöðum og stönglum. Því gætu 322 kannabis- plöntur gefið af sér frá um 19 kg af marihuana og 322 g af hassolíu, mið- að við 60% innihald tetrahydroc- annabinols, THC.“ Við ákvörðun refsingar var litið til eðlis og umfangs brotsins: „Brotið var vel skipulagt og þurfti ákærði að koma sér upp sérútbúnu húsnæði og leggja vinnu í ræktun þeirra plantna sem um ræðir. Þótt ræktunin hafi ekki verið langt komin er upp komst um brot ákærða og nokkuð hafi skort á að fíkniefnin hefðu náð því magni og styrkleika sem að var stefnt var um að ræða umfangsmikla framleiðslu á fíkniefnum í sölu- og dreifingarskyni.“ Að því sögðu var maðurinn dæmdur í tólf mánaða fangelsi og var refsingin ekki skil- orðsbundin. Um alvarleg brot að ræða Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir þetta jákvætt. „Mér sýnist Hæstiréttur vera að senda út skýr skilaboð um að þarna séu á ferðinni brot sem eru alvarleg. Við höfum verið að benda á þetta, því dómstólar hafa tekið mjög hart á málum þar sem t.d. var verið að framleiða am- fetamín. Þeir virðast vera að færa sig yfir á þá braut að þegar menn eru að rækta hass þá er ekki bara verið að horfa til þess sem er gert upptækt heldur til þess sem stendur líka til að gera. Þarna eru menn að fara að framleiða, í einhverjum tilvikum, mikið magn miðað við umfangið á þessu öllu saman.“ Ljóst er því, að kannabisrækt- endur sleppa ekki lengur með fingraáslátt og töpuð tæki. Morgunblaðið/Júlíus Kannabisræktun Lögreglan hefur verið fundvís á kannabisræktanir. Lög- reglustjóri segir þó enga áberandi aukningu á allra síðustu mánuðum. Skýr skilaboð send til kannabisræktenda Hvað gerðu mennirnir af sér? Báðir ræktuðu þeir kannabis- plöntur. Þegar þeir voru hand- teknir var annar þeirra með í vörslu sinni samtals 204 plöntur og 414,3 g af kanna- bislaufum en hinn 322 plöntur. Hvaða refsingu hlutu þeir í héraðsdómi? Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi báða menn til þriggja mánaða fangelsisvistar en batt refsinguna skilorði til tveggja og þriggja ára. Hver var endanleg refsing? Hæstiréttur dæmdi annan manninn í átta mánaða fang- elsi og hinn í tólf mánaða fang- elsi. Hvers vegna fékk annar mannanna styttri dóm? Hæstiréttur leit til þess í máli þess sem styttri dóm hlaut, að honum var einungis gefin að sök varsla fíkniefna og ræktun plantna án þess að það hafi verið í sölu- og dreifingarskyni. Hinn var einnig dæmdur fyrir sölu og dreifingu. Eru menn enn að rækta? Lögregla stöðvaði tvær kanna- bisræktanir í síðustu viku og fann 460 plöntur. Spurt&Svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.