Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 17

Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 Átök Þeir voru heldur betur garpslegir Griðungarnir og Gammarnir sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á laugardag í andspyrnu, sem er íslenska heitið yfir ástralska knattspyrnu. Griðungar höfðu betur en íþróttin er mitt á milli hefðbundinnar knattspyrnu og ruðnings. Markmiðið er að skora sem flest mörk en til þess þarf að yfirstíga meiri hindranir en í knattspyrnu. Kristinn Að óbreyttu mun orkunotkun heimsins tvöfaldast fram til árs- ins 2050. Þetta fullyrti Peter Voser, forstjóri Royal Dutch Shell, á Global Leadership- ráðstefnu hjá London Business School fyrir skömmu. Á ráðstefn- unni komu jafnframt fram hin skörpu skil sem eru að myndast á heimskorti viðskipta, þar sem Evrópulönd, með fáum undantekningum, munu glíma við stöðnun á meðan hagvöxtur heimsins verður borinn uppi af BRIC-löndunum (Brasilía, Rúss- land, Indland og Kína). Að jafnaði var um 6% samdráttur í löndum Evrópu á árunum 2008 og 2009. Efnahagsbatinn á þessu ári og þeim næstu verður hægur og hjá mörgum Evrópulöndum er líklegt að þjóðarframleiðslan verði svipuð árið 2014 og hún var árið 2007. Stöðnun, atvinnuleysi og miklar op- inberar skuldir munu einkenna stöðu margra Evrópuríkja á næstu árum. Hinum megin á hnettinum heldur vöxturinn hins vegar áfram og stundum gleymast stærðirnar í þessu sambandi. Þannig er áætlað að við hóp miðtekjufólks bætist rúmlega 500 milljónir íbúa fram til ársins 2020 og yfirgnæfandi hluti þess hóps komi frá BRIC- löndunum. Fjölgunin jafngildir rúmlega íbúafjölda EU-svæðisins og tekjuáhrifin koma ma. fram í stóraukinni orkunotkun. Kína er orðið næststærsta hag- kerfi heimsins og þótt umfangið sé aðeins þriðjungur af bandaríska hagkerfinu, þá minnkar bilið óð- fluga. Orð Johns Connollys, stjórn- arformanns Deloitte, eru táknræn fyrir breyttar áherslur í heims- viðskiptum, en hann sagði: „Okkar besta unga fólk, við sendum það til Asíu, þar eru mestu tækifærin.“ Á Íslandi upplifðum við fjármálahrun af stærðargráðu sem samkvæmt fjár- málafræðum getur gerst á um 100 ára fresti. Fjárhagslegt tjón var gríðarlegt og þeir sem mesta ábyrgð bera komast ekki hjá því að taka út refsingu. Sá fjöldi getur hins vegar ekki verið þúsundir ein- staklinga og við verðum að komast úr hlekkjum þessa hugarfars að horfa ætíð í baksýnisspegilinn. Verðmæti náttúruauðlinda Ís- lands mun vaxa í heimi sem sífellt þarfnast meiri orku og á Íslandi býr jafnframt vel menntuð þjóð sem hefur mikla aðlögunarhæfni. Aukin verðmætasköpun er lykilatriði fyrir endurreisn og bættum hag heim- ilanna í landinu og að því verða allir að vinna. Þrátt fyrir allt eru lang- tímahorfurnar góðar og það er löngu kominn tími til aðgerða. Eftir Karl Þorsteins »Aukin verðmæta- sköpun er lykilat- riði fyrir endurreisn og bættum hag heimilanna í landinu og að því verða allir að vinna. Karl Þorsteins Höfundur hefur víðtæka reynslu á fjármálamarkaði. Hann starfaði hjá Búnaðarbanka Íslands og var síðar framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi Búnaðarbanka. Hann lauk fram- haldsnámi frá London Business School og starfaði hjá MP Fjárfest- ingabanka í London. Karl er starf- andi stjórnarformaður Quantum ehf. og varaformaður stjórnar Virð- ingar hf. Breytt heimsmynd og Ísland Árið 2009 kom út bók eftir bandarísku hag- fræðingana Reinhart og Rogoff sem bar heitið „This time is different“. Titillinn vísar til þess að á öllum uppgangstímum finnst sumum að komnir séu „nýir tímar“. Reynsla frá fyrri tíð eigi ekki lengur við. Það er eðlilegt að ungu fólki sýnist að aðstæður einmitt nú séu allt aðrar en áður hafa þekkst. Það þekkir ekki söguna, hefur ekki reynt kreppur á eigin skinni og á því erfitt með að læra af reynslu annarra. Því verður varla breytt. Hagfræðin lítur hins vegar til reynslunnar og leitar að hlið- stæðum. Verðbólur á markaði tengj- ast venjulega langvarandi góðæri og þær springa oftast eins og sápukúlur þegar samdráttar fer að gæta. Stað- reyndin er sú að stjórn peningamála og fjármála ríkisins er jafn ómissandi og lögregla og dómstólar. Þeim sem axla ábyrgð ber að gæta þessarar stjórnar með velferð og farsæld í huga. Ábyrgð hagfræðinga Sigurganga Vesturlanda í efna- hagsmálum stóð í meira en heilan ára- tug fyrir hrun, þó dálítið hik hafi verið á henni árin 2001-2. Áratugur er nær fjórðungur af starfsævi manns. Kyn- slóðaskipti stjórnenda átti sér stað. Því var haldið fram að aðstæður hefðu breyst og hagstjórn væri nú öll önnur og betri. Ekki virtist verða neinn end- ir á sigurgöngunni, „nýja hagkerfið“ lyti allt öðrum lögmálum en það gamla. Nú vitum við hins vegar betur. Sannleikurinn er sá að ef við hefðum þekkt hliðstæður þess nú sem voru ráðandi þættir í aðdraganda fyrri efnahagslægða hefði það afstýrt óhöppum. Hagsaga er ómissandi þátt- ur í menntun hagfræðinga. Þeim er eins og öðrum vorkunnarlaust að kunna sitt fag. Leggja ber aukna ábyrgð á þá stjórnendur sem eru hag- fræðingar, fari hagþróun úr böndum. Sameiginlegt með nær öllum hinum fjöl- mörgu kreppum sem hagsagan tekur til, er óhófleg skuldasöfnun hins opinbera, banka, fyrirtækja eða heimila. Slík skuldasöfnun er líka á ábyrgð þeirra sem veita lánin. Vandinn er sá að á þenslutímum, meðan á skuldasöfn- uninni stendur, ríkir al- mennt andvaraleysi. Þróunin er oftast misskilin sem skeið vaxtar og velgengni. Gegndarlausar lántökur heimila sprengja íbúðaverð langt upp fyrir almenna verðþróun og hlutabréfavísitölur setja ný met í hverjum mánuði. Eigendurnir horfa stóreygir og hamingjusamir á. Bók- færður hagnaður banka er talinn merki um mikinn vöxt og viðgang fjár- málaþjónustu. Allir eru sammála um að lífskjör hafi batnað til muna og það talin bein afleiðing af stefnu stjórn- valda. Stjórnmálamenn eru í sæluvímu vegna eigin „árangurs“. Stórfelld söfn- un skulda veldur hins vegar gífurlegri áhættu, því getan til að endur- fjármagna þær getur horfið eins og dögg fyrir sólu. Því miður sýnir sagan að svona bólur enda næstum alltaf illa. Bati handan við hornið Í bók sinni rekja Reinhart og Rogoff margs konar fjármálakreppur og efna- hagslægðir: Skuldakreppur ríkja, bankakreppur, gjaldeyriskreppur, verðbólgukreppur o.s.frv. Þær hafa þekkst allar götur síðan menn tóku að nota peninga í viðskiptum sín á milli. Þekktar kreppur síðustu 200 árin eru hvorki fleiri né færri en 180 talsins í heiminum öllum. Höfundarnir upplýsa að frá hruni að bata séu að meðaltali um tvö ár og að sama tíma til viðbótar taki að fá atvinnuleysið til að ganga til baka. Þó okkar kreppa hafi verið krappari og dýpri en gengur og gerist getum við horft bjartsýn fram á við, batinn hlýtur að vera handan við horn- ið skv. þessu. Ofvaxin börn? Mikilvægast er að muna að mikil skuldsetning er stórhættuleg. Þegar fjármálastofnanir þenjast út vegna tekinna lána til endurlána sýnir reynslan að þær verða ofvaxnar, valt- ar og brothættar. Það er vel sýnilegt og rýrir traust sem þær geta ekki ver- ið án. Þetta verður alveg sérstaklega viðkvæmt þegar tekin eru stutt lán til að endurlána í langan tíma. Ef traust- ið brestur hrynur bankinn eins og spilaborg. Á þessu flöskuðu banka- stjórar íslensku bankanna. Þeir tóku lán til fimm ára og endurlánuðu til 40 ára. Samt er þetta ekki flóknara en svo að 11-12 ára gamalt barn getur skilið hættuna. Það er að vísu algengt að fengin lán séu styttri en veitt, en á þessu þurfa að vera takmörk. Flón eiga ekki erindi í stöður bankastjóra. Áhættutakan var út yfir allan þjófa- bálk og auðséð kunnugum. Þegar við bætist að í bólunni er lánað út á sífellt hækkandi verð, ár frá ári, þá máttu menn vita að vandinn var ekki bara lausafjárvandi heldur líka eiginfjár- vandi. Lán mundu tapast í stórum stíl. Enginn vafi er á að sérfræðingar er- lendra banka og stjórnendur hafa ver- ið meðvitaðir um þetta vandamál á Ís- landi. Þeir vissu að bankaflón höfðu byggt spilaborgir en lánuðu þeim samt ógrynni fjár. Framferði þeirra var óábyrgt eins og manns sem af- hendir barni vímuefni. Þeir hafa með vítaverðu skeytingarleysi sínu valdið íslenskum heimilum og fyrirtækjum stórfelldu fjárhagstjóni, fyrir utan all- ar hörmungarnar. Við eigum að rann- saka háttsemi þeirra og kanna skað- semi vímulána þeirra. Á þeim grunni eigum við að lögsækja þá fyrir íslensk- um dómstólum, en dómar þeirra eru aðfararhæfir í flestum nágrannalönd- unum. Þeir munu því þurfa að borga okkur bætur, falli dómar á þá leið. Eftir Ragnar Önundarson » Framferði þeirra var óábyrgt eins og manns sem afhendir barni vímuefni Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður af gamla skólanum. Góð lesning handa Íslendingum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.