Morgunblaðið - 20.09.2010, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Tíska & förðun
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um
Tísku og förðun föstudaginn 15. október
MEÐAL EFNIS:
Nýjustu
förðunarvörurnar.
Húðumhirða.
Haustförðun.
Ilmvötn.
Snyrtivörur.
Neglur og naglalökk.
Hár og hárumhirða.
Tískan í vetur.
Flottir fylgihlutir.
Góð stílráð.
Íslensk hönnun.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
S
ÉR
B
LA
Ð
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. október
Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2010 í hári, förðun, snyrtingu og
fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira.
Niðurstaða rann-
sóknarskýrslu Alþingis
fól í sér margvíslega
gagnrýni á stjórn-
arhætti, fjölmiðla sem
og hagsmuna- og fræða-
samfélagið. Flestir ef
ekki allir þingmenn
hafa lofað bót og betrun
á starfsháttum og sumir
auðlegðar- og kúlul-
ánaþingmennirnir hafa
jafnvel gert það tárvotir og skreytt
heit sín svo að loforðaflaumurinn úr
barka þeirra er orðinn velgjulegur.
Þegar til á að taka eru efndirnar
engar sem sást best á aumum verkum
Guðbjarts Hannessonar sem stjórnaði
svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegi
sem ætlað var að innleiða réttlátar
breytingar á stjórn fiskveiða. Ekki
ætla ég að hafa mörg orð um afurð
Guðbjarts, sem er nýbakaður ráð-
herra, og félaga hans í meirihluta
nefndarinnar en þjóðin hefur hvorki
siðferðislega né fjárhagslega efni á að
halda áfram með núverandi stjórn-
kerfi fiskveiða eins og ekkert hafi
ískorist.
Það sem Guðbjartur og meirihluti
svokallaðrar sáttanefndar flaskaði al-
gerlega á var að taka
forsendur núverandi
fiskveiðistjórnunar-
kerfis til endurskoðunar
en kvótakerfið skilar
einungis á land þriðj-
ungnum af þeim þorsk-
afla sem veiddist að jafn-
aði fyrir daga kerfisins.
Af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum hafði
nefndin ekki nokkurt
þrek til þess að fara yfir
galnar forsendur kerf-
isins sem stangast á við
viðtekna vistfræði og heilbrigða skyn-
semi sem segir að vafasamt sé að ætla
að nokkurt vit sé í því að draga það
sem má veiðast við Grímsey frá því
sem má veiða á Breiðafirði, hvað þá
við Vestmannaeyjar. Það liggur í aug-
um uppi að ef stjórnvöld ætla sér að
festa í sessi aflamarkskerfi ætti að
sníða af helstu galla þess, s.s. brott-
kast, og fara að sjálfsögðu yfir það
hvers vegna kerfið sem byggist á
reiknifiskifræði skilar ekki upphaf-
legum markmiðum sínum um stöð-
ugan aukinn fiskafla.
Auðvitað hefði það átt að vera al-
gjört forgangsverk fyrir íslensk
stjórnvöld að líta til Færeyja þar sem
ágæt sátt ríkir um stjórn fiskveiða öf-
ugt við hér. Færeyska dagakerfið
byggist á því að sókn sé stöðug en afl-
inn ræðst þá af því sem lífríkið gefur
en ekki hæpinni ráðgjöf reiknifiski-
fræðinga. Nú er þorskstofninn á upp-
leið við Færeyjar þrátt fyrir að alltaf
hafi verið veitt umfram ráðgjöf Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins síðustu tvo
áratugina. Reyndar hljóðaði ráðgjöfin
síðustu þrjú árin upp á algert veiði-
bann en samt hefur stofninn sveiflast
upp og niður og er núna kominn í upp-
sveiflu. Þetta segir mér einungis eitt,
það að reynslan frá Færeyjum sýnir
að ráðgjöf reiknifiskifræðinganna er
röng. Það sama ætti algjört árangurs-
leysi hér við land að sýna.
Borðleggjandi er að þjóð sem glímir
við gjaldeyrisskort á að fara gaum-
gæfilega yfir öll rök sem hníga að því
að hægt sé að sækja í auknum mæli í
vannýtta fiskveiðiauðlind.
Stjórnmálastéttin í kreppu
Eftir Sigurjón
Þórðarson » Borðleggjandi er að
þjóð sem glímir við
gjaldeyrisskort á að
fara gaumgæfilega yfir
allar leiðir til gjaldeyris-
öflunar.
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
Að undanförnu hef-
ur umræða um þátt
endurskoðenda í or-
sökum og afleiðingum
hrunsins farið vaxandi
í þjóðfélagsumræð-
unni. Staðhæfingar
eins og „endurskoð-
endur brugðust“ og
„endurskoðendur
verða að svara til
saka“ hafa gjarnan
komið fram. Segja má, að þessi um-
ræða hafi náð nýjum hæðum í hinni
svonefndu skýrslu þingmanna-
nefndar þar sem dregnar eru álykt-
anir og alhæft með þeim hætti, að
engan veginn verður við unað.
Í allri þessari umræðu er æv-
inlega rætt um endurskoðendastétt-
ina sem eina heild í þessu samhengi,
hvergi er gerð tilraun til að skil-
greina stéttina og hversu stór hluti
hennar kom nálægt þeim störfum
sem helst hefur verið fjallað um í
umræðunni og talinn er hafa brugð-
ist skyldum sínum. Vitna má orðrétt
í skýrslu þingmannanefndarinnar
þar sem segir m.a.: „Þá er alvarlegt
að endurskoðendur (leturbr. und-
irritaðs) virðast ekki hafa rætt or-
sakir og afleiðingar hrunsins og að-
komu löggiltra endurskoðenda í
sínum ranni“. Þessi
rakalausa staðhæfing
hefur reyndar verið
hrakin af stjórn F.L.E.
í tilkynningu til fjöl-
miðla 16. sept. s.l. þar
sem glögglega kemur
fram að þessi fullyrðing
er beinlínis röng. Það
hvort þessi umræða er
nógu beinskeytt og ein-
örð má eflaust um deila
og um það eru skoðanir
eflaust skiptar.
Löggiltir endurskoð-
endur á Íslandi í dag eru vel á fjórða
hundrað talsins. Fullyrða má, að
langstærstur hluti þeirra er í dag að
fást við nánast nákvæmlega hlið-
stæð verkefni og á árunum fyrir
hrun. Lausleg athugun mín á þessu
gefur til kynna, að a.m.k. fjórir af
hverjum fimm endurskoðendum
hafa ekkert fengist við verkefni sem
tengjast þeim ávirðingum sem eru
tilefni þessa pistils. Þessi staðreynd
hefur hvergi komið fram svo ég viti
til þar sem ávirðingar á endurskoð-
endastéttina hafa verið á dagskrá.
Það er, hreint út sagt, óþolandi
fyrir hinn stóra meirihluta endur-
skoðenda sem hvergi hafa komið
nærri þeim félögum sem beint og
óbeint eru öðrum fremur talin ábyrg
fyrir hruninu, að vera sífellt atyrtir
skilyrðislaust og án nokkurs fyr-
irvara fyrir slælega frammistöðu og
óvönduð vinnubrögð. Hvað varðar
þátt þeirra sem nú sæta sérstökum
rannsóknum og dómstólameðferð
skal einungis minnt á, að sérhver
maður skal saklaust teljast nema
sekt sé sönnuð. Áhersla á þessa
staðreynd virðist gjarnan í lágmarki
hjá þeim sem um endurskoð-
endastéttina hafa fjallað að und-
anförnu.
Þingmannanefndum og öðrum,
sem um málefni og frammistöðu
endurskoðenda fjalla, væri hollt að
hafa í huga orð þjóðskáldsins Stein-
gríms Thorsteinssonar (f. 1831 – d.
1913) þar sem hann orti:
Lastaranum líkar ei neitt.
Lætur hann ganga róginn.
Finni hann fölnað laufblað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
Eftir Guðmund
Jóelsson
Guðmundur Jóelsson
»… hvergi er gerð til-
raun til að skilgreina
stéttina og hversu stór
hluti hennar kom ná-
lægt þeim störfum sem
helst hefur verið fjallað
um í umræðunni...
Höfundur er löggiltur endurskoðandi.
Til varnar endurskoðendum
Á vissan hátt var
það góð hugmynd hjá
kreppuríkisstjórninni
að setja umsóknar-
viðræður að Evrópu-
sambandinu á dag-
skrá. Það gaf okkur
landakort af vanda
þjóðarinnar til að
byrja að hugsa eftir.
En kannski var það
aldrei ætlun stjórn-
valda í raun og veru að við gerð-
umst áskrifendur að ESB-aðild
sem hinum endanlega sannleik.
Miklu frekar var það tilraun til að
fá okkur til að hugsa út fyrir okk-
ar gamla kassa; eða réttara sagt;
okkar gamla hring.
Því við erum eyjaskeggjar, og
sjáum því veröldina út frá okkar
eyjahring, umluktum hafi. Þannig
virðumst við eðlilega vera nafli
heimsins, með okkar fiskveiðar og
landskika og ættarsamfélag, og
aðalkappsmálið getur virst að
árétta þessa sýn með því að leggja
út yfir þetta haf sem aðskilur okk-
ur frá hinum framandi og vara-
sama umheimi, í eins konar vík-
ingaútrás þar sem við seljum
okkar heimilisiðnað á svo upp-
sprengdu verði, að engum getur
lengur blandast hugur lengur um
að við séum í raun og veru nafli
heimsins.
(Það má reyndar til gamans
geta, að fornleifafræðingar telja
nú að þeir hafi fundið hinn upp-
runalega nafla heimsins, í Appó-
lonshofinu í Delfí á Grikklandi; og
reyndist það vera eftirlíking af
hlóðareldsöskuhrúgu).
En það má lengi notast við
hringhugsun, svo fremi sem menn
komast út fyrir hringinn að lokum.
Það er nefnilega hægt að bæta við
hringjum: Til dæmis falla margir í
þá gryfju að nálgast pólitísk
vandamál með tveimur hringjum;
með og á móti. En ef við bætum
þriðja hringnum við, fæst kannski
önnur sýn: Til dæmis að við ættum
frekar að stefna að því að útvíkka
EES-samninginn en að ganga í
ESB. Og ef við bætum fjórða
hringinum við, getum við kannski
verið komin út til Bandaríkjanna
eða Kína!
Við verðum að muna að við er-
um borgmenningarsamfélag í ey-
ríki, og að í raun erum við bara
nýbúar frá Evrópu. Frekar en að
við séum upphaf og endir alls, er
hægt að hugsa sér framrás borg-
menningarsögunnar sem festi af
hringjum, með því að nefna borgir
sem heimsnafla í gegnum söguna.
Festin gæti litið svona út: Sú-
mer, Babýlon, Efesus,
Aþena, Alexandría,
Róm, Konstantínópel,
Feneyjar, París,
London og New York.
Saga heimspekinnar
og ljóðlistarinnar í rit-
uðu máli nær að
minnsta kosti aftur til
Efesus um 700 f. Kr.
Við hérna á eyjunni
okkar erum ennþá að
hringla kringum það
upphaf með bók-
menntum okkar og hugsunar-
hætti.
Önnur leið til að notfæra okkur
hringasafn í hugsun er að hugsa
um allar byggðar eyjar heimsins
sem festar.
Þá tökum við strax eftir að
næstu eyjasamfélögin í okkar
hring, Færeyjar og Grænland,
hafa bæði hafnað inngöngu í ESB.
Aðrar eyjar eins og Ródos í
Grikklandi hafa látið teyma sig
inn í algerri uppgjöf. Það sama má
segja um finnsku eyjur Álands.
Eyjan Gotland var hins vegar
alltaf hluti af Svíþjóð.
En Danmörk, sem er eyríki að
hálfu, með Sjálandi og Fjóni, og
Bretland, sem er einnig eyríki,
streitast mjög á móti fullri aðild
að meginlandsbákninu ESB.
Japan er frægur eyjaklasi fyrir
einangrunarstefnu sína fyrrum.
Margar eyjar í Karíbahafi eru
að reyna að feta meðalveginn
vandfundna milli sjálfstæðis síns
og sambúð við meginlandsríki.
Og sumar eyjarnar eru svo stór-
ar að þær líkjast meira fjölþjóð-
legum meginlöndum, sem við get-
um lítið lært af; svo sem
Madagaskar og Srí Lanka.
Og loks eru til ríki sem eru
samsett úr svo mörgum eyjum að
alltaf þurfa einhverjir eyjaskeggj-
ar að vera að reyna að segja sig í
burtu: Má þar nefna Indónesíu og
Filippseyjar.
Nú held ég að nóg sé komið af
hringjum til að lesendur geti farið
að þræða þá saman sjálfir!
Hringhugsun
eyjaskeggja
Eftir Tryggva
V. Líndal
Tryggvi V Líndal
» Til dæmis falla
margir í þá gryfju að
nálgast pólitísk vanda-
mál með tveimur hringj-
um; með og á móti. En
ef við bætum þriðja
hringnum við, fæst
kannski önnur sýn.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
og skáld.