Morgunblaðið - 20.09.2010, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
✝ Ólöf Helgadóttirfæddist 30. janúar
1918 að Neðra-Núpi
en ólst upp í Hnausa-
koti í Austurárdal,
Húnavatnssýslu. Hún
lést á dvalarheimilinu
Lundi, Hellu, 12. sept-
ember 2010.
Móðir Ólafar var
Ólöf Jónsdóttir, f. 15.
febrúar 1880 á Hömr-
um í Þverárhlíð, d. 11.
október 1969, og faðir
Ólafar var Helgi
Jónsson, f. 14. júlí
1884 í Huppahlíð í Miðfirði, d. 2.
september 1965. Systkini Ólafar
voru: Ólafur, f. 1909, Jón, f. 1910,
Guðrún, f. 1911, Marinó, f. 1913, Jó-
hann, f. 1914, Björn, f. 1921, og Að-
alsteinn, f. 1925. Þau eru öll látin.
Ólöf giftist þann 14. júlí 1944
Benedikt Sveinbjarnarsyni frá
Bjargarstöðum í Miðfirði, f. 4. mars
1915, d. 29. desember 1989. Ólöf
eignaðist fimm syni þeir eru: 1)
Ólafur Grétar Óskarsson, f. 1938,
maki Steinunn Thorarensen. Þau
eiga fjóra syni. 2) Sveinbjörn Bene-
diktsson, f. 1944. Hann á eina dótt-
ur með Sigrúnu Guð-
mundsdóttur og 5
börn með Olgu Thor-
arensen. 3) Helgi
Benediktsson, f. 1948,
maki Regula Verena
Rudin. Hann á fimm
börn. 4) Jón Gunnar
Benediktsson, f. 1952,
maki Nicole Chene.
Þau eiga þrjú börn. 5)
Hjörtur Már Bene-
diktsson, f. 1958,
maki Björg Hilm-
isdóttir. Hann á þrjár
dætur og Björg á þrjú
börn. Barnabörnin eru 20, barna-
barnabörn eru 31 og eitt barna-
barnabarnabarn.
Ólöf og Benedikt bjuggu í 18 ár á
Bjargastöðum í Mosfellssveit en ár-
ið 1967 fluttu þau að Austvaðsholti í
Landsveit. Þau bjuggu um tíma í
Laugarási í Biskupstungum en eftir
að Benedikt lést flutti Ólöf aftur í
Austvaðsholt. Síðustu fimm árin
dvaldi hún á dvalarheimilinu Lundi
á Hellu.
Útför Ólafar fer fram frá Lága-
fellskirkju í dag, 20. september
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Það rifjast margt upp er minnast
skal móður minnar Ólafar, eða Lóu
sem hún oftast nefnd. Henni var
margt til lista lagt. Hún gekk í öll
sveitastörf af miklum þrótti og alúð.
Hún var mikil hannyrðakona og
prjónaði fjöldann allan af lopapeys-
um og öðru fallegu sem maður
skartaði sem spariklæðnaði langt
fram á fullorðinsár. Hún var söng-
elsk mjög og hafði afar hreina sópr-
anrödd svo eftir var tekið.
Margan áttir þú erfiðan tímann en
biðin eftir að ég kæmi í heiminn var
löng, þú beiðst rúman mánuð á
Hvammstanga. „Mér leiddist,“ sagð-
ir þú mér þegar við ræddum saman
um fæðingu mína og pabbi þinn og
Grétar í Austurárdal og allt á kafi í
snjó. „Svo kom Benedikt að sækja
mig og frumburð sinn og búið var
um þig í bláum Frónkexkassa með
gæruskinn í botninn. Síðan var kass-
inn settur á klakk og var það bleikur
hestur Jóhanns bróður sem bar þig
fram í Austurárdal.“
Móðir mín hafði afar gaman af því
að klæðast fallegum fötum. Oft kom
fyrir að hún fór til Reykjavíkur og
keypti sér nýja spjör en oftar en
ekki var óánægð daginn eftir og vildi
fá annan lit eða númeri minna eða
stærra og fór þá faðir minn með sínu
glaða geði í þá snúninga. Hélt hún
þessari ástríðu sinni fram eftir aldri
og skal hér dæmi nefnt. Fyrir tólf
árum fór hún með mér til Spánar og
var hún í hjólastól. Á hverjum rúm-
helgum degi vildi hún fara að versla
og ég var viljugur að fara í þessa
verslunarferðir og hafði lúmskt
gaman af nema þegar farið var
kannski daginn eftir að skila vegna
þess að liturinn eða stærðin voru
ekki rétt. Þá upphófst oft mikil leit
að verslun þeirri þar sem þessi eða
hin flíkin var keypt en mesta furða
var hvað kaupmennirnir voru liðleg-
ir við hana þótt hún væri ekki
spænskumælandi og kölluðu hana
margir Mamý. Besta kaupmanns-
dæmið var þegar hún fékk sér ísinn
og var meira en hálfnuð með hann
þegar fór með hann til hans og tjáði
honum það að tennurnar hennar
þyldu ekki svona harðan ís. Kaup-
maðurinn kom að vörmu spori með
mjúkan súkkulaðiís og sagði, gjörðu
svo vel Mamý. Aðra ógleymanlega
ferð fór ég með mömmu 1955 en það
var norður í Miðfjörð og fórum við
með Norðurleiðarrútunni. Voru
þingmenn Framsóknarflokksins
samtímis í rútunni, Björn frá Löngu-
mýri á norðurleið og Skúli Guð-
mundsson á suðurleið. Spjölluðu
þeir báðir þó nokkuð við móður mína
á leiðinni. Við fórum fyrst að Reyn-
hólum og óðum þar yfir mýrar og
móa og þaðan að Huppahlíð og fram
að Neðra-Núpi, fram að Bjargastöð-
um og Aðalbóli. Alls staðar voru
móttökur frábærar. Hér rifjaði hún
upp bernsku sína sem greyptist inn í
drengstaulann og ég svo stoltur að
eiga svona fallega og vel kynnta
móður. Það var í þessari ferð sem ég
fór á minn fyrsta dansleik. Hálf var
ég nú afbrýðisamur þegar bændurn-
ir buðu henni upp í dans og svifu
með hana um dansgólfið, töfrandi
fagra. Margt fleira gæti ég rifjað
upp en læt ég það bíða betri tíma.
Þá ber mér sérlega að þakka er
dætur mína tvær dvöldu hjá henni,
þær Guðfinna og Lóa. Elsku
mamma, við ræddum oft hispurs-
laust um hlutina.
Kæra mamma, að leiðarlokum
þakka ég fyrir allt og börnin mín
líka.
Þinn sonur,
Sveinbjörn Benediktsson.
Nú hefur elsku amma okkar kvatt
þennan heim. Við systurnar eigum
margar góðar minningar um hana
ömmu.
Þegar amma bjó í Austvaðsholti
komum við systur oft að heimsækja
hana og þá um leið hittum við
frændsystkini okkar á næstu bæj-
um. Því má segja að hún hafi sam-
einað hluta af stórfjölskyldunni í
Austvaðsholti. Þegar við komum til
hennar gátum við alltaf gengið að
því vísu að það væru til pönnukökur
með sultu og rjóma eða jólakaka
með rúsínum og mjólk beint úr fjós-
inu. Stundum gistum við systur hjá
ömmu yfir páskana og þá var ým-
islegt brallað eins og að prjóna,
spila, horfa á sjónvarpið og taka til í
garðinum. Eins var fylgst vel með
því sem gerðist út við fjárhúsið eða
út á túnum og kom þá kíkirinn að
góðum notum. Amma átti alltaf til
konfekt inni í ísskáp og ef beðið var
fallega fékk maður nokkra mola.
Eins átti hún það til að lauma pen-
ing í lófann á okkur þegar við vorum
að kveðja og þá sérstaklega í kring-
um afmælin okkar.
Aldrei var húmorinn langt undan
og var amma fljót í tilsvörum og orð-
heppin mjög og rifjum við systur oft
upp skemmtilegar sögur, brandara
og atvik og hlæjum dátt. Nú er án
efa glatt á hjalla í sælli veröld þar
sem nú hafa orðið endurfundir
systkina hennar og afa.
Hvíl í friði, elsku amma okkar.
Ragna, Arna
og Helga Hjartardætur.
Elsku amma.
Þá er ferðalagi þínu lokið.
Þó að okkar sterka samband hafi
dofnað með árunum þegar þú fórst á
dvalarheimili eru minningarnar sem
við áttum saman ógleymanlegar.
Alltaf var amma til staðar þegar
eitthvað var að, hvort sem maður
var svangur eða vantaði félagsskap.
Þegar ellin fór að segja til sín og þú
gast ekki lengur hugsað um sjálfa
þig var sú ákvörðun tekin að þú
myndir flytja á Hellu til að öðlast
meiri aðstoð. Ekki man ég nákvæm-
lega hvað fór í gegnum huga mér
þegar ég frétti af þeirri ákvörðun en
eitt var víst að líf mitt myndi líka
breytast. Að hafa ekki ömmu í
næsta húsi var nokkuð sem ég hafði
aldrei upplifað áður. Ég óx úr grasi
og eftir barnaskóla lengdist vega-
lengdin á milli okkar ennþá meira,
þó svo að maður hafi gefið sér tíma
til að kíkja á ömmu á Hellu var það
aldrei eins og í gamla daga þegar
maður gat skroppið á hvaða tíma
dags í heimsókn eins og manni
sýndist.
Síðustu daga þína var líkami þinn
og viljastyrkur á þrotum en ég vona
svo innilega að þér líði betur núna
þar sem þú ert.
„Við hittumst hressar og kátar
næst og förum út að skokka!“ var
seinasta setningin sem ég sagði við
þig áður en ég kvaddi þig í síðasta
sinn og þú játaðir henni. Þó að það
verði kannski ekki á næstunni þá er
ég viss um að það muni rætast ein-
hverntíma.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíldu í friði.
Þín,
Katharina Ólöf (Katíóla).
Elsku amma.
Nú ertu farin frá okkur en minn-
ingarnar um þig munu varðveitast í
hjarta mínu um alla framtíð. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og
það voru yndislegar heimsóknirnar
til þín og afa, bæði á Laugarás og
svo í fimm mínútna fjarlægð frá
okkur í Austvaðsholti. Ég man eftir
því þegar ég skokkaði yfir til þín um
miðjan daginn og fór ekki aftur fyrr
en seint um kvöld eftir að hafa
spjallað, spilað og prjónað. Því mið-
ur fékk ég ekki hæfileika þína við að
prjóna, þú rumpaðir af hverju
sokkapari og vettlingapari á fætur
öðru og þar á milli komu ullarpeys-
urnar sem við fengum að gjöf frá
þér. Alltaf var mikil gleði, hamingja
og ánægja í heimsóknunum hjá þér
og öll helstu spilin á spil sem ég
kann lærði ég af þér. Ávallt var
hægt að koma til þín á hvaða tíma
sólahrings sem var, ég var alltaf vel-
komin og þú tókst á móti mér með
bros á vör og mikilli hlýju. Þegar ég
ákvað að hlaupa heim seint að kvöldi
í niðamyrkri og með hjartað í bux-
unum af myrkfælni fylgdir þú mér
alltaf út að dyrum, knúsaðir mig
fast, kysstir og hvíslaðir huggunar-
orðum í eyra mér. Ég lærði meðal
annars af þér að heilsa og kveðja
alltaf innilega.
Ekki má gleyma hversu mikla at-
hygli þú veittir fötum og útliti bæði
hjá öðrum og sjálfri þér. Þú vildir
líta vel út og sérstaklega á manna-
mótum og mér fannst svo gaman að
sjá hversu vel þú hugsaðir um þig
og fötin þín. Þú vildir alltaf vera fín
um hárið þegar þú fórst eitthvað og
settir þá rúllur í hárið einnig sem þú
settir á þig varalit og litaðir auga-
brúnirnar þínar. Þú tókst þér tíma
til að velja þér eina af fallegu flík-
unum þínum sem þú áttir til að vera
í. Ef að ástvinir þínir fóru til útlanda
óskaðir þú þeim alltaf góðrar ferðar
og skemmtunar þótt þú vildir helst
hafa þá heima nálægt þér. Það sýnir
bara hversu mikið þér þótti vænt
um okkur, þú vildir hafa okkur
nærri þér svo þú vissir að okkur var
óhætt.
Elsku, yndislega amma mín, ég
mun sakna þín sárt og samveru-
stunda okkar en enginn getur tekið
minningarnar mínar um þig og okk-
ar samverustundir frá mér. Þær eru
mér mjög dýrmætar og þær verða
mjög vel geymdar í hjarta mínu. Af
þér lærði ég margt og mikið og varð
að þeirri manneskju sem ég er í dag
með þinni hjálp. Þú hefur gefið mér
dýrmætar gjafir og gleðistundir allt
frá því ég var pínulítil í pössun hjá
þér þegar mamma og pabbi voru í
fjósinu eða þegar þau fóru í hesta-
ferðir, allt til hinstu stundar.
Ástarþakkir, elsku amma, fyrir
allt, hvíldu í friði með öllum þínum
ástvinum sem hafa beðið þín lengi.
Þín
Emilía.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku besta amma.
Þakka þér fyrir alla þá góðu hluti
sem við gerðum saman í lífinu. Ég
man síðustu jólin sem við áttum
saman. Ég las á jólakortin fyrir þig
og hjálpaði þér að opna pakkana.
Takk fyrir allt sem þú gafst mér.
Takk fyrir að vera alltaf tilbúin
að taka á móti mér og hugga mig
þegar mér leið illa.
Takk fyrir að hafa haft mikinn
áhuga á því sem ég vildi segja og
sýna þér.
Takk fyrir að vera til staðar þeg-
ar ég þarfnaðist þín.
Sofðu vel, dreymi þig vel og
hafðu það sem allra best.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Elskulega amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum,
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartakær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver;
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Þinn
Símon Helgi.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Matthías Jochumsson.)
Nú skiljast leiðir að sinni, elsku
amma. Þú varst allaf svo hlý og
góð.
Allaf var gott að koma í heim-
sókn til þín, spjalla við þig um
heima og geyma.
Oft talaðir þú um Miðfjörðinn og
æskuárin þín þar. „Þetta tíðkaðist
ekki í mínu umdæmi,“ sagðir þú oft.
Þær eru svo margar góðar minn-
ingarnar um þig,elsku amma, og
þær munu lifa um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku amma.
Sigurjón Helgason,
Benedikt Helgason,
Borgþór Helgason
og fjölsk.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himnesk björt og heið
hún boðar náðina sína
en alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Haustið heilsar með sín fallegu
litbrigði núna þegar föðursystir
okkar Ólöf, alltaf kölluð Lóa, fékk
hvíldina sem hún var farin að þrá,
orðin 92 ára gömul.
Hún var fædd í Hnausakoti í Mið-
firði, ein af 8 systkinum sem nú eru
öll látin.
Á æskuheimili okkar á Hamra-
felli í Mosfellsbæ voru þessi systk-
ini pabba ævinlega þátttakendur í
helstu viðburðum.Var þá gjarnan
tekið lagið því öll höfðu þau yndi af
söng.
Tengsl okkar við Lóu voru sér-
staklega náin því hún var ekki bara
föðursystir heldur líka gift Bene-
dikt móðurbróður okkar. Lengi
bjuggu þau á Bjargarstöðum í
næsta nágrenni Hamrafells. Heim-
ilin voru nátengd og mikil samvinna
sem aldrei bar skugga á. Ekki
spillti að til heimilis hjá okkur var
Sigríður amma okkar og bræðranna
á Bjargarstöðum.
Við minnumst heyskapar á tún-
unum þar sem nú eru íbúðarhús,
skólar og íþróttahús.
Við minnumst jólahalds þar sem
hangikjöt og hnallþórur voru á
borðum, síðan gengið í kringum
jólatré og sungið. Á jóladag var allt-
af byrjað á kirkjuferð þar sem
pabbi og hjónin á Bjargarstöðum
sungu í kórnum á kirkjuloftinu.
Við minnumst afmæla með heitu
súkkulaði og alls kyns góðgæti. Þá
var glatt á hjalla hjá krakkaskar-
anum.
Síðar fluttu Lóa og Bensi að
Austvaðsholti í Landsveit. Þá fækk-
aði samfundunum en þau litu alltaf
við í ferðum til Reykjavíkur.
Eftir lát Bensa 1989 var Lóa
sjaldnar á ferð en þá var síminn
notaður til að viðhalda tengslunum
og afla frétta af fjölskyldunni sem
stækkaði með hverju árinu. Áttu
þær mágkonurnar, mamma og Lóa,
löng samtöl um gamla daga. Það
stytti stundirnar þegar þær voru
báðar orðnar einar í heimili.
Lóa var fyrst og fremst húsmóðir
með langan vinnudag á stóru heim-
ili með synina
fimm. Drengirnir mínir sagði hún
oft með hlýju í röddinni og það
leyndi sér ekki hvað skipti hana
mestu máli í lífinu. Skemmtilegt
áhugamál var að fylgjast með tísku-
straumum og eignast nýja flík.
Glaðværð og gestrisni mætti okk-
ur alltaf. Þegar við eignuðumst
börn fylgdist Lóa með þeim af ein-
lægum áhuga.
Síðustu árin var heilsan farin að
gefa sig og gott að fá skjól á dval-
arheimilinu Lundi á Hellu.
Andlegri heilsu hélt Lóa fram
undir síðustu daga og þegar við
hittumst í sumar var stutt í brosið
og húmorinn aldrei langt undan.
Hún var sérlega ánægð með þegar
sonur Siggu, fæddur 2009, fékk
nafnið Benedikt Óli.
Að leiðarlokum þökkum við syst-
ur frænku okkar langa samfylgd og
umhyggju.
Sendum fjölskyldu Lóu innilegar
samúðarkveðjur og biðjum þess að
hún hvíli í guðs friði.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Sigríður Birna,
Guðný Margrét
og fjölskyldur.
Ólöf Helgadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Neðri-Svertingsstöðum, Miðfirði,
sem lést þriðjudaginn 14. september, verður
jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi
miðvikudaginn 22. september kl. 13:00.
Friðrik Jónsson, Oddrún Sverrisdóttir,
Sævar Jónsson, María Gunnarsdóttir,
Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.