Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 20.09.2010, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 ✝ Lára Lárusdóttirfæddist á Hrafna- björgum í Hjalta- staðaþinghá hinn 28. júlí 1924. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 11. september 2010. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Halldóru Eiríks- dóttur og Lárusar Sigurðssonar, en hann lést áður en Lára fæddist. Systk- ini Láru eru: Ing- ólfur, Eiríkur, látinn, og Sigþór, látinn. Yngri systkini sammæðra eru: Sigurjón, Eyþór, Ástdís og Skúli. Lára giftist 16. júní 1951 Adam Ingólfssyni, f. 2. júlí 1926. For- eldrar hans voru Baldína Sig- urbjörnsdóttir og Ingólfur Krist- jánsson. Systkini Adams eru: Steingerður, Hulda, Pálmi og Ind- íana látin. Börn Láru og Adams eru: Sólveig, f. 5. ágúst 1950, og Ás- geir, f. 12. mars 1952. Sólveig var gift Eiríki Yngva Sigurgeirssyni og á með honum dæturnar Láru Halldóru og Margréti. Lára er gift Jóni Torfa Halldórssyni og eiga þau Halldór Yngva, Elvar Örn og tvíburasysturnar Sól- veigu Alexöndru og Þorgerði Katrínu. Margrét á tvo syni, Davíð Má og Heimi Má sem líka eru tví- burar, þeirra faðir er Óli Bjarni Ólason. Seinni maður Sól- veigar er Sævar Örn Sigurðsson. Ásgeir er giftur Maríönnu Traustadóttur og eiga þau dæturnar Hildi og Kötlu sem eru tvíburar. Lára ólst upp með móður sinni á ýmsum bæjum á Jökuldal þar til að þær fluttu í Sænautasel í Jökul- dalsheiði og þar var hún að mestu fram til 1943. Þá fluttist hún til Akureyrar. Veturinn 1947-8 var hún í Húsmæðraskólanum á Ak- ureyri. Lára vann nánast alla sína starfsævi hjá KEA í hinum ýmsu deildum en hætti störfum þar 1990. Þau Adam bjuggu lengstan hluta samverunnar í Mýrarveginum, fyrst 120 og frá 1990 í 111, en síð- ustu 10 mánuði dvaldi hún í Skóg- arhlíð á deild fyrir heilabilaða. Útför Láru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 20. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Mamma mín hefur nú kvatt þetta jarðneska líf endanlega. Á sl. 5 ár- um hefur Alzheimersjúkdómurinn verið að ræna henni frá okkur og hana lífsgæðunum sem felast í eðli- legum góðum samskiptum við fólk sem hún naut svo vel áður. Hvernig henni leið er erfitt að vita en sárt var að fylgjast með. Ég ákvað að henni liði vel enda sagði hún æv- inlega aðspurð að svo væri. Ég ætla að minnast góðu áranna og mömmunnar sem alltaf vildi allt fyrir mig og mína gera, hlý og mjúkhent við okkur og endalaust þolinmóð við lítil börn í þeirra ólát- um á meðan heilsan leyfði, en þeg- ar hún var farin að kvarta um há- vaða í þeim og óþekkt sáum við svo ekki var um að villast að hún var orðin mikið veik. Mamma og pabbi byggðu húsið sitt í Mýrarvegi og við fluttum þangað 1957. Það var ekki auðvelt verk því lægri gerðust ekki kaup- taxtar vinnandi fólks en hjá Sam- bandsverksmiðjunum og KEA, en þetta tókst og við systkinin fengum allt sem við þurftum þó lítil væru efnin, og nóg var af ást og um- hyggju sem kostar ekki neitt. Í þessu húsi komu margir við um lengri eða skemmri tíma sem leigj- endur, þeir teljast í nokkrum tug- um, flest ungt skólafólk með sínar vonir og þrár, margir fengu hugg- un og eitthvað gott í munninn hjá mömmu í eldhúsinu ef á bjátaði. Stórfjölskyldan sótti til mömmu og komu margir þar við á sumrum og gistu á gólfum í svefnpokum, því það dugði fólki vel þá, og ég heima- sætan hafði mjög gaman af þessum gestakomum. Í þá daga fóru konur á milli húsa í spjall enda fáar að vinna úti, þá var stundum lokuð hurð á eldhús- inu, eitthvert leyndarmál kannski, þá læddist ég stundum að dyrum sem var alveg bannað, börn áttu ekki að hnýsast í fullorðinna tal. Það voru líka hefðir í þessu húsi með sláturgerð á haustum og komu þá nokkrar konur saman, kjöt var skorið og þarna í kjallaranum var mikið fjör á þessum dögum. Ein- stöku sinnum var skálað, mamma mín var nánast bindindismanneskja alla sína tíð en ef aðrir vildu skála þá mátti skála. Mamma mín vann utan heimilis nánast allan sinn starfsaldur en hún missti vinnuna 66 ára gömul eftir 40 ár hjá KEA, það átti að andlitslyfta Vöruhúsinu og þá var reyndustu konunum sagt upp, hún sætti sig aldrei við þetta. Þrátt fyr- ir langan vinnudag gerði hún bæði mikla og fallega handavinnu, prjón- aði auðvitað peysur til að hlýja fólkinu sínu og dúkkuföt fyrir Láruna sína ef ekki var annað, allt var fallegt og vel gert, hún bara gerði hlutina þannig. Svo vaknarðu frísk á friðsælli strönd, friðarins alvaldur réttir þér hönd. Til sigurs er sjúkdómur unninn. Ég þakka svo, mamma, öll vináttuhót þú veittir af gleði af kærleikans rót. Margs er frá liðnu að minnast. Svo kveð ég þig hljóð, við kveðjum þig öll, það kveðja þig dalir, hlíðar og fjöll frá æskunnar átthaga slóðum. Lífið er eilíft þó lokið sé hér, lausnara alheimsins treystum vér og felum þig Guði góðum. Ég kúrði hjá henni þegar hún dó eins og hún kúrði hjá mér þegar þurfti. Guð og allir englarnir veri með þér, mamma mín, og takk fyrir allt. Þín Sólveig. Tengdamóðir mín Lára U. Lár- usdóttir verður jarðsungin í dag frá Akureyrarkirkju. Fráfall í fjöl- skyldu er alltaf erfitt þó svo að Lára hafi verið veik um nokkurn tíma og dvalið síðastliðið ár á Skóg- arhlíð þar sem hún þurfti á sér- stakri umönnun að halda. Láru kynntist ég fyrir tæpum aldarfjórð- ungi þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar sem tengdadóttir. Þau hjón- in Lára og Adam tóku einstaklega vel á móti mér og gleði þeirra fyrir hönd okkar Ásgeirs og ekki síður þeirra eigin var mikil þegar við eignuðumst dæturnar Kötlu og Hildi. Fyrir áttu þau dótturdæt- urnar, Láru og Margréti, dætur Sólveigar eldri systur Ásgeirs. Lára var góð amma. Katla og Hild- ur minnast ömmu Láru í Mýrar- vegi sem einstaklega blíðrar og góðrar konu. Í minningu þeirra er amma alltaf ljúf og þolinmóð, hast- aði aldrei á þær þrátt fyrir ærsl og læti, hún talaði til þeirra blíðum rómi og það dugði. Ég vissi hver Lára var áður en ég varð hluti af fjölskyldu hennar. Ég man eftir Láru þar sem hún afgreiddi í Vöru- húsi KEA á Akureyri. Flestar kon- ur af hennar kynslóð voru heima- vinnandi húsmæður eða voru í tímabundnu hlutastarfi. Lára vann allan sinn starfsaldur fullt starf við þjónustu- og verslunarstörf, ásamt því að sinna heimilisstörfum og börnunum sínum tveimur. Lára tengdamóðir mín var ein af þeim hljóðu konum sem ruddu brautina fyrir komandi kynslóðir kvenna og er góð fyrirmynd afkomenda sinna. Lára var mikil hannyrðakona. Ás- geir hefur sagt mér að hann muni móður sína, seint á kvöldin að loknu tvöföldu dagsverki sitja við sauma og ýmiskonar handavinnu. Hún hafði gaman af að láta út- sauminn ögra sér, breyta samsetn- ingu litaþráða til að fá meiri dýpt og eða fyllingu í myndverkið sem hún skapaði með nál og þráð. Lára var ekki margmál um þjóðmálin, hún hafði sterkar skoðanir sem hún lét í ljós ef svo bar við, það sem var henni mikilvægast voru börnin, ömmubörnin og langömmubörnin. Fyrir þau mátti leggja mikið á sig. Hún var frekar flughrædd en lét sig hafa það að koma til Árósa í Danmörku þar sem við bjuggum, að heimsækja ömmustelpurnar og okkur Ásgeir, þá var sigrast á flug- hræðslunni. Um leið og ég kveð tengdamóður mína leitar hugurinn til Adams, hans missir er mestur. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel og með mikilli vænt- umþykju hann sinnti Láru, eigin- konu sinni til ríflega sextíu ára, í löngum og erfiðum veikindum hennar. Kæri Adam, ég vona að ég og fjölskyldan þín verði þér huggun og styrkur. Ég kveð Láru tengdamóð- ur mína með virðingu og þökk. Maríanna Traustadóttir. Elsku amma Lára, allt frá því að við munum eftir okkur hlökkuðum við til að koma til Akureyrar að heimsækja þig og afa í Mýrarveg- inn. Við vissum að þar sem þú varst mátti alltaf búast við blíðu faðmlagi, væntumþykju og góðum mat. Þegar við hugsum til þín þá sjáum við þig með bros á vör í þínu hvíta, mjúka andliti. Eldhúsið var alltaf fyrsti viðkomustaðurinn okk- ar þar sem þú framreiddir kræs- ingar á borð við smurbrauðstertu eða lummurnar góðu (sérskammt með engum rúsínum fyrir Kötlu). Við sjáum þig sitja í dökkbleika ruggustólnum þínum þar sem var gott að getað skriðið upp í fangið þitt og rætt um það sem var okkur efst í huga hverju sinni. Þú hafði alltaf tíma fyrir okkur og gafst góð ráð. Þú varst góð við alla og tókst vel á móti öllum þeim vinum sem komu með okkur til þín. Sama hvernig við létum sýndirðu undantekninga- laust þolinmæði og skilning og þeg- ar við þurftum á umhyggju þinni að halda fengum við hana ávallt skil- yrðislaust. Það verður sannarlega ekki það sama að koma til Ak- ureyrar þegar þú ert ekki lengur, við söknum þín, elsku amma Lára. Þínar Katla og Hildur Ásgeirsdætur. Nú er elskuleg amma mín fallin frá og komið að kveðjustund. Margs er að minnast og margs að sakna. Fyrstu tíu ár ævi minnar var ég eina barnabarn ömmu og afa á Mýrarveginum og naut óskiptrar athygli og umhyggju þeirra. Þær voru ófáar stundirnar og næturnar sem ég dvaldi hjá þeim. Þaðan á ég ljúfar minningar. Alla tíð hugsaði amma fyrst og fremst um fjölskyld- una sína og vildi alltaf allt fyrir hana gera. Hún var okkur öllum óendanlega góð og hjálpfús. Hún var mikil og góð húsmóðir sem vildi gera allt vel. Aldrei vorum við afi glaðari, en hún leiðari, en þegar kökurnar hennar féllu aðeins í bakstri og urðu svolítið klesstar. Þetta voru bestu kökur sem við fengum en að hennar mati ónýtar. Hún hefði a.m.k. ekki fengið háa einkunn fyrir þær í Húsmæðraskól- anum á sínum tíma. Amma hafði gaman af börnum og naut þess að hafa þau í kringum sig meðan heils- an leyfði. Amma greindist með Alzheimers- sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. Á síðastliðnu ári hrakaði henni frekar hratt og síðustu mánuði þekkti hún fáa aðra en afa og mömmu. Það er sárt að horfa á einstakling sem hef- ur verið manni eins nákominn og amma var mér og finna að hann þekkir þig ekki lengur. Þá strax byrjar maður að syrgja hann. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfðir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Tove Findal Bengtsson – þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Í nóvember í fyrra fluttist amma á dvalarheimilið Hlíð, í Skógarhlíð, á deild fyrir heilabilaða. Þar leið henni mjög vel. Hún tók alltaf bros- andi á móti mér þegar ég kom í heimsókn þó að hún hafi líklega enga grein gert sér fyrir því hver var komin. Í Skógarhlíð var gott að koma, alúðin og umhyggjan sem starfsfólkið sýnir vistmönnum er einstök og til fyrirmyndar. Ég færi starfsfólkinu öllu mínar bestu þakk- ir fyrir að hafa hugsað eins vel um ömmu og hún hugsaði um aðra í gegnum tíðina. Takk, elsku amma mín, fyrir allt sem þú varst okkur, gafst okkur og gerðir fyrir okkur alla tíð. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Lára og fjölskylda. Í dag kveð ég elskulega og góða konu, hana ömmu mína. Á ævi minni hef ég eytt ótal mörgum stundum með afa og ömmu. Það má í raun segja að ég hafi verið meira og minna hjá þeim frá því að ég var lítið barn og fram á unglingsár. Það var alltaf gott að koma til þeirra og vera hjá þeim og því á ég margar góðar minningar frá þeim tímum. Fyrir mér var amma einstök kona. Hún tók öllum opnum örm- um, bar hag og velferð annarra fyr- ir brjósti og sagði ekki styggðarorð um nokkurn mann. Hún var mynd- arleg húsmóðir sem eldaði góðan mat og bakaði margskonar góðgæti sem hún lagði á borð fyrir fólkið sitt. Auk þess var hún lagin í hönd- unum og útbjó margt fallegt. Hún reyndi að kenna litlu stelpunni sinni margt í þessum efnum þó að ekki beri á mörgu af því í dag. Amma var afar barngóð kona og er óhætt að segja að börnin í kringum hana hafi verið líf hennar og yndi. Amma var alltaf til staðar og því átti maður öruggt skjól hjá henni ef eitthvað bjátaði á. Hún gerði allt sem hún gat til að hugsa vel um mann og láta manni líða vel. Vænt- umþykja hennar leyndi sér ekki þar sem hún strauk mann og faðmaði endalaust ásamt því að tala til manns fallegum og hlýjum orðum. Ég rakst á þetta ljóð og finnst það segja allt sem segja þarf: Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Amma var mér mikils virði og stór hluti af mínu lífi. Hún reyndist mér afar vel, sýndi mér mikla vænt- umþykju og góðvild og fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Það var gott að eiga hana að og því er söknuðurinn eftir góða og trygga konu mikill. Elsku amma, þó að það hafi verið erfitt og sársaukafullt að horfa á þig fara er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að verja síðustu stundunum þínum með þér. Nú skiljast leiðir og vil ég kveðja þig með orðunum sem þú sagðir oft og iðulega við mig: Guð varðveiti þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín, Margrét, Davíð Már og Heimir Már. Um miðjan apríl 1973 byrjuðum við hjónin að búa. Fengum leigða litla sæta risíbúð hjá Láru og Adda í Mýrarvegi 120. Með í för var litla dóttir okkar tveggja og hálfs mán- aðar gömul. Við vorum afar lánsöm að kynnast þeim.Og þvílíkt lán fyrir litlu dóttur okkar. Hún eignaðist þarna ömmu Láru og Adda afa. Væntumþykjan var á báða bóga. Ósjaldan pössuðu þau fyrir okkur. Aldrei var það annað en sjálfsagt. Hlýjan, umhyggjusemin og elsku- legheitin voru allsráðandi. Á litla stigapallinum léku þær sér seinna meir, vinkonurnar Halla Bára og Lára Dóra, barnabarn Láru og Adda. Þær áttu heimilið skuldlaust. Og amma Lára snérist í kringum þær eins og skopparakringla og þótti ekki leiðinlegt. Ósjaldan hljóp unga frúin af loftinu niður til Láru. Hentist upp aftur, með ráð undir hverju rifi. Lára mín var ekki lengi að segja manni til við matargerðina, baksturinn, sláturgerðina. Hún var snillingur í eldhúsinu. Hún dýrkaði líka öll þessi börn sem í kringum hana voru. Síprjónandi á alla þessa anga. Ef ekki á þau, þá á dúkk- urnar og bangsana. Og þegar barnabarnabörnin fóru að koma, þá varð nú kátt í höllinni. Alltaf vorum við meira en velkomin á þeirra heimili. Þar fengum við bara bros og vináttu. Það varð löng vinátta. Árin eru orðin rúmlega 37. Það var okkar lífslukka, að fá að kynnast jafn góðri konu og Láru. Innileg- ustu kveðjur eru frá Höllu Báru og Gunnari. Elsa og Gestur. Lára Lárusdóttir                         

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.