Morgunblaðið - 20.09.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.09.2010, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010 ✝ Gunnlaugur Snæ-dal fæddist á Eiríksstöðum í Jökul- dal 13. október 1924. Hann lést í Reykjavík 7. september 2010. Hann var sonur Jóns Gunnlaugssonar Snæ- dal, f. 1885, bónda, og Stefaníu Carlsdóttur, f. 1893. Jón var sonur Gunnlaugs Jónssonar Snædal, bónda á Ei- ríksstöðum, f. 1845, og Steinunnar Vil- hjálmsdóttur, f. 1859. Stefanía var dóttir Carls Guð- mundssonar, f. 1861, kaupmanns á Stöðvarfirði og Petru Jónsdóttur, f. 1866. Systkini Gunnlaugs: Karen Petra, f. 1919, d. 2005, Steinunn Guðlaug, f. 1921 og Jóna Stefa Nanna, f. 1932, d. 1993. Hálfbróðir, sammæðra, er Karl Sigurður Jak- obsson, f. 1937. Gunnlaugur kvæntist 19. septem- ber 1948 Bertu Andreu Jónsdóttur, f. 4. nóvember 1924, d. 1. janúar 1996, frá Fáskrúðsfirði, dóttur hjónanna Jóns Davíðssonar kaup- manns og Jóhönnu Kristjánsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Jón Snædal læknir, f. 1950, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur. Börn Jóns og fyrri konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur, eru a) Sunna læknir, gift Sigurði Y. Kristinssyni lækni. Börn þeirra eru Kristinn, Katla og Vala. b) Drífa viðskiptafræðingur. Dóttir hennar er Silja. c) Ögmundur verkamaður, sambýliskona Ólöf Andra Proppé verkakona. Synir Guðrúnar eru Karl Jóakim Rosdahl stjarneðlis- fræðingur, kvæntur Melody Ros- dahl háskólanema, þau eiga synina Snorra og Benjamín og Björn Snorri Rosdahl, grafískur hönn- uður, sambýliskona María Jóns- dóttir háskólanemi. Dætur Jóns og Guðrúnar eru d) Guðrún Katrín og e) Berta Andrea. 2) Kristján Snædal gjaldkeri, f. 1951, kvæntur Sólrúnu Vilbergsdóttur. Börn þeirra eru a) Davíð veitingamaður. Börn hans eru María Sera og Guðsteinn Gabrí- el, móðir þeirra er Kristín Steinars- dóttir, b) Andvana fæddur sonur c) Gunnlaugur Vilberg smiður, sambýliskona Helga Hilmarsdóttir einkaþjálfari. Sonur þeirra er Vilberg Frosti. d) Jóhanna Ósk háskólanemi, sambýlismaður Örn Pétursson nemi. Dótt- ir Sólrúnar er Katrín Björg Guðbjörns- dóttir geislafræð- ingur, sambýlismaður Víðir O. Hauksson stálsmiður. 3) Gunn- laugur Snædal tæknistjóri, f. 1959, kvæntur Soffíu Káradóttur. Börn þeirra eru a) Kári íþróttapródú- sent, b) Arnar háskólanemi, c) Berta. Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944. Hann lauk kandidats- prófi í læknisfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1951. Hann nam kven- sjúkdómalækningar og fæðingar- hjálp í Danmörku og Svíþjóð og starfaði við fæðingardeild Land- spítalans frá 1959, fyrst sem sér- fræðingur en síðar sem yfirlæknir 1975-1985 og prófessor frá 1985 þar til hann hætti störfum fyrir ald- urs sakir 1994. Árið 1964 varði Gunnlaugur doktorsverkefni sitt um brjóstakrabbamein á Íslandi. Hann kenndi við Hjúkrunarskóla Íslands, Ljósmæðraskóla Íslands og læknadeild Háskóla Íslands. Gunn- laugur skrifaði fjölda fræðigreina í innlend og erlend tímarit. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. formaður Læknafélags Reykjavíkur, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélgs Íslands og síðar heiðursfélagi þess. Hann var formaður félags Nor- rænna kvensjúkdómalækna. Árið 1985 var hann sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 20. sept- ember, og hefst athöfnin kl. 13. Vegferð sem lítill drengur hóf austur á Jökuldal er nú lokið. Gunnlaugur lést á heimili sínu í Sóltúni eftir langvarandi veikindi. Þar var annast um hann af alúð og kærleika í þau tæp níu ár sem hann dvaldi þar. 7 ára gamall missti hann föður sinn sem dó frá konu og 3 börnum og því fjórða ófæddu. Hann var enn á barnsaldri þegar hann flutti úr móðurhúsum á Ei- ríksstöðum á Jökuldal til að ganga í skóla í Reykjavík. Þar átti hann að Gunnlaug Einarsson föðurbróður sinn og fjölskyldu hans sem reynd- ust honum ákaflega vel og hann bjó hjá næstu árin. Gunnlaugur stóð sig vel, gekk vel í skóla og eign- aðist vini fyrir lífstíð. Hvaða áhrif viðskilnaður við móður hafði á tilfinningalíf þessa 12 ára drengs er bara hægt að geta sér til um, því Gunnlaugur bar ekki tilfinningar sínar á torg, hvorki þá né síðar. Glaðværð og léttleiki ein- kenndu alla tíð framkomu hans og sorgum var ekki hleypt upp á yf- irborðið. Hann sýndi snemma vilja og hæfileika til forystu. Með dygg- um stuðningi Bertu konu sinnar stundaði hann af krafti félagsstörf, fyrst í háskólanum og síðar á vett- vangi stjórnmála, mannúðarmála og fræðigreinar sinnar. Hér skal ekki fjölyrt um fræðimanninn Gunnlaug, til þess eru aðrir betur fallnir en ég. Þó fór ekki fram hjá mér frekar en öðrum sem þekktu til hans á spítalanum hverrar virð- ingar hann naut sem læknir og samstarfsmaður. Gunnlaugur átti marga góða vini og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann naut þess að segja skemmti- sögur og frásagnargleði hans gerði það að verkum að honum fyrirgafst að segja oft þær sömu. Fjölskyldan og þá fyrst og fremst Berta var hans kjölfesta í lífinu. Hann naut þess að umgang- ast barnabörnin og fylgjast með þeim þroskast. Þegar Berta féll frá var eins og gleðin sem hafði verið svo ríkur þáttur í eðli hans yfirgæfi hann. Á yfirborðinu var hann áfram léttur og spaugsamur en þeir sem nærri honum stóðu skynjuðu þá djúpu sorg sem bjó innra með hon- um. Heilsubrestur gekk nærri and- legu atgervi hans og hann þurfti æ meiri aðstoð. Árum saman bar þessi geðprúði maður harm sinn í hljóði og kvartaði aldrei. Honum tókst að lifa með reisn þar til yfir lauk. Þrautaganga Gunnlaugs er á enda og við ástvinir hans kveðjum hann með þakklæti fyrir kærleik og umhyggju sem hann sýndi okkur alla tíð. Þökk sé ykkur vinum hans, starfsfólkinu í Sóltúni, fyrir alla að- stoð, gott viðmót og þá virðingu sem þið sýnduð honum. Ég þakka tengdaföður mínum samfylgdina. Guðrún Karlsdóttir. Fallinn er frá föðurbróðir minn Gunnlaugur Snædal. Þegar fréttin barst um andlát hans rifjuðust upp árin þegar Gunnlaugur og Berta komu austur til að fara í Gripdeild og öll skiptin sem við dvöldum hjá þeim í Hvassaleiti þegar við kom- um suður. Hluti systkinanna frá Eiríksstöð- um byggði sér sumarbústað í Grip- deild. Þar var um að ræða algjöran fjallabústað, uppi í heiði, við vatnið Gripdeild sem á þeim tíma var afar gjöfult silungsveiðivatn, ekkert raf- magn og lítið ef þá nokkuð af renn- andi vatni. Ég var krakki þegar Gunnlaugur og Berta fóru að koma austur til að fara í Gripdeild. Þau komu oftast á drossíum þannig að pabbi sá um að flytja þau upp í Gripdeild enda vegurinn þangað oft á tíðum algjörlega ófær troðningur. Einnig fórum við oft í heimsókn, færðu þeim vistir eða komum skila- boðum til Gunnlaugs. Gunnlaugur var í ábyrgðarstörfum og það komu gjarnan símhringingar með skila- Gunnlaugur Snædal húsi. Nýja fjölskyldan í Apótekinu féll fljótt einstaklega vel inn í bæj- arbraginn í Hólminum. Áður en langt um leið var eins og þau hefðu alltaf verið hluti af samfélaginu. Vinsamlegt viðmót þeirra hjóna við afgreiðsluborðið átti örugglega sinn þátt í því, ljúfmennska, lít- illæti og „húmor“ apótekarans féll vel í kramið hjá bæjarbúum. Jón var mjög alþýðlegur í allri fram- göngu og var fljótur að mynda góðan vinskap við margan Hólm- arann, átti það ekki síst við um nokkra samborgara, sem ekki endilega bundu bagga sína sömu hnútum og við hin. Jón og fjöl- skylda tóku líka virkan þátt í fé- lags- og menningarlífi okkar og fljótlega voru Jón og krakkarnir farin að stunda hestamennsku af krafti. Fjölskyldur Jóns og Önnu, að sunnan, komu hér oft og var greinilegt að þau áttu bæði sam- hentar fjölskyldur, sem við oft nut- um samvista við og marga vini þeirra. Ég minnist sérstaklega Ingileif- ar Káradóttur móður Jóns, sem kom hér oft, glæsileg og skemmti- leg kona. Við Ágúst ásamt nokkrum öðr- um hjónum og börnum okkar mynduðum góðan vinahóp með fjölskyldunni í Apótekinu og áttum saman margar frábærar samveru- stundir. Gestrisni var í öndvegi hjá Jóni og Önnu og var fallegt heimili þeirra oft rammi um ógleymanlega vinafundi. Jón var mikill listunnandi og eitt sinn sagði ónefnd vinkona okkar í tækifærisræðu að í raun hefði Jón komið með listina til Stykkishólms. Eftir að Jón og Anna fluttu héð- an hélt vinahópurinn áfram að hitt- ast, nokkrir fastir punktar voru lengi viðhafðir. T.d. að borða sam- an með börnum okkar af jólahlað- borði og ferðast saman um versl- unarmannahelgina. Það eru margar samverustundirnar sem rifjast upp nú þegar vinur okkar er horfinn. Ég minnist helgardval- ar í sumarbústað þeirra í Borg- arfirði þar sem umræðan um „frjálshyggjuna“ var í fyrirrúmi og ekki allir eins sáttir við það hugtak og Jón sjálfur. Ógleymanleg var ferð hópsins til Færeyja í tilefni 60 ára afmælis Jóns, þar stendur upp úr ferð út í Mykines og óvissuferð í miklu vatnsveðri til að fagna af- mælisdegi Jóns. Síðustu verslunar- mannahelgi dvöldu Jón og Anna ásamt börnum sínum, tengdabörn- um og barnabörnum í Stykkis- hólmi og áttum við ásamt hluta af minni fjölskyldu saman yndislegan dag í Sauraskógi. Þann dag fund- um við að Jón gekk ekki heill til skógar en frá honum stafaði sama gleðin og hlýjan og ávallt áður. Elsku Anna, Bjössi, Silla, Þóra og fjölskyldur, Guð veri með ykkur öllum. Rakel Olsen. Einn okkar besti og traustasti vinur er fallinn frá. Jóni kynnt- umst við fyrir tæpum 40 árum sumarið 1971 norður á Húsavík. Jón var þar að leysa af lyfsalann heiðursmanninn Ólaf Ólafsson og ég að stíga mín fyrstu skref í læknisstarfinu. Strax við fyrstu kynni mátti finna góða nærveru Jóns, hlýleik- ann og manngæskuna sem ein- kenndi hann. Við hjónin fluttum í ársbyrjun 1975 vestur á Snæfellsnes, til Ólafsvíkur, og ári seinna 1976 fluttu Jón og Anna vestur til Stykkishólms. Á þeim tíu árum sem við vorum samtíða á Snæfells- nesinu tókust með okkur hjónum náin kynni og vinátta við þau Jón og Önnu, sem aldrei hefur borið skugga á. Daglega höfðum við samskipti í gegnum síma, þar sem hann sem lyfsali sinnti einnig lyf- sölu fyrir Ólafsvíkurlæknishérað, þar sem ég var læknir. Jón var í starfi sínu afar vand- virkur og samviskusamur. Hann hafði góða þjónustulund og vildi hvers manns vanda leysa. Ég dáð- ist ávallt að því hve skipulagður Jón var og hve honum vannst allt hratt og vel, þó að aldrei væri á honum neinn asi. Jón var ávallt með allt í röð og reglu og aðdáun- arvert að sjá hve skipulagður og vandvirkur hann var, sama hvort hann var í leik eða starfi. Á árunum fyrir vestan áttum við margar dásamlegar og dýrmætar samverustundir bæði á heimili Jóns og Önnu og eins á okkar heimili. Þær eru ógleymanlegar Flateyjarferðirnar sem við fórum í boði Jóns og Önnu ásamt mörgum góðvinum úr Hólminum. Það er notalegt að ylja sér við þann fjár- sjóð minninga sem streymir fram þegar hugsað er til þessara góðu ára. Fyrir tilverknað Jóns urðum við árið 1985 meðeigendur Önnu og Jóns og sex annarra hjóna í sum- arhúsinu Klettakoti við Lagarfljót. Sá sælureitur hefur veitt okkur öllum mikla ánægju og gleði í gegnum árin. Í gegnum Rotary- hreyfinguna höfum við Jón bundist sterkum böndum. Báðir vorum við Rotary-félagar á Snæfellsnesi og eftir að Jón og Anna fluttu til Reykjavíkur gekk Jón til liðs við Rotary-klúbb Kópavogs árið 1995 og þá um leið urðum við klúbb- félagar. Jón var í eðli sínu mjög góðvilj- aður og ræktarsamur maður og hélt vel utan um sína. Hann var heilsteyptur og vandaður persónu- leiki sem gott var að eiga sem vin. Jón var hæglátur, vandaður til orða og æðis en flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. Hann hafði afar góða og róandi nærveru. Við hjón- in þökkum Jóni samfylgdina í gegnum árin og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans, sem við munum geyma í brjóstum okkar. Önnu og börnunum Bjössa, Sillu og Þóru og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Kristófer Þorleifsson og Sigríður Magnúsdóttir. Í dag er vinur okkar, Jón Björnsson lyfjafræðingur, kvaddur hinstu kveðju. Kynnin hófust í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1953 og við, bekkjarfélag- arnir, sem lukum stúdentsprófi vorið 1957, vorum þrettán. Fram- ganga Jóns var, þá sem síðar, hátt- vís og ljúf og hann var maður ró- legrar rökræðu án upphlaupa en vel var hann félagslyndur. Áhuga- mál utan námsins voru af ýmsum toga eins og gengur hjá ungum mönnum, m.a. varð hann skóla- meistari í bridge með mótspilara sínum og bekkjarbróður, Hallgrími heitnum Sandholt. Leiðir flestra okkar félaganna skildu eftir stúdentspróf svo og samleið okkar með kennurum, öðr- um samnemendum og sjálfum MR. Við tóku ný viðfangsefni, nýir fé- lagar, fjölskyldur. Jón var alllengi að taka sinn kúrs, varði m.a. nokkrum árum í siglingar um heimsins höf, en árið 1963 hóf hann nám í lyfjafræði. Að námi loknu rak hann m.a. lyfjabúðir, fyrst í Stykkishólmi, þá á Akranesi og loks í Kópavogi. Jóni auðnaðist velgengni í lífsstarfinu, og með ástkærri eiginkonu sinni, Önnu eignaðist hann börnin Sigurbjörgu, Björn og Þóru. Áhugamál hjónanna voru fjölmörg. Þau áttu sumarbústað í Eyrarsveit og inn- komu í bústað í Fellunum á Aust- urlandi. Við nutum þess að heim- sækja þau í báða bústaðina en þau lögðu metnað sinn í að halda þeim vel við. Önnur áhugamál þeirra voru útivist, svo sem hesta- mennska og golf, en áberandi var áhugi þeirra og aðdáun á fögrum listum eins og heimili þeirra ber glöggt vitni um. Við bekkjarfélagarnir vorum komnir vel yfir miðjan aldur þegar einn okkar bauð til sameiginlegs málsverðar og kynnin voru end- urnýjuð. Fyrst með árlegum mót- um, svo og fljótlega með konum okkar, sem breytti miklu, en und- anfarið höfum við hist mánaðar- lega. Margt er óbreytt á fundum okkar. Sögur, stundum í þjóðsögu- stíl, söngur, ferðir og glens hafa haldið sér. Persónugerðir og við- horf og jafnvel heygarðshornin í pólitíkinni virðast enn sem komið er lítið hafa breyst. Mestu breytir þegar einhver úr hópnum kveður og mikil eftirsjá er nú að Jóni okk- ar Björnssyni. Við höfum notið ríkulega samvistanna við hann og Önnu og víða átt með þeim góðar stundir, m.a. á höfðinglegu og fág- uðu heimili þeirra. Það er þakkað hér. Önnu, börnum Jóns og fjöl- skyldum þeirra vottum við samúð. Fyrir hönd bekkjarfélaga úr 6 Y, Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957, Árni, Guðmundur, Heiðar, Jónas og Tómas. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Við fráfall Jóns Björnssonar, fé- laga okkar í Rótarýklúbbi Kópa- vogs, er okkur sem eftir stöndum á ströndinni efst í huga þakklæti og virðing til þessa mæta mannkosta- manns. Jón gekk til liðs við Rótarýklúbb Kópavogs í júní 1995 og hafði því þegar hann var kallaður starfað rúm 15 ár í klúbbnum. Hann lét sér annt um klúbbinn sinn og klúbbstarfið, mætti vel á fundina og annað það sem boðið var upp á á vegum klúbbsins á meðan heils- an leyfði. Jón var útivistarmaður, hann stundaði ásamt eiginkonu sinni bæði hestamennsku og golf um langt árabil. Jón hafði ein- staklega góða nærveru, sem lýsti sér þannig að manni leið vel í ná- vist hans og það var bæði fróðlegt og ánægjulegt að eiga við hann spjall um landsins gagn og nauð- synjar. Þrátt fyrir að Jón væri bæði hæglátur og orðvar og legði aldrei öðrum illt til, þá hafði hann sínar skoðanir bæði á mönnum og málefnum sem hann setti fram á skýran og málefnalegan hátt án gífuryrða eða fordóma. Þannig minnumst við þessa mæta félaga með þakklæti og virðingu. Við sendum eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. F.h. Rótarýklúbbs Kópavogs, Helgi Laxdal forseti. Jón Björnsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN MARÍNÓ SAMSONARSON Handritafræðingur áður Melhaga 11, lést að hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. september kl. 15:00. Heiðbrá Jónsdóttir, Einar Baldvin Baldurssonm Svala Jónsdóttir, Hildur Eir Jónsdóttir, José Enrique Gómez-Gil Mira, Sigrún Drífa Jónsdóttir, Árni Sören Ægisson, Soffía, Helga, Baldvin, Jón, Íris Eir, Sóley Margrét, Rósa og Eiður Ingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.