Morgunblaðið - 20.09.2010, Page 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HEFUR ÞIG EINHVERN TÍMANN
LANGAÐ Í EITTHVAÐ SEM ÞÚ GAST
EKKI FENGIÐ?
JÁ
EINS OG
ÓDAUÐLEIKA?
NEIBB
FRÆGÐ? ÉG VÆRI TIL Í AÐ
GETA SOFIÐ 25 TÍMA
Á SÓLARHRING!
SUMIR
HUNDAR
LEIKA
SUMIR
HUNDAR ERU
KJÁNAR
SUMIR HUNDAR NÁ Í
SPÝTUR SEM MAÐUR KASTAR
SUMIR HUNDAR ELTA SPÝTUR
OG KOMA MEÐ ÞÆR AFTUR
HVERNIG
KYNNTUST
ÞIÐ
HRÓLFUR?
HANN RÉÐST Á
KASTALA FÖÐUR MÍNS
OG BAR MIG Á BROTT!
ÞAÐ VAR UPPHAFIÐ!
...AF BAK-
VERKJUNUM MÍNUM!
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
HÚN KANN
AÐ KOMA
MÉR ALVEG
ÚR KERFI
LALLI ER FARINN MEÐ KRAKKANA OG ÉG
ÞARF EKKI AÐ MÆTA FYRR EN UM HÁDEGIÐ
EN SÁ LÚXUS! ÉG MAN EKKI
HVENÆR ÉG GAT SÍÐAST SLAPPAÐ
AF EIN MEÐ BLAÐIÐ OG KAFFIBOLLA
Æ, NEI
EF ÉG
BARA
VISSI
ÞAÐ
ÉG GÆTI BJARGAÐ
ÞVÍ EFTIR AUGNABLIK ?
EF ÞÚ BORGAR MÉR
TÍU MILLJARÐA
HERRA BORGAR-
STJÓRI... BORGAR-
BÚAR VILJA VITA
HVENÆR RAFMAGNIÐ
KEMUR AFTUR Á
Liberator
Nú fyrir nokkrum dög-
um var brotin niður,
viðbygging við flug-
turninn í Reykjavík.
Þarna var stjórnstöð
fyrir 14 Liberator-
sprengjuflugvélar
sveitar 120 í bresku
strandgæslunni. Út-
gerð flugvélanna var
nokkuð frumleg. Í
Reykjavík voru þær
hlaðnar sprengjum og
örlitlu af benzíni, svo
var flogið til Keflavíkur
og geymarnir fylltir.
Keflavíkurflugvöllur
var lagður á tíu mánuðum af 2.500
bandarískum unglingum sem voru
undir yfirstjórn Bonesteel hershöfð-
ingja sem sat í Sogamýri í næsta ná-
grenni við Helgu Larsen.
Í apríl 1943 lögðu Liberatorarnir
upp frá Keflavík og hófu varðflug yf-
ir skipalestum undan Hvarfi á
Grænlandi, en þar höfðu kafbátar
nazista getað herjað óáreittir á svo-
litlu svæði. Í maímánuði fór fjöldi
kafbáta frá Þýzkalandi til Græn-
lands en fáir til baka (sumir segja
enginn.) Þetta var nokkurs konar
Stalingrad kafbátanna. Hitler froðu-
felldi og Dönitz aðmír-
áll átti fótum fjör að
launa.
Með þessum aðgerð-
um urðu straumhvörf í
styrjöldinni. Birgða-
flutningar yfir hafið
urðu nokkuð öruggir
og undirbúningur fyrir
innrás á meginland
Evrópu komst á fulla
ferð. Nú á bara að
steypa viðbygginguna
upp aftur, gera hana að
jarðskjálftastífingu
fyrir flugturninn. Setja
þarna upp flug-
sögusafn þar sem Li-
beratorarnir verða í
öndvegi og flugumsjónarsalurinn
settur í upprunanlegt horf. Svona
safn mun draga að sér fjölda ferða-
manna. Hugsanlega væri hægt að
markaðssetja svona sem WAR stop-
over og þeir sem áhuga hefðu á væru
fluttir til Reykjavíkur frá Keflavík
með Douglas Dakota sem máluð
væri í einkennislitum innrásarinnar.
Gestur Gunnarsson
tæknifræðingur.
Ást er…
… hringingin sem þú
hefur beðið eftir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út-
skurður kl. 13, myndlistar- og prjóna-
klúbbur kl. 13, vist kl. 14, Fóst-
bræðrasaga kl. 16.
Árskógar 4 | Handavinna og smíði/
útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl.
13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur handa-
vinna kl. 9-16, kaffi/dagblöð.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, bæna-
stund kl. 9.30. Listamaður mánaðarins.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, spjall kl. 13.30, kaffi.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og
kl 13, leiðb. í handavinnu við til hádegis,
lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing
kl. 17. Laust á spænskunámsekið, skrán-
ing í síma 554-3400.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna
og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30.
Félagsmiðstöðin Boðinn | Opið kl. 9-17,
ganga kl. 11, stafganga (Glóðin) kl. 16,
hringdans kl. 18. Veitingar.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 10.45 í fim-
leikasalnum í Ásgarði, gönguhópur kl. 11,
matur, vatnsleikfimi kl. 13. Skráning í
spilabingó á Garðaholti 30. sept. fer
fram í Jónshúsi.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. handavinna og
tréútskurður. Frá hádegi er spilasalur
opinn, kóræfing kl. 15.30.
Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13 í Setr-
inu, kaffi.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
bænastund kl. 10, matur, myndlist kl. 13.
Hraunbær 105 | Skráning er hafin í
haustlitaferð 23. sept., verð 3.300, kaffi-
hlaðborð innifalið. Uppl. í síma 411-2730
Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga kl. 10 frá
Haukahúsi, G-kórinn kl. 10.30, gler-
bræðsla kl. 13, tréskurður í g- Lækja-
skóla, kl. 13, vist og botsía kl. 13.30,
vatnsleikfimi í Ásvallalaug kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Vinnustofa opin frá kl. 9, Sig-
rún, brids kl. 13, kaffisala kl. 14.30.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið,
Stefánsganga. Listasmiðja; útsaumur/
handverk o.fl. kl. 9-16, félagsvist 13.30,
skapandi skrif kl. 16, tölvuleiðbeiningar
kl. 13.15, aðstoð veitir Sigríður Kristjáns-
dóttir og börn frá Breiðagerðisskóla.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30, Boðinn: ganga kl. 16 og
hringdansar kl. 18. Sjá www.glod.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Gengið frá Graf-
arvogskirkju kl. 10, skartgripa- og korta-
hönnun á Korpúlfsstöðum kl. 13. Sjúkra-
leikfimi í Eirborgum Fróðengi kl. 14.30.
Sundleikfimi á morgun kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Spjall-
hópur kvenna kl. 10.30, handverks- og
bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur
o.fl. kl. 13, botsía kl. 13.30, veitingar,
söngstund kl. 15.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur |
Leikfimi á morgun kl. 12.
Norðurbrún 1 | Opin Handavinna kl. 9-
12. Samvera með djákna kl. 14.
Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leik-
fimi kl. 9.15-15.30, matur, kóræfing kl.
13, tölvukennsla kl. 12, kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band, postulín kl. 9. Morgunstund kl.
9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur
opnar, botsía kl. 10, framh.sagan kl.
12.30, handavinnustofan opin kl. 13-
16.30, spilað og stóladans kl. 13.
Eftir að rökkva tekur á haust-dögum er við því að búast að
ýmislegt fari á kreik, sem illa þolir
sólarljósið. Það fékk karlinn af
Laugaveginum að reyna:
Ég fann að eitthvað óhreint var sem
ekki við ég bregðast kunni
og horfði upp í holtið þar sem
helst var von á kerlingunni.
Á leið sinni um Mýrarnar vestur í
Breiðuvík á slóðir Sigurðar Breið-
fjörðs gluggaði karlinn í veiðibæk-
urnar:
Flugan hefur falleg nöfn og færð í letur
en feitur maðkur bragðast betur!
Á Ökrum hér á Mýrunum bjó
Árni Böðvarsson, mesta rímnaskáld
18. aldar. Hann orti:
Ég er að flakka eins og svín
út um sveitir víða,
góins stakka grundin fín,
gef mér að smakka brennivín.
Sem óneitanlega minnir á vísu
annars rímnaskálds, Lúðvíks Blön-
dals, sonar Björns sýslumanns í
Hvammi, þegar hann sagði við
konu sína:
Best er að drekka brennivín,
bindindinu fleygja:
Heyrirðu ekki, heillin mín,
hvað ég er að segja?
Teitur Hartmann lét sér ekki
segjast:
Þó ég fari á fyllirí
og fái skelli,
stend ég alltaf upp á ný
og í mig helli.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af karli og kerlingu