Morgunblaðið - 20.09.2010, Qupperneq 36
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Þrenna Berbatovs sökkti ...
2. Blikar í toppsætinu
3. Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
4. Með skammbyssu á slysadeild
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Reuters
Kvikmyndahátíðinni
í Toronto lokið
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Toronto, eða TIFF, lauk nú um
helgina. Hundruð mynda voru sýnd á
tíu dögum og stórstjörnur Hollywood
létu sig ekki vanta enda margar með
myndir í farteskinu. »30
Enn berast
fréttir af tónlist-
arhátíðinni Ice-
land Airwaves en
nú hefur verið til-
kynnt að FM Bel-
fast og Dan Dea-
con muni stíga
þar á svið. Dag-
skráin verður
gerð opinber á miðvikudaginn en 230
atriði hafa verið staðfest.
FM Belfast og Dan
Deacon á Airwaves
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason
er að hasla sér völl í London en hann
er nýfluttur í stórborgina. Það virðist
vera nóg að gera hjá Snorra. Hann
spilaði meðal annars á svokölluðu
Airwaves Warm-up
Night á Hoxton Square
Bar & Grill og á The Re-
gal Room í síðastliðinni
viku. Snorri kemur
heim til að spila á
Airwaves en heldur síð-
an til Kanada til að
spila með félaga
sínum.
Fluttur til London og
á fullu í tónlistinni
Á þriðjudag Fremur hæg norðaustlæg átt og víða dálítil rigning, en slydda inn til lands-
ins NA-til.
Á miðvikudag og fimmtudag Hægviðri og skýjað með köflum, en sums staðar súld úti
við sjóinn.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 3 til 11 stig að deginum,
hlýjast syðst, en víða næturfrost inn til landsins.
VEÐUR
Breiðablik er aðeins einum
sigri frá því að innbyrða
sinn fyrsta Íslandsmeist-
aratitil í karlaflokki í fót-
bolta. Blikar sendu Selfyss-
inga niður í 1. deild í gær
með 3:0 sigri og takist þeim
að vinna Stjörnuna í loka-
umferðinni á laugardaginn
er titillinn þeirra. ÍBV og FH
unnu sína leiki og geta því
náð efsta sætinu ef Blikum
verður fótaskortur í loka-
umferðinni. »1-7
Blikar einum sigri
frá Íslandsbikar
Þóra Björg Helgadóttir og Dóra Stef-
ánsdóttir landsliðskonur í knatt-
spyrnu urðu um helgina sænskir
meistarar, fyrstar Íslendinga, í einni
bestu deild í heimi. Lið þeirra,
Malmö, gerði þá 1:1 jafntefli í upp-
gjöri efstu liðanna.
„Þetta er topp-
urinn á ferl-
inum,“ sagði
Þóra við Morg-
unblaðið.
»1
Þóra og Dóra sænskir
meistarar í fótbolta
Akureyringar eiga lið í efstu deild
karla í fótbolta á næsta ári eftir átta
ára hlé. Þórsarar hrepptu annað sæt-
ið í 1. deild eftir æsispennandi loka-
umferð á laugardaginn. „Við settum
okkur það markmið fyrir fimm árum
að innan þess tíma skyldi liðið fara
upp,“ sagði Þorsteinn Ingason fyr-
irliði Þórsara, sem er fluttur til
Reykjavíkur. »9
Þórsarar náðu fimm
ára takmarki sínu
ÍÞRÓTTIR| 12 SÍÐUR Í DAG
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hafsteinn Jökull Þorgeirsson, fimm ára íbúi á
Neskaupstað, tók virkan þátt í hinni árlegu
Gönguviku Fjarðabyggðar, þar sem hann kleif
þrjú fjöll. Faðir Hafsteins, Þorgeir Jónsson,
segir að fjallaferðir Hafsteins hafi byrjað fyrir
einskæra tilviljun, en stráksi hafi fljótlega
fyllst metnaði og farið að taka gönguna alvar-
lega.
Fjöllin sem Hafsteinn Jökull Þorgeirsson
gekk á í sumar eru Svartafjall, sem er 1.021
metra hátt, Hólmatindur, sem er 985 m og hið
809 m háa Hádegisfjall. „Hann vildi endilega
klára þrjú fjöll, honum fannst þetta svo
skemmtilegt.“ Í sama streng tekur móðir fjalla-
mannsins unga, Bjarney Kolbrún Þorsteins-
dóttir, sem segir hann hafa verið harðákveðinn
í að komast á sem flest fjöll. Víða var góð
krækiberjaspretta upp til fjalla. Naut ferða-
langurinn góðs af því og saddi þar munn sinn
og maga á heilnæman hátt. „Hann mátti stund-
um varla vera að því að ganga, hann var svo
upptekinn af berjunum,“ segir Bjarney og bæt-
ir við að fá ber hafi komist niður af fjallinu,
flest hafi þau ratað beint í maga Hafsteins.
Fyrst og fremst góðir skór
Þorgeir segir að hyggi fólk á fjallgöngur með
ung börn þurfi fyrst og fremst að huga að góð-
um gönguskóm, auk þægilegra og hlýrra fata.
Ekki sé þörf á neinum sérstökum útbúnaði.
Einnig skipti máli að ganga í mildu veðri, sé
þess kostur.
Foreldrarnir eru að vonum stoltir af árangri
drengsins. Þau höfðu vissar efasemdir í upp-
hafi, en þær hurfu fljótt. Hafsteinn Jökull er
þegar farinn að huga að næsta sumri og hyggst
þá ganga á ein fimm fjöll.
Ferðafélag Fjarðamanna stendur að göngu-
vikunni. Hún var haldin þriðja árið í röð í júní
og var viðamikil dagskrá, þar sem boðið var
upp á lengri og skemmri göngur.
Fimm ára fjallagarpur
Kleif þrjú fjöll í sumar og stefnir hátt í framtíðinni
Fylltist fljótlega metnaði og ætlar á sem flest fjöll
Á toppnum Hafsteinn Jökull Þorgeirsson var hæstánægður þegar hann komst á topp Hádegisfjalls.
„Ég mun gera mitt
allra besta í hverri
einustu grein og sjá
hvað það dugar
langt,“ segir Stefán
Sölvi Pétursson afl-
raunamaður um
markmið sín í úrslit-
um keppninnar
Sterkasti maður
heims í Sun City í
Suður-Afríku.
Stefán Sölvi sem er
Sterkasti maður Ís-
lands tekur í þriðja
skipti þátt í keppninni
en hefur ekki áður
komist í úrslit. Ellefu
ár eru síðan Íslend-
ingur náði svo góðum
árangri.
Hörð keppni var í
riðli Stefáns Sölva en tveir keppendur af sex kom-
ust áfram. Stefán náði öðru sætinu, varð á eftir
Bandaríkjamanninum Brian Shaw sem talinn er
sigurstranglegur í keppninni. Stefán tryggði ann-
að sætið með því að sigra í hleðslugrein í lokin. Þá
þurftu keppendur að hlaupa með 110 kílóa bjór-
kúta í sandi upp brekku og hlaða á pall. „Þetta var
erfitt, en það hafðist,“ segir Stefán.
Úrslitin verða á þriðjudag og miðvikudag og þá
verður keppt í sex greinum, líkt og í riðlakeppn-
inni.
Engin þjóð gert betur frá upphafi
Stefán Sölvi hefur verið í aflraunum frá því
hann var nítján ára og keppt á alþjóðavettvangi í
fjögur ár. Hann er ennþá ungur og setur markið
hátt.
Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver Magnús-
son hafa sigrað fjórum sinnum hvor í keppninni
Sterkasti maður heims og því hafa Íslendingar
sigrað átta sinnum alls. Engin þjóð hefur gert bet-
ur, Bandaríkjamenn koma næstir með sjö titla.
„Gaman væri að komast í topp fimm,“ segir
Stefán um markmiðið en tekur fram að keppn-
ismaðurinn í honum stefni alltaf að sigri.
Viðlíka ár-
angur ekki
náðst í 11 ár
Stefán Sölvi er á meðal
tíu sterkustu manna heims
Sterkur Stefán Sölvi er
í úrslitum ásamt níu
öðrum kraftajötnum.