Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-12 +++-03 10-4,+ +3-5,4 +4-.++ ++4-3/ +-52/3 +.4-.4 +25-/ ++,-3/ +/0-43 +++-,1 10-.0+ +3-,05 +4-.4 ++.-5+ +-5413 +..-13 +2,-15 10.-0,43 ++2-12 +/+-+5 +++-.2 10-.4+ +3-,4 +4-/03 ++.-4, +-5443 +..-/1 +2,-44 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Fjölmennt var á afmælisráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fram fór í gær, en félag- ið fagnar 75 ára afmæli sínu um þessar mundir. Yfirskrift ráðstefn- unnar var „Á vit framtíðar með reynslu fortíðar.“ Eðlilega var mikið rætt um þátt endurskoðenda í hruninu, hvort þeir bæru ábyrgð, á hvaða hátt og hvernig rétt væri að bregðast við þeirri stöðu. Á meðal ræðumanna var Göran Tidström, verðandi forseti Alþjóðasambands endurskoðenda, IFAC. Í ávarpi sínu sagði Tidström reynslu Íslendinga einstaka og að af henni mætti draga ýmsa lærdóma. Hann segir að ekki sé hægt að kenna endurskoðendum um það hvernig fór. Hins vegar hafi greinin ekki staðið undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar, en það byggist að sumu leyti á því að ekki geri sér allir grein fyrir raunveru- legu hlutverki hennar. Þetta sé hið raunverulega vandamál og á því þurfi að taka. Vinnan fer fram bak við tjöldin Gagnrýni á þátt endurskoðenda í því hvernig fór hefur heyrst úr mörgum áttum, nú síðast í skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Þórir Ólafsson, formaður FLE, segir þessa gagnrýni ekki byggða á stað- reyndum. Vinnugögn endurskoð- enda séu bundin trúnaði, og á með- an ekki sé stuðst við þau sem grundvöll gagnrýninnar sé hún þar með byggð á getgátum. „Þetta er bara sú staða sem við lifum við. Við höfum opinn aðgang að nánast öll- um trúnaðarupplýsingum fyrir- tækja, en endurskoðendur geta ekki farið með þær út á markaðinn til þess eins að rétta af umræðu sem þeim þykir ósanngjörn,“ segir Þórir. Með lögum sem tóku gildi í byrj- un síðasta árs var stórum hluta þess lagaumhverfis sem snýr að endur- skoðendum breytt. Þórir segir að taka verði það með í reikninginn þegar hann er spurður að því hvort endurskoðendur hafi farið, eða ætli sér, í sérstaka naflaskoðun vegna hrunsins. „Endurskoðendur eru uppteknir af því að fara inn í þetta nýja regluverk. Það að vera að eyða tíma í að skoða það sem á undan er gengið er eitthvað sem menn gera til að læra af,“ segir hann. Alþjóðlegt samræmi mikilvægt Með lagasetningunni í byrjun síð- asta árs var tilskipun Evrópusam- bandsins leidd í íslensk lög. Tid- ström lagði áherslu á mikilvægi alþjóðlegs samræmis í þessum efn- um, það yki meðal annars alþjóða- viðskipti og stöðugleika fjármála- kerfisins. Hið alþjóðlega kerfi væri orðið mjög þétt ofið innbyrðis. Það hefði meðal annars stuðlað að því að margir samverkandi þættir orsök- uðu það efnahagslega hrun sem varð, og hlutverk endurskoðenda hefði magnast upp. Hann vill þó ekki meina að stéttin sé í tilvist- arkreppu. „Ég tel að við leikum stórt hlutverk í því að koma á stöð- ugleika í efnahagsmálunum allan heim. Við búum við flóknara um- hverfi en áður og því breytast þær kröfur sem gerðar eru til þróunar reikningsskilastaðla stöðugt,“ segir hann. Spurður að því hvernig hann telji rétt að bregðast við þeirri gagnrýni sem endurskoðendur á Ís- landi hafa sætt undanfarið segir hann mikilvægt að horfa á heild- armyndina. Líta verði til þeirra sem útbúa reikninga, greiningaraðila og fleiri. „Reikningsskil, og það hvern- ig unnið er úr þeim upplýsingum sem þar koma fram, eru heil keðja. Auðvitað eiga endurskoðendur að axla ábyrgð en þeir eiga ekki að gera það einir,“ segir Tidström. Álitamál fyrir dómstóla Gylfi Magnússon, sem nýverið lét af embætti efnahags- og viðskipta- ráðherra, varpaði fram nokkrum spurningum í ræðu sinni. Hvað hefði til dæmis valdið því að í mörg- um tilfellum virðist í grundvallarat- riðum hafa verið gerð grein fyrir eignum á rangan hátt. Slíku væri hins vegar vandsvarað og í mörgum tilfellum mundi það á endanum falla í skaut dómstóla að skera úr um ábyrgð. Eiga ekki að axla ábyrgðina einir Morgunblaðið/Ómar Afmæli Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, stiklaði á stóru í sögu stéttarinnar.  Formaður Félags löggiltra endurskoðenda segir gagnrýni sem fram hefur komið á stéttina byggjast að miklu leyti á getgátum  Lagaumhverfi endurskoðenda hefur gjörbreyst frá því fjármálakerfið hrundi Endurskoðendur » Fyrstu lögin um löggilta endurskoðendur á Íslandi voru sett árið 1926. » Félag löggiltra endurskoð- enda var stofnað árið 1935 og fagnar nú 75 ára afmæli sínu. » Stofnmeðlimir félagsins voru þeir sem þá höfðu hlotið löggildingu, 8 manns í allt. » Árið 1975 stóðust fyrstu konurnar löggildingarpróf, 40 árum eftir stofnun félagsins. » Frá upphafi hafa 430 manns hlotið löggildingu, þar af 81 kona og 349 karlar. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Umtalsvert magn af lausafé er til í hagkerfinu, en hingað til hafa fjár- festar verið ófúsir að festa þetta fé í öðru en innlánsreikningum eða skuldabréfum. Kemur þetta fram í hagspá greiningardeildar Arion banka, sem kynnt var í gær. Er þar bent á að frá árinu 2003 hafi peningamagn í umferð hér á landi tvöfaldast. Var það einkum vegna lækkunar bindiskyldu fjár- málastofnana og útlánabólu, en einnig vegna peningaprentunar í gegnum endurhverf viðskipti. „Peningaprentun hefur alltaf fyr- irsjáanleg áhrif – seðlarnir munu fyrr eða síðar fara að elta eignir eða vörur þegar lausafjárþörfin minnk- ar,“ segir í spánni. Enn sem komið er hafa peningarnir verið að flæða inn á skuldabréfamarkaðinn, en verð á ríkisskuldabréfum og íbúða- bréfum hefur hækkað mikið á árinu, þrátt fyrir mikla lækkun fyrr í vik- unni. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion, segir að áð- ur en hægt sé að aflétta gjaldeyris- höftum verði að festa þetta lausafé í öðrum eignum, eins og hlutabréfum. Annars muni féð flæða úr landi. Eins og áður segir hefur verð á skuldabréfum farið hækkandi, sem þýðir að útgefendur fá nú mjög góð kjör. Ef þessi kjör skila sér í útlána- vexti Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða og banka gæti fasteignamarkaður- inn tekið við sér á ný. Telur hann að bankarnir hafi í mörgum tilvikum tekið of langan tíma í að setja fyrirtæki, sem þeir hafa tekið yfir, á markað. Þegar lausafjárþörfin í hagkerfinu minnk- ar muni mikið af fjármagni leita sér að nýju heimili og þá ættu að skap- ast tækifæri fyrir ný fyrirtæki að skrá sig í kauphöll. Ýmsar flækjur standa þó í vegi fyrir því að mark- aður með hlutabréf og fyrirtækja- skuldabréf taki við sér, enda brenndu margir fjárfestar sig á þessum mörkuðum fyrir hrun. Binda verður lausafé áður en höft eru afnumin Morgunblaðið/Ómar Íbúðir Fasteignamarkaðurinn gæti tekið við sér á ný að mati Arion.  Peningamagn hér hefur tvöfaldast ● Verð á silfri náði 30 ára hámarki í gær og gullverð varð hærra en nokkru sinni fyrr, eða 1.300 dollarar únsan. Fjárfestar flúðu áfram yfir í góðmálma, en trú á pappírsgjaldmiðlum fer nú þverrandi í heiminum. Sú staðreynd að seðla- banki Bandaríkjanna undirbýr aukin kaup á ríkisskuldabréfum og skuldastaða ríkja og banka í Evrópu þykir benda til þess að peningamagn í umferð muni aukast verulega á næstunni, beggja vegna Atlantsála, og rýra þannig verðgildi pappírsins. Málmarnir rjúka áfram upp ● Skuldabréfavísitala GAM Management, GAMMA: GBI, lækkaði um 5,15% í vikunni. Meðaldagsvelta var mikil, eða 29,32 milljarðar króna. Verð- tryggða vísitalan lækkaði um 5,71% og sú óverðtryggða um 3,73%. Í gær hækkaði GAMMA: GBI um 1% í 23,4 milljarða króna veltu. Lækkun í vikunni Talið er að sérstakur skattur á fjár- málastofnanir geti skilað allt að ein- um milljarði króna í ríkissjóð á ári hverju. Þetta kemur fram í áfanga- skýrslu starfshóps um breytingar um umbætur á skatt- kerfinu, sem starfar í umboði fjármálaráðu- neytisins. Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkru að slíkur skattur kæmi til greina, en í skýrslunni, sem birt var í gær, eru línurnar frek- ar lagðar fyrir þennan nýja skatt. Um er að ræða 0,07% skattlagningu á skuldabréf sem bankar gefa út. „Skattstofninn verður því í reynd þær skuldir, aðrar en þær sem und- anþegnar eru, sem fjármálastofnanir stofna til í þeim tilgangi að end- urlána. Með því er vonast til að þær fari varlegar í sakirnar hvað varðar skuldsetningu og að stofnanirnar geri meiri kröfur til þeirra sem þær lána,“ segir í skýrslunni. Meðal annarra úrræða sem koma fram í skýrslunni eru frekari hækk- anir á tekjuskatti einstaklinga í hærri skattþrepum, hækkun erfða- fjárskatts auk frekari hækkana á auðlegðarskatti sem festur var í lög fyrir skömmu. Einnig telur starfs- hópurinn að auðlinda- og umhverf- isskattar ýmiskonar séu vannýttur skattstofn. thg@mbl.is Banka- skattur á döfinni  Telja ýmsa skatt- stofna vannýtta Skattar Þeir hækka. SAMSTARF Á AUSTURLANDI holar@holabok.is Hér er rakin saga svæðisbundins samstarfs á Austurlandi og víða komið við. Í brennidepli eru orkumál, atvinnumál, heilbrigðismál, mennta- og menningarmál, samgöngumál og ferðamál. Áhugamenn um austfirska sögu sem og sveitarstjórnarmál almennt láta þessa bók ekki framhjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.