Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 2
„Það er í sjálfu sér ekkert launung- armál að rannsókn á báðum þessum óhöppum leiðir í ljós að menn sofna við stýrið. Það er grunnorsök þessara óhappa,“ sagði Sigurður Brynjúlfs- son, yfirlögreglumaður á Húsavík, spurður um strand mótorbátsins Há- eyjar 24. september sl. og línubátsins Lágeyjar í mars. „Þetta eru samningslausir bátar. Það eru ekki til kjarasamningar fyrir þá. Menn eru löngu búnir að sprengja þá utan af sér. Það er alltaf verið að setja nýjar og meiri línur í þá. Menn vaka sig vitlausa með þessu álagi. Þetta endar náttúrlega með ósköp- um,“ segir Hlynur Þór Birgisson sjó- maður um mikið álag á áhafnir línu- báta undir 15 tonnum víðsvegar um landið. „Menn sofa jafnvel ekki meira en 12 til 16 tíma á viku. Ef menn ætla að róa einn sólarhring á þessum bát- um – róður er kannski 20 tímar að jafnaði – þá eru bara fjórir tímar eftir í sólarhringnum,“ segir Hlynur Þór. baldura@mbl.is Svefnleysi skýrir strand tveggja báta 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Gangur málsins á næstunni verður sá að nú mun ráðuneytið taka að sér að vinna upp frumvarp eða frumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða. Ætl- unin er að því verki verði lokið, þannig að slíkt verði hægt að leggja fyrir Al- þingi fyrir jólafrí. Er þá ætlunin að breytingarnar geti orðið að lögum á vorþingi þannig að ný skipan mála taki gildi á fiskveiðiárinu 2011/12,“ sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í ávarpi á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Boðar víðtæka samvinnu „Það olli mér vissulega vonbrigðum að sumir skyldu segja sig frá vinnunni tímabundið, en hins vegar fagna ég því að vinnuhópurinn var fullskipaður að lokum. Ég hef nú undir höndum skýrslu vinnuhópsins,“ sagði Jón sem kvaðst skilja að margar spurningar vöknuðu við þessi orð hans. Svaraði hann því svo til að ráðuneytið myndi leita ráðgjafar á ýmsum sviðum og hafa „samráð við aðila utan ráðuneyt- is sem og á hinum pólitíska vettvangi“. Ráðherra vék að þeirri ákvörðun sinni að fela Hafrannsóknastofnun að hefja undirbúning að nýtingarstefnu fyrir þorsk. Hann hyggist „setja á laggirnar samráðsvettvang um nýt- ingarstefnuna, sem í ættu sæti m.a. fulltrúar stjórnvalda, atvinnugreinar- innar og fiskifræðinga“. Frumvarpið liggi fyrir á haustþingi  Sjávarútvegsráðherra boðar breyt- ingar á fiskveiðikerfinu á næsta veiðiári Fátt er skemmtilegra en að ganga um Laugardalinn í góðu veðri á haustin þegar trén skarta sínu fegursta. Útlit er fyrir rigningu í höfuðborginni um helgina þannig að regngallar og regnhlífar ættu að koma að notum. Morgunblaðið/Golli Haustganga í trjágöngum Laufskrúð í Laugardalnum Rúmlega tvítugum karlmanni sem var handtekinn í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri í fyrrinótt var sleppt í gær að lokinni skýrslutöku og bíður nú ákæru fyrir hótanir og mögulega einnig frelsissviptingu. Aðfaranótt föstudags ógnaði mað- urinn þremur skólasystkinum sínum með hnífi og fór svo að þau flúðu inn í nálægt herbergi og læstu að sér. Maðurinn lét dólgslega, barði á dyrnar og viðhafði hótanir svo kallað var á lögreglu sem handtók mann- inn, en hann var undir áhrifum áfengis. Þremenningarnir, tveir karlar og ein kona á þrítugsaldri, sluppu við líkamleg meiðsl en eitt þeirra var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi vegna and- legs áfalls. Að sögn Ágústs Sigurðssonar rekt- ors hefur manninum verið vísað úr skólanum og af nemendagörðunum. „Krakkarnir bera sig þokkalega og er ástandið hér eftir atvikum. Drengur- inn er búinn að taka sitt dót og er far- inn af staðnum.“ ingibjorgrosa@mbl.is Ógnaði skólasystkinum sínum Jón vitnaði í erindi Kristjáns Hjaltasonar á ís- lensku sjávar- útvegsstefn- unni. Þar hefði komið fram að stóraukin hlut- deild ferskra afurða gæti gefið 8-10 ma. kr. í viðbót. Hægt væri að láta sjávar- útveginn vaxa um 50 milljarða á næstu fimm árum. Sóknarfæri 50 MILLJARÐAR Á 5 ÁRUM Jón Bjarnason Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanrík- isráðherra, segir í greinargerð sem hún hefur sent þingmönnum, að hún hafi gert öllum þingmönnum Samfylkingarinnar grein fyrir því, að hún hefði set- ið fund með ráðherrum og seðlabankastjóra 7. febr- úar 2008 þar sem rætt var um íslensku bankana. Þessi fundur er meðal annars nefndur í þingsálykt- unartillögum, sem liggja fyrir Alþingi um málshöfð- un á hendur fyrrverandi ráðherrum. Í greinargerðinni, sem Ingibjörg Sólrún hefur sent þingmönnum, segir að hún hafi sem oddviti Samfylkingarinnar beitt sér í kjölfar fundarins 7. febrúar. Á tveimur þingflokksfundum hafi hún gert viðskiptaráðherra og öðrum þingmönnum flokksins glögga grein fyrir því að hún hefði setið þennan fund og þar hafi verið rætt um málefni íslenska fjár- málamarkaðarins og stöðu íslensku bankanna. „Í kjölfar fundarins ræddum við að auki saman um stöðuna almennt, þ.e. forsætisráðherra, við- skiptaráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráð- herra, og ákváðum að halda fund með fulltrúum fjármálafyrirtækja í Ráðherrabústaðnum þar sem við vorum öll viðstödd. Viðskiptaráðherra var því fullkunnugt um fund- inn með seðlabankastjóra 7. febrúar og gerði hvorki athugasemdir við mig né – eftir því sem ég best veit – við forsætisráðherra, að hafa ekki verið boðaður til hans. Sömu sögu er að segja um aðra ráðherra Samfylkingarinnar og reyndar þingflokkinn allan,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Þá hljóti hún að grípa til varna“ Hún gagnrýnir í greinargerðinni þingsályktun- artillögu Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í þing- mannanefndinni. Þau leggja til að Ingibjörg Sólrún verði ákærð en ekki Björgvin G. Sigurðsson, fyrr- verandi viðskiptaráðherra, á þeirri forsendu, að gögnum og upplýsingum um stöðu fjármálakerf- isins hafi verið leynt fyrir honum. Ingibjörg Sólrún segist ekki gera athugasemdir við að þingmennirnir vilji ekki ákæra Björgvin en þegar hún standi andspænis því, að málsvörn hans og fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefnd- inni byggist á að fella sök á hana, þá hljóti hún að grípa til varna. Hún segir að ótrúlegustu rökin sé að finna í þess- ari setningu: „Útilokun viðskiptaráðherrans náði hámarki þegar utanríkisráðherra ákvað að honum yrðu ekki kynntar aðgerðir ríkisvaldsins vegna lánabeiðni Glitnis banka sunnudaginn 28. septem- ber 2008.“ Segir Ingibjörg Sólrún að hér sé um að ræða mjög alvarlega fullyrðingu og hún hljóti að gera þá kröfu til fulltrúa Samfylkingarinnar í þing- mannanefndinni að þau upplýsi hvað þeir hafi fyrir sér í þessu. Þessa helgi hafi verið fundað stíft, fyrst í Seðla- bankanum og síðar í forsætis- og fjármálaráðuneyt- inu, um málefni Glitnis án þátttöku ráðherra Sam- fylkingarinnar. Hún hafi verið í New York að búa sig undir heilaskurðaðgerð sem framkvæmd var mánudagsmorguninn 29. september. „Þegar ég frétti fyrst frá utanaðkomandi aðila eftir hádegi á sunnudegi af fundarhöldunum í forsætisráðu- neytinu hafði ég samband við forsætisráðherra og sendi Össur Skarphéðinsson, staðgengil minn, til að kanna stöðuna. Það voru efalaust mistök af minni hálfu en nokkuð langt seilst að telja að þar hafi verið um refsivert brot að ræða,“ segir Ingibjörg Sólrún. gummi@mbl.is, aij@m- Fullkunnugt um fundinn  Ráðherrar og þingmenn Samfylkingar vissu um fund með seðlabankastjóra  Ingibjörg Sólrún gagnrýnir fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni MMeira á mbl.is Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennarar: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Elsa Guðmundsdóttir 4. dan. Þessi grein á sér einstaka menn- ingarlega hefð og er stunduð af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar. Upplýsingar í símum 553 3431 og 897 8765 Japönsk bogfimi „Til marks um málatilbúnaðinn er að í umræðum um málið á Al- þingi hefur Atli Gíslason, for- maður þingmannanefndarinnar, fullyrt í þrígang að ráðherrar hafi fengið upplýsingar um það á þessum fundi að bankarnir ættu níu mánuði ólifaða. Þetta er rangt og styðst hvorki við vitn- isburð ráðherranna sem sátu fundinn né minnispunkta frá fundinum. Því hlýt ég að spyrja á hvaða gögnum þessi fullyrðing formanns þingmannanefnd- arinnar byggist,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal annars í greinargerð sinni og vísar til fundarins 7. febrúar 2008. Hún hefur kynnt efni greinargerðarinnar fyrir þeim þremur fyrrverandi ráðherrum öðrum, sem meirihluti þingmanna- nefndar leggur jafn- framt til að verði ákærðir. Á hverju er byggt? MÁLATILBÚNAÐURINN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði sama manninn tvisvar í gær með aðeins klukkustundar millibili fyrir of hraðan akstur. Heildarsektin hljóðaði upp á 75 þúsund krónur og segir lögreglan manninn hafa iðr- ast aðeins í seinna skiptið sem hann var stöðvaður en lítið hafi farið fyr- ir iðruninni í fyrra skiptið. Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur sama dag Morgunblaðið/Erlingur B. Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.