Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 44
44 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Verk mánaðarins heitir dag- skrá sem flutt verður reglulega á Gljúfrasteini, safni Halldórs Laxness. Svonefndur „Soffíuhópur“ ríður á vaðið með dagskrá sem hann kallar Bók nr. 1 og flutt verður kl. 16:00 á morgun. Soffíuhópur er upprunninn í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 þar sem Soffía Jakobsdóttir leikari hefur síðastliðin fimm ár leiðbeint í framsögn. Undir hennar stjórn hefur orðið til sjö manna hópur sem hefur komið fram mjög víða og flutt upplestrardagskrár. Á Gljúfra- steini verður flutt dagskráin Bók nr. 1 sem er helguð Halldóri Kiljan Laxness. Bókmenntir Soffíuhópur með verk mánaðarins Halldór Laxness Birna Hallgrímsdóttir píanó- leikari og Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari spila verk eftir Faure, Bach og Gluck í tónlist- arguðsþjónustu í Seltjarnar- neskirkju á morgun. Hafdís hefur komið fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og hafnaði í apríl sl. í öðru sæti í alþjóðlegri flautu- keppni, Le Parnasse, í París. Birna hefur á undanförnum ár- um haldið fjölmarga einleikstónleika m.a. í Saln- um í Kópavogi og í Norræna húsinu. Hún hlaut önnur verðlaun í Epta píanókeppninni árið 2006. Tónlistarguðsþjónustan hefst kl. 11. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. Tónlist Hafdís og Birna í Seltjarnarneskirkju Hafdís Vigfúsdóttir Sænskur kvennakór, The vocal ensemble Cantus, heldur tón- leika í Bústaðakirkju kl. 16:00 í dag. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Kórinn var stofnaður sem kór með ungu fólki árið 1970 og hefur starfað ötullega síðan. Kórinn hefur komið að flutningi stórra verka ásamt öðrum kórum. Þar má nefna Messias eftir Händel og Gloria eftir Vivaldi. Á síðasta ári flutti kórinn tónlist eftir Mendelssohn í tilefni af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu tónskálds- ins. Stjórnandi kórsins er Sven Edsfors organisti í Arnäs kirkju í Örnsköldsvik í Norður-Svíþjóð. Flutt verða verk yngri sem eldri meistara. Tónlist Sænskur kvenna- kór í Bústaðakirkju Sven Edsfors Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarmennirnir Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis opna í dag kl. 17 sýningu á verkum sín- um í galleríi Kling & Bang þar sem ýmsum miðlum er flétt saman; málverkum, skúlptúr, ljósmyndum, klippimyndum og myndbandsverkum. Sýninguna nefna þeir Luminous en þeir hafa áður sýnt saman með Kling & Bang, árið 2005 og áttuðu sig þá á því að þeir ættu sameiginlegt áhugasvið, andleg mál- efni í víðum skilningi. Báðir hafa áhuga á því að kanna mörk mismunandi vídda og má þar nefna mörk vitundar og dulvitundar eða þessa heims og annarra, eins og segir í tilkynningu um sýninguna. Efnið nálgast þeir þó með ólíkum hætti en beita báðir blöndu af kímni og alvöru. Myndir sem birtast þegar maður lokar augunum Tómas og Ragnar eiga báðir að baki myndlist- arnám við Listaháskóla Íslands, Tómas útskrif- aðist 2003 og Ragnar ári síðar. Blaðamaður ræddi við Tómas um sýninguna og einnig leiklistina, danska sjónvarpsþætti sem hann lék nýverið í. – Þið eigið þetta sameiginlega áhugasvið, andleg málefni í víðasta skilningi. Hvernig birtist það í sýningunni? „Þetta eru mörg ólík verk. Ég sýni bæði klippi- myndir og vídeóverk og hann er með málverk, skúlptúr, hljóðverk og ljósmyndir þannig að þetta eru ólíkar birtingarmyndir sama umfjöllunarefnis. Það sem ég er að gera með þessari bíómynd líkist því að fara inn í huga manns, allar þessar myndir sem birtast manni þegar maður lokar augunum, t.d. þegar maður er við það að sofna, þessi hugs- anatengsl. Myndin á kannski ekki að vera um hug- ann heldur eins og hugurinn sjálfur, svolítið eins og trans. Myndirnar fara hratt fram og ég blanda svo saman við þær eins konar glerborg, skúlptúr sem ég hef gert og tekið upp líka,“ segir Tómas. Skúlptúrinn sé táknrænn fyrir kyrrðina sem fær- ist yfir hugann. Tómas segir verk Ragnars fjalla líka um hugann og þessar myndir sem flæði fram en hann byggi á sannsögulegum atvikum um fólk sem á tímabili var hrætt um að hægt væri að lesa huga þess. „Hann bjó til konsert sem heitir „Aluminatie“, eins og aluminium, til að reyna að einangra manneskj- una þannig að ekki sé hægt að komast inn í hugs- anir hennar.“ Þannig sé manneskjan loki sig af til að verða fyrir vitrun eða einfaldlega til að loka sig af. Klippimyndir sínar sýnir Tómas í ljósakassa. Tómas sýndi einmitt klippimyndir á útskriftarsýn- ingu sinni í L.H.Í. og segir hann tengingu að finna í hinum nýju klippimyndum við það verk. „Þetta hefur þróast dálítið mikið. Í klippimyndunum er ég að reyna að sýna einhvern annan heim, í annarri vídd eða tengt draumum jafnvel.“ Í myndbands- verki hans, „Mysterium tremendum“, sé fólk m.a. að troða í sig, borða af- skaplega mikið og segir Tóm- as það myndlíkingu, fólk sé allt- af að troða einhverju í sig, tónlist eða einhverju öðru, til að þurfa ekki að hugsa eða horfast í augu við sjálft sig. Morgunblaðið/RAX Hugljómun Myndlistarmennirnir Tómas Lemarquis og Ragnar Jónasson í galleríi Kling&Bang í gær. Tómas og Ragnar kanna í verkum sínum mörk mis- munandi vídda, vitundar og dulvitundar, þessa heims og annarra. Verkin eru unnin í ólíka miðla, m.a. málverk, skúlptúr, ljósmyndun og myndband. Um óravíddir hugans  Tómas Lemarquis og Ragnar Jónasson opna sýninguna Luminous í galleríi Kling & Bang  Tómas lék nýverið í dönskum sjónvarpsþáttum með Kim Bodnia Í tengslum við sýningu Hafnar- borgar Að drekka mjólk og elta fólk stendur Þjóðfræðistofa fyrir mál- þingi um húmor sem samfélagsrýni og valdatæki þjóðfélagshópa. Á þinginu fjalla fræði- og lista- menn um ýmsar birtingarmyndir húmors í menningar- og samfélags- legu samhengi. Málþingið hefst kl. 15:00 í dag. Meðal þeirra sem þátt taka í mál- þinginu er Kristinn Schram, for- stöðumaður Þjóðfræðistofu, sem flytur erindi sem kallast Húmor, vald og samfélag. Hann segir að listamenn séu vitanlega mispólitískir og beinar ádeilur á ríkjandi valdhafa hafi ekki alltaf verið mjög áberandi í myndlist á Íslandi. „Pólitískur húm- or í myndlist hefur þó lengi beinst að mikilvægum málefnum svo sem reynsluheimi kvenna og jafnvel stöðu Íslands í valdabrölti heims- veldanna. Í nútímanum eru verk Ilmar Stefánsdóttur ágætt dæmi um hið fyrra en verk Hlyns Hallssonar um hið síðara. Kímni er vissulega öflugt vopn gegn valdhöfum en um gagnsemi þess er þó deilt. Húmor getur líka verið vopn valdahafanna því með gríni fá málefnin oft á sig hversdagslegan blæ og geta dregið úr spennu og óánægju. Annars getur líka verið erfitt að greina hvar list endar og einhverskonar hversdags- legur veruleiki tekur við. Þannig mætti skilja forsetaframboð Snorra Ásmundssonar á sínum tíma sem listrænan gjörning en um uppgang Besta flokksins gegnir öðru máli. Hvar grínið endar og alvaran tekur er viðvarandi spurning þegar menn taka völdin með húmorinn að vopni.“ Aðspurður hve langt muni líða þangað til Íslendingar geti hlegið að kreppunni segir Kristinn að stund- um sé sagt að grín sé summan af hörmungum plús tíma. „Það er þó erfitt að segja hversu langt þarf að líða áður en við getum gantast með háalvarleg mál. Til að mynda töluðu margir um „dauða íroníunnar“ eftir árásina á tvíburaturnana á sínum tíma. Slíkar yfirlýsingar eru þó iðu- lega úr lausu lofti gripnar og það verður að segjast að glottið var ekki lengi að færast yfir varir margra Ís- lendinga eftir að kreppan skall á. Kímni er í raun ekki eitthvað sem við grípum til þegar erfiðleikar eru um garð gengnir. Það er mitt í flók- inni atburðarás sem húmor er hvað mest aðkallandi og er iðulega not- aður til þess að greina og vinna úr erfiðri reynslu.“ Húmor, vald og samfélag Málþing Þjóðfræði- stofu um húmor Morgunblaðið/Golli Grín Kristinn flytur erindi sem kall- ast Húmor, vald og samfélag. Það var bara ein vinnuregla við stofn- un hljómsveitarinnar. Allt mátti. 47 » Tómas hefur nýlokið leik í dönskum saka- málaþáttum, Den som dræber, og leikur þar rússneskan mafíósa, Uri, sem starfar fyrir mafíuforingja sem einn þekktasti leikari Dana, Kim Bodnia, leikur. Í þáttunum segir af rannsóknarlögreglukonu og réttarsálfræðingi sem reyna að hafa hendur í hári fjöldamorð- ingja. Mikið er lagt í þættina og í aðal- hlutverkum eru Jakob Cedergren (sem lék í kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker), Laura Bach, Lars Mikkelsen og Lærke Winther. Bodnia hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Nattevagten, Pusher og Blee- der. Hann hefur oftar en ekki leikið kaldrifj- aða náunga. Blaðamaður spurði Tómas hvern- ig hefði verið að vinna með Bodnia. „Hann er alveg frábær náungi,“ segir Tómas. Bodnia sé ekki með neina stæla eða grobb heldur ljúfur í viðkynn- ingu, eins og oft eigi við um góða leikara. Þættirnir verða sýndir á næsta ári og segist Tómas halda að einnig eigi að vinna kvikmynd upp úr þeim. Þá stendur til að sýna þættina í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi. Bodnia laus við stæla og grobb Í DÖNSKUM SAKAMÁLAÞÁTTUM www.this.is/klingogbang Kim Bodnia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.