Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra og Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra fóru utan í
vikunni í brýnum erindagjörðum.
Hér á landi var ríkisstjórnin ívanda og Samfylkingin engd-
ist sundur og saman af innanflokks-
meinum vegna landsdómsmála. Sem
betur fer létu þau Jóhanna og Össur
það ekki stöðva sig.
Bæði höfðu mikilvæg skilaboð aðkoma á framfæri við umheim-
inn, sem hafði þurft að bíða lengi
eftir sjónarmiðum Jóhönnu um þús-
aldarmarkmið SÞ.
Í ávarpi sínu lagði hún ríkaáherslu á að slá skjaldborg um
hina verst settu í heiminum, eins og
hnykkt er á í fréttatilkynningu for-
sætisráðuneytisins.
Össur Skarphéðinsson fylgdi svoræðu Jóhönnu eftir af stakri
eljusemi. Jóhönnu hafði ekki tekist
að komast í heimsfréttirnar með
brýnt erindi sitt, en Össur kom því á
framfæri á sinn hátt.
Þýska blaðið Die Zeit greindi fráframlagi Össurar með mynd-
birtingu af innleggi hans þar sem
hann hlýddi á talsmann einnar af fá-
tækustu þjóðum heims.
Þar féll Össur í svo djúpa íhugunað eftir var tekið. Þýska blaðið
taldi þetta raunar til marks um
áhugaleysi Vesturlanda á fátækt í
heiminum, en það er fjarstæða.
Framlag Össurar til lausnar erf-iðra vandamála er engu lakara
í svefni en vöku.
Í heimspressunni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 9 skýjað
Egilsstaðir 8 skýjað
Kirkjubæjarkl. 9 skýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 5 skúrir
Kaupmannahöfn 16 heiðskírt
Stokkhólmur 13 léttskýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 12 skúrir
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 12 skýjað
París 16 skýjað
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 16 skúrir
Berlín 22 heiðskírt
Vín 21 léttskýjað
Moskva 12 léttskýjað
Algarve 25 léttskýjað
Madríd 23 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 18 skúrir
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 8 skýjað
Montreal 11 alskýjað
New York 23 þoka
Chicago 15 alskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:20 19:20
ÍSAFJÖRÐUR 7:25 19:25
SIGLUFJÖRÐUR 7:08 19:08
DJÚPIVOGUR 6:49 18:49
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra tók í fyrradag þátt í ráðstefnu
kvenleiðtoga í New York, þar sem
yfirskriftin var „Konur sem mikil-
vægt afl í lýðræðislegri stjórnsýslu“.
Forseti Litháens, Dalia Grybaus-
kaite, og forseti Finnlands, Tarja
Halonen, voru gestgjafar ráðstefn-
unnar. Michelle Bachelet sem ný-
lega tók við embætti fram-
kvæmdastjóra stofnunar Sameinuðu
þjóðanna um málefni kvenna og for-
setar Líberíu og Kirgistans voru
meðal ræðumanna í pallborði.
Forsætisráðherra hefur nýlega
þekkst boð um að gerast meðlimur í
Ráði kvenleiðtoga. Ráðið er vett-
vangur núverandi og fyrrverandi
kvenleiðtoga, þ.e. forseta og for-
sætisráðherra. Meðal þeirra eru
Angela Merkel, Mary Robinson og
Gro Harlem Brundtland. Vigdís
Finnbogadóttir var einn helsti
hvatamaður og stofnandi ráðsins.
Tók þátt í ráðstefnu
kvenleiðtoga heims
Fundur Jóhanna ræðir við Ellen Johnson Sirleaf, forseta Líberíu.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið
úrskurðaður í áframhaldandi gæslu-
varðhald til 22. október að kröfu lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og
er það gert á grundvelli almanna-
hagsmuna. Maðurinn, Gunnar Rún-
ar Sigurþórsson, hefur játað að hafa
orðið Hannesi Þór Helgasyni að
bana 15. ágúst.
Gunnar Rúnar var úrskurðaður í
fjögurra vikna gæsluvarðhald í ágúst
en það rann út í gær. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu lagði fram
kröfu um fjögurra vikna áframhald-
andi gæsluvarðhald og féllst Héraðs-
dómur Reykjavíkur á kröfuna.
Gunnar Rúnar unir niðurstöðunni.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfir-
maður rannsóknardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í
samtali við mbl.is í gær að málið væri
enn í rannsókn. Það væri hins vegar í
meginatriðum upplýst.
Þá sagði Friðrik að niðurstaðna
rannsókna á DNA-sýnum af skóm
Gunnars Rúnars og á hnífi, sem
fannst við smábátahöfnina í Hafnar-
firði, væri enn beðið.
Gæsluvarðhald
var framlengt
Sex aðilar sitja í gæsluvarðhaldi í
tengslum við rannsókn lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu á umfangs-
miklu fjársvikamáli. Þeir voru hand-
teknir í síðustu viku og úrskurðaðir í
gæsluvarðhald í framhaldinu, mis-
lengi þó. Þegar er búið að úrskurða
einn þeirra í áframhaldandi gæslu-
varðhald og í gær var annar úrskurð-
aður í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Í síðarnefnda tilvikinu var fallist á
kröfu um tveggja vikna gæsluvarð-
hald, eða til 8. október, og á hana var
fallist í héraðsdómi.
Fólkið er talið hafa svikið út um
270 milljónir króna með því að fá
endurgreiddan virðisaukaskatt af
upplognum framkvæmdum. Látið
var líta út fyrir að um milljarði hefði
verið varið til að endurbæta tvö hús.
Eigendur húsanna voru grunlausir
um svikin. Meðal þeirra sem eru í
gæsluvarðhaldi er starfsmaður ríkis-
skattstjóra.
Fjársvikamálið
rannsakað áfram
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Haustlitir í Svartaskógi
13. - 20. október
HAUST 8
Vínakrar, kastalar og skógar er nokkuð sem við kynnumst í þessari skemmtilegu ferð til
Þýskalands og Frakklands. Fljúgum til Frankfurt og ökum inn í Svartaskóg þar sem við gistum í
7 nætur. Förum í áhugaverðar skoðunarferðir og má þar nefna Freiburg, sem hefur að geyma
eitt af meistaraverkum gotneska tímans, Strasbourg, þar sem hægt er að fara í siglingu á ánni
Ill eða ganga um Litla Frakkland, eitt elsta hverfi borgarinnar og einnig til Colmar í Alsace
héraðinu sem hefur að geyma Litlu-Feneyjar. Ökum „Vínslóðina“ í Alsace þar sem við þræðum
ótal falleg smáþorp s.s. Ingersheim, Sigolsheim, Ribeauvillé og Riquewihr, þar sem væri upplagt
að fara í vínsmökkun. Síðan ökum við Klukkuveginn í Svartaskógi og komum við á verkstæði
þar sem gauksklukkur eru búnar til. Ökum einnig fallega leið að stöðuvatninu Bodensee, sem
tilheyrir Þýskalandi, Austurríki og Sviss, en vatnið er stærsta vatn Þýskalands og eitt þeirra
stærstu í Mið–Evrópu. Endum svo ferðina á að heimsækja heilsubæinn Baden-Baden.
Fararstjóri: Pavel Manásek
Verð: 148.800 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið!
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
Hálftfæðiogallarskoðunarferðir
innifaldar