Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Grunsamlegir menn taka myndir 2. Teresa Lewis tekin af lífi 3. Andlát: Jóhann Ágústsson 4. Tældi unga stúlku með gjöfum  Leikarinn og myndlistarmaðurinn Tómas Lemarquis lék í dönskum sakamálaþáttum með einum þekkt- asta leikara Dana, Kim Bodnia, og opnar sýningu í Kling&Bang. »44 Lék með Kim Bodnia í sakamálaþáttum  Pablo Francisco verður með uppi- stand í Broadway 3. október nk. Við- burðurinn er hluti af uppistands- ferðalagi Franciscos sem ber heitið Funkin off the Wall. Franc- isco þykir prýðileg eftirherma og fer m.a. mikinn í túlk- un sinni á vöðva- tröllinu og rík- isstjóranum Arnold Schwarzenegger. Francisco með uppi- stand í Broadway  Fyrstu tónleikar Kammerúsík- klúbbsins á starfsárinu 2010-2011 verða á morgun í Bústaðakirkju kl. 20 eins og venjulega. Á efnisskránni verða þrjú píanótríó: eftir Schumann, Brahms og einþáttungur eftir Þórð Magnússon sem hann kallar Scherzo. Flytjendur verða Trio Nordica, þær Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona Kontra. Tónleikar Kammer- músíkklúbbsins FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-15 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, annars hægari og úrkomulítið. Lægir og dregur úr úrkomu vestast á landinu eftir hádegi. Á sunnudag Suðaustan 13-18 m/s við suðvestur- og vesturströndina, annars víða 8-13. Rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 10 til 16 stig. Á mánudag Sunnan 5-10 m/s og rigning suðaustanlands, skúrir vestanlands en hægari og víða bjart norðanlands. Hiti svipaður. Úrslitin á Íslandsmótinu í úrvalsdeild karla, Pepsi-deildinni, ráðast í dag þegar lokaumferðin fer fram. Breiða- blik, ÍBV og Íslandsmeistaralið FH eiga möguleika á því að landa þess- um eftirsótta titli. Sigurður Grét- arsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Breiðabliks, er sannfærður um að Kópavogsliðið landi titlinum í fyrsta sinn í sögu félagsins. »2 Þriggja liða barátta um Íslandsmeistaratitilinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að heildarkostnaður við Bolungarvíkurgöng verði um 6,5 milljarðar króna. Göngin verða opnuð við hátíðlega athöfn í dag. Upphaflega var gert ráð fyrir því að jarðgöngin myndu kosta um 5 milljarða, á verðlagi 2007. Það hefur að mestu staðist, samkvæmt upplýsingum Hreins Haralds- sonar vegamálastjóra. Þó hefur kostnaður aukist um 300-400 millj- ónir kr. vegna aukins kostnaðar við styrkingu ganganna í veikum jarðlögum. Með verðlagsbreyt- ingum verður heildarkostnaður um 6,5 milljarðar. Dagskrá verður í dag við báða gangamunna. Ögmundur Jón- asson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri klippa á borða við ganga- munnann í Bolungarvík klukkan 13.30. Síðan verður ekið í gegnum göngin og bæjarstjórarnir mætast Hnífsdalsmegin. Þar verður hin akreinin opnuð og eftir það verða göngin opin fyrir almenna umferð. Hátíðardagskrá verður í Íþróttahúsinu í Bolungarvík og síðan jarðgangafagnaður með kvöldskemmtun og dansleik á sama stað. » 12 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kostnaður við jarðgöngin 6,5 milljarðar  Hátíð í Bolungarvík í tilefni dagsins Skilti fjarlægt Ekki er lengur þörf fyrir skilti sem sýnir veðuraðstæður á Óshlíð. Það fær nýtt hlutverk á Súðavíkurvegi. 5,4 kílómetrar » Óshlíðargöng eru um 5,1 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er um 0,3 km. » Göngin eru því samtals 5,4 km löng og halla rúm 2% til beggja enda. Reykjavíkurflugvelli til sjálfrar aðgerðarinnar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, og allt þar til sjúkraþjálfarinn var mættur til Kjartans til að hefja endurhæfinguna, strax daginn eftir ígræðsluna. Einstæðar myndir sýna þegar gamla hjartað var fjarlægt úr Kjartani, nýtt hjarta grætt í og byrjaði að slá. Þá lýsir eiginkona Kjartans, Halldóra, þeirri lífsreynslu að fylgja sínum heittelskaða í erfiða aðgerð og í spítalasvítu meðan eiginmaðurinn jafnar sig. En þótt aðgerðin sé yfirstaðin bíður Kjartans mikil vinna í endurhæfingu og styrk- ingu svo hann komist aftur í golf og badmin- ton. Rétt fyrir klukkan tvö hinn 26. ágúst fékk Kjartan Birgisson símhringingu um að mæta í hjartaígræðslu til Svíþjóðar. Snemma næsta morgun var nýtt hjarta farið að slá í brjósti hans. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og lengst af á undan áætlun,“ segir Kjartan í við- tali við Pétur Blöndal í Sunnudagsmogganum. Og Kjartan finnur mun á hjörtunum. „Ég finn mikinn, jákvæðan mun. Hitt var náttúrlega há- vaðaseggur en þetta er talsvert rólegra. Það heyrist minna í því.“ Kristinn Ingvarsson ljósmyndari fylgdi Kjartani utan og myndaði allt ferðalagið, frá hjartnæmri kveðjustund dætra Kjartans á Morgunblaðið/Kristinn Kveðjukoss Hjarta fer og hjarta kemur. Munur á hjörtunum Strákarnir í U17 ára drengjalandslið- inu í knattspyrnu fögnuðum góðum sigri gegn Tyrkjum, 2:0, í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins en riðillinn sem Ísland spilar í er leik- inn hér á landi. Liðin mættust í Víkinni og skoruðu Hjörtur Hermannsson og Oliver Sig- urjónsson mörk Íslands í leiknum sem bæði komu í seinni hálfleik en Tyrkir enduðu leikinn með aðeins níu menn inni á vellinum. » 1 Góður sigur á Tyrkjum í undankeppni EM Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs- kona í fótbolta, leikur til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í fótbolta með Philadelphia Independence. FC Gold Pride verður mótherji Hólm- fríðar í úrslitaleiknum í Kaliforníu á sunnudaginn. »1 Hólmfríður keppir til úrslita um titilinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.