Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Sandra var einstök. Fallega og fíngerða stelpan kom mörgum á óvart með rámu rödd- inni sinni. Húmorinn var hennar að- alsmerki. Við kynntumst í kringum sex ára aldurinn og hún var fyndn- asta stelpa sem ég hafði hitt. Sögurn- ar og leikritin komu á færibandi og við vinkonurnar veltumst um af hlátri. Alveg frá því að hún var lítil var hún stöðugt skapandi; hún teikn- aði, málaði og orti. Sandra var gáfuð, hæfileikarík og góð manneskja sem háði mikla baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Sjúkdómurinn hafði að lokum betur. Þó að leiðir okkar Söndru hafi skilið fyrir mörgum árum þá átti hún alltaf stað í hjarta mínu. Það var eng- inn eins og hún og það mun enginn verða eins og hún. Ég sendi fjölskyldu Söndru mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hjartans vinkona, hvíl í friði. Auður Rán Þorgeirsdóttir. Elsku hjartans Sandra okkar. Við urðum fyrir miklu áfalli er við heyrð- um að þú hefðir kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram. Ótal minning- ar streyma í gegnum huga okkar. Yndislegar minningar sem við mun- um ávallt varðveita í hjörtum okkar. Við áttum margar góðar stundir saman, við gátum setið heilu kvöld- stundirnar og talað og hlegið saman, við munum eftir þér sem manneskju með hárbeitta kímnigáfu og mikla frásagnargáfu. Þetta var á þeim tíma sem þú varst í MH og upp á þitt besta. Við dáðumst að því hversu vel þér gekk í Morfís-keppninni fyrir hönd MH og við sáum að þarna lágu þínir hæfileikar, ræðumennska og rökræður. Þegar þú fékkst ástríðu fyrir einhverju eins og ræðulist þá gerðir þú það af svo miklum metnaði. Þetta átti einnig almennt við það sem þú hafðir áhuga á, að það gerðir þú vel. Reyndar kynntumst við því líka hversu hæfileikarík þú varst í mynd- list enda hafðir þú það frá henni móð- ur þinni. Þú hafðir ofsalega mikinn áhuga á tónlist og góðum lagatextum og þú varðir þínum stundum mikið í að hlusta á og stúdera tónlist og raul- aðir gjarnan með. Við munum eftir þér sem mjög sterkum og marg- brotnum persónuleika sem við stund- um áttum erfitt með að skilja en þú lést það ekkert trufla þig, heldur naust þú samvista við okkur eins og við nutum samvista við þig. Þó að leiðir okkar hafi skilið, hugs- uðum við ávallt til þín með hlýju og von um að þú hefðir það sem allra best. Við heyrðum þó af þér fréttir sem voru miður góðar. Mikið hafði gengið á í þínu lífi og þú þurftir að mæta miklum erfiðleikum. Það er sorglegt að hugsa til þess hversu þungt er lagt á suma í þessu lífi, sér- staklega þar sem þú hafðir svo margt Sandra Ásgeirsdóttir ✝ Sandra Ásgeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1977. Hún lést í Hátúni 10, Reykja- vík, 11. september 2010. Útför Söndru var gerð frá Fossvogs- kirkju 22. september 2010. fram að færa. Nú ertu komin á betri stað, elsku vin- kona, og erum við viss- ar um að þú hafir fund- ið frið í hjarta þínu. Hlýja minningu um þig munum við varð- veita með okkur um ókomna tíð. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Vertu sæl að sinni, elsku vinkona. Með söknuði og hlýju í hjarta, þínar vinkonur, Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir og Tinna Rúnarsdóttir. Vorið 1995 var keppt til úrslita í Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna í stóra sal Háskóla- bíós. MH-ingar tefldu fram þremur stúlkum sem ræðumönnum en lið- stjóri og þjálfari voru strákar. MH- ingar höfðu unnið allar keppnir vetr- arins og unnu einnig úrslitaviðureign- ina. Með sigrinum var brotið blað í sögu keppninnar því aldrei áður hafði lið skipað einungis kvenkyns ræðu- mönnum sigrað. Ein okkar var Sandra Ásgeirsdóttir, einn allra skemmtilegasti ræðumaður í sögu Morfís. Hún sté iðulega í pontu leð- urklædd frá toppi til táar, með keðjur og göt í eyrum og nefi. Hún hafði sér- staka, hása rödd, ræðustíllinn var ein- stakur og rökvísin skotheld. Þetta var góður vetur. Við vöktum heilu og hálfu næturnar í Norður- kjallara, skrifuðum og skeggrædd- um, æfðum ræður á sal og reyndum að láta sjá okkur í tímum þess á milli. Sandra var hjartað í hópnum, með stórt og stórskemmtilegt skap og sterkar skoðanir. Dásamlegastur var þó smitandi hláturinn. Á yfirborðinu var hún reiður pönkari sem sýndi ríkjandi viðmiðum mótþróa en okkur sem unnum með henni fannst mest til koma gáfna hennar og einlægni sem var sparihliðin hennar, sú hlið sem hún sneri að okkur. Hún elskaði Pink Floyd, hataði strangar reglur um mætingu og hristi hausinn yfir fólki sem var of upptekið af praktískum lausnum. Við kynntumst tilfinninga- ríkum heimspekingi þennan vetur. Sandra gat verið jákvæð og glaðlynd eitt kvöldið á æfingu en viðkvæm og einbeitingarlaus á þeirri næstu. Það gat stundum verið snúið að góma rétt augnablik, næga hugarró til að skrifa ræður. En þegar það gerðist kom frá henni magnaður texti þar sem skörp hugsun og ímyndunarafl Söndru naut sín. Pönkaður mótþróinn reyndist öfl- ugt hreyfiafl. Sandra var leitandi, hún spurði og vildi svör. Hún efaðist og gagnrýndi. En hún var líka kvenna kátust, eiturfyndin og hafði húmor fyrir sjálfri sér. Á keppniskvöldi fór Sandra í sína fínustu múnderingu; sparileðurdressið, bomsur, buxur og vesti. Keðjurnar tengdi hún á dásam- lega flókinn hátt frá eyra yfir í auga- brún og svo aftur yfir í nef. Á úrslita- kvöldum var hún öguð og flugskörp. Stappaði stálinu í okkur hin þegar taugastríðið var í algleymingi. Og þegar hún hóf upp sína sérstöku, hásu rödd átti hún alltaf salinn. Sandra sjarmeraði Morfísdómara, áhorfendur og okkur í heilan vetur með óvenju hlýjum, heimspekilegum og beittum sögum. Hún lék sér að andstæðunum sem róttækt útlitið og klæðaburðurinn bauð upp á. Þegar pönkarinn var kominn í pontu bræddi hún salinn með töffaralegri mýkt. Það mun enginn leika eftir henni, hvorki fyrr né síðar. Söndru minn- umst við með gleði og stolti yfir því að hafa verið félagar hennar og þjálfarar í ræðuliði MH veturinn 1994-1995. Minningar um góðan liðsmann, heillandi og gáfaða unga konu lifa að eilífu. Aðstandendum Söndru send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Oddný Sturludóttir, Hulda Björg Herjólfsdóttir Skogland, Arinbjörn Ólafsson og Sæmundur Norðfjörð. Elsku Sandra okkar. Laugardag- urinn 11. september 2010 mun seint renna okkur úr minni en þá var hringt seint að kvöldi og mér tjáð að þú, elsku Sandra, værir farin frá okk- ur. Það var eins og hjartað í mér hefði hætt að slá í smástund því að mér brá svo við þessi tíðindi. Þú, sem varst svo ung, aðeins rúmlega þrítug. En Sandra mín, þú lifðir hratt. Ég man þegar ég kom suður í keppnisferð og gisti hjá Gunnu syst- ur. Þú varst aðeins þriggja ára og þennan laugardagsmorgun, þegar ég fór á fætur og var að undirbúa mig fyrir keppni, varst þú inni í eldhúsi að ná þér í brauð úr poka til að narta í. Við fengum okkur góðan morgunverð saman. Þegar þú varst eldri varstu í karate og hafðir gaman af því að fara á hest- bak. Á unglingsárunum varstu í ræðuliðinu í Fjölbraut í Breiðholti, ef ég man rétt, og stóðst þig mjög vel þar. Það var alltaf gaman að fá þig í afmælis- og fermingarveislur og sjá hvað þér þótti kökur góðar. Elsku Sandra mín, það voru alltaf bestu meðmælin frá þér. Fyrir nokkrum árum sagði mamma þín mér að þú værir að flytja til Dan- merkur. Ég var ekki mjög hrifinn af því en hún sagði mér að það hefði ekki verið væri hægt að stoppa þig, þú værir jú sjálfráða og hefðir tekið þessa ákvörðun. Ég hafði áhyggjur af því að þú værir kannski ekki í góðum félagsskap þar. Seinna komstu heim og það gladdi mig að sjá þig vinna við ræstingar hjá bróður mínum, honum Lalla. Hann var svo ánægður að hafa þig í vinnu því að þú varst harðdugleg og indæl og gerðir allt svo vel. Við Regína sendum fjölskyldu og ástvinum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Allt hið liðna er ljúft að geyma, - láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, - segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Guðmundur Örn Halldórsson og Regína Jónsdóttir. Síðasta vika hefur einkennst af undarleg- um tómleika og sorg hefur í huga okkar. Það fá því engin orð lýst hvernig tilfinning það var að fá fregnir af andláti Gunnu. Gunna var tæplega fermd, þegar vinahópurinn fór að myndast og strax mynduðust sterk og góð tengsl á milli okkar. Það var mikið brallað og mikið hlegið… Við tókum hraust- lega á því að rúnta hring eftir hring um miðbæ Akureyrar og oftar en ekki með kassettutækið í botni og sungum með… Svo man ég eftir sumarbústaða- ferðunum vinahópsins hingað og þangað um nágrenni Akureyrar, þær ferðir gleymast aldrei... spilerí og draugasögurnar, sem við gátum hlegið endalaust að …eftirá! Þú varst prakkari og elskaðir að fíflast og gera grín að eða með félögunum, þú varst alltaf til. Um 17-18 ára aldur tókst þú mót- orhjólaprófið, og eitt sinn vorum við á leið á landsmót Snigla dágóður hópur, fórum af stað í hringferð úr Reykjavík, vorum komin á Egils- staði, þá hringdir þú sagðist vera á Bakkafirði og þú ætlaðir að rúlla til okkar yfir Hellisheiði eystri og vera samferða okkur á landsmót á Ketilás. Svo leið tíminn og var okkur pínu far- ið að lengja eftir þér en loksins skil- aðir þú þér… gjörsamlega að farast í hendinni eftir að þú dast á hjólinu og braust á þér höndina. Þú hættir ekki, né náðir í hjálp… þú bara reddaðir þér, náðir að koma hjólinu aftur á dekkin og hélst áfram og mættir til okkar… þetta lýsir þér vel hvernig þú hélst alltaf áfram þó blési á móti. Fullorðin manneskja var að mót- ast, sem lét drauma sína og þrár ræt- ast í námi, starfi og leik, góð og falleg manneskja sem hreif alla með sér. Þrátt fyrir veikindin í öll þessi ár og margar innlagnir á spítala og út- skriftir þá hélstu alltaf áfram í áttina að markmiðum þínum og stundaðir Gunnhildur Júlíusdóttir ✝ Gunnhildur Júl-íusdóttir fæddist á Akureyri 3. desember 1979. Hún lést á heim- ili sínu þann 14. sept- ember 2010. Útför Gunnhildar fór fram frá Graf- arvogskirkju 23. sept- ember 2010. tónlistarnámið af miklu kappi sem og sönginn og hann eig- um við eftir og getum hlustað á rödd þína hljóma áfram. Ég hitti þig og Christian, drenginn ykkar, á Dalvík síðast á fiskidaginn, þá gáf- um við okkur smá tíma í hitting og spjall, áður en þú þurftir að rjúka og halda uppi fjöri og gleði á pöbbnum um kvöldið… Ég er svo glöð í hjarta mínu að okkur tókst að koma þessum hitting á þó hann hafi verið stuttur, þetta var ein af stundunum okkar. Það verður erfitt að venjast þess- ari nýju mynd sem lífið hefur tekið á sig eftir fráfall þitt. Þrátt fyrir mikla sorg get ég ekki annað en brosað í gegnum tárin og hugsað um hvað ég er heppin að hafa kynnst þér og verið hluti af þínu lífi í tæpa tvo áratugi, og engu máli skipti hvað leið langt á milli símatala eða hittings, það var alltaf eins og við hefðum heyrst eða hist í gær. Elsku Gunna eða Gönnsó (eins ég kallaði þig oft), vonandi ertu komin á betri stað, laus við alla verki og óþægindi og líður vel. Þú býrð í hjarta mínu með góðum og skemmtilegum minningum, sem munu aldrei gleymast. Dalla, Christian, foreldrum henn- ar og fjölskyldunni færum við okkar dýpstu samúð og megi æðri máttur styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði, elsku vinkona mín, Jóhanna (Jóka) og Smári. Meira: mbl.is/minningar MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru föðursystur, JÓNU STEINBERGSDÓTTUR, Hríseyjargötu 9, Akureyri. Heimahlynningunni á Akureyri þökkum við einstaka alúð. Steinberg Ríkarðsson, Hildur Ríkarðsdóttir, Heimir Ríkarðsson, Reynir Ríkarðsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát móður okkar, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR L. KRISTJÁNSDÓTTUR, Skála, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks H1 á Hrafnistu í Reykjavík. Unnur V. Duck, Elísabet Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson, Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Anna Stefánsdóttir, Reynir Hólm Jónsson, barnabörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.