Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 43
DAGBÓK 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TIL HAMINGJU ÞÚ HEFUR BJARGAÐ PRINSESSUNNI! AÐRIR ÍÞRÓTTAKAPPAR STANDA SIG EINS OG HETJUR EN HETJAN MÍN FELLUR UM DEILD Ó NEI! ERTU MEÐ EITTHVAÐ SEM ÞÚ MUNDIR VILJA LÁTA AF HENDI TIL GÓÐGERÐARMÁLA? JÁ! EN ÉG VIL LEYFA HONUM AÐ KLÁRA AÐ BORÐA FYRST HVER ER ÞETTA? ÞETTA ER MÁGUR MINN, HANN ÓSKAR. HANN ER SVOLÍTIÐ SKRÍTINN HÆ ÓSKAR, GLEÐUR MIG AÐ KYNNAST ÞÉR MIG LANGAR AÐ ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ BJÓÐA MÉR OG ÞAKKA BRÓÐUR KONUNAR MINNAR FYRIR AÐ SÆKJA MIG... ...SYSTUR MINNI SEM HVATTI MIG, UMBOÐS- MANNINUM MÍNUM OG... ARGGGGGGGG, HVAÐA TÓNLIST ER ÞETTA? SLOKKVIÐ Á ÞESSU, ÉG ER EKKI BÚINN! ÉG ÞARF ANNARS AÐ DRÍFA MIG! ÞETTA ER HRÆÐILEGT. ÉG ER LÆST ÚTI OG ENGINN VILL LEYFA MÉR AÐ HRINGJA HJÁ SÉR EF ÉG KEMST EKKI INN BRÁÐUM ÞÁ FRÝS ÉG Í HEL. EINHVERN VEGINN VERÐ ÉG AÐ BJARGA MÉR HVORT ÆTLI SÉ ÓDÝRARA AÐ GERA VIÐ ELDHÚSGLUGGANN EÐA KJALLARAGLUGGANN? VONANDI ER ALLT Í LAGI Á MEÐAN KÓNGULÓARMAÐURINN FER AÐ HEIMSÆKJA MAY FRÆNKU Á SPÍTALANN... ...OG ELECTRO HUGSAR SÉR GOTT TIL GLÓÐARINNAR... ...VERÐUR UNGUR DRENGUR FYRIR BÍL ÉG VERÐ MOLDRÍKUR! ÚFFFF! Sígaunar, forseti Sló- vakíu og Jón Gnarr Ég var búsettur í Sló- vakíu í 15 ár. Því harm- aði ég það mjög, þegar Jón Gnarr borgarstjóri stóð fyrir mótmælum við Alþingishúsið, þegar forseti Slóvakíu heim- sótti Ísland. Gnarr vakti athygli á aðbúnaði sí- gaunabarna í Slóvakíu. Ég kynntist þessu máli allvel á þeim árum sem ég bjó í Slóvakíu. Því fannst mér ömurlegt að sjá nokkra Íslendinga ónáða forseta Slóvakíu með málefni, sem þeir hafa lítil sem engin kynni af. Vildi ég að Jón Gnarr hefði kynnt sér betur málið hjá þeim sem til þekkja. Hér á landi eru tugir Slóvaka, sem hefðu getað upplýst hann mæta vel. Sígaunar skipta hundruðum þús- unda í Slóvakíu og eru allflestir á framfæri hins opinbera. Fjölskyldur þeirra eru barnmargar, 8-12 börn eru algengur barnafjöldi hjóna. Þar sem sígaunar eiga harla erfitt með að að- lagast vestrænni menningu flakka þeir um, lifa á betli, stunda ekki at- vinnu og gefa sig ekki að skólagöngu. Þeir ganga inn í stórmarkaði og borða úr hillum, ef þeir eru svangir, bera út mat, ef þá vantar án þess að borga fyrir hann. Þeir eiga til að vera með hús- dýr í íbúðablokkum og kveikja upp eld inni í íbúðum til að kynda upp, þar sem margir skilja ekki að borga þarf fyrir hita og rafmagn. Mýmörg úrræði hafa verið reynd og það er ekki af vanrækslu né mannvonsku yfirvalda, að sígaunabörn eru mörg ólæs og óskrifandi. Foreldrar skikka börn sín frekar til að betla á götum úti, en að sækja skóla. Framfærslubætur foreldra drekka þeir gjarnan út og lifa við gleði og söng. Byggð hafa verið sérstök hús fyrir sí- gauna í Slóvakíu, þar sem þeir hafa ekki þótt í húsum hæfir. Þeir hafa að mestu lagt þau í rúst, brotið sér leið í gegnum veggi í staðinn fyrir að nota dyrnar. Slóvakar standa ráðalausir gagnvart þessum þjóðflokki, sem víða er óvelkominn um lönd siðmenntaðra manna. Þarna er þjóðflokkur á ferð- inni, sem hefur ekki aðlagast vest- rænni menningu og er hvarvetna til vandræða. Íslendingar vildu þá ekki sem nágranna, svo mikið er víst. Einar Ingvi Magnússon. Ást er… … að líta fram á veginn, en ekki til baka. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Faðir minn, Lárus H. Blöndalbókavörður, ólst upp hjá ömmu sinni Kristínu Ásgeirsdóttur, sem þá bjó á Hvanneyri í skjóli dóttur sinnar Sigríðar og manns hennar séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds á Siglufirði. Kristín lét Lalla litla lesa fyrir sig Njólu Björns Gunnlaugs- sonar (1788-1876) á kvöldin. Það hef- ur verið þung lesning ungum dreng, heimspekilegt ljóð um „hátign Guðs og alheims áformið eða hans tilgang með heiminn“. Íslandskort Björns er meðal fremstu vísindaafreka, sem Ís- lendingur hefur unnið. Birni var svo lýst, að hann hafi verið annálað göf- ugmenni, sem aldrei brá til reiði eða annarra geðbrigða og að mikið orð hafi farið af hjárænuhætti hans og barnaskap. Í vitund þjóðarinnar var hann og varð „spekingurinn með barnshjartað“. Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum segir frá því, að á mæl- ingarferðum sínum hafi Björn ein- hverju sinni gist á Gloppu, einu fremsta kotinu í Öxnadal. Næsta sunnudag hafði bóndinn orð á því við Bakkakirkju þannig: „Inni lá hann hjá mér í nótt fíflið a- tarna.“ Njóla naut mikilla vinsælda meðal alþýðu, en Benedikt Gröndal kvað hana „ómerkilega að innihaldi og smekklausa að formi“. Fyrsta vísan er þannig: Meistari himna mikli þú, mig þinn andi hneigi, svo hugurinn nokkuð hugsa nú um hátign þína megi. Sveinbjörn Beinteinsson tekur eina vísu úr Njólu í safn sitt yfir lausavísur frá 1400-1900: Óhultar en áin Rín útí ratar sæinn gjörvallt flýtur gæskan þín, Guð, í dýrðar æginn. Kristján Karlsson bókmenntafræð- ingur segir í úttekt sinni á skáldskap Einars Benediktssonar, að hann eigi sér einn fyrirrennara sem ekki verði sniðgenginn þegar vér íhugum hug- myndaheim og myndmál Einars. Það sé Björn Gunnlaugsson. Og dregur að síðustu þessa ályktun: „Björn Gunnlaugsson rekur „al- heimsáformið“ til siðferðilegrar nið- urstöðu, Einar, ef notast má við svo afleppt hugtak í þessu sambandi, til sálfræðilegrar niðurstöðu. Grein- armunurinn sprettur af trúarvissu Bjarnar og efasemdum Einars.“ En nú er rétt að gefa Birni orðið: Þessi bygging himins há, er hér til nam ég skoða, fyrirætlan mikla má meistarans æðsta boða. Lífið öllu langt af ber, lífi duftið þjónar, lífi birtan löguð er, líf sér haminn prjónar. Guð, nær himin horfi eg á, er hendur þínar gjörðu, hvað er maður, hugsa eg þá, að hann þú manst og jörðu? Helga rímur Hundingsbana eftir Gísla Konráðsson hafa ekki verið prentaðar, en í 8. bindi Blöndu eru þrír mansöngvar úr þeim, þar sem talin eru upp samtíðarskáld hans. Í fjórðu rímu er þessi staka um Björn Gunnlaugsson: Gunnlaugsson á sínum vonarstöðli í nökkva litars náms við völ neglir viturt hverja fjöl. Jón Gíslason frá Stóru-Reykjum segir sitt álit, að mansöngvarnir „væru svo sjálfstæðir og sérkenni- legur þáttur þess skáldskapar og fræðimennsku, sem Gísli Konráðs- son unni og stundaði mest, að vel færi á að birta það sérstætt.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Spekingurinn með barnshjartað Þakkarorð Við, Ástríður, Bjarni og Frank, börn Margrétar Ponzi, sem lést á Ítalíu 18. mars sl. sendum kærar kveðjur og þakkir til vina móður okkar, sem stofnuðu sjóð og styrktu okkur með gjöfum, samúðarkveðjum og huggunarorðum. Gæfan fylgi ykkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.