Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Risavaxið verkefni blasir við aðilum vinnumarkaðarins þegar kemur að endurnýjun kjarasamninga í haust. Undirbúningur er í fullum gangi úti í félögum og samböndum en ASÍ fær væntanlega það verkefni að stilla upp hvaða kostir eru í stöðunni. Flestir virðast nú þeirrar skoðun- ar að útilokað sé að ætla að komast í gegnum þessa lotu, nema reynt verði að ná einhverri heildstæðri niður- stöðu. Eina leiðin sé að koma á þrí- hliða samráði aðila vinnumarkaðar- ins og stjórnvalda. En vandinn er sá að sú leið virðist ófær í dag. Verka- lýðshreyfingin ber lítið sem ekkert traust til ríkisstjórnarinnar, frost er í samskiptunum. Í umræðum hefur verið áberandi mest áhersla á að fundnar verði leið- ir til að auka og verja kaupmáttinn. Það verði þó ekki gert nema þrýst verði á aðgerðir til að styrkja gengi krónunnar. Fá verði ríkisvaldið og Seðlabankann að borðinu. Sumir nefna einnig að Alþingi verði að taka ábyrgð á hugsanlegu samkomulagi, „þannig að þegar fram í sækir verði ekki einhverjir þar sem setja allt í uppnám vegna óábyrgrar afstöðu eða noti tækifærið til lýðhylli“, eins og Guðmundur Ragnarsson, formað- ur Félags vélstjóra og málmtækni- manna, orðar það í pistli um stöðuna. Spá auknu atvinnuleysi í vetur Þá eru uppi miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Við blasi að ef böndum verður ekki kom- ið á fjármál sveitarfélaganna megi búast við að gjaldskrárhækkanir steypist yfir um áramótin og þurrki út kjarabæturnar áður en blekið nær að þorna á nýgerðum samningum. Nær öll aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins veittu því umboð til að ganga frá viðræðuáætlunum við við- semjendur. „Við heyrum það mjög ákveðið að fólk vill verja kaupmátt- inn, sjá einhverjar launahækkanir, það leggur mikla áherslu á atvinnu- málin og skattamálin eru líka mjög ofarlega í huga fólks. Það eru allir komnir út fyrir öll endimörk í skatt- lagningu. Það verður sú krafa sem snýr að stjórnvöldum númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður SGS, spurður um áherslur sem fram hafa komið að undanförnu. Aðrir viðmælendur nefna einnig erfiða glímu við stjórnvöld um vel- ferðarmálin. Fjárlagafrumvarpið kemur fram næsta föstudag. Boðað- ur er stórtækur niðurskurður og bú- ast megi við að bætur almannatrygg- inga verði áfram frystar. Og atvinnu- málin verða sem fyrr stórmál enda útlitið dökkt því ASÍ spáir vaxandi atvinnuleysi á komandi vetri. „Menn horfa líka til þess að bank- arnir eru að setja fyrirtæki út á markaðinn sem eru ennþá yfirskuld- sett, þannig að það er verið að setja bankana á beit á allt lausafé sem er í landinu. Það verða ekki greidd laun fyrir það. Það er eiginlega allt um- hverfið undir,“ segir Finnbjörn Her- mannsson, formaður Samiðnar. Sjá aðeins eina og illfæra leið  Öll áhersla á kaupmáttinn  Óttast að gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga um áramót þurrki jafnskjótt út kjarabætur nýrra samninga  Kröfur gegn skattaálögum settar á oddinn að sögn formanns SGS Morgunblaðið/Eggert Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hvalvertíðinni er lokið í ár. Hval- bátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, komu með fjórar langreyðar til Hvalfjarðar í gærmorgun, en þær voru veiddar vestur af landinu í fyrradag. Hvalbátunum hefur nú verið lagt til vetrardvalar á sinn gamla stað við Ægisgarð í Reykja- vík. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., veiddust alls 148 langreyðar á vertíðinni í sumar. Er þetta nokkru meira en á vertíðinni í fyrra, en þá veiddust 125 hvalir. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vertíðin hófst heldur seinna í ár en í fyrra. Vetíðinni nú lýkur hins vegar á nákvæmlega sama tíma og í fyrra. Að sögn Kristjáns er spáin fyrir næstu daga óhagstæð og því var ákveðið að slá botninn í hvalveið- arnar núna. Eins hefur það sitt að segja að myrkrið var farið að hamla veiðum. Kristján segir að almennt hafi vertíðin í sumar gengið vel. Hval- irnir héldu sig nær landi en í fyrra og því var styttra fyrir hvalbátana að sækja þá. „Ég er mjög ánægður með hvernig vertíðin gekk,“ segir Kristján. Alls störfuðu um 150 manns við veiðar og vinnslu í sumar hjá Hval hf. Starfsmenn hvalstöðv- arinnar í Hvalfirði munu á næstu dögum ganga frá stöðinni fyrir vet- urinn. Heimilt er að veiða 150 langreyð- ar á ári. Flytja má 20% kvótans milli ára og því voru 25 dýr flutt frá fyrra ári til vertíðarinnar í sumar. 27 dýra kvóti mun svo flytjast til vertíðarinnar 2011. 148 langreyðar veiddust á hvalvertíðinni í sumar Veiðar Síðustu langreyðarnar komu á land í Hvalfirði í gærmorgun. Svandís Svav- arsdóttir um- hverfisráðherra segir að engin mál séu ófrá- gengin hjá sér í tengslum við suð- vesturlínu vegna fyrirhugaðra endurbóta í ál- veri Alcan í Straumsvík til að auka afkastagetuna í 228 þúsund tonn. „Það er ekkert óafgreitt á mínu borði,“ segir hún. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir að vegna endurbótanna byggi Landsnet spennustöð við Búðar- hálsvirkjun og um 6 km langa línu. Tryggja þurfi raforkuflutning til Alcan til framtíðar og hafi verið samið við Hafnarfjarðarbæ um skipulagið, en hægt sé að afhenda nauðsynlega orku með núverandi mannvirkjum. steinthor@mbl.is Svandís er alveg með hreint borð Svandís Svavarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 30 kannabisplöntur á lokastigi rækt- unar. Á sama stað var einnig lagt hald á ýmsan búnað sem tengist starfsemi sem þessari. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, játaði aðild sína að málinu. Ræktun stöðvuð Fjármálaráðuneytið hefur skuldbundið sig til að útbúa og gera aðgengileg launagögn úr launavinnslukerfi ríkisins sem varða félagsmenn í heildar- samtökum ríkisstarfsmanna. Þetta gerir þeim kleift að fylgj- ast með framgangi kjarasamn- inga og launaþróun skv. sam- komulagi um upplýsingagjöf frá ríkinu til samtakanna sem gert var í gær. Er það liður í fram- kvæmdaáætlun kjarasamninga. Launagögn aðgengileg SAMKOMULAG HJÁ RÍKINU Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir og af því tilefni boðuðu Íslensku brjóstagjafasamtökin til fjöldagjafar á Kaffitári í gær. Í tengslum við vikuna verður málþing í dag í Mími, Skeifunni 8, þar sem m.a. verður fjallað um fyrstu brjósta- gjöfina og kengúrumeðferð nýbura. Morgunblaðið/Golli Móðurmjólkin mikilvægt nesti í upphafi lífsgöngunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.