Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 20
Ísland Noregur Færeyjar Danmörk Bretland Samanlagt Auðlindarenta (milljarðar ISK) Núverandi 6.231 6.572 2.504 1.423 5.361 22.104 Hámark m.v. óbreytta skiptingu veiða milli landa 6.267 8.218 3.080 3.704 10.370 31.639 Hámark ef kvótaviðskipti væru möguleg milli landa 16.260 0 0 0 17.248 33.508 Hlutfall af aflaverðmæti (%) Núverandi 43 28 38 17 32 32 Hámark m.v. óbreytta skiptingu veiða milli landa 43 35 47 44 61 45 Hámark ef kvótaviðskipti væru möguleg milli landa 112 0 0 0 101 48 Breyting (Milljarðar. ISK) Hámark m.v. óbreytta skiptingu veiða milli landa 35 1.646 576 2.281 5.009 9.535 Hámark ef kvótaviðskipti væru möguleg milli landa 9.994 -8.218 -3.080 -3.704 6.878 1.869 Breyting (% af aflaverðmæti) Hámark m.v. óbreytta skiptingu veiða milli landa 0 7 9 27 29 14 Hámark ef kvótaviðskipti væru möguleg milli landa 69 -35 -47 -44 40 3 Alls 69 -28 -38 -17 70 16 Árleg auðlindarenta árið 2007 við bestu auðlindastýringu fyrir hvert land fyrir sig og að gefnum frjálsum kvótaviðskiptum milli landa Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðisdeild Háskóla íslands, kom að gerð skýrslunnar hvað varðar ís- lenskan sjávarútveg. Hann segir skýrsluna sýna svart á hvítu að stjórn- un uppsjávarveiða Íslendinga með framseljanlegum aflaheimildum sé ár- angursríkust. „Það er klárlega niður- staðan að Íslendingar standa sig lang- best,“ segir Daði. Hann segir þetta ekki koma sér á óvart, því spár hagfræðinga standi til þess að ef einstakir aðilar geti stýrt sókninni með kvótum þá lækki sókn- arkostnaðurinn, veiðar verði skilvirk- ari og verðmæti aukist. „Niðurstaðan er að hér séu sköpuð mestu möguleg verðmæti úr þessari auðlind og meira að segja komast þeir að þeirri niðurstöðu að það væri hægt að bæta verulega afkomu hinna land- anna með því að leyfa Íslendingum að veiða stærri hluta af uppsjávaraflan- um í Norðaustur-Atlantshafi gegn gjaldi. Lykillinn að þessum árangri er framseljanlegur kvóti útgerðarfyrir- tækja.“ Daði segir að í Danmörku sé fram- sal heimilt, en þar eru tímamörk á út- hlutun þannig að framseljanleikinn verði ekki að fullu skilvirkur. Fyrir- tæki verði að geta skipulagt sig til langs tíma til að þau ráðist í fjárfest- ingar eins og íslenskar útgerðir hafi gert til að bæta skilvirkni og nýtingu á hráefni Takmarkanir í Noregi Útgerð norska uppsjávarflotans kemur ekki vel út í þessari könnun og segir Daði að meginástæða þess sé sú að í Noregi sé kvótinn bundinn á skip og aðeins framseljanlegur með skip- inu. Takmörk séu á framsali á milli svæða og hvatinn til að ná hæsta mögulega virði úr hráefninu sé veikur. Oft sé byggt á magnhugsun frekar en arðsemissjónarmiðum. Fram kemur í skýrslunni að auka mætti rentu af veiðum í Noregi um 1.646 milljónir á ári með aukinni skil- virkni. Samsvarandi tala fyrir Bret- land er um 5.000 milljónir, þ.e. tvöfalda mætti auðlindarentuna með skilvirk- ari veiðum. „Þessi slaka útkoma hinna ríkjanna skýrist ekki síst af takmörk- unum á viðskipti með kvóta sem draga úr hagkvæmni veiðanna. Niðurstöð- urnar benda til að bætt fiskveiðistjórn- un í uppsjávarveiðum við Norður-Atl- antshaf gæti skapað um 9.500 milljónir af aukinni auðlindarentu ár hvert,“ segir Daði. Í ljósi niðurstaðna skýrsl- unnar var Daði spurður um um- ræðuna hér á landi þar sem frjálst framsal hefur einatt verið gagnrýnt og einnig að aflaheimildir skuli ekki vera tengdar byggðunum. „Þarna er einfaldlega verið að blanda saman byggðastefnu og auð- lindastefnu,“ segir Daði. „Ég segi, og ég á mér marga skoðanabræður, að við eigum að leggja upp kerfi sem há- markar auðlindarentuna, síðan getum við haft byggðastefnu þar fyrir utan. Að blanda þessu saman gerir ekki annað en að fela kostnaðinn af byggða- stefnunni og sóa auðlindarentunni.Það er nákvæmlega það sem niðurstaðan úr þessari skýrslu sýnir. Ef Norð- menn tækju til dæmis upp íslenska kerfið þá gætu þeir náð miklu betri ár- angri í arðsemi veiðanna, skapað miklu meiri rentu, sem þeir gætu síðan notað ef þeir vildu til að fjármagna hjá sér byggðastefnu. Að blanda því sam- an við auðlindanýtingarstefnu er vondur kokkteill,“ segir Daði. Mestu verðmætin Núverandi auðlindarenta samanborið við mestu mögulega auðlindarentu sem ná mætti ef veiðarnar væru full- komlega skilvirkar. Bornir eru saman tveir möguleikar; besta möguleg skilvirkni án viðskipta með kvóta milli landa og besta möguleg skilvirkni ef kvótaviðskipti milli landa væru leyfð. Niðurstöðurnar benda til þess að ís- lensku uppsjávarveiðarnar séu mjög nálægt því að vera fullkomlega skilvirkar. Myndin sýnir að auki þann mikla mun sem er á skilvirkni uppsjávarflota ríkjanna. Ef ótakmörkuðu kvótakerfi yrði komið á í öllum veiðum og kvóta- viðskipti leyfð milli ríkja þá mundi kvóti streyma frá Noregi, Færeyjum og Danmörku til Íslands og Bretlands og rentan af veiðunum aukast um tæplega 2.000 milljónir á ári til viðbótar. Þessi viðbót skýrist af ólíkri hagkvæmni flota ríkjanna. Rentan af veiðum íslenska flotans yrði um 10.000 milljónir á ári, ef marka má niðurstöðurnar.  Vondur kokkteill að blanda saman byggðastefnu og auð- lindanýtingarstefnu, segir Daði Már Kristófersson, dósent Umfang þeirrar auðlindarentu sem uppsjávarveiðar við Norður-Atlantshaf sköpuðu árið 2007. Taflan sýnir tekjur framleiðsluþáttanna, fjármagns og vinnuafls, og fórnarkostnað þeirra. Tekjur að frádregnum fórnarkostnaði gefa mat á auðlindarentunni. Ísland Noregur Færeyjar Danmörk Bretland Samanlagt Hlutur fjármagns 5.526 5.949 1.717 1.434 4.338 18.965 Hlutur launa 3.939 6.478 2.022 1.963 4.033 18.436 Samanlagt (I) 9.465 12.428 3.739 3.398 8.371 37.400 Fórnarkostnaður fjármagns 905 3.174 564 929 1.940 7.513 Fórnarkostnaður vinnuafls 2.328 2.681 670 1.046 1.058 7.783 Samanlagt (II) 3.233 5.855 1.235 1.975 2.998 15.296 Auðlindarenta (=I-II) 6.231 6.572 2.504 1.423 5.361 22.092 Hlutfall af aflaverðmæti 43% 28% 38% 17% 32% 32% Stærð auðlindarentu árið 2007 í milljónum króna (2007 verðlag) á ári og sem hlutfall af aflaverðmæti Skipting auðlindarentunnar milli framleiðsluþáttanna og ríkisins og þjóð- hagsleg renta, þ.e. renta að frádregnum eftirlitskostnaði. Neðar í töflunni má sjá hlutfallslega skiptingu auðlindarentunnar milli fjármagns, vinnuafls og opinberra aðila. Einungis beinar tekjur opinberra aðila eru teknar með. Ísland Noregur Færeyjar Danmörk Bretland Hlutur fjármagns 3.903 2.081 964 517 2.081 Hlutur vinnuafls 1.199 2.916 717 317 1.846 Beinar skatttekjur 1.517 1.587 835 588 1.434 Bein opinber útgjöld -270 -1.329 -376 -705 -999 Alls 5.961 5.244 2.128 705 4.362 Hlutfallsleg skipting: Fjármagn 63 40 45 74 48 Vinnuafl 20 55 33 44 42 Hið opinbera (beint) 17 5 21 -18 10 Alls 100 100 100 100 100 Stærð auðlindarentu árið 2007 í milljónum króna (2007 verðlag) á ári og sem hlutfall af aflaverðmæti 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 9. flokkur, 24. september 2010 Kr. 1.000.000,- 5825 E 7506 E 11965 B 23115 H 27901 F 28970 B 31034 F 32636 B 46892 B 50449 E TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Sé einfaldri kostnaðargreiningu beitt sést að réttast væri að hætta fisk- veiðum í heiminum eins og þær eru stundaðar í dag. Kostnaðurinn við að halda þeim úti er meiri en tekj- urnar sem af þeim fást. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að sé réttri fiskveiðistjórnun beitt sé hægt að ná auðlindarentu, sem hlutfalli af aflaverðmæti, allt að 50 prósentum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóðlegs hóps sérfræðinga, sem unnin hefur verið fyrir Norræna ráðherraráðið. Einn þeirra er Daði Már Kristófersson, dósent við Há- skóla Íslands. Rannsóknin nær til Ís- lands, Noregs, Færeyja, Danmerkur, Bretlands og Rússlands, en hópnum var falið að leggja mat á það hvernig arðbærast er að haga stjórnun fisk- veiða, einkum á uppsjávarfiski, með tilliti til auðlindarentu. Með auðlinda- rentu er átt við hagnað, eftir að greitt hefur verið fyrir fastafjármuni og vinnuafl, umfram það sem gerist í öðrum geirum. Árið 2007 var hlutfall auðlinda- rentu af aflaverðmæti á Íslandi 43%, umtalsvert hærra en í öðrum löndum sem rannsóknin nær til. Danir og Færeyingar notast við kvótakerfi líkt og Íslendingar, en þar eru framselj- anleika heimilda settar þær skorður að endurskoðun kerfisins er yfirvof- andi. Þessi óvissa dregur úr fjárfest- ingu í greininni, og þar með hag- kvæmni. Í Noregi og á Bretlandi er framsal heimilt, en tengt skipum og í sumum tilfellum ákveðnum land- svæðum. Því er ekki um að ræða frjálst framsal líkt og á Íslandi. Það er niðurstaða skýrsluhöf- unda að hægt sé að ná aukinni hag- kvæmni, einkum með bættri stjórnun heima fyrir (8-14%), en einnig með auknu alþjóðlegu samstarfi (3%). Minnst svigrúm til umbóta er á Ís- landi, þar sem framsal er að fullu frjálst. Danir og Færeyingar geta enn náð fram umbótum, þar sem fisk- veiðistjórnunarkerfi þeirra eru til- tölulega ný, án þess að ráðist sé í breytingar. Hvað Norðmenn og Breta áhrærir liggja möguleikar þeirra helst í því að tryggja var- anlegt, frjálst framsal aflaheimilda. Beinn hlutur hins opinbera í auðlindarentu árið 2007 var að með- altali 11%. Stærstur var hann í Fær- eyjum, 21%, en næststærstur á Ís- landi, 17%. Einungis í Danmörku var hluturinn neikvæður, en þar var kostnaður, fjárframlög og nið- urgreiðslur, meiri en tekjur og hlut- urinn því neikvæður um 18%. Aukin hagkvæmni eykur skatttekjur Ávinningur núverandi eigenda aflaheimilda er mestur hafi þeir ekki keypt kvótann af öðrum. Sé raunin sú, hefur hlutur þeirra í rentunni í raun verður borgaður „út úr grein- inni,“ og til fyrri eigenda. Sé ráðist í endurbætur á fyrirkomulagi fisk- veiða, þannig að rentan eykst, bætir það afkomu eigenda að sama skapi. Hvort fyrri eigendur eða núverandi njóta góðs af því, fer eftir því hvort breytingarnar hafa verið fyrirséðar. Hafi þær verið það má gera ráð fyrir því að gert hafi verið ráð fyrir ávinn- ingi í verðmati aflaheimilda. Hafi þær hins vegar verið óvæntar, hefur ekki verið gert ráð fyrir þeim í söluverði, og núverandi eigandi hagnast. Aukin hagkvæmni eykur jafnframt skatt- tekjur. Endurúthlutun aflaheimilda er ekki eftirsóknarverð þar sem fisk- veiðistjórnunarkerfi hefur verið óbreytt til lengri tíma og mikil fjár- festing í greininni. Endurúthlutun getur haft það í för með sér að aðilar í hagkvæmum rekstri hrökklast burt úr greininni, og auðlindarenta dregst saman. Tilfærslu rentunnar er einnig hægt að ná fram með skattheimtu, afnotagjöldum eða afnámi skattaaf- slátta og niðurgreiðslna. Í tilfelli Ís- lands, þar sem framsal hefur verið leyft í nokkurn tíma, og upphaflegir eigendur heimilda í mörgum tilfellum horfnir úr greininni, er hætt við að slík tilfærsla dragi úr hagkvæmni. Auðlindarentan mest á Íslandi  Uppsjávarveiðar skila mestu hér Daði Már Kristófersson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.