Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Kröfuhafar Straums tóku formlega við stjórn bankans í gær og skilanefnd hans lauk störfum á sama tíma. Um þessar mundir eru rétt rúm- lega 18 mánuðir síðan FME tók yfir vald hlut- hafafundar bankans, en skilanefnd var skipuð yfir Straumi að morgni 9. mars 2009. Fyrir nokkrum vikum tóku nauðasamningar bank- ans gildi á Íslandi, en þeir fela meðal annars í sér stofnun nýs banka sem ætlað er að starfa til framtíðar á Íslandi. Ætlunin að koma félaginu til kröfuhafa Reynir Vignir, formaður skilanefndar Straums, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil ánægja væri meðal kröfuhafa bankans með þessar lyktir mála. Raunar hefði skila- nefndin hitt kröfuhafa Straums um þremur dögum eftir yfirtöku FME: „Þegar endur- skipulagningarferlið var sett niður var alltaf markmiðið að koma félaginu sem fyrst í gegn- um nauðasamninga og í beinu framhaldi af því í hendur kröfuhafanna,“ segir hann. Þrátt fyrir að kröfuhafahópur Straums sé minni en í til- felli stóru bankanna þriggja, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, segir Reynir að vinnubrögðin innan Straums sýni að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi um hvernig unnið sé úr málum þrotabúa íslenskra banka. Bókfærðar eignir Straums um mitt ár 2010 voru tæplega 1,2 milljarðar evra. Samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans samsvarar það um 200 milljörðum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að veðtryggðir kröfuhafar og forgangs- kröfuhafar fái fullar endurheimtur, en almenn- ir kröfuhafar fái um 46% endurheimtur á sín- um kröfum. Endurskipulagning Straums felur í sér uppskiptingu bankans í ALMC hf. og Straum fjárfestingabanka hf., en síðarnefnda félagið verður í 100% eigu hins fyrrnefnda. Allt hlutafé ALMC verður í höndum almennra kröfuhafa Straums, sem umbreyta 1% sinna krafna á Straum í hlutafé, en ALMC gefur síð- an út nýjan skuldabréfaflokk sem samsvarar 99% af þeim almennu kröfum sem eftir standa. Lokagjalddagi þess skuldabréfaflokks er í árs- lok 2014, þótt auknum meirihluta kröfuhafa sé heimilt að framlengja gjalddagann um tvö ár. ALMC hefur því allt að því sex ár til að ná full- um heimtum á sitt eignasafn. Ákveðnar ákvarðanir eru háðar samþykki aukins meiri- hluta hluthafa ALMC, en með því er reynt að hindra það að félagið undirgangist frekari fjár- hagslegar skuldbindingar eða leggi veðbönd eða höft á eignir sínar. Hlutafé ALMC er fram- seljanlegt, en aðeins ef samsvarandi hlutfall skuldabréfa fylgi með í slíkri sölu. Skilanefnd fer frá eftir 18 mánuði Morgunblaðið/Golli Straumur Væntar heimtur almennra kröfuhafa Straums eru um 46% sem sakir standa.  Kröfuhafar Straums tóku formlega við stjórn bankans í gær  Skilanefnd Straums lýkur störfum  Áhersla lögð á að ljúka nauðasamningum sem fyrst  Væntar heimtur á almennum kröfum 46% Endurskipulagning Straums » Almennir kröfuhafar Straums breyta 1% sinna krafna í hlutafé og eignast ALMC. ALMC á síðan Straum fjárfest- ingabanka að fullu. Bókfærðar eignir ALMC eru tæplega 1,3 milljarðar evra. » Áætlaðar heimtur almennra kröfuhafa Straums eru 46%, en veðtryggðir kröfu- hafar og forgangskröfuhafar fá allar sín- ar kröfur greiddar upp í topp. » ALMC hefur allt að sex ár til að ná full- um heimtum á eignir Straums. Hömlur er lagðar við því að félagið undirgangist frekari fjárhagslegar skuldbindingar. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 ● Skuldabréfavísitala GAMMA hélt áfram að lækka í gær, en lokagildi vísi- tölunnar var 189,90 stig, sem er lækk- un um 0,82 prósent frá deginum áður. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækk- aði um 0,70 prósent og sá óverðtryggði um 1,12 prósent. Velta á skuldabréfa- markaði nam alls 19,5 milljörðum króna og þar af námu viðskipti með óverðtryggð bréf 11,75 milljörðum. Enn lækka skuldabréf Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, segir allar aðgerðir er varða skuldara mótaðar í bankanum, en ekki af kröfuhöfum. Spurður að því á hvaða hátt bankinn taki tilmæli AGS- skýrslunnar til sín segir hann að öll- um tillögum stjórnvalda, og annarra „sem hafa gott til málanna að leggja“ sé tekið vel og reynt að bregðast við ef ástæða sé til. Kristján Kristjánsson, upplýsinga- fulltrúi Nýja Landsbankans, tekur í sama streng. Ekki sé litið á tilmæli AGS sem fyrirmæli, bankanum hafi til að mynda ekki verið kynnt skýrsl- an formlega, en tekið sé tillit til þess sem í henni stendur. Hvað afstöðu til skuldara varðar bendir hann á það, að þar sem bankinn er að stærstum hluta í eigu ríkisins, séu eigendur og skuldarar í raun sami hópurinn. Því sé erfitt að halda því fram að hags- munir annars séu teknir fram yfir hinn. Viðskiptabankarnir máttu sitja undir töluverðri gagnrýni þingmanna í stefnuræðu forsætisráðherra og um- ræðum um hana á Alþingi í fyrra- kvöld. Framganga bankanna í úr- vinnslu skuldavanda heimila og einstaklinga hefði gengið hægar og verr en vonir stóðu til og aðkoma Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins tortryggð. Rekstrarafkoma, og þar með ávinn- ingur eigenda, hefði hins vegar á sama tíma verið mjög góð. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, sagði í ræðu sinni að sér þætti afkoma bankanna og skuldaúr- vinnsla ekki samrýmanleg. Í nýút- kominni áfangaskýrslu sendinefndar AGS hér á landi er mælst til þess að bankarnir hraði úrvinnslu „vanda- málalána“ og að þeir leitist við að byggja tekjugrunn sinn síður á aukn- um endurheimtum slíkra lána. Svara er að vænta frá Íslands- banka varðandi áhrif kröfuhafa og AGS á stefnu bankans í skuldamálum. Hlusta á allar góðar tillögur Aðgerðir í skulda- málum ekki komnar utan frá Morgunblaðið/Ernir Mótmæli Töluverðrar óánægju hef- ur gætt vegna veru AGS á Íslandi.                                          !"# $% " &'( )* '$* +++,- +..,// +0-,/+ 10,/.2 +-,+3+ +/,/1+ ++3,// +,24+1 +.4,3. +34,+2 ++1,+. +.5,0- +0-,-2 10,.22 +-,10. +/,/. ++3,-5 +,243+ +.3,0- +34,3/ 103,5/0- ++1,44 +.5,31 ++0,13 10,.-2 +-,1/2 +/,.+- ++/,2 +,24- +.3,/+ +34,--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.