Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að leggja niður starfsemi Land- spítala háskólasjúkra- húss til að stemma stigu við fjárlagahalla ríkisins árið 2011. Gert er ráð fyrir að Rigsho- spitalet í Danmörku taki yfir þjónustu Landspítalans. Með lokun Landspítalans leggjast af um 3.900 heilsársstörf og því er um verulega hagræðingu að ræða á sviði heilbrigðismála. Hvernig myndi þessi frétt hljóma í eyrum landsmanna? Eða þrjúþúsund og níuhundruð fjölskyldna á höf- uðborgarsvæðinu sem ættu fjöl- skyldumeðlimi sem missa mundu starf sitt fyrirvaralaust? Að skerða fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um 40% hefur svipuð áhrif á atvinnuframboð í Þingeyj- arsýslum og þau áhrif sem lokun Landspítalans hefði á höfuðborg- arsvæðið. Að spara í heilbrigðismálunum á landsbyggðinni er ekki bara mál heil- brigðisráðuneytisins, heldur alls- herjar byggðarmál. Þessi gríðarlegi nið- urskurður snertir allt samfélagið í Þingeyj- arsýslum á alla vegu, ekki bara í formi þjón- ustu á sviði heilbrigð- ismála heldur einnig á sviði atvinnumála, fé- lagsmála og byggð- armála. Það er ekki hægt að horfa aðeins á lítið brot af heild- armyndinni rétt eins og það er ekki hægt að fjarlægja fætur manns og ætlast til þess að hann gangi. Við sem búum á landsbyggðinni þurfum að standa vörð um hvert ein- asta starf sem er í heimabyggð okkar, því hér skiptir hver einasti maður máli þegar framtíð byggðarinnar er í húfi. Ef horft er til síðastliðinna 15 ára hefur þróun í byggða- og atvinnu- málum í Þingeyjarsýslum verið væg- ast sagt skelfileg. Íbúum hefur fækk- að um 2.640 eða um 34% á meðan íbúum í landinu hefur fjölgað um tæp 20% eða 52.390 manns. Að sama skapi hefur störfum fækkað um 785 í Þingeyjarsýslum, eða um tæp 30% á meðan þeim hefur fjölgað um 25.900 á landinu öllu eða um 18%. Ég skora á ríkisstjórn Íslands og alla þingmenn þjóðarinnar að hafna heiftarlegum niðurskurði fjár- framlaga til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Fyrirætlaður nið- urskurður mun særa byggðina og samfélagið svo djúpu sári, að ekki verður hægt að „lækna“ það hér í sveit. Ég vil minna núverandi rík- isstjórn á að okkur eru allar bjargir bannaðar. Hér má ekki reisa álver, en stefna ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu á svæðinu er „heilsutengd ferðaþjónusta.“ Ég spyr, hvernig styðja fjárlög ríkisins 2011 þá at- vinnugrein fyrir íbúa Þingeyjarsýslu í ljósi fyrirhugaðs niðurskurðar? Starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss lögð niður um áramótin Eftir Guðlaugu Gísladóttur »Ég skora á rík- isstjórn Íslands og alla þingmenn þjóð- arinnar að hafna heift- arlegum niðurskurði fjárframlaga til Heil- brigðisstofnunar Þing- eyinga. Guðlaug Gísladóttir Höfundur er verkefnisstjóri og er Húsvíkingur. Geðsvið Landspítala – háskólasjúkra- húss er stórt svið innan sjúkrahúss- ins. Þar eru m.a. þrjár almennar bráðamóttökudeildir, ein móttöku- deild fíknimeðferða, fjórar göngu- deildir, þrjár endurhæfingardeildir, tvær öryggis- og réttargeðdeildir, þrjár dagdeildir, iðjuþjálfun og sam- félagsgeðteymi. Árlega leita rúmlega 5000 manns á göngu- og dagdeildir geðsviðs og á göngudeild BUGL. Um 1200 einstaklingar leggjast inn á bráðamóttökudeildir og á endurhæf- ingardeildir á ári. Á undanförnum árum hafa síauknar kröfur verið gerðar til allra opinberra stofnana um að spara sem mest og hagræða sem best og eru geðdeild- irnar þar ekki undanskildar. Til að koma til móts við hagræðingarkröf- urnar hefur ákveðin innri endur- skoðun farið fram á starfsemi geð- deildanna. Slíkt sjálfsmat hefur styrkt starfsemina á margan hátt, sýn og stefna orðið skýrari, starfsfólkið eflst sem liðsheild og hefur fylkt sér um það sameiginlega markmið að veita þá bestu þjónustu við geðsjúka og að- standendur þeirra sem völ er á. Hins vegar bitnar minnkandi fjár- magn hvað verst á húsnæðismálum geðsviðsins, viðhaldi og aðbúnaði á deildunum. Á mörgum deildum er ástandið orðið afar slæmt; húsgögn eru gömul og slitin, einnig rúm og rúmdýnur, gólfefni eru víða ónýt, loft- ljósin lúin og víða er beinlínis skortur á ýmsum húsmunum. Gerð var þjónustukönnun á vegum gæðaráðs geðsviðs á árunum 2009- 2010 á bráðamóttökudeildunum á Hringbraut. Niðurstöður könnunar- innar voru þær að notendur þjónust- unnar voru almennt ánægðir með meðferð sína og meðferðaraðila, þeir upplifðu sig örugga á deildinni og fundu fyrir áhuga og umhyggju starfsfólks í sinn garð. Hins vegar komu fram alvarlegar kvartanir varð- andi umhverfi og aðbúnað á deild- unum, m.a. að allt væri í niðurníðslu, húsgögn brotin og gömul og að um- hverfið væri kuldalegt og ljótt. Í ljósi þessa höfum við sem störfum á geðsviði ákveðið að grípa til upp- byggjandi aðgerða í þeim tilgangi að bæta aðbúnað sjúklinganna. Okkur finnst það ekki viðunandi að skjól- stæðingar okkar þurfi að sætta sig við afar dapurlegt umhverfi inni á deildunum á meðan þeir stríða við al- varleg veikindi. Það hlýtur að vera sjálfsagður réttur þeirra að dvelja í hlýlegu umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á líðan þeirra. Því höfum við ákveðið að efna til fjáröflunar og munum selja bros þann 10. október á alþjóðadegi geðheilbrigðismála. Brosin okkar köllum við Brospinna og þau eru fyrst og fremst hönnuð með það í huga að þau gleðji – jafnt gefendur sem þiggjendur. Um leið eru brosin tákn jákvæðni og lausna- miðaðrar hugsunar þegar kreppir að. Brosin kosta 1.000 kr. og verða til sölu í Mjódd, Kringlunni, Smáralind og á fleiri fjölförnum stöðum. Hvert keypt bros mun hjálpa okk- ur sem erum að vinna á geðsviði LSH að bæta umhverfi og aðbúnað á geð- deildunum. Við ætlum að gera þessa sölu að árlegum viðburði og vonumst til þess að með því móti getum við hlúð betur að skjólstæðingum okkar því þeir eiga ekki skilið það virðing- arleysi sem dapurlegt og lúið um- hverfi deildanna sýnir nú. Fyrir hönd hópsins, EYRÚN THORSTENSEN, HEIMIR GUÐMUNDSSON, PÁLL MAGNÚSSON og SYLVIANE LECOULTRE, eru í áhugahópi um bættan aðbún- að á geðsviði LSH. Brospinnar geðsviðs – Gefðu bros Frá Eyrúnu Thorstensen, Heimi Guðmundssyni, Páli Magnússyni og Sylviane Lecoultre Bréf til blaðsins Taflfélag Reykjavíkur er 110 ára í dag, elst allra skákfélaga í landinu. Taflfélagið hefur lifað tvenn alda- mót, staðið af sér alla storma, stendur enn hnarreist og horfir björtum augum fram á veginn. Stofnfélagar Taflfélagsins á haust- dögum ársins 1900 voru ýmsir mektarmenn í höfuðstaðnum. Má þar m.a. nefna Björn M. Ólsen, sem seinna varð okkar fyrsti háskóla- rektor, Einar Benediktsson skáld og athafnamann og Pétur Zóphóní- asson sem var fyrsti skákmeistari Íslands. Engum blöðum er um það að fletta að það var fyrir hvatningu og góðvilja Daniels Williards Fiske, bókavarðar og prófessors við Cor- nell-háskóla í Bandaríkjunum, að stofnun Taflfélags Reykjavíkur varð að veruleika. Hann sendi fé- laginu að gjöf taflmenn og borð, bækur og peninga. Þáttur Fiske í menningarsögu Íslands verður seint fullþakkaður, því auk þess að hvetja til skákiðkunar víða um land (m.a. norður í Grímsey), ánafnaði hann Cornell-háskóla gífurlega dýr- mætan bókakost íslenskra bóka ásamt peningagjöf og lagði þar grunn að rannsóknarstöðu í íslensk- um fræðum sem var mönnuð nær alla síðustu öld. Í hundrað og tíu ár hefur Tafl- félag Reykjavíkur verið helsti vett- vangur skákiðkunar Íslendinga. Þúsundir ungmenna hafa fengið þar þjálfun í öllum þeim þáttum sem skáklistin býður upp á. Rökvís hugsun, sjálfsagi, efling sigurviljans og félagslegur þroski er veganesti sem hverjum manni er hollt að hafa með í för á lífsleiðinni. Skáksigrar Íslendinga á erlendri grund hafa, meira en margt annað, náð að sam- eina þjóðina og orðið henni lyfti- stöng. Ísland öðlaðist sjálfstæði 1944, er í rauninni ungt ríki og smátt í samfélagi þjóðanna. Án alls efa hefur árangur Friðriks Ólafs- sonar, Jóhanns Hjartarsonar og ís- lenska ólympuliðsins á alþjóðavett- vangi, orðið til að skerpa sjálfstæðisvitund hnípinnar smá- þjóðar sem var að byrja að fóta sig í menningarsamskiptum við stærri þjóðir upp úr miðri síðustu öld. Sigrar þeirra fullvissuðu þjóðina um kraft sinn og getu til að eiga í fullu tré, í þessari aldagömlu og göfugu íþrótt hugans, við aðrar þjóðir, jafn- vel þær sem eru mun stærri og fjöl- mennari. Góður árangur Íslands á nýafstöðnu ólympíumóti, bæði í opnum flokki og kvennaflokki, er til marks um að enn er gunnfánanum haldið hátt á lofti. Í tilefni 110 ára afmælisins býður Taflfélagið til kaffisamsætis í hús- kynnum félagsins í Faxafeni 12 í dag kl. 18. ÓTTAR FELIX HAUKSSON. Taflfélag Reykjavíkur Frá Óttari Felix Haukssyni Vinningaskrá 10. FLOKKUR 2010 ÚTDRÁTTUR 5. OKTÓBER 2010 Kr. 3.000.000 Aukavinningar kr. 100.000 53981 53983 Kr. 500.000 2970 4163 8156 28074 34549 34806 52712 59627 63056 63121 Kr. 100.000 361 2551 8810 15831 18445 23196 49770 61011 64716 74271 Kr. 5.000.- á miða sem hafa eftirfarandi endatölur: 30 87 207 6807 12711 20406 27314 35904 42505 48140 53346 59467 66193 70979 419 6906 12934 20615 27398 36057 42509 48351 53381 59849 66224 71182 539 7058 13233 20808 27654 36813 42798 48354 53453 60035 66651 71184 922 7105 13432 20850 27761 36943 42833 48507 53677 60813 66767 71225 998 7432 13609 20976 28100 37081 43210 48551 53953 61046 66783 71537 1196 7506 13614 21268 28181 37230 43455 48567 54060 61315 66877 71587 1532 7559 13698 21937 28259 37272 43464 48677 54106 61465 66942 71884 1655 7887 14100 22599 28385 37431 44033 48688 54193 61778 67041 71943 1687 7911 14465 22650 28446 37609 44367 48772 54406 61839 67130 72152 1972 8198 14647 22693 29062 38049 44561 48829 54454 61939 67319 72154 2606 8263 15025 23000 29210 38345 44822 49169 54717 62263 67327 72224 2658 8398 15060 23204 29297 38693 44851 49393 54828 62280 67549 72481 2956 8934 15605 23212 29484 38703 44855 49447 54953 62552 67577 72743 3133 9255 15626 23469 29596 38988 44875 49496 54975 62824 67715 73027 3289 9580 15729 23540 30158 39008 45170 49565 55804 62828 67892 73343 3463 9737 15786 23649 30383 39171 45193 49774 56023 62859 68259 73788 3714 9757 15999 23704 30430 39183 45268 50701 56030 62975 68466 73863 3759 9814 16421 23785 30450 39778 45411 50870 56222 62978 68473 73988 4031 10161 16483 24262 30709 40249 45519 51114 56530 63093 68882 74086 4123 10646 16518 24403 31342 40319 45545 51219 56680 63120 69056 74140 4216 10907 16542 24488 32784 40537 45603 51275 57353 63539 69158 74177 4930 11533 17206 24629 33060 40758 45606 51646 57561 63824 69331 74213 5040 11644 17704 24768 33412 40798 45792 51781 57582 64074 69567 74329 5105 11707 17759 24823 33820 40924 45914 52039 58013 64522 69676 74535 5136 11723 17971 25513 34220 40973 45958 52091 58178 64692 69985 74571 5232 11733 18007 25581 34234 41213 46002 52107 58204 64917 70014 74933 5257 11735 18172 26100 34267 41239 46032 52371 58272 65223 70236 5401 11751 18174 26171 34274 41420 46101 52421 58522 65278 70417 5816 11809 18477 26613 34422 41586 46555 52473 58739 65430 70499 5930 11958 19066 26695 34548 41878 46595 52485 58849 65589 70577 53982 Kr. 25.000 6103 11960 19454 26794 34643 41937 47695 52992 58918 65673 70666 6177 12018 19614 26857 35065 42053 47710 53009 58977 66021 70844 6599 12487 19629 26934 35103 42164 47763 53094 59025 66146 70871 6631 12520 20367 27083 35750 42368 47839 53291 59104 66162 70975 Kr. 15.000 28 7424 12824 18341 24508 31384 38325 45449 50895 57008 62622 69134 200 7661 12927 18344 24634 31493 38331 45510 51158 57065 62673 69148 580 7673 13087 18495 24648 31616 38467 45700 51212 57123 62674 69149 706 7688 13099 18513 24824 31805 38559 45756 51259 57262 62742 69377 804 7778 13181 18766 24830 31974 38588 45762 51427 57267 62883 69487 844 7803 13272 18982 24946 32151 38630 45919 51536 57293 62897 69812 907 7857 13352 19045 24952 32173 38800 45937 51664 57333 62984 69923 1024 8204 13525 19143 24956 32264 38850 46108 51672 57351 63146 70038 1127 8278 13532 19163 25106 32316 39096 46128 51689 57352 63250 70045 1397 8284 13721 19333 25185 32479 39363 46177 52078 57391 63331 70175 1419 8290 13866 19400 25190 32625 39745 46316 52099 57510 63371 70270 1643 8434 14004 19435 25210 32668 39770 46632 52163 57894 63403 70301 1707 8451 14081 19586 25240 32765 40209 46872 52194 57908 63468 70315 1739 8490 14379 19645 25250 32790 40272 47018 52256 58200 63847 70562 1770 8507 14528 19742 25294 32873 40330 47082 52313 58202 63854 70700 1860 8509 14664 19752 25408 32926 40348 47133 52375 58276 64018 70728 1865 8551 14683 19840 25474 32969 40417 47215 52396 58307 64069 70893 1982 8586 14685 20032 25574 33160 40436 47290 52410 58336 64218 70983 1983 8641 14727 20081 25645 33272 40600 47331 52454 58389 64309 71045 2175 8752 14850 20106 25658 33330 40895 47361 52509 58540 64512 71054 2436 8782 14874 20157 25814 33455 40899 47412 52526 58562 64558 71101 2438 8861 14947 20218 25817 33713 41009 47427 52591 58701 64686 71115 2455 8940 15032 20224 25954 33716 41117 47481 52616 58706 65002 71144 2779 9049 15084 20232 26023 33907 41185 47531 52763 58750 65194 71166 2888 9317 15183 20294 26076 33993 41205 47590 52905 58797 65237 71449 3000 9347 15237 20305 26180 34295 41227 47636 52932 58835 65345 71469 3073 9377 15458 20340 26190 34348 41406 47677 53064 58902 65536 71481 3285 9394 15528 20613 26365 34518 41517 47728 53068 58924 65680 71490 3442 9517 15538 20667 26410 34586 41644 47757 53095 58985 65754 71530 3516 9535 15825 21009 26567 34591 41670 47770 53198 59000 66007 71561 3744 9537 15905 21027 26655 34703 41737 47792 53267 59184 66133 71679 4046 9592 16057 21171 26763 34795 41942 48057 53328 59236 66196 71689 4220 9664 16076 21272 26850 34833 41974 48121 53350 59404 66259 71693 4370 9693 16153 21365 27219 34886 42182 48309 53433 59439 66399 71701 4416 9707 16158 21383 27223 34895 42214 48368 53582 59552 66419 71944 4537 9754 16215 21402 27271 34956 42445 48405 53595 59759 66425 72073 4554 9874 16222 21559 27282 34993 42489 48429 53714 59825 66553 72303 4577 9890 16273 21655 27331 35201 42519 48495 53774 59840 66672 72515 4621 9986 16303 21703 27370 35284 42617 48506 53915 60049 66774 72820 4630 10046 16323 21705 27438 35299 42827 48579 54030 60158 66859 72828 4631 10326 16452 21814 27590 35349 43096 48957 54041 60270 66902 72920 4766 10464 16617 21824 27695 35368 43101 49047 54658 60286 66909 72956 5210 10602 16651 21832 27839 35420 43298 49102 54731 60445 66922 72993 5282 10697 16658 21918 28166 35501 43402 49160 54762 60476 67073 73008 5330 10968 16786 21962 28245 35532 43435 49187 54921 60490 67121 73085 5368 10994 16977 22165 28482 35541 43522 49197 54938 60589 67163 73253 5404 11035 17103 22177 28592 35589 43680 49219 55030 60604 67185 73276 5543 11043 17116 22248 28725 35683 43731 49293 55180 60618 67312 73385 5699 11128 17222 22280 28865 35686 43901 49470 55207 60711 67345 73394 5739 11143 17230 22746 28956 35743 44001 49494 55240 60839 67477 73673 5751 11168 17309 22822 29022 35972 44092 49603 55352 60846 67480 73730 5786 11242 17521 22914 29065 36080 44162 49693 55425 60938 67779 73745 6104 11270 17827 23063 29142 36086 44353 49703 55442 61029 67792 74180 6186 11379 17832 23288 29169 36145 44368 49816 55506 61059 67858 74206 6247 11494 17932 23442 29246 36182 44436 49859 55617 61070 67887 74370 6281 11500 17983 23460 29285 36254 44502 49888 55684 61094 67990 74423 6320 11520 18017 23639 29789 36627 44513 50090 55723 61212 68095 74557 6342 11562 18055 23708 30314 36730 44602 50120 56046 61435 68097 74643 6449 11635 18087 23939 30330 37088 44615 50284 56047 61463 68187 74751 6472 11654 18089 23951 30479 37301 44631 50335 56172 61467 68235 74820 6556 11719 18118 23987 30553 37622 44688 50359 56382 61472 68253 74836 6760 11863 18134 24120 30671 37662 44738 50398 56474 61638 68350 74911 7090 11867 18175 24139 31163 37777 44781 50542 56478 61653 68502 74975 7203 12151 18209 24285 31193 38215 45085 50572 56502 61813 68611 7205 12273 18263 24329 31200 38229 45269 50669 56672 61844 68653 7229 12336 18296 24330 31212 38308 45301 50807 56913 62181 69002 7240 12600 18336 24418 31222 38314 45363 50850 56998 62330 69009 Afgreiðsla vinninga hefst þann 20. október 2010 Birt án ábyrgðar um prentvillur Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.