Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Kynni okkar Kristins hófust haust- ið 1970, þegar ég hóf nám í Mennta- skólanum að Laugarvatni, sama haust og hann tók við skólameistara- embættinu. Eftir árin þar lá leiðin annað þar til ég hóf störf sem kennari við skólann haustið 1986. Eftir það starfaði ég með Kristni þar til hann lét gott heita. Þar með lauk samskipt- um okkar hreint ekki, þar sem hann og Bubba sóttu skólann oft heim síð- an og í gegnum veru Bubbu í Skál- holtskórnum héldu samskiptin einnig áfram. 40 ára kynni, sem aldrei bar skugga á, skilja eftir sig mynd af ein- staklega heilsteyptum manni, sönn- um húmanista með leiftrandi kímni- gáfu. Þarna fór maður sem sóttist ekkert sérstaklega eftir sviðsljósinu, en lenti þar bara aftur og aftur, þar sem samferðamenn gerðu þá kröfu til hans að fá að heyra hvað hann hefði fram að færa. Ég hugsa að ég orði það sem svo, að af honum hafi geislað ein- hvers konar persónulegri dýpt. Hann var í eðli sínu fræðimaður, mikill ís- lenskumaður og afbragðs kennari. Aldrei varð ég var við að hann hreykti sér, þvert á móti ástundaði hann það að gera minna úr sjálfum sér en efni stóðu til. Þetta kom ekki síst fram þegar hann flutti tækifærisvísur eftir sjálfan sig, sem reyndust undantekn- ingalaust fela í sér allt sem prýðir góðan kveðskap. Ég reikna ekki með að það hafi ver- ið einfalt mál fyrir Kristin að taka við stjórn Menntaskólans að Laugar- vatni þegar hann var rétt að verða 33 ára að aldri. Unga fólkið á árunum í kringum og upp úr 1970 var nú ekki beinlínis það meðfærilegasta sem sögur fara af. Þetta voru árin þegar ungdómurinn var talsvert uppreisn- argjarnari og gagnrýnni en nú er. Við þær aðstæður hlýtur að hafa reynt á ungan mann að halda utan um svo stórt heimili sem þarna var um að ræða. Lífsförunautur hans, hún Bubba, var án efa betri en enginn í að styðja hann í erilsömu og krefjandi starfi. Það má kannski líta svo á, að fyrsti áratugurinn hans við skóla- stjórnina hafi verið nokkurskonar eldskírn. Eftir það vil ég fullyrða að hann hafi verið skólinn og skólinn hann. Þeir eru orðnir margir nem- endur hans, sem nú minnast hans fyr- ir þau áhrif sem hann og skólinn höfðu á líf þeirra. Mér fannst það allt- af með ólíkindum, en samt lýsandi fyrir þá persónulegu nánd sem ein- kenndi skólabraginn, og hvernig Kristinn nálgaðist starf sitt, að hann hafði ávallt á hraðbergi nöfn allra nemenda, hvort sem þeir voru í skól- anum eða horfnir á braut. Þó svo veikindi hafi sett eitthvert strik í reikninginn síðustu árin var Kristinn ekkert á því að láta það aftra sér. Þar er mér sérstaklega minnis- stæð framganga hans í Ítalíuferð Skálholtskórsins fyrir nokkrum ár- um, þar sem hann reyndist enginn eftirbátur þeirra sprækustu. Ég minnist góðs samferða- og sam- starfsmanns með hlýju og virðingu. Páll M. Skúlason Ég kveð nú hinstu kveðju Kristin Kristmundsson kollega minn til margra ára, fyrrum skólameistara og kennara minn, með þakklæti og virð- ingu fyrir góð kynni og eftirminnileg. Kristinn kunni öðrum fremur list Kristinn Kristmundsson ✝ Kristinn Krist-mundsson, fyrrv. skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, fæddist á Kaldbak í Hruna- mannahreppi 8. sept- ember 1937. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 15. september 2010. Útför Kristins var gerð frá Skálholts- dómkirkju 2. október 2010. Jarðsett var á Laugarvatni endurþögunnar í sam- ræðulistinni og eru mér mjög eftirminni- leg orð hans um ís- lenska lambagrasið sem hann hafði í hug- skoti sínu sem feg- urstu kraftbirtingar- mynd íslenskrar menningar sem sigrað gat harðræði lofthæð- arinnar yfir sjávar- máli jafnt sem þrengstu vaxtarskil- yrði við rýr jarðgæði í holtum og hæðum. Alltaf þegar ég minnist Kristins þá heyri ég enduróm lýsingar hans á lambagrasinu undir ljóðlínu Jónasar Hallgrímssonar. Þar ofan á lá dálæti hans á hógværð, lítillæti og hófsemd nátengt fegurð og innri styrk hins smágerða sem kunni sér hóf og til- litssemi gagnvart hinu stórvaxna og kröfuharða. Hið víðfaðma minni hans á ritum bókmenntanna, orð- rétt, var frægt og kunnáttu sína á ljóðatextum margsannaði hann í góðum félagsskap. Framsögumaður var hann slíkur að enginn var hans jafningi. Minnist ég upplesturs hans úr Grettissögu í Drangey sem töfrum var líkastur. Hrynjandin var slík að mátti trúa að hún væri dregin úr dýpstu rótum ís- lenskrar tungu, stígandi og fallandi hljómsetningu með göldrum líkustu kúnstpásum var varpað fram af slíku listfengi svo sviðsetning atburða varð auðveldlega endurlifuð af áheyrendum. Og röddin sjálf var björt og burðug. Kristinn hafði tiltrú á að heimvistir framhaldsskólanna gæti verið uppeldisvirkjun mögnuð og sterk ef réttleg umgjörð væri fyr- ir hana fundin. Áttum við skóla- meistarar, sem höfðum heimvistir á okkar snærum, fundi um það á Laugarvatni og nokkrum öðrum stöðum um árabil en allt var þar það bundið fjármögnun eins og aðrar virkjanir, en við skólameistarar sáum það öðrum augum en ráðu- neytismenn hver arðurinn yrði eins og gjarnt er um virkjunaráform hér á landi. En eftirminnilegt er hið opna og bjarta heimili þeirra Rannveigar og hversu heimilisbragur þeirra hjóna var samstilltur í tilgerðarleysi sínu og örlæti. Ég minnist þess á unglingsárum mínum að hafa gengið um slóðir skólans á Laugarvatni með Jóhanni Hannessyni skólameistara, þeim djúpvitra skólameistara, og rætt við hann um málefni æskunnar og sé í einni mynd þann samstæða veruleika að Menntaskólinn á Laug- arvatni hefur átt þeirrar gæfu að njóta, að hafa notið starfskrafta þeirra manna, sem best eru kjörnir til þess að leiða það æskulýðsstarf, sem þar má helst kjósa íslenskri þjóð allt fram á þessa daga. Við Kristinn hittumst síðast við jarðarför sam- herja okkar Jóns Böðvarssonar. Blessuð sé minning Kristins Krist- mundssonar. Jón Friðberg Hjartarson. Það var haustið 1978 sem ég kynntist fyrst Kristni skólameistara. Ég kom þá sem nýnemi með foreldr- um mínum 16 ára gamall til að setj- ast á skólabekk í ML og að fara að heiman í fyrsta skipti. Það var mikil áskorun fyrir ungan dreng og sjálf- sagt að blendnar tilfinningar hafi barist í brjósti. Djúp og róleg rödd skólameistara og hlýlegt og traust handtak hans, sem auk þess virtist gerþekkja hvert barn og foreldra, blés fljótlega öllum efasemdartil- finningum á braut. Næstu fjögur ár eru einhver eftirminnilegustu ár lífs míns. Samnemendur, kennarar, heimavistin, umhverfið, Kristinn og já, Rannveig kona hans sem ævin- lega er nefnd Bubba, sáu til þess að þessi mótunarár eru full jákvæðra, skemmtilegra minninga. Ég get full- yrt að þau hundruð ungmenna sem fóru í gegnum ML á árum Kristins sem skólameistara geta sagt sömu sögu. Síðan þá hef ég átt þess kost að koma með nýnema í Menntaskólann að Laugarvatni, sem aðstandandi yngri systkina, foreldri barna minna og alltaf jafn viss um að ungmennið eigi í vændum örugg, skemmtileg og fræðandi mótunarár á Laugarvatni, vitandi vits að Kristinn og Bubba héldu utan um allan hópinn eins og stóra fjölskyldu. Það var einmitt stjórnunarstíll Kristins. Allan sinn skólameistarafer- il gerði hann sér sérstakt far um að kynnast hverjum og einum og að þekkja bakgrunn hvers nemanda, fjölskyldu og uppruna. Þessi þekking gerði honum kleift að stjórna þessu stóra heimili, sem var um 200 nem- endur þegar flest var, með mildileg- um hætti húsbónda á stóru heimili. Í því verkefni held ég að þáttur Bubbu hafi verið stór. En Kristinn var ekki bara stjórn- andi heldur var hann afburða ís- lenskumaður og kennari. Vald hans á íslenskri tungu og þekking hefur án efa stuðlað að áhuga margra nem- enda hans á íslenskum fræðum. Menntaskólinn að Laugarvatni hefur frá upphafi státað af afburða fræði- mönnum á íslenskri tungu og þar hélt Kristinn fánanum vel á lofti. Mér hlotnaðist síðar sá heiður að sitja í skólastjórn ML og vera for- maður hennar á síðustu árum Krist- ins í starfi og vil ég nota þetta tæki- færi til að þakka þá innsýn og handleiðslu sem Kristinn veitti mér þá sem fyrr. Elsku Bubba, Ari Páll, Kristrún, Sigurður, Jónína og fjölskyldur megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin lifir um góðan mann. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrr- um nemandi og fyrrverandi for- maður skólastjórnar ML. Kristinn Kristmundsson gegndi stöðu skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni lengur en nokkur annar, eða í rúm þrjátíu ár. Ekki er ósennilegt að hann hafi útskrifað 2 af hverjum 3 stúdentum frá ML og því margir sem minnast hans með hlý- hug. Að stýra heimavistarskóla er töluvert strembnara en að stýra menntaskóla þar sem nemendur fara til síns heima að skóladegi loknum. Á heimavist ML voru oft hátt í 200 nem- endur og endanleg ábyrgð á hópnum hvíldi að sjálfsögðu á herðum skóla- meistara. Margir foreldrar eiga fullt í fangi með einn ungling og því ljóst að það þurfti töluverða stjórnkænsku til að hafa hemil á tugum tápmikilla og uppátækjasamra krakka á aldrinum 15-20 ára. Þá kænsku hafði Kristinn til að bera því hann var hæfilega strangur en kunni að taka í taumana þegar á þurfti að halda. Traustið sem hann bar til nemenda kallaði á sjálfs- ábyrgð enda lærðist okkur fljótt að við vorum ekki lengur börn heldur „fullorðnir “ einstaklingar sem bárum ábyrgð á eigin gjörðum og sú lexía varð okkur dýrmætt veganesti. Kristinn bar hag nemenda mjög fyrir brjósti og fylgdist grannt með námsframmistöðu hvers og eins. Þeir sem slógu slöku við fengu föðurlega áminningu og ráðleggingar um hvernig bæta mætti árangurinn sem oftast dugði til að koma viðkomandi á beinu brautina. En Kristinn gerði sér líka glögga grein fyrir því að félagslíf- ið var jafn mikilvægur hluti lærdóms- og þroskaferlis okkar krakkanna og námsbækurnar og studdi því dyggi- lega við þann þátt skólastarfsins. Þá er ekki aðeins átt við stærri viðburði eins og uppsetningu leikrita heldur líka fyrirbæri eins og söngsal og gön- gufrí enda vissi hann manna best sem fyrrverandi nemandi að leggja þurfti rækt við laugvetnskar hefðir. Þótt Kristinn hafi verið yfirvaldið og sá sem tók menn á teppið gerðist þess þörf var hann líka sá sem nemendur vissu að þeir gætu leitað til ef eitthvað bjátaði á. Heimili hans og konu hans Rannveigar, eða Bubbu, stóð öllum opið og þar var ætíð tekið vel á móti þeim sem bönkuðu upp á. Fyrrver- andi nemendur nutu áfram gestrisni þeirra hjóna þegar þeir komu á Laug- arvatn til að halda upp á stúdents- afmæli og morgunverðurinn sem boð- ið var upp á daginn eftir á heimili þeirra hjóna er sveipaður sannkölluð- um dýrðarljóma. Kristinn lét af störfum sem skóla- meistari ML árið 2002. Umhyggja hans fyrir velferð skólans minnkaði ekkert við það og sömuleiðis var hon- um kappsmál að Nemendasamband Menntaskólans að Laugarvatni héldi velli þótt aðstæður hefðu breyst. Væntumþykja Kristins til skólans lýsir sér einna best í veglegu framlagi í minningarsjóð í nafni hans og Rann- veigar sem hann stofnaði til á sjötugs- afmæli sínu og er ætlað að styrkja efnilega nemendur til frekara náms. Nemendur sem njóta munu góðs af í framtíðinni eiga eftir að minnast Kristins með þakklæti líkt og við sem nutum þeirra forréttinda að vera nemendur í ML á meðan hann var skólameistari. Við leiðarlok þökkum við samfylgdina og sendum fjölskyldu Kristins okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F. h. stjórnar Nemel, Halldóra Friðjónsdóttir. Kristinn Kristmundsson skóla- meistari er látinn. Það er lífsins gang- ur að heyra fregnir af andlátum sam- ferðamanna en nú fannst mér samt nærri hoggið. Þetta hefur verið mér hugleikið og vakið mig til þeirrar vit- undar að skólameistarahjónin á Laugarvatni gengu okkur mennt- skælingum að nokkru leyti í foreldra- stað á viðkvæmu þroskaskeiði. Einangrunin, fámennið og nándin á vistunum í ML skapaði allt í senn kraftmikið og þroskandi samfélag. Yfir þessu samfélagi voru skólameist- arahjónin vakin og sofin. Það fór samt ekki framhjá okkur að agasöm stjórn og refsingar voru ekki sterkustu hlið- ar skólameistarans. Til þess var hann alltof ljúf manngerð, skilningsríkur á mannlegar þarfir og umfram allt frjálslyndur í hugsun. Og sum okkar gengu á lagið. Við lögðum stundum í bjór, svöll- uðum dulítið um helgar og fórum mjög okkar fram. En fæst af þessu fór framhjá hinum alvakandi augum meistara. Þegar lætin gengu úr hófi kom hann út til okkar og sussaði okk- ur til koju og átti enda líka til að ganga á vistir að morgni og vekja morgunsvæfa. Um allt þetta spunn- ust endalausar sögur af meistara sem var sá sem við óttuðumst og virtum. Sjálfur á ég ljúfsára minningu frá þvælingi eftir ball inn á ganginn hjá fyrsta bekkjar stelpum snemma í öðr- um bekk. Þar sátum við Vigfús heit- inn Jónsson makindalegir inni í her- bergi hjá tveimur stöllum, Siggu og Lollu, þegar allt í einu er hrópað: - Meistari er að koma, meistari er að koma. Við Vigfús sátum hinir rólegustu og létum mannalega. Innan tíðar stóð Kristinn inni á gólfi og vísuðu munn- vik hans niður. Það kölluðum við krakkarnir að meistari væri með skeifu og ýktum þetta úr hófi þegar við sögðum að hann setti upp tvær skeifur og jafnvel þrjár þegar veru- lega var allt úr böndum. Í þetta sinn var það örugglega bara ein en við þóttumst menn að meiri að vera vísað af stelpuganginum af meistara. Þegar við komum yfir heyrðum við Vigfús lágt hljóðskraf inni í herbergi Sigþórs og Bjössa. Þar sátu bekkj- arbræður okkar. Við Vigfús vorum sem úr víkingi og létum mikið yfir að hafa verið hent af ganginum hjá fyrsta bekkjar stelpunum. Til þess að útlista þetta sem best fór ég að ganga um gólf herbergisins og herma eftir Kristni með kallalegum limaburði. Uppi á vegg var pjáturskeifa til skrauts og til þess að lýsa nú andlits- falli Kristins skólameistara greip ég skeifuna og gekk með hana fram og til baka um herbergið og hafði yfir ræð- ur. Bekkjarbræður mínir hlógu vel að þessu en sem ég í þriðja sinn stika þannig frá dyrum til enda í herberg- inu hljóðnar hláturinn. Ég geng nið- urlútur og herði mig en þegar ég fyrir miðju herbergi reigi mig upp sé ég hvar stendur framan við mig sá sem ég þóttist vera að herma eftir. Víst var Kristinn enn með munn- svip þann sem við kenndum við hófa- járn, en úr augum hans skein bros, hinn hristi höfuðið lítillega og sagði okkur góðlátlega að fara að koma okkur í háttinn. Upp frá þessu vorum Kristinn vin- ir. Fyrir hönd ML-inga frá 1981 sendi ég fjölskyldunni frá Bala okkar sam- úðarkveðjur með þökk og virðingu. Bjarni Harðarson. Minningarnar hrannast upp, þegar minn gamli, góði lærimeistari og vin- ur er kvaddur. Þeir voru þrír menntaskólakennar- arnir, sem voru fengnir til að kenna mér, þegar ég ákvað að reyna við landsprófið og það utan skóla í fyrstu. Það voru Ingvar Ásmundsson, Þór- arinn Guðmundsson og Kristinn Kristmundsson. Mig minnir það hafa verið Ingvar, sem benti móður minni á að tala við þennan vin sinn, þegar vantaði íslenskukennara fyrir mig, en þeir höfðu kennt samtímis á Laugar- vatni, og kenndu ásamt Þórarni í MR á þessum tíma, enda vissi Ingvar, hvað við vorum vandlátar á kennara. Ég var líka afar heppin, þar sem Kristinn var annars vegar. Hann kunni að glæða áhuga nemenda sinna á íslensku máli og bókmenntum, svo um munaði, og var ákaflega þolin- móður kennari að auki. Það lá allt svo ljóst fyrir, þegar hann skýrði út bók- menntirnar og málfræðina fyrir manni. Hann talaði ákaflega gott, ís- lenskt mál og lagði áherslu á, að nem- endur sínir legðu sig eftir því líka. Ég hélt svo mikið upp á hann sem kenn- ara, að ég kaus að vera í þeim bekk í MR, sem hann kenndi í, þegar ég hóf nám þar. Árið eftir gerðist hann skólameistari á Laugarvatni, og ég sá mikið eftir honum. Ég lærði meira í bókmenntasögu og málfræði á þess- um árum en nokkurn tíma síðan. Kristinn var sá besti íslenskukennari, sem ég hef haft, að öðrum ólöstuðum. Auk þess var hann gull af manni og ákaflega traustur vinur vina sinna. Það var líka skemmtilegt að tala við hann, ekki aðeins um íslenskar bók- menntir og sagnfræði, heldur ýmis- legt annað, og hann spurði þá gjarn- an, hvað maður væri að gera, þá sjaldan fundum okkar bar saman, og mætti manni þá ævinlega með glað- lyndi. Hann hafði mjög sterkan og þrótt- mikinn róm, sem skilaði sér vel, og upplestur hans eftirtektarverðari fyr- ir vikið, ekki síst á Íslendingasögum. Í þessu sambandi minnist ég atviks úr MR, þegar ég var í aukatíma í efna- fræði hjá Þórarni uppi á Langalofti á fyrsta ári mínu í skólanum. Í stofunni við hlið deildarskrifstofu efnafræði- deildar var strákabekkur. Kristinn kom þar inn í byrjun tíma og bauð góðan dag, en strákarnir sinntu því lítið, enda miklar samræður í gangi. Þeir virðast hafa einsett sér að reyna að yfirgnæfa kennarann, en tókst það ekki, þar sem Kristinn hækkaði róm- inn í samræmi við tilraunir þeirra, svo að þeir gáfust upp á endanum og þögnuðu. Þeir höfðu lært sína lexíu af þessu. Ég er ekki grunlaus um, að Kristinn hafi haft lúmskt gaman af þessu tiltæki þeirra undir niðri. Með þakklátum huga kveð ég þennan öðling, þegar hann er nú horf- inn okkur sjónum, og bið honum allr- ar blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um. Rannveigu og fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning mæts kennara. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Kveðja frá Árnesingafélaginu í Reykjavík Kristinn Kristmundsson var Ár- nesingur í húð og hár. Hann var fæddur á bænum Kaldbak í Hruna- mannahreppi. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum að Laug- arvatni árið 1957 og að loknu námi í íslenskum fræðum við Háskóla Ís- lands kenndi hann m.a. við Héraðs- skólann að Laugarvatni og Hús- mæðraskóla Suðurlands og gegndi síðan starfi sem skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni árin 1970 til 2002 eða í þrjátíu og tvö ár. Eftir að hann hafði lokið farsælu starfi þar fluttist hann til Reykjavík- ur en hafði komið sér upp sumarhúsi skammt frá Laugarvatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.