Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 ✝ Ragnhildur Geirs-dóttir fæddist á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal 17. júní 1922. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra, Borgarnesi, 26. sept- ember 2010. Hún var dóttir hjónanna Geirs Péturssonar frá Geirs- hlíð í Flókadal, bónda á Vilmundarstöðum, f. 22. júlí 1893, d. 15. febrúar 1982, og Ástríðar Sigurð- ardóttur frá Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal, f. 28. nóv- ember 1888, d. 2. janúar 1949. Systkini Ragnhildar voru Pétur Geirsson, f. 12. janúar 1916, d. 23. desember 1995, Sigurður Geirsson, f. 10. október 1918, d. 18. september 1989, og Ástríður Geirsdóttir, f. 28. Hersteinsson, f. 22. mars 1951. Synir þeirra eru 1) Hersteinn Pálsson, f. 13. ágúst 1978, maki Elínborg Auður Hákonardóttir, f. 12. nóvember 1978. Þeirra barn er Elfur Her- steinsdóttir, f. 26. júlí 2010. 2) Páll Ragnar Pálsson, f. 19. júní 1980, maki Ragnhildur Kristjánsdóttir, f. 3. febrúar 1981. Ragnhildur ólst upp á Vilmund- arstöðum við almenn sveitastörf og gekk í Reykholtsskóla áður en hún innritaðist í Samvinnuskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk versl- unarprófi árið 1945. Hún starfaði sem skrifstofumaður hjá Rafmagns- veitum Reykjavíkur og Ofnasmiðj- unni áður en hún réðist til starfa hjá Vinnufatagerð Íslands þar sem hún vann í 31 ár, 1955-1986. Hjá land- búnaðardeild SÍS vann hún árin 1986-1991 og loks hjá Tæknivali í 14 ár, 1991-2006, uns hún lét af störfum tæpra 84 ára gömul. Útför Ragnhildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. október 2010, og hefst athöfnin kl. 15. desember 1924, d. 30. nóvember 1990. Hinn 17. júní 1947 giftist Ragnhildur Páli Sigurðssyni tollverði, f. 11. janúar 1918 í Vík í Mýrdal, d. 3. maí 1994. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Einarssonar söðla- smiðs, f. í Indriðakoti undir Eyjafjöllum 9. júní 1879, d. 14. des- ember 1971, og Val- gerðar Pálsdóttur, f. í Svínhaga á Rang- árvöllum 9. febrúar 1879, d. 18. júní 1964. Systur Páls voru Þuríður Sig- urðardóttir, f. 17. desember 1913, d. 22. febrúar 1915, og Ingibjörg Sig- urðardóttir, f. 31. janúar 1916. Dótt- ir Ragnhildar og Páls er Ástríður Pálsdóttir, f. 2. apríl 1948, maki Páll Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim og verður til mold- ar borin í dag. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir rúmlega hálfri öld þótt hvorugt okkar hafi víst grunað með hvaða hætti við ættum eftir að tengj- ast síðar. Það var páfagaukur, gári, sem dró mig að heimili hennar á sín- um tíma. Leikfélagi minn vissi af til- vist hins stórmerkilega Tomma, sem fékk að fljúga frjáls í íbúð Ragnhildar og Páls í Stórholtinu, og því gerðum við okkur ferð þangað til að heilsa upp á fuglinn. Tæpum tveim áratugum síðar kynntumst við á allt öðrum for- sendum. Ragnhildur var mikið náttúrubarn og hún og maður hennar, Páll Sig- urðsson, eyddu gjarnan sumarleyfum sínum á tjaldferðalögum um Ísland á yngri árum. Þau höfðu einkadótt- urina með allt frá því að hún var kornabarn og fannst það ekki mikið mál. Þegar þau urðu amma og afi byggðu þau sér hlýlegan bústað á fæðingarjörð Ragnhildar, Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal, og tóku að rækta landið. Þar, í Eyrarkoti, áttu þau margar góðar stundir, oft með dóttursonum sínum meðan þeir voru litlir. Hin síðari ár höfum við Ástríð- ur, dóttir þeirra, sótt okkur hvíld og ómælda ánægju þangað. Ragnhildur var dugnaðarforkur, sjálfstæð í hugsun, glettin og stríðin með afbrigðum. Hún var ein af fáum húsmæðrum af sinni kynslóð sem ávallt unnu utan heimilis. Þar réðu dugnaður hennar og þörf fyrir sjálf- stæði. Hún hafði ákveðnar skoðanir á landsmálum en gaf þó aldrei upp hvaða flokk hún kysi í kosningum. Hún lét sér nægja að tilkynna manni sínum að hún hefði eyðilagt atkvæði hans með sínu atkvæði. Þar komu stríðnin og glettnin til sögunnar. Þótt Ragnhildur hafi lengst af ver- ið skrifstofumaður, gjarnan í bók- haldi enda með verslunarpróf frá Samvinnuskólanum, tók hún að sér mötuneyti Tæknivals meðan það fyr- irtæki var í sem örustum vexti. Síð- ustu árin sá hún um kaffið þar. En hún gerði meira, því að hún var sálu- sorgari margra á vinnustaðnum, enda langelst starfsmanna. Það var því ekki að ástæðulausu að samverka- menn hennar kölluðu hana „ömmu“ og margt af unga fólkinu þekkti hana ekki undir öðru nafni. Jafnvel dóttir hennar varð að biðja um samband við „ömmu“ þegar hún þurfti að ná tali af henni í síma! Árið 2006 hætti Ragnhildur að vinna og ákvað að eyða ævikvöldinu á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þar átti hún margt ættmennið, bæði meðal vistmanna og starfsmanna. Fyrir hönd okkar hjóna vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólkinu þar fyrir góða umönnun hennar. Þó er ekki á neinn hallað þótt Ástríður Sig- urðardóttir, bróðurdóttir Ragnhild- ar, sé nefnd sérstaklega í því sam- bandi. Ásta var henni eins og dóttir þessi síðustu ár, fór t.d. með henni í sund meðan heilsan leyfði en sá líka til þess, allt fram á síðasta dag, að Ragnhildur hefði nóg að starfa sem „undirverktaki“ í prjónaskap. Það var henni mikilvægt. Líkamleg heilsa Ragnhildar var orðin slæm undir lokin en andlega voru engin merki um afturför. Hún varð örugglega svefninum fegin. Megi hún hvíla í friði. Páll Hersteinsson. Föðursystir okkar Ragnhildur Geirsdóttir er látin á 89. aldursári. Hún var næstyngst fjögurra systkina frá Vilmundarstöðum sem eru nú öll látin. Ragga var glæsileg kona og dugn- aðarforkur. Lífið lá vel fyrir henni; jákvæðni, hjálpsemi og atorka voru hennar einkunnarorð og nutum við þess oft systkinin. Þar ber margt að þakka. Við ólumst upp á barnmörgu sveitaheimili og á þeim tíma voru samskiptin við höfuðborgina yfirleitt í gegnum ættingja sem þar bjuggu og í þessu hlutverki var Ragga í essinu sínu. Heimili þeirra Páls Sigurðsson- ar stóð okkur opið, hvort sem var til skammrar dvalar eða til vetursetu. Páll var góður ljósmyndari og hætt við að ekki hefðu verið til margar myndir af okkur í æsku ef hans hefði ekki notið við. Þegar þau hjónin komu að Vil- mundarstöðum var eins og þau kæmu með keiminn af höfuðborginni með sér og þessar heimsóknir vöktu alltaf tilhlökkun hjá okkur. Rætur Röggu til heimaslóðanna voru djúpar og um 1980 reistu þau sér sumarbú- stað í landi Vilmundarstaða og það varð fljótt þeirra sælureitur. Koteyr- in ber þess fagurt merki hversu ötul þau voru að hlúa að öllu í kringum sig. Þarna er risinn veglegur skóg- arreitur og nú hafa afkomendurnir tekið við kyndlinum. Tengslin rofnuðu ekki þó að við kæmumst á fullorðinsár. Af foreldr- um okkar gengnum var Ragga eins og mamma okkar og amma, fylgdist með og ávallt tilbúin að hjálpa. Hún lánaði okkur oft bústaðinn þegar við vildum koma saman eða eyða rólegri helgi á æskuslóðunum, viðkvæðið var að við værum hluti af fjölskyldunni og fjölskyldan átti að standa saman. Ragga hafði fullt starfsþrek fram yfir áttrætt og í hennar huga var ekk- ert sem hét að hætta að vinna. Þar kom að hún þurfti meiri umönnun og þá kaus hún að flytjast á Dvalarheim- ilið í Borgarnesi þar sem hún hitti marga æskufélaga úr Borgarfirðin- um og undi hag sínum vel. En undir lokin var líkamlegri heilsu Röggu farið mjög að hraka en fram á síð- asta dag var hún eldskörp og vel minnug. Henni var auðvitað ljóst að hverju stefndi og tók því með því æðruleysi og hugrekki sem henni var eðlislægt. Við systkinin þökkum Röggu fyr- ir vegferðina, þá velvild, stuðning og góða hug sem hún bar til okkar og vottum dóttur hennar, tengdasyni og afkomendum innilega samúð. Hlín Gunnarsdóttir, Geir, Ástríður, Guðrún, Eysteinn og Magnús Sigurðarbörn frá Vilmundarstöðum. Lífið er vissulega tilviljanakennt. Páll bróðir minn var í sveit á Stein- dórsstöðum í Reykholtsdal í nokkur ár sem ungur drengur. Konuefnið sitt Ástríði sem ættuð er frá næsta bæ, Vilmundarstöðum, fann hann hins vegar ekki þar. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, er þau voru bæði í háskólanámi í Bretlandi að þau hittust á Íslendingaskemmt- un í London. Það er skemmst frá því að segja að þau urðu hjón og þannig kynntist ég foreldrum Ástu, Ragn- hildi Geirsdóttur og Páli Sigurðs- syni, en Páll lést fyrir allmörgum ár- um langt um aldur fram. Ragnhildur og Páll voru yndislegt fólk og góð heim að sækja. Það var engin lognmolla þar sem Ragnhild- ur var annars vegar. Hún var greind, hlý, fljót að hugsa og svara, skemmtileg og stríðin en líka ætt- rækin og barngóð. Hún var afskap- lega rösk, praktísk og nýtin, kostir sem hún hefur án efa lært að til- einka sér í uppvextinum. Fjölskyld- urnar tvær tengdust fljótt miklum og sterkum vinaböndum. Hún heils- aði mér og mínum alltaf glaðlega og með hlýju faðmlagi og ég sé hana oft fyrir mér á sólpallinum á Eyrarkoti en þar höfðu þau Páll byggt sér sumarbústað fyrir rúmum 30 árum í landi Vilmundarstaða. Húsið er þannig staðsett að auðvelt var að ná í heitt vatn til upphitunar og einnig fyrir „laugina“ eins og heiti pottur- inn er gjarnan kallaður. Eftir því sem gróðurinn hefur tekið við sér og trén orðið að þéttum skógi er þessi staður orðinn alger paradís. Ragnhildur vann lengst af utan heimilis. Hún ávann sér alltaf vel- vild og vinskap samstarfsfólksins. Sem dæmi um það má nefna að sam- starfsfólkið í Tæknival kallaði hana gælunafninu „ömmu“ þegar hún vann í mötuneytinu þar og alltaf síð- ar þegar þau hittust. Hún tók öllum vel og var hress og kát í viðmóti með silfurhvíta hárið sitt og húmorinn í lagi. Ragnhildur fylgdist með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og tók þátt í umræðunni allt til síðasta dags. Hún var ófeimin við að vera á annarri skoðun en við hin til að hressa upp á samræðurnar. Hún var geysilega góð amma sinna eigin barnabarna og mín börn nutu líka góðs af því. Hersteinn og Páll Ragn- ar eiga án efa margar góðar minn- ingar um ömmu Ragnhildi og það er okkur öllum mikið gleðiefni að hún skyldi ná að sjá fyrsta barnabarna- barnið sitt áður en hún kvaddi þenn- an heim. Líkamlegt þrek þvarr smám saman síðustu árin en andinn var hress og kímnin skörp uns yfir lauk. Við sem fengum að kynnast Ragn- hildi Geirsdóttur og vera samferða- fólk hennar í mörg ár erum ríkari fyrir vikið. Hennar verður sárt saknað. Við munum öll hugsa títt til hennar, ekki síst þegar við fáum að njóta sveitasælunnar á bernsku- slóðum hennar í Borgarfirði. Ég sendi ykkur innilegar samúð- arkveðjur, elsku Ásta mín og Palli, Hersteinn og Elínborg, Páll Ragnar og Ragnhildur. Það er sagt að það komi maður í manns stað, ekki veit ég hvort það er rétt, en vissulega mun litli 11 vikna sólargeislinn Elf- ur Hersteinsdóttir með nafnið sitt fallega lýsa upp líf ykkar um ókomna tíð og hjálpa ykkur að yf- irvinna söknuðinn. Inga Hersteinsdóttir. Já, það getur verið stutt í kveðju- stund. Ég er þakklát fyrir að hafa komið til þín í sumar. Við rifjuðum upp allar gömlu minningarnar sem við áttum frá því að við unnum sam- an í nokkur ár hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Þú tókst mér opnum örmum og kenndir mér allt um tollskýrslur og verðlagningu og upp úr því vorum við alltaf í góðu sambandi. Það var gott að koma til þín í Bessugróf, alltaf varst þú með eitthvað á prjónunum sem þú miðl- aðir til okkar stelpnanna og svo var alltaf tilhlökkun að fá eina brúna. En þú varst líka orðin þreytt, sakn- aðir að geta ekki farið í sund og hlaupið um gangana og það væri komið að leiðarlokum vildir bara fara að fá hvíldina. En kæra vinkona, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir samfylgdina með þessum orðum. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Megi góður guð styrkja, dóttur, tengdason og barnabörn og aðra ástvini. Emilía Kjærnested. Þegar við minnumst góðu áranna í Tæknivali þá verður okkur strax hugsað til einnar sérstakrar konu; hún var alltaf kölluð amma og starf- aði í mötuneytinu. Myndin er af grannvaxinni, fíngerðri konu með drifhvítt fallegt hár. Hún gengur léttfætt stigana í Skeifunni 17 með veitingar á fundi, tekur sér pásur á pallinum og lætur nokkur vel valin orð fjúka til samstarfsmanna sem þjóta hjá, gjarnan til að kenna þeim betri siði. Hún á fleiri barnabörn en gerist og gengur þessi kona, hátt í þúsund að tölu eru þau orðin, sem störfuðu hjá fyrirtækinu. Og öll bera þau djúpa virðingu fyrir stór- brotinni, skemmtilegri og viturri konu sem setti mark sitt á lífið í fyr- irtækinu meira en nokkur annar starfsmaður. Hún trónir á toppnum í minningaflórunni. Á einstakan hátt varð hún sameiningartáknið, ástkæra amman okkar. Við vitum ekki af hverju hún var kölluð amma, það bara þróaðist þannig. Við minnumst þess að hafa verið búin að starfa lengi í fyrirtæk- inu þegar þeirri hugsun skaut upp í kollinn að líklega ætti amma sér eitthvert annað nafn. Sum okkar vissu aldrei hennar rétta nafn. Amma átti tvö til þrjú ár í sjötugt þegar hún hóf störf hjá Tæknivali. Hún sótti um í mötuneytinu en trúði samstarfsmanni fyrir því að hún hefði í raun engan áhuga á mat en vildi komast á skrifstofuna þegar fram liðu stundir. Hún hafði alla tíð unnið úti og þótti ekkert tiltökumál að hefja nýjan starfsferil á þessum aldri, sem fælist í því að þróast inn- an fyrirtækisins. Það tókst henni því undir lok starfstímans var mötu- neytinu lokað og amma flutt til í starfi, á skrifstofuna þar sem hún sinnti ýmsum tilfallandi verkefnum þar til hún hætti tæplega 85 ára að aldri. Amma var svo skemmtileg með sínar hnyttnu athugasemdir og kaldhæðna húmor. Hún var líka for- kólfur í félagslífinu í Tæknivali og lét sig aldrei vanta á uppákomur. Við minnumst þorrablóta og ann- arra viðburða, sem haldin voru í stormi og ófærð svo borgarbúum var ráðlagt að halda sig innandyra. Starfsmenn Tæknivals börðust þó í hríðarbyljum á skemmtanir og allt- af var amma með í för, komin yfir áttrætt. Henni fannst svo mikilvægt að vera þátttakandi í lífinu. Og við héldum upp á stórafmælin hennar með pomp og prakt. Það var alltaf gleði í kringum ömmu. Amma fylgdist vel með þjóðmál- um og hafði einbeittar meiningar um allt sem þar fór fram þó að seint tækist að staðsetja hana í stjórnmál- um. Hún var ákveðin og mjög hrein- skiptin, hafði skoðanir á öllu og kom þeim óhikað á framfæri hvort sem þær voru líklegar til vinsælda eða ekki. Við vissum sem var að amma hafði yfirleitt mikið til síns máls og allar hennar athugasemdir og ábendingar áttu sér undirrót í um- hyggju og ást á samstarfsfólkinu og velferð fyrirtækisins. Enginn barð- ist harðar og einlægar fyrir tilvist og árangri Tæknivals. Þó að Ragnhildar-nafnið sé sterkt og passaði persónunni vel þá gat ekkert nafn hæft hlutverki hennar og stað í hjörtum okkar betur en „amma“. Fyrir hönd samstarfsfólks í Tæknivali kveðjum við elsku ömmu okkar með innilegu þakklæti fyrir samstarfið og vináttuna. Hún auðg- aði líf okkar allra. Anna Birna, Björk, Guðrún. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (H.P.) Ragnhildur Geirsdóttir kær vin- kona er látin, nú er komið að kveðju- stund. Margar góðar minningar líða um hugann. Við Ástríður, einkadóttir Ragn- hildar og Páls, eiginmanns hennar, urðum vinkonur fyrir hartnær fjór- um áratugum. Gaman var að koma á heimili þeirra Ragnhildar og Páls, fyrst á Háaleitisbrautina, síðar er þau byggðu sér hús við Blesugróf. Glað- værð, hlýja og gestrisni húsráðenda var ómæld og stutt í kímnina. Páll lést fyrir 16 árum. Ragnhildur bjó áfram í Blesugrófinni. Ræktaði fal- lega garðinn sinn, umvafði fjöl- skylduna og augasteinana Herstein og Pál Ragnar með ástúð sinni. Hún dvaldi í sumarbústað þeirra hjóna í Reykholtsdal, en í þeim dal var hún borin og barnfædd. Þau Páll undu þar löngum við gróðursetn- ingu trjáa ásamt því að sinna frænd- fólki og vinum, því hélt Ragnhildur áfram þar til heilsu þraut. Margoft naut undirrituð þess að dvelja þar með Ástríði, Páli eiginmanni hennar og Ragnhildi ásamt öðru vensla- fólki. Með Ragnhildi er gengin mikil- hæf kona. Lífskraftur hennar var einstakur og þar fór kona sem talaði tæpitungulaust. Það var svo gaman að ræða við hana, svo unga í anda og lifandi. Hún var komin vel yfir átt- rætt er hún hætti að vinna í Tækni- vali. Henni var mikið hampað á þeim vinnustað, enda svo einstaklega skemmtilegur félagi. Ekki dró hún af sér þótt líkam- lega væri þrekið mjög þorrið hin síð- ustu ár. Með fágætum viljastyrk tókst hún á við sjúkdóm sinn. Ég var svo lánsöm að hitta hana fyrir rétt tveimur vikum. Þá var hún jafn létt í lund og gefandi sem endranær. Var að prjóna flík á litla nýfædda langömmubarnið. Ég kveð Ragnhildi með miklum söknuði og um leið þakklæti fyrir vináttuna, og bið henni góðrar ferð- ar á himinbrautum. Veri hún kært kvödd. Helga Hjálmtýsdóttir. Ragnhildur Geirsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.