Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 23
Eftir að Kristinn hafði sest að í höf- uðborginni gekk hann í Árnesinga- félagið í Reykjavík, var þá óðar kos- inn í stjórn félagsins og eigi löngu síðar ritari stjórnarinnar. Þar sýndi hann málefnum félagsins mikinn áhuga og hafði ætlað sér ærin verk- efni á vettvangi þess, m.a. við samn- ingu texta á upplýsingaskilti við Kóngsveginn sem félagið hafði á prjónunum að láta setja upp á nokkr- um stöðum við leiðina sem Danakóng- ur fór í heimsókn sinni austur í sveitir á árinu 1907. Vegna heilsubrests ent- ist honum ekki aldur til að stýra því verki í höfn. Hann var einnig tillögu- góður um önnur verkefni félagsins, svo sem Vígðulaug við Laugarvatn, brjóstmynd af Tómasi við Efri-Brú og Sigríði í Brattholti við Gullfoss, minnisvarða um Ásgrím Jónsson í Flóa og umbætur við skógræktarreit félagsins í Áshildarmýri á Skeiðum. Félagið stendur í þakkarskuld við Kristin vegna einlægs áhuga hans og vinnu að málefnum félagsins. Félagið vottar eiginkonu hans Rannveigu Pálsdóttur frá Stóru- Sandvík og fjölskyldu innilega samúð. Fyrir hönd Árnesingafélagsins í Reykjavík, Unnar Stefánsson, formaður. Það var fyrir fjórtán haustum að við komum á Laugarvatn til að setjast þar á skólabekk. Mörg áttum við um lang- an veg að fara úr skjóli foreldra og fjöl- skyldu. Þótt okkur fyndist við værum loksins sjálfum okkur ráðandi var gleðin yfir þeim áfanga blandin kvíða yfir því sem tæki við. Næstu fjögur ár- in var Menntaskólinn að Laugarvatni okkur kært heimili. Með Kristni Krist- mundssyni skólameistara er genginn húsbóndi þessa heimilis. Kristinn var okkur bæði strangur og eftirlátur eftir „efni og aðstæðum“. Hann var óbifanlegur í störfum sínum og hélt í ýmsar grónar hefðir heima- vistarskólans, sem ekki er víst að getið sé í menntaforskriftum. Á hverjum morgni gekk hann á herbergi og hast- aði á þá sem seint og illa drógust á fæt- ur. Hann skólaði okkur til í sínum mörgu ræðum á húsþingum, sem víða komu við. Eitt sinn talaði hann þar lengi um meðferð á „jórturgúmmíi“ og þá ósvinnu sumra nemenda að klína því á gangstéttarhellur. Í janúar las hann upp allar einkunnir yfir 7.0. Það var mörgum brýning að komast „í stig- ann“ og hljóta kannski eftirsótt hrós fyrir framfarir og góðan árangur. Kristinn kenndi ekki mikið, en kennsla hans er mörgum okkar minnisstæð. Við minnumst þess einnig hversu heimili þeirra Kristins og Bubbu var okkur opið og hvernig þau litu á skól- ann allan sem eitt heimili. Gott dæmi þessa er þegar Kristinn varð sextugur að hann bauð ekki aðeins starfsfólki heldur einnig öllum nemendum til veislu. Við hæfi er að rifja upp ræðuorð Hreins Ragnarssonar kennara. Hann sagði að með sanni mætti um Kristin segja það sem sagt væri í Heims- kringlu um Erling Skjálgsson á Sóla, að „öllum kom hann til nokkurs þroska“. Það eru orð að sönnu. Við vottum Bubbu og fjölskyldu innilegustu samúðar. Við viljum heiðra minningu Kristins með því að leggja 100 þúsund krónur í sjóð til styrktar efnilegum nemendum við Menntaskól- ann, en sá sjóður var Kristni hugleik- inn síðustu árin. Við vottum Bubbu og fjölskyldu innilega samúð. Fyrir hönd stúdenta frá Laugar- vatni 2000, Arnór Snæbjörnsson. „Emergency, Emergency“ – þann- ig hljómuðu upphafsorð húsfundar á haustdögum 1986. Nemendum var brugðið, eitthvað mikið hlyti að liggja við fyrst íslenskumaðurinn Kristinn Kristmundsson ávarpaði nemendur sína með þessum hætti. Tilefnið var líka allsérstakt og ógleymanlegt; leið- togafundur stórveldanna tveggja í Höfða. Líklegt var að erlendir frétta- menn fengju aðstöðu á heimavistum Menntaskólans að Laugarvatni. Því þurftu nemendur að bregðast skjótt við og rýma vistir. Þessi orð skóla- meistara urðu einnig ógleymanleg og er enn hent á lofti ef mikið liggur við í okkar hóp. Við minnumst Kristins og áranna okkar á Laugarvatni með hlýhug og eftirsjá. Kristinn stjórnaði skólanum með styrkri hendi og Rannveig kona hans öllu er viðkom bókhaldi nem- endamötuneytisins. Við vorum í góð- um höndum á þessum miklu mótun- arárum. Kristinn var mikill skóla- maður og hans góða nærvera og réttsýni hafði mikil áhrif á okkur öll. Dvöl í heimavistarskóla gerir alla samveru nána, ekki bara á milli nem- enda heldur einnig á milli skólastjórn- enda, kennara og nemenda. Það var ævinlega gott að leita til og koma á heimili þeirra hjóna sem ávallt stóð okkur opið. Það er óhætt að segja að þau hjón hafi verið okkur menntskæl- ingum góðar fyrirmyndir. Það gekk oft á ýmsu eins og vera ber þegar svo stór hópur ungmenna er samankom- inn í sveitaþorpi úti á landi en Krist- inn treysti okkur til fulls. Hann var þó aldrei langt undan, tilbúinn að grípa inn í ef með þyrfti. Hann gerði sitt ýtrasta til að við gætum leyst úr þeim málum er upp komu af sjálfstæði og sanngirni. Kristinn Kristmundsson var okkur góð fyrirmynd. Við erum lánsöm að hafa fengið að njóta leiðsagnar hans. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Bubba og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd útskriftarárgangs 1988, Anna María Gunnarsdóttir, Anna Lára Pálsdóttir, Auður Perla Svansdóttir og Hildur Ragnars. Hann Kristinn var maður sem mér þótti óendanlega vænt um og bar mikla virðingu fyrir. Hann og Bubba ömmusystir mín hafa alltaf reynst mér vel og látið mér líða sem einni af fjölskyldunni. Kristinn var fróður, víðlesinn og hafði góðan húmor. Hann var góður sögumaður, sem gaman var að hlusta á. Ég heimsótti fjölskylduna á Bala oft í fríum og það var alltaf jafn gaman og mikið um að vera. Kristinn hafði mikið jafnaðargeð og lét það ekki trufla sig að við værum hlaup- andi um húsið, þrátt fyrir að hann væri að vinna. Maður hugsaði ekki út í það sem barn, en sér sem fullorðinn að það hlýtur að hafa verið erfitt að einbeita sér þegar við vorum að ærsl- ast í kringum hann. Hann var líka mjög sanngjarn og réttlátur. Ég minnist þess til dæmis þegar við vor- um í fótbolta úti í garði og brutum kjallararúðu. Við fórum inn á skrif- stofu til Kristins að segja honum hvað hafði gerst. Hann þakkaði okkur fyrir að segja rétt frá og bað okkur að fara varlegar í framtíðinni. Ég var bara barn þegar þetta gerðist, en viðbrögð hans þarna kenndu mér að það er mikilvægt að taka ábyrgð á gerðum sínum. Í páskaheimsóknum mínum að Bala var stundum farið í göngu- ferðir og er ein minnisstæðust þar sem við gengum upp á Gullkistu. Það var glampandi sól, gott veður og stór- kostlegt útsýni. Mér þótti þetta mikið ævintýri og man enn hvað það var gott að setjast niður og fá suðusúkku- laðimola þegar við komumst upp á topp. Ég hef farið í margar göngur síðan, en þessi er alltaf minnisstæð- ust. Ég á ótal margar góðar minn- ingar tengdar Kristni og mér er það mikils virði að hafa þekkt og alist upp í kringum svo merkan mann. Það sem stendur upp úr í mínum huga þegar ég hugsa um Kristin er að hann var bæði mikill fjölskyldumaður og átti mikilli velgengni að fagna í starfi sínu sem kennari og skólameistari. Bubba og Kristinn hafa alltaf unnið sem eitt, gestrisni einkennir heimili þeirra og þeir eru ófáir sem hafa notið velvildar þeirra í gegnum árin. Mínar hugsanir eru hjá Bubbu, Ara Páli, Kristrúnu, Sigga og Jónínu, tengdabörnum og barnabörnum. Það er mikill missir að Kristni, en góðar minningar lifa. Guðbjörg Inga Aradóttir. Kristinn Kristmundsson fyrrver- andi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er látinn. Hann hafði undanfarið átt við nokkra vanheilsu að stríða. Kristni kynntist ég fyrst er hann var nemandi í Menntaskólanum að Laugarvatni. Kristinn var frábær nemandi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1957 og cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1966. Á skólaárunum fékkst hann nokkuð við kennslustörf, enda eftirsóttur starfs- maður og afburðagóður kennari. Árið 1970 var Kristinn skipaður skóla- meistari Menntaskólans að Laugar- vatni. Hann gegndi því starfi með miklum glæsibrag til starfsloka sinna árið 2002. Í skólasamfélaginu á Laug- arvatni störfuðu barnaskóli og fjórir framhaldsskólar. Framhaldsskólarn- ir áttu margt sameiginlegt og deildu með sér rekstri skólanna. Skólamálin voru oft sameiginlegt umræðuefni skólastjóranna á fundum þeirra í Skólastjóraráði Laugarvatns. Krist- inn Kristmundsson er mér sérstak- lega minnisstæður frá þessum fund- um. Hann lagði alltaf gott til málanna og leiddi umræður til farsællar nið- urstöðu. Þannig voru öll kynni mín af Kristni, frábærum skólamanni og kærum vini öll árin sem við áttum saman á Laugarvatni. Rannveig og Kristinn ferðuðust mikið innanlands og utanlands. Þau voru félagslynd og tóku þátt í fé- lagsstarfi sveitunga sinna alla tíð. Kristinn var útivistarmaður og naut vel dýrðarinnar á Laugarvatni og í Laugardalnum. Hann byrjaði gjarn- an skólann að hausti með gönguferð nýnema á fjöllin sem vörðuðu Laug- arvatn. Kristinn var áhugamaður um íþróttir og lagði áherslu á að nemend- ur hefðu sem besta aðstöðu til íþrótta- æfinga. Íþróttakennaraskóli Íslands naut vel áhuga Kristins á íþrótta- starfinu. Hann studdi skólann vel í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Laugarvatni. Eiginkona Kristins, Rannveig Pálsdóttir átti stóran þátt í lífi og starfi Kristins. Hún fylgdist vel með framgangi skólastarfsins. Hún starfaði á skrifstofu skólans og kynnt- ist öllum starfsmönnum og nemend- um, sem hún var einkar hjálpleg og alltaf til viðræðu og hjálpar ef eitt- hvað var að. Menntaskólinn að Laug- arvatni var því meira en kennslu- stofnun. Menntaskólinn að Laugarvatni var heimili nemenda. Nemendur dáðu skólastjórahjónin bæði fyrir skilning þeirra, gestristni og einkar hlýtt og gott viðmót. Rannveig og Kristinn eignuðust fjögur börn, glæsileg og vel gefin. Barnabörnin eru 14. Þau byggðu sér sumarhús í nágrenni Laugarvatns þar sem útsýni yfir Laugardalinn er stórfenglegt, þar áttu þau sælureit. Við starfslok fluttu þau í hús sitt í Reykjavík. Kæra Rannveig, við Hjördís sam- hryggjumst þér og börnum ykkar og biðjum Guð að blessa ykkur og varð- veita. Við kveðjum góðan vin og þökk- um samfylgdina. Blessuð sé minning Kristins Kristmundssonar. Árni Guðmundsson. Fallinn er frá mikill maður sem við eigum margar hlýjar minningar um. Við þökkum fyrir að hafa orðið þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Kristni á mestu mótunarárum okkar. Þegar við komum að Laugarvatni haustið 1978 eignuðumst við nýja fjöl- skyldu. Alla skólagönguna var okkur sýnd væntumþykja og óeigingirni af þeim hjónum Kristni og Bubbu. Þeg- ar sótt var um skólavist í ML fylgdi með mynd af umsækjanda sem var óvenjulegt á þeim tíma. Þetta var til þess að þegar við komum á staðinn í fyrsta sinn þekkti Kristinn okkur með nafni og vissi hvaðan við komum. Þannig var hann. Hann vildi vita og hafði einlægan áhuga á líðan og vel- ferð hvers og eins. Heimili Kristins og Bubbu stóð öllum opið og þau sýndu okkur einstaka umhyggju og nær- gætni. Það er ekki sjálfgefið að eiga slíka að, langt frá heimahögum. Við kynntumst ef til vill heimili þeirra hjóna á annan hátt þar sem elsta dótt- ir þeirra, Kristrún er bekkjarsystir okkar og góð vinkona. Hver og ein á sína minningar um Kristin. En sameiginlegar minningar eigum við líka. Minningar um fjall- göngur á hverju hausti með Kristin í broddi fylkingar eru ógleymanlegar. Kristinn á göngu frá heimili sínu að skólahúsinu, álútur með töskuna und- ir handlegg og húfu á höfði. Hann var leiðtoginn, kallaði nemendahópinn allan á sal, þegar þess gerðist þörf. En hann var líka til í að gefa eftir t.d. með því að leyfa söngsal og bjölluslag á miðjum skóladegi. Þegar námstímanum í ML lauk, hélt Kristinn áfram að bera hag okk- ar fyrir brjósti. Hann vildi vita hvern- ig við hefðum það og hvað við værum að gera. Í dag er það okkur óendan- lega mikils virði. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að þakka Kristni samfylgdina og þá væntumþykju sem hann sýndi okkur alla tíð. Kæra Bubba og fjölskylda, innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar allra frá skólasystrum úr útskriftarárgangi ML 1982. Anna Kristjana, Eydís Katla, Gunnhildur og Sigríður. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYGLÓ EYJÓLFSDÓTTIR fyrrv. skólameistari, Prestastíg 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. október kl. 13.00. Steinarr Höskuldsson, Höskuldur Steinarsson, Helga Ívarsdóttir, Gunnhildur Steinarsdóttir, Fanney Stefánsdóttir, Steinarr Hrafn Höskuldsson, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Hróbjartur Höskuldsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Eygló Þorsteinsdóttir, Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir. ✝ Elskuleg móðursystir okkar og mágkona, UNA ÞORGILSDÓTTIR, Ólafsbraut 62, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 7. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Sveinsson, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir, Sveinn B. Ólafsson. ✝ Hjartkær vinur minn og bróðir okkar, HÖRÐUR HARALDSSON fyrrv. kennari á Bifröst, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 5. október. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Eiríkur Haraldsson, Pétur Haraldsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, HALLDÓR MARGEIR INGÓLFSSON, Unufelli 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. septem- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 7. október kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabeth Esther Lunt. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Hlaðbrekku 22, Kópavogi, lést þriðjudaginn 28. september á Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. október kl. 13.00. Óskar Sigurðsson, Magnús Jónsson, Þóra María Erlingsdóttir, Borghildur Guðmundsdóttir, Páll Jónsson, Bertha K. Persen, Johnny Persen, Íris Ajayi Óskarsdóttir, Julíus F. Ajayi og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.