Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 6
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Heimaþjónusta fyrir aldraða er al- gengari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aldraðir á Íslandi fá þó talsvert minni þjónustu en nor- rænir jafnaldrar þeirra, að minnsta kosti hvað varðar tímafjölda. Þetta kom fram í fyrirlestri El- ísabetar Karlsdóttur félagsráðgjafa á málþingi um þjónustu við eldri borgara í heimahúsum, sem haldið var nýlega á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða, Rannsóknarstofn- unar í barna- og fjölskylduvernd, Landssambands eldri borgara og fleiri aðila. Elísabet, sem er verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd, vinnur nú að rann- sókn á viðhorfum og vinnuumhverfi starfsmanna í umönnun aldraðra. Rannsóknin er styrkt af NCoE Reassess, sem stendur fyrir Nordic Center of Excellence. Samkvæmt hagtölum ársins 2009 fékk 7691 aldraður heimaþjónustu á síðasta ári, sem eru 20,3% lands- manna eldri en 65 ára. Hlutfallið er hærra í Reykjavík, þar sem um fjórðungur allra 65 ára og eldri fékk heimaþjónustu. Betra að hlúa að heima „Stefnan á Norðurlöndum hefur verið sú að aldraðir búi heima sem allra lengst, með góðum stuðningi,“ segir Elísabet. „Það er ekkert svo langt síðan farið var að huga að því hér á landi að betra væri að hlúa að fólki í heimahúsum en á stofnunum og nú er áhersla lögð á að fólk geti verið heima sem lengst.“ Aldraðir á Íslandi hljóta að þurfa álíka mikinn stuðning og aðrir Norð- urlandabúar. Þýða þessar niðurstöð- ur að þeir fái of litla aðstoð eða eru íslenskir öldungar betur á sig komn- ir en jafnaldrar þeirra á Norður- löndum? „Það er erfitt að fullyrða um það,“ segir Elísabet. „En í hin- um norrænu ríkjunum hefur verið tilhneiging til að draga úr heima- þjónustu. En þeir sem fá hana fá talsvert mikla þjónustu. Hér á landi sinnum við mjög mörgum, en hver og einn fær minni þjónustu,“ segir Elísabet. Mat aldraðra á þjónustu Í rannsókninni kannaði Elísabet hvernig störfum starfsfólks í heima- þjónustu á Íslandi er háttað. Spurt var hvaða störf voru unnin vikulega eða oftar. Þessar niðurstöður voru bornar saman við rannsókn Sigur- veigar H. Sigurðardóttur félagsráð- gjafa, þar sem aldraðir í heimahús- um voru inntir eftir eigin þjónustu- þörf. Meðal þess sem kom fram var að 15,6% aldraðra töldu sig þurfa að- stoð við innkaup, en 7,5% starfs- mannanna sögðust sinna því starfi einu sinni í viku eða oftar. Til sam- anburðar má nefna að tæp 77% þeirra sem starfa í heimaþjónustu í Svíþjóð kaupa inn vikulega eða oftar fyrir skjólstæðinga sína. Tæp 14% aldraðra sögðust hafa þörf fyrir aðstoð við matseld, en 2,3% starfsmanna sögðust gera það vikulega eða oftar. Rúm 64% starfs- manna í heimaþjónustu í Danmörku aðstoða við eldamennsku a.m.k. einu sinni í viku. Um 41% starfsmanna í heima- þjónustu á Íslandi hjálpar til við per- sónuleg þrif vikulega eða oftar. Í Danmörku er sambærileg tala rúm 95%, Í Finnlandi er hún um 93% og um 99% í Svíþjóð. Ekki er hægt að gera slíkan sam- anburð á milli landa án þess að hafa í huga að kerfið er mismunandi upp- byggt á milli landa. Það getur skýrt þennan mun að hluta. Til dæmis er algengt að eldri borgurum á Íslandi standi heimsendur matur til boða og einnig er víða boðið upp á baðþjón- ustu í félagsmiðstöðvum. „Að sjálf- sögðu aðstoða bæði ættingjar og að- standendur í mörgum tilvikum,“ segir Elísabet. Menntun og starfsaldur minni Í rannsókn Elísabetar kemur einnig fram að menntunarstig starfsmanna í öldrunarþjónustu er lægra hér á landi og fleiri eru með stuttan starfsaldur en annars staðar á Norðurlöndum. „Víða á Norðurlöndum hefur ver- ið byggð upp menntun fyrir fólk á þessu sviði en hér á landi er félags- liðamenntun tiltölulega nýtt fyrir- bæri. Það er líklega hluti skýring- arinnar. Svo má ekki gleyma því að lengi vel var mjög erfitt að fá fólk til starfa á þessu sviði,“ segir Elísabet. Betra að hlúa að heima?  Heimaþjónusta algeng á Íslandi  Minni þjónusta en annars staðar á Norðurlöndum Sveitarfélögin reka heimaþjónustuna » Með heimaþjónustu er átt við þá þjónustu sem veitt er öldruðum sem búa í heima- húsum. » Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að í hverju sveitarfélagi skuli reka heima- þjónustu fyrir aldraða. » Sveitarfélögum ber að setja sér reglur um heimaþjónustu. » Heimaþjónustan byggist á hjálp til sjálfshjálpar og tekur mið af heilsufarslegu og fé- lagslegu ástandi einstaklings- ins. Morgunblaðið/Kristinn. Ólík þjónusta Hér á landi fá margir aldraðir heimaþjónustu, en hver og einn fær minni þjónustu heldur en á hinum Norðurlöndunum. Umfang heimaþjónustu við aldraða 65 ára og eldri (tölur frá 2007 og 2008) 25 20 15 10 5 0 Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 20,4% 18,1% 6,3% 12,1% 9,2% Þjónusta við hvern og einn heima Klst. á viku aðmeðaltali: 2,6 5,1 7 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Búast má við því að nýju stál- rammarnir utan á tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í Reykja- vík séu nú að fara í skip í Kína og þeir verði komnir til landsins upp úr áramótum, að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Portus hf., eig- anda Hörpu. Kostnaður vegna endurgerðar rammanna fellur algerlega á kín- verska framleiðandann sem er undirverktaki ÍAV er reisir húsið. Sett verður upp bráðabirgða- klæðning á suðurhliðinni, þar sem gölluðu rammarnir voru. Er gert ráð fyrir að búið verði að festa nýju stálrammana á tónlistarhúsið fyrir lok júní á næsta ári. Ekki verður nein töf á opnun hússins, hún er sem fyrr áætluð 4. maí á næsta ári en þá verður búið að klára frágang hússins að innan. kjon@mbl.is Stálramm- arnir á leið frá Kína  Engin töf verður á opnun Hörpu Gullkúnst Helgu, við Laugaveginn, fékk í gærkvöldi Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun ferðamanna- verslana í Reykjavík, sem Reykja- víkurborg og samstarfsaðilar standa að árlega. Verðlaunin af- henti Jón Gnarr borgarstjóri á opn- um íbúafundi í Ráðhúsinu. Helga Jónsdóttir tók við verð- laununum en Gullkúnst Helgu þyk- ir hafa skarað fram úr á árinu með- al ferðamannaverslana í mið- bænum. Helga, Sveinn Guðnason og aðrir gullsmiðir í versluninni hafa nýtt hraun og íslenska steina í miklum mæli og þannig lagt grunn- inn að miklum vinsældum þess kon- ar skarts meðal erlendra ferða- manna, segir m.a. í tilkynningu um verðlaunin. Njarðarskjöld- ur afhentur Morgunblaðið/Golli Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytið hefur að undanförnu fengið nokkuð af fyrirspurnum um hvort mögulegt sé fyrir útlendinga að kaupa íslenskan ríkisborgararétt án þess að búa hér á landi eða vera af íslenskum uppruna. Þórunn Hafstein, ráðuneytis- stjóri, segir að slíkar fyrirspurnir hafi ekki komið inn á borð ráðuneyt- isins fyrr en á síðustu misserum. Hún vill ekki gefa upp hvaðan þær berast, en segir þær koma víða að. Enginn fótur mun vera fyrir þessu og í því skyni sendi ráðuneytið frá sér fréttatilkynningu í fyrradag þar sem áréttað er að engar breyt- ingar hafi verið gerðar á löggjöf landsins á þessu sviði og það standi ekki til. Dómíníska lýðveldið, Mið- Ameríkuríkið Belís og Karíba- hafseyjarnar St Kitts og Nevis-eyjar, auk Svart- fjallalands selja ríkisborgararétt og er það víða auglýst á vefsíðum. Þetta er m.a. kallað „Economic Invest- ment Citizenship Programme“. Yfir- leitt er skilyrðið að viðkomandi fjár- festi í landinu, kaupi fasteign eða láti fjármuni renna til hins opinbera. Hægt er að fá vegabréfið án þess að hafa nokkru sinni stigið fæti á grund viðkomandi landa. Eftir nokkru er að slægjast, en í sumum landanna eru allnokkur skattfríð- indi. Svartfjallaland mun vera eina Evrópulandið sem selur ríkisborg- ararétt á þennan hátt, en fjárfestum býðst að kaupa ríkisborgararétt gegn fjárfestingu í landinu. Í frétt á vefsíðunni Balkan In- sight frá því í haust kemur fram að ríkisborgararéttur bjóðist eingöngu fólki með gott orðspor og þar er því harðlega neitað að þetta fyrirkomu- lag geti laðað glæpamenn til lands- ins. Vilji fólk ekki leggjast í fjárfest- ingar í landinu er hægt að fá vega- bréf gegn 500 evra greiðslu, sem rennur til hins opinbera. Vilja vera Íslendingar  Dómsmálaráðuneyti fær fyrirspurnir um hvort hægt sé að kaupa ríkisborgararétt  Hægt í Svartfjallalandi Gegn umfangsmiklum breytingum á stjórnarskránni. Auðkennistala: 7759 Óráðlegt er að ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni. Það er til marks um ágæti hennar að hún hefur staðist tímans tönn stóráfallalaust. Bankahrunið gefur ekkert tilefni til að breyta henni. Orsakir þess er ekki að finna í henni. Þvert á móti er óráðlegt að ráðast í breytingar á stjórnarskránni á þessum umbrotatímum. Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur. elias@elias.is elias.is FRAMBOÐTIL STJÓRNLAGAÞINGS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.