Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Mikill rannsóknafaraldur geng-ur yfir Ísland um þessar mundir. Ríkisstjórnin vill rannsaka allt sem hún var á móti í stjórn- arandstöðu á meðan raunveruleg rann- sóknarefni vegna hennar eigin verk- lags „hrannast“ upp.    Og erlendis viljamenn líka rannsaka. Gunnar Rögnvaldsson er fróðastur manna um Evrópusam- bandið. Hann skrifar: „Munið þið eftir álagsprófunum á bankakerfi Evrópusambandsins í sumar? Calculated Risk minnir okk- ur á einmitt þessi álagspróf.    Wolfgang Münchau á FT ogEurointelligence er meira og meira sannfærður um að full ástæða sé til að hefja glæparann- sókn á seðlabönkum og fjármálaeft- irlitum Evrópusambandsins.    Heyrðuð þið þetta? Glæparann-sókn á hendur yfirvöldum Evrópusambandsins fyrir að af- vegaleiða og ljúga að fjárfestum og almenningi um hið sanna ástand bankakerfis Evrópusambandsins.    Búast má að minnsta kosti viðhrinu af lögsóknum frá fjár- festum sem tapa fjármunum sínum í fjöldagröfum ríkja evrusvæðis.    Sjálfur legg ég til að rannsakaðirverði þeir sem spunnu lygavef- inn um ágæti myntbandalagsins sem nú er að eyðileggja Evrópu.    Taka mætti sérstaklega fyrirhlutverk ríkisrekinna fjölmiðla í þeirri rannsókn, því enginn slepp- ur við að borga þeim fyrir óhæfni, lygar og fals 24 klukkustundir dagsins, árið út og inn.“ Gunnar Rögnvaldsson Rannsaka álagspróf STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -7 heiðskírt Egilsstaðir -6 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 1 heiðskírt Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 1 snjókoma Ósló -6 snjókoma Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki -3 alskýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 3 skúrir Dublin 2 léttskýjað Glasgow 2 léttskýjað London 5 léttskýjað París 6 skýjað Amsterdam 3 skúrir Hamborg 0 skýjað Berlín 1 snjókoma Vín 5 súld Moskva 2 skúrir Algarve 18 skýjað Madríd 11 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -5 skafrenningur Montreal 0 léttskýjað New York 7 heiðskírt Chicago 0 alskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:29 16:02 ÍSAFJÖRÐUR 10:59 15:41 SIGLUFJÖRÐUR 10:43 15:23 DJÚPIVOGUR 10:04 15:25 Nafn misritaðist Þau mistök urðu í mánudagsblaðinu að nafn Atla Steinarssonar misrit- aðist í myndatexta með frétt um út- gáfuhóf Hauks Guðmundssonar. Atli var með Hauki á myndinni. Leiðrétt í æviágripi Nöfn féllu niður við vinnslu minning- argreina um Soffíu Sigurðardóttur sem birtust í Morgunblaðinu 24. nóvember sl. Eftirfarandi setning er úr æviágripi Soffíu og er hún rétt svona: „Soffía eignaðist tvö börn, Sigþór Svein Másson, faðir hans er Már Sveinsson, og Björk Hafliða- dóttur, faðir hennar er Hafliði Magnússon.“ Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Í kvöld mun UNIFEM á Íslandi, í samvinnu við mannréttindasamtök og kvennahreyfinguna á Íslandi, standa fyrir ljósagöngu í tilefni af alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan er fyrsti viðburð- urinn af fjölmörgum sem marka al- þjóðlegt 16 daga átak. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er: Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum og er lögð áhersla á ábyrgð gerenda í ofbeldismálum. Í ár verður gengið frá Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu klukkan 19, að Sólfarinu við Sæ- braut. Kyndilberar í ár verða fjórir ráð- herrar, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins og fleiri. Hægt er að kaupa kyndla við Þjóðmenningarhúsið á 500 krónur. Ljósaganga að Sólfarinu Morgunblaðið/Kristinn 524 ltr · Kælir 345 ltr · Frystir 179 ltr Hæð 179 cm · Breidd 91 cm · No frost Orkuflokkur A · Twin Coling · Multi flow Komdu í heimsókn og kynntu þér málið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.