Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Umvafin öryggi
hjá sérfræðingum Skyggnis
Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is
Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar.
Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is
H
2
H
Ö
N
N
U
N
• Örugga afritun
• Varnir gegn vírusum og tölvuþrjótum
• Aðgangsstýrt umhverfi
• Hámarks uppitíma tölvukerfa
• Þjónustu allan sólarhringinn
Skyggnir - Sérfræðingar í upplýsingaöryggi
Gögnin mín eru örugg því
Skyggnir tryggir mér:
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ég var búin að ákveðafyrir löngu að gera jóla-plötu einhvern tímann.Á jólunum í fyrra hélt
ég litla jólatónleika og ákvað þá að
jólaplatan kæmi á næsta ári,“ seg-
ir Regína Ósk sem var að senda
frá sér plötuna Um gleðileg jól.
Þótt nafnið á plötunni og um-
slagið vísi til þess að um jólaplötu
sé að ræða er hún ekki yfirþyrm-
andi jólaleg heldur er þetta meira
kærleiksplata eins og Regína Ósk
orðar það. „Textarnir fjalla ekki
allir um jólin þannig séð heldur
um friðinn, kærleikann og vet-
urinn. Ég vildi ekki hafa plötuna
yfirþyrmandi jólalega, sum lögin
geta gengið allan ársins hring. Ég
vildi hafa þetta klassíska kær-
leiksplötu og gekk alltaf út frá því
að hafa plötuna hátíðlega og láta
hana standast tímans tönn,“ segir
Regína Ósk.
Fjögur ný íslensk lög
Tólf lög eru á plötunni og eru
fjögur þeirra ný. „Það eru fjögur
ný íslensk jólalög, þrjú lög sem
standa óbreytt, það eru „Ave
María“, „Immanúel“ og „María í
skóginum“, og restin er erlend lög
með nýjum íslenskum textum. Ég
vildi ekki hafa lög sem hafa verið
á öllum jólaplötum og langaði til
að koma með eitthvað nýtt.
Trausti Bjarna á eitt lag og við
gerðum textann við það saman,
Haraldur Sveinbjörnsson, sem
pródúseraði plötuna, á tvö lög og
svo laumaði ég einu lagi frá mér
með,“ segir Regína Ósk hlédræg.
„Það lag heitir „Engill“ og
textinn er um Anítu dóttur mína
sem er átta ára. Aníta syngur ein-
mitt eitt lag með mér á plötunni,
lagið „Bráðum koma jólin“.“
Regína Ósk segir þetta hafa
verið frumraun dóttur sinnar í að
syngja inn á plötu en annars sé
hún alvön því að syngja. „Hún
hefur sungið með mér á tónleikum
og verið í söngskólanum og alltaf í
kringum þennan söng, með mér á
æfingum og út um allt. Pabbi
hennar á líka stúdíóið sem platan
er tekin upp í þannig að hún var
vön að vera þar. Þetta gekk rosa-
lega vel hjá okkur, var ekkert
mál,“ segir Regína Ósk, aug-
ljóslega stolt af dóttur sinni.
Jólabarn frá byrjun
Jólin eru í miklu uppáhaldi
hjá Regínu Ósk enda á hún afmæli
21. desember og segist því alltaf
hafa verið mikið jólabarn.
„Ég hrífst af öllu við jólin og
svo eftir að ég eignaðist börn
kann ég enn betur að meta þau.
Með börnunum verða þau enn
skemmtilegri. Mér finnst aðventan
ofsalega skemmtileg, allur und-
irbúningurinn í aðdraganda
jólanna; skrifa jólakort, pakka inn
og skreyta, ég elska þetta allt
saman,“ segir Regína Ósk komin í
jólaskap enda þurfti hún að hefja
jólaundirbúninginn snemma í ár.
„Ég verð mikið úti á landi með
Frostrósum fram að jólum, frá 1.
til 18. desember, og þar af leið-
andi lítið heima. Ég átti barn fyrir
einu og hálfu ári þannig að ég er
búin að vera heima síðustu tvenn
jólin en núna er ég bæði í jóla-
plötuflóðinu og jólatónleikaflóðinu.
Svo ég er aðeins byrjuð á jólaund-
irbúningnum.“
Þar sem Regína Ósk verður á
ferð og flugi með Frostrósum um
jólin eru ekki fyrirhugaðir stórir
útgáfutónleikar í tilefni jólaplöt-
unnar en einir litlir þó.
„Ég verð með litla jóla-
tónleika í Lindarkirkju á afmæl-
isdaginn minn, 21. desember. Ég,
dóttir mín og maðurinn minn ætl-
um öll að koma fram á þeim ásamt
barnakór og píanóleikara. Það
verður algjör jólastemning á
þeim.“
Hátíðleg og klass-
ísk kærleiksplata
„Ég gekk alltaf út frá því að hafa plötuna hátíðlega og láta hana standast tímans
tönn,“ segir Regína Ósk sem var að senda frá sér jólaplötuna Um gleðileg jól. Á
henni er meðal annars að finna fjögur ný jólalög auk þess sem Regína Ósk syngur
eitt lag með dóttur sinni.
Morgunblaðið/Golli
Kærleikur Mæðgurnar Regína Ósk og Aníta syngja saman á plötunni.
Vetrarleg Myndirnar sem prýða plötuumslagið eru glæsilegar.
Nú þegar Vetur konungur er genginn í
garð og allra veðra von með tilheyr-
andi áhrifum á færð á vegum lands-
ins er um að gera að kíkja inn á vef
Vegagerðarinnar, vegagerd.is, áður
en lagt er í’ann. Þar eru aðgengilegar
og myndrænar upplýsingar, Íslands-
kortið er ýmist hægt að sjá allt eða
einstaka landshluta, þar sem vegir
eru litaðir eftir því hvort greiðfært er,
hálka, þæfingur, þungfært, ófært
o.s.frv.
Einstakir staðir eru merktir inn á
kortið þar sem fram kemur vindur,
hitastig og umferð. Upplýsingar um
færð eru settar inn frá klukkan sjö á
morgnana til tíu á kvöldin.
Allt of margir ana af stað án þess
að vita neitt um hvaða aðstæður bíða
en það er deginum ljósara að betra er
að vita hvort það er hálka, snjór eða
annað á vegunum sem getur hamlað
för. Samkvæmt lögum eiga vetr-
ardekkin að vera komin undir alla bíla
en það dugar skammt ef fólk fer inn á
vegi þar sem er til dæmis ófært.
Einnig er hægt að hringja í síma 1777
til að fá upplýsingar um færð.
Vefsíðan www.vegagerdin.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snjóþyngsli Ekki er gaman að sitja fastur í skafli þar sem lítil umferð er.
Skoða færð áður en lagt er í’ann
Hin stórskemmtilega bardaga-
listamynd Shaolin-hofið með Jet Li í
aðalhlutverki verður sýnd í dag í
Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132, kl.
17:30. Ungur maður sem leitar
hefnda fyrir föður sinn gengur í
klaustur og með hjálp 12 munka
hefnir hann föður síns og bjargar
keisaradæminu. Sýningin er öllum
opin og án endurgjalds.
Endilega …
… sjáið bar-
dagalist
Snillingur Jet Li Er frægur mjög fyrir
leik sinn í bardagamyndum.