Morgunblaðið - 25.11.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 25.11.2010, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Kúdrjavtsévs og Berkovs minnst Laugardaginn 27. nóv. kl. 16 efnir fél. MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, til fundar í félagsheimilinu á Hverfis- götu 105. Minnst verður tveggja mætra rússneskra heiðurs- félaga sem létust í haust, Nikolajs Kúdrjavtsév, fyrrum ráðherra, og Valerijs Berkov, málvísindamanns og orðabókar- höfundar. Æviferill þeirra verður rakinn, Árni Bergmann rithöfundur spjallar um Berkov og kynni sín af honum, og Eydís Franzdóttir óbóleikari flytur nokkur lög. • Kaffi og te á borðum í lok fundar. • Fundurinn er öllum opinn. Stjórn MÍR FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þótt allt sé til þess að gera slétt og fellt á yfirborðinu hjá Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði, í kjölfar flokksráðsfundarins um síðustu helgi, er ekki allt sem sýnist og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kraumar megn óánægja undir niðri meðal fjölmargra félagsmanna. „Þetta er ekkert annað en svikalogn sem á eftir að springa í andlit okkar eftir einhvern tíma og eigi síðar en á næsta landsfundi flokksins,“ segir óánægður félagi í VG. Eins og kom fram hér í Morg- unblaðinu fyrir helgi lá það fyrir að Atli Gíslason og 70 aðrir VG-félagar, flyttu tillögu á fundinum um að að- lögunarferli Íslands að lögum og reglum ESB yrði hætt og fjárstreymi frá ESB til kynningar og áróðurs fyr- ir ESB á Íslandi yrði stöðvað og við- ræður við ESB yrðu þar með settar í nýjan farveg. Tillaga Atla og félaga var felld, en tillaga á vegum formannsins, Stein- gríms J. Sigfússonar, sem gerði ráð fyrir að samningaviðræðum yrði haldið áfram í óbreyttri mynd, en að- lögun Íslands að lögum og reglum ESB yrði stöðvuð og fjárveitingar frá ESB yrðu afþakkaðar, var samþykkt. Ótímabær fögnuður? Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ríkti gleði í röðum helstu stuðningsmanna Steingríms J. strax að loknum flokksráðsfundinum á laugardag; hann og hans helsta stuðningsfólk í forystunni munu hafa talið að niðurstaða fundarins hafi leitt í ljós, að hann og hans nánasta sam- starfsfólk hafi fulla stjórn á VG, einn- ig órólegu deildinni. Hann mun telja að hann hafi gengið sterkari frá flokksráðsfundinum en til hans. Þessu eru ýmsir úr órólegu deild VG ekki sammála og telja að Stein- grímur J. og co. ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ótímabært sé með öllu að fagna, því engin niðurstaða sé komin í helstu átakamál innan flokks- ins. Ágreiningnum hafi einfaldlega verið slegið á frest og segja megi að tillagan sem samþykkt var, hafi á ýmsan hátt komið til móts við sjón- armið Atla og félaga. Vissulega hafi Steingrímur og hans nánasta stuðningsfólk úr foryst- unni og flokksráðinu unnið áfanga- sigur á fundinum, bæði með því að fella tillögu Atla og félaga og eins með því að vísa sérstakri tillögu Atla Gíslasonar um að landsfundi VG verði flýtt og hann haldinn eigi síðar en 15. apríl 2011 í stað næsta hausts, til stjórnar flokksins, þannig að flokksráðið tók ekki afstöðu til þeirr- ar tillögu. Þó er bent á að það geti varla talist sterk niðurstaða að tillagan sem sam- þykkt var hafi hlotið 38 atkvæði en tillaga Atla 28. Í hópi þeirra sem greiddu tillögu Atla atkvæði sitt hafi verið sex þingmenn flokksins, þar af tveir ráðherrar: Þau voru Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Ög- mundur Jónasson. Skaða flokkinn – draga úr fylgi Nálægt 120 manns eiga sæti í flokksráði VG og því þykir þátttakan í atkvæðagreiðslunni hafa verið afar dræm. Það geti ekki heldur talist sterkt fyrir Steingrím J., sérstaklega ekki þegar horft er til þess hversu marga VG-flokksráðsmenn utan af landi hafi vantað á fundinn. Í þeirra hópi séu sterkustu gagnrýnendurnir á það sem nefnt er „svik forystunnar við stefnu VG í Evrópusambands- málum“. „Þessi mikla umræða um innri átök í flokknum okkar, er okkur síður en svo hjálpleg,“ segir einn úr stuðn- ingshópi Steingríms J. „og stundum getur ekki farið hjá því, að manni detti í hug, að þeir sem berjast á móti flestu sem forystan beitir sér fyrir, séu með það eitt að markmiði að skaða hagsmuni flokksins og draga úr fylgi hans“. Órólega deildin í VG telur að svona áburður sé vart svaraverður. „Til hvers ætlast þetta fólk eiginlega? Það er búið að svíkja svo margt, sem lýtur að stefnumálum VG. Eigum við bara að þegja þunnu hljóði í þágu ein- hverra ímyndaðra hagsmuna þröngs hóps, sem ætlar að vaða með okkur inn í ESB; fólk sem er tilbúið til þess að afsala Íslandi fullveldi og laska til frambúðar okkar svokallaða norræna velferðarkerfi? Það hefur myndast gjá á milli grasrótarinnar í VG og fá- menns forystuhóps flokksins og við því þarf forystan að bregðast með trúverðugum hætti,“ segir óánægður VG-maður. Mun skerast í odda Annar óánægður VG-félagi bendir á að það hljóti að hafa ákveðnar af- leiðingar í för með sér, þegar til lengri tíma er litið, með hvaða hætti Steingrímur J. og hans helsta stuðn- ingsfólk hafi tekið völdin í flokks- ráðinu. Þau hafi ráðið því nokkurn veginn undanfarin ár, getað valið sitt fólk í ráðið og sagt því meira og minna fyrir verkum. En þegar næsti landsfundur flokksins verði haldinn, hvort sem það verði í apríl eða októ- ber á næsta ári, hljóti einfaldlega að skerast í odda. Grasrótin, alls staðar af á landinu, hljóti þá að gera kröfu um það að flokkurinn dusti rykið af eigin stefnuskrá og fari að hafa það að leiðarljósi að framfylgja eigin stefnu. „Það er ekki boðlegt í hreyfingu eins og okkar að við séum ýmist reiðubúin til þess að láta af okkar helstu stefnumálum til þess að geta setið í ríkisstjórn með Samfylking- unni, eða að setja þau á ís,“ segir VG- félagi utan af landi. Gagnrýnendur þess með hvaða hætti viðræðum við ESB er háttað, segja engan vafa leika á að Ísland eigi að fara undir regluverk Evrópu- sambandsins í sjávarútvegsmálum. Gögn sem þau hafi skoðað, leiði það í ljós, með óyggjandi hætti, þótt um tímabundnar undanþágur geti orðið að ræða. Það liggi fyrir að enginn af- sláttur verði gefinn frá regluverki ESB til frambúðar, og því sé það nánast útilokað að ríkisstjórn með VG innanborðs geti skrifað undir slíkan samning. „Það getur einfaldlega ekki komið til þess að samningur sem feli í sér regluverk ESB um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, deilistofna og strandríkjarétt verði gerður. Því trúi ég a.m.k. ekki,“ segir VG-félagi. Svikalogn komið á hjá VG Morgunblaðið/Golli Vinstri græn Uppgjöri innan VG um Evrópusambandsmál, velferðarmál og önnur mál sem félagar í VG hafa tekist á um, hefur verið slegið á frest.  Eftir átakafund flokksráðs VG hefur átökum í flokknum einfaldlega verið slegið tímabundið á frest  Hvorki sátt né eining sem einkennir pólitískt starf VG og uppgjöri er spáð á landsfundi Gagnrýnendur þess innan Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, hvernig samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild er háttað, hafa mjög margt við viðræðurnar að at- huga – ekki síst það að nú sé hafin aðlögun að regluverki ESB, og engar líkur séu á nokkrum afslætti frá þeim reglum þegar til fram- tíðar er horft. Meðal annars er bent á að ef Ís- land gangi til samninga við ESB á þeim nótum sem ESB keppir að, fæli slíkt í sér stóraukin yfirráð Evrópusambandsins á hafsvæðinu á norðurslóðum. Slík yfirráð séu Evrópusam- bandinu mikið kappsmál, enda myndi yfirráðasvæði ESB á hafinu á norðurslóðum margfaldast að stærð, miðað við það sem nú er. Kappsmál að auka völd og áhrif sín á norðurslóðum EVRÓPUSAMBANDIÐ Árni Þór Sigurðsson Atli Gíslason Ásmundur Einar Daðason Steingrímur J. Sigfússon Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fertuga þýska konu, Elenu Neuman, í átta ára fangelsi fyrir að flytja til landsins nærri 20 lítra af am- fetamínbasa, sem falinn var í bensín- geymi bíls. Önnur þýsk kona, 32 ára, sem var með henni í ferð og sætti ákæru í sama máli, var sýknuð. Neuman hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því í júní þegar konurnar voru handteknar á Seyðisfirði en þær komu með Norrænu til Íslands. Talið var að úr amfetamínbasanum væri hægt að búa til rúmlega 264 kg af amfetamíni, sem svarar til næstum allrar ársneyslu á Íslandi. Grunur leikur á, að Lithái, sem dæmdur var hér árið 2006 í fjögurra ára fangelsi fyrir að flytja inn amfeta- mínvökva og brennisteinssýru, tengist málinu. Óskaði lögreglan hér á landi eftir því við lögregluna í Litháen að maðurinn yrði handtekinn og yfir- heyrður en ekki hefur tekist að hafa uppi á honum. Í dómnum segir, að Elena hafi gert sér far af fremsta megni um að afvega- leiða rannsókn málsins og breytt fram- burði sínum hjá lögreglu við rannsókn málsins og lítið sem ekkert upplýst að fyrra bragði og nánast ekki fyrr en henni varð kunnugt um að lögreglan hefði upplýsingar sem hún gat ekki mælt í mót. Skýrar vísbendingar séu um, að Elena hafi verið virkur þátttakandi í brotinu og hafi með ósannindum, röng- um og misvísandi framburði reynt að hindra lögreglu í að upplýsa brotið. Þýsk kona dæmd í átta ára fang- elsi fyrir smygl á fíkniefnum  Héraðsdómur sýknaði konu sem var með henni í för

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.