Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Stemningin er til staðar, en það
vantar staðfestinguna á stemning-
unni, sem við fáum svo oft úr fjöl-
miðlum,“ segir Fjalar Sigurðarson,
talsmaður óformlegs „hvatningar-
hóps“ frambjóðenda til stjórnlaga-
þings. „Alþingi hefur vísað því verki
til þjóðarinnar sem hófst árið 1944 að
endurskoða stjórnarskrána, rúm-
lega 500 manns buðu sig fram og á
laugardaginn er komið að okkur að
kjósa. Þetta er fyrsta stóra skrefið
sem þessi þjóð getur tekið til þess að
horfa fram á veginn og við eigum að
grípa það tækifæri.“
Viðtalsvandi fjölmiðla
Sjálfur er Fjalar ekki í framboði,
en talar fyrir hönd fjölda frambjóð-
enda sem gagnrýna umræðu um það
hversu flókið sé að kjósa, raunin sé
önnur. „Þessir frambjóðendur óttast
það sem við köllum viðtalsvanda fjöl-
miðlanna,“ segir Fjalar. Fjölmiðlar
geti ekki með góðu móti rætt við
hinn gríðarlega fjölda frambjóðenda
og til að sanngirni sé gætt sé því ekki
rætt við neinn. Afleiðingin af því
gæti orðið sú að kjörsókn yrði dræm.
Fjalar segist telja að flestir geti
verið sammála um kjörsókn skipti
miklu máli. „Hún þarf að vera góð,
bæði svo að frambjóðendurnir sem
eru valdir endurspegli raunverulega
þjóðina, og ekki síður svo að umboð
stjórnlagaþings sé afgerandi.“
Sérfræðingar flækja málin
Í yfirlýsingu, sem hvatningarhóp-
urinn sendi nýverið frá sér, er vikið
að umræðu sérfræðinga um kosn-
ingakerfið, sem sögð er hafa letjandi
áhrif á hugsanlega kjósendur. Sér-
fræðingar hafi tilhneigingu til þess
að flækja umræðu um umgjörð kosn-
inganna, í stað þess að skýra hana.
„Almenningur fær því endurtekið
þau letjandi skilaboð að kosninga-
kerfið sé flókið og að það sé sérstak-
ur vandi að kjósa.“ En þar sem fjöl-
miðlar hafi ekki tök á því að ræða við
frambjóðendur og gera stefnumál-
um þeirra skil sé frekar leitast við að
fjalla um ytri umgjörð kosninganna.
Tómarúm í fjölmiðlum
„Við erum vön því, fyrir venjuleg-
ar kosningar, að allir þessir daglegu
fjölmiðlar okkar séu fullir af kapp-
ræðum og umræðum og svipmynd-
um af frambjóðendum og flokkum og
slíku.“ Þessu sé ekki til að dreifa nú.
Fjárhagslegt bolmagn frambjóð-
enda gerir það að verkum að lítið er
um auglýsingar í fjölmiðlum ef mið-
að er við hefðbundnar kosningar.
Þetta gerir það að verkum að „tóma-
rúm“ myndast, miðað við fyrri kosn-
ingar, bæði hvað varðar ritstjórnar-
efni og auglýsingar. „Tómarúmið
sem er á þessum tveimur hliðum, rit-
stjórnarhliðinni og auglýsingahlið-
inni, veldur því að fólk fær ekki
þessa staðfestingu á því að það séu
allir að pæla í þessu,“ segir Fjalar.
Tákngervingur neikvæðni
Frambjóðendahópurinn, sem í eru
um 60 manns og heldur úti vefsíð-
unni kjostu.org, hefur látið útbúa
tákngerving fyrir dæmigerð nei-
kvæð viðhorf sem heyrast í um-
ræðunni – fúla karlinn. „Þó að það sé
smá grín í því erum við líka að svara
þessum algengustu viðbárum eins og
„þetta er ekki til neins“, „þetta er
svo flókið“, og „þetta eru tómir kve-
rúlantar“. Ég held að það lýsi stöð-
unni mjög glöggt, hvað svörin eru oft
tiltölulega einföld,“ segir Fjalar.
„[Margir] mála svolítið skrattann
á vegginn, sem kæmi svo sem ekki að
sök ef það væri bara ein rödd af þús-
undum sem eru að tala um kosning-
arnar. En af því að þessar raddir fá
svona mikið vægi verður það eins og
þetta sé meira mál en það í rauninni
er.“
Engin eldflaugavísindi
Fjalar bendir á að fæstir geti út-
skýrt hvernig uppbótarþingsæti eru
reiknuð. Það aftri þeim hins vegar
ekki frá kosningaþátttöku. Jafn-
framt slái fólk því stundum saman að
erfitt sé að kjósa og að erfitt sé að
telja atkvæðin.
„Það eina sem menn þurfa að
muna er að forgangsraða sínum
frambjóðendum á miða, taka miðann
með sér í kjörklefann, færa síðan
númerin yfir á kjörseðilinn og skila
síðan kjörseðlinum. Þetta eru engin
eldflaugavísindi,“ segir Fjalar.
Kosningakerfið ekki
flóknara en vanalega
Hópur frambjóðenda hefur áhyggjur af dræmri kjörsókn
Fúll Táknar hin „dæmigerðu nei-
kvæðu viðhorf“ vegna kosninganna.
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Fjórum af þeim fimm Litháum sem í
sumar voru dæmdir í 4-5 ára fang-
elsi fyrir mansal hefur verið vísað úr
landi með ákvörðun Útlendinga-
stofnunar. Þeir kærðu ekki ákvörð-
unina og kærufrestur er liðinn. Ekki
er búið að taka ákvörðun um mál
eins þeirra.
Þegar afplánun þeirra lýkur verða
þeir fluttir út á Keflavíkurflugvöll og
séð til þess að þeir fari örugglega af
landi brott. Þeir mega ekki koma til
landsins næstu 30 árin.
Fórnarlamb mansalsins var 19
ára litháísk stúlka.
Einn þeirra, sem hlaut fjögurra
ára fangelsi, hafði búið hér í þrjú ár.
Eftir að hann var hnepptur í fang-
elsi fyrir mansalið varð unnusta
hans sem er búsett hér en er ekki ís-
lenskur ríkisborgari, þunguð af
barni hans. Útlendingastofnun tók
tillit til þessara aðstæðna en þær
breyttu þó ekki niðurstöðunni – hon-
um skyldi vísað af landi brott.
Ákvörðunin nær þó hvorki til unn-
ustu hans né barns, hennar er að
ákveða hvort hún og barnið fylgi
honum úr landi.
Mennirnir fimm eru allir borgarar
í öðru EES-ríki.
Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar, bendir á að
mismunandi reglur gildi um brott-
vísanir EES-borgara og þeirra sem
koma frá svonefndum þriðju ríkjum,
þ.e. ríkjum utan EES.
Borgarar frá þriðju ríkjum njóta
samkvæmt lögum minni réttinda
hér á landi að þessu leyti. Fái þeir
dóm þar sem lágmarksrefsing er
meira en þriggja mánaða fangelsi,
jafnvel þótt dómurinn sé mun væg-
ari, kemur brottvísun ávallt til skoð-
unar. Í raun getur því dómur fyrir
eitt innbrot leitt til brottvísunar.
Kristín tekur þó fram að ávallt sé
tekið tillit til eðlis brotsins og að-
stæðna hér á landi, s.s. hvort við-
komandi eigi hér fjölskyldu. Öðru
máli gegni hafi viðkomandi fengið
stöðu flóttamanns vegna ótryggs
ástands í heimalandi hans, þá verði
honum varla vísað á brott, sama
hversu alvarlegt afbrotið er. Þó yrði
ávallt tekið til skoðunar hvort að-
stæður hefðu breyst í heimaríki
m.t.t. afturköllunar á stöðu hans
sem flóttamanns og brottvísunar.
Meiri réttindi EES-borgara
Kristín segir að EES-borgarar
hafi meiri réttindi sem felist fyrst og
fremst í því að gerðar eru meiri
kröfur til alvarleika þeirrar háttsemi
sem til skoðunar er og hvort líklegt
sé að viðkomandi EES-borgari
brjóti af sér á ný. Horft sé til alvar-
leika brotsins og hvort viðkomandi
hefur brotið af sér áður.
Við ákvarðanir sínar um brottvís-
anir horfi Útlendingastofnun sér-
staklega til ákvæða 8. greinar mann-
réttindasáttmála Evrópu. Þar segir
að ekki megi ganga á rétt manna til
friðhelgi einkalífs „nema samkvæmt
því sem lög mæla fyrir um og nauð-
syn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi
vegna þjóðaröryggis, almannaheilla
eða efnalegrar farsældar þjóðarinn-
ar, til þess að firra glundroða eða
glæpum, til verndar heilsu manna
eða siðgæði eða réttindum og frelsi
annarra“. Sömuleiðis fylgist stofn-
unin vel með dómum Mannréttinda-
dómstólsins en dómstóllinn hafi í
mörgum dómum staðfest að ríki hafi
mikinn rétt til að ákveða hverjir
dvelji innan landamæra þeirra, að
sögn Kristínar.
Töldu brotið svívirðilegt
Kristín segir að í mansalsmálinu
blasi við að Útlendingastofnun hafði
rétt til brottvísunar, enda hafi dóm-
stólar talið brotið svívirðilegt. Þá líti
stofnunin svo á að röð innbrota sé
brot gegn allsherjarreglu og brott-
vísun á þeim grundvelli brjóti ekki í
bága við mannréttindasáttmálann.
Við ákvörðun um brottvísun sé enn-
fremur litið til þess hvort viðkom-
andi eigi auðvelt með að setjast aft-
ur að í ættlandinu og þá skiptir máli
hversu lengi hann hafi búið hér á
landi. Fólki sem hafi búið hér á landi
í 20 ár sé t.d. varla vísað á brott
nema þá fyrir mjög alvarleg afbrot.
Fremji slíkur einstaklingur mann-
dráp verði honum þó vafalaust vísað
á brott, hafi hann ekki öðlast ríkis-
borgararétt.
Vísað úr landi fyrir mansal
Fjórum af fimm mönnum sem dæmdir voru fyrir mansal ungrar konu hefur verið vísað úr landi
Mega ekki koma aftur til landsins næstu 30 ár Innbrot dugir til brottvísunar borgara utan EES
Dæmdir Þegar mennirnir komu fyrir dóm voru þeir handjárnaðir.
Útlendingastofnun er ekki með
tengingu inn í tölvukerfi lögregl-
unnar og stofnunin fær ekki form-
legar tilkynningar um önnur af-
brot útlendinga en þau sem leiða
til fangelsisvistar. Óformlegar til-
kynningar eru hins vegar algeng-
ar. „Því miður hafa margir farið
undir radarinn hjá okkur sem ekki
hafa farið í afplánun en það
stendur til bóta,“ segir Kristín
Völundardóttir, forstjóri Útlend-
ingastofnunar. Fyrir liggi ákvörð-
un um víðtækara samráð lögreglu
og Útlendingastofnunar í þessum
málum. Helst þyrfti stofnunin að
hafa tengingu inn í lögreglukerfið
og lögregla að hafa meiri teng-
ingu inn í málaskrárkerfi stofn-
unarinnar og jafnvel skráning-
araðgang. „Þetta er mikilvægt til
að halda utan um og koma í veg
fyrir að útlendingur sem hér er í
afbrotum fái án sérstakrar skoð-
unar dvalarleyfi eða endurnýjun
þess,“ segir hún.
Nánara samstarf ákveðið
MARGIR FARIÐ UNDIR RADAR ÚTLENDINGASTOFNUNAR
Egill Ólafsson
egolmbl.is
Björgvin Þor-
steinsson, lög-
maður hjónanna í
Árbót, segir að
um 48 milljónir
standi eftir af
kostnaði sem
hjónin í Árbót réð-
ust í til að þar
væri hægt að reka
meðferðarheimili.
Fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra hafi óskað eftir að
húsakostur yrði endurbættur og sam-
ið hafi verið um að hann yrði greiddur
með sérstöku framlagi.
Björgvin segir að hjónin í Árbót
hafi þrisvar sinnum ráðist í endur-
bætur á húsnæði vegna óska frá
barnaverndaryfirvöldum. Félags-
málaráðherra hafi t.d. árið 2002 sent
bréf til Árbótar þar sem vakin hafi
verið athygli á að húsakostur með-
ferðarheimilisins í Árbót væri ekki
sambærilegur við þann sem almennt
gerðist á meðferðarheimilum á veg-
um Barnaverndarstofu.
Björgvin segir að árið 2005 hafi
skuldir vegna þessara endurbóta
numið 43 milljónum og skuldin hafi
staðið í 48 milljónum um síðustu ára-
mót. Björgvin segir að þjónustusamn-
ingurinn hafi gert ráð fyrir að greidd
væri árlega föst upphæð vegna þess-
ara útgjalda. Þegar samningnum hafi
verið sagt upp hafi verulegur kostn-
aður vegna framkvæmdanna verið
ógreiddur. Talsverður kostnaður
fylgi því að breyta húsnæðinu til ann-
arra nota.
Til grundvallar ákvörðun um að
segja upp þjónustusamningnum við
Árbót lagði Barnaverndarstofa það
mat stofnunarinnar að nýting á heim-
ilinu væri óviðunandi eftir að starfs-
maður á heimilinu braut gegn stúlk-
um á heimilinu og ekki væri líklegt að
nýtingin batnaði þar sem barna-
verndarnefndir í Reykjavík og Kópa-
vogi vildu ekki senda börn á heimilið.
Tilbúnar forsendur
Björgvin segir að þetta séu tilbúnar
forsendur. Barnaverndarstofa geti
ráðið því hvort börn séu send á heim-
ilið. Hann ber brigður á að rétt sé að
barnaverndarnefndirnar hafi ekki
viljað senda börn á heimilið. Í Árbót
hafi verið vistuð börn bæði úr Reykja-
vík og Kópavogi eftir að þetta kyn-
ferðisbrotamál kom upp. Þar hafi ver-
ið vistaðir þrír drengir en um tíma
einnig stúlkur.
Björgvin segir að upphaflegar
kröfur hjónanna hafi verið að greiddir
yrðu 13 mánuðir af þjónustusamn-
ingnum eða samtals rúmlega 90 millj-
ónir króna. Grundvöllur kröfunnar
hafi verið að uppsögn þjónustusamn-
ingsins hafi verið ólögmæt þar sem
Barnaverndarstofa ráði á endanum
eftirspurn á meðferðarheimilið.
Björgvin bendir á að rökin um minni
eftirspurn komi ekki heim og saman
við yfirlýsingu forstjóra Barnavernd-
arstofu um að þörf sé á að byggja upp
nýtt heimili á Suðurlandi.
Björgvin segir að hjónin í Árbót
séu ekki ofhaldin af því að fá 30 millj-
ónir greiddar vegna lokunar heimilis-
ins. Þessi upphæð nái ekki yfir allan
kostnað sem þau hafi ráðist í. Sá
möguleiki að fara í dómsmál hafi verið
skoðaður en hjónin hafi viljað ljúka
málinu í sátt.
Sátu uppi með
kostnað vegna
framkvæmda
Gagnrýnir forstjóra Barnaverndarstofu
Björgvin
Þorsteinsson