Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 17

Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lífslíkur einstaklinga með geð- raskanir í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð eru mun minni en ann- arra íbúa landanna. Munurinn hjá konum er 15 ár og 20 ár hjá körl- um, samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar hjá Norræna lýðheilsuhá- skólanum, sem unnar voru fyrir Norrænu ráðherranefndina. Hópur sérfræðinga á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar var ábyrgur fyrir greiningu á styrkleika geðheilsu á Norð- urlöndum og markmiðasetningu auk tillagna að aðgerðum í geð- heilbrigðismálum sem koma út bráðlega, en áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál hjá Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári undir forystu Finna. Hópurinn gerði grein fyrir niðurstöðum sín- um á ráðstefnu í Kaupmannahöfn um helgina. Ýmsar ástæður Helstu niðurstöður rannsókn- arinnara eru þær að tíðni sjúk- dóma sem leiða til dauða eru tvisvar til þrisvar sinnum hærri hjá fólki með geðraskanir en hjá öðrum. Meiri líkur eru á að fólk með geðraskanir fremji sjálfsmorð en annað fólk og að ofbeldi eða slys valdi dauða þess. Í skýringum rannsóknarteymisins kemur fram að líkamlegir sjúkdómar falli oft í skuggann fyrir sálrænum einkenn- um fólks með geðraskanir og það skýri muninn á dánartíðninni að hluta. Meiri líkur séu á að fólk með geðraskanir sem sé brotið á einhvern hátt leiti síður aðstoðar og fái þar af leiðandi minni með- höndlun hjá heilbrigðisþjónustunni en aðrir. Fátækt, félagsleg útilok- un, fordómar og einangrun minnki líka aðgang að umönnun. Samhliða þurfi þessi hópur sérstaka aðstoð vegna þess að sjúkdómar vegna reykinga, ónógrar hreyfingar og annarra áhættuþátta séu algeng- ari hjá honum en öðrum þegnum. Rannsakendur telja að leysa megi vandamálið með sérhæfðu heilbrigðisátaki fyrir umræddan hóp. Séð verði til þess að hann fái sama aðgengi að heilbrigðisþjón- ustunni og aðrir og aðgerðir til að koma í veg fyrir sjálfsmorð og of- beldi verði efldar. Drög fyrir hendi Héðinn Unnsteinsson, stefnu- mótunarsérfræðingur í forsæt- isráðuneytinu, segir að hugmyndir og drög að stefnu og aðgerðaáætl- un um hvernig breyta og bæta megi þjónustu og auka geðrækt séu til staðar á Íslandi. Mikill munur á lífslíkum  Einstaklingar á Norðurlöndum með geðraskanir lifa 15 til 20 árum skemur en aðrir hópar  Talið að leysa megi vandamálið með sérhæfðu heilbrigðisátaki fyrir fólk með geðraskanir Morgunblaðið/Ómar Kaupmannahöfn Lífslíkur einstaklinga með geðraskanir í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð eru mun minni en annarra íbúa landanna. Héðinn Unnsteinsson, stefnu- mótunarsérfræðingur í forsæt- isráðuneytinu, sótti ráðstefn- una en hann er í hópi sérfræðinga sem lögðu fram hugmyndir til ráðherranefnd- arinnar um aðgerðir. Hann segir enga ástæðu til þess að ætla að ástandið sé ólíkt á Íslandi og í Noregi, en ekki liggi fyrir upp- lýsingar um stöðuna hérlendis. Héðinn bætir við að geðheil- brigðismálaflokkurinn í heild sinni sé viðamikill og taki um 8% af útgjöldum fyrirhugaðs velferðarráðuneytis, eða um 4% af heildarútgjöldum ríkisins og þyrfti því styrkt utanumhald innan stjórnsýslunnar í sam- vinnu við alla þá aðila sem að geðheilbrigðismálum starfa. Svipuð staða á Íslandi GEÐHEILBRIGÐI Meira en 1.400 manns hafa látist úr kólerufaraldri á Haítí undanfarnar vikur og búist er við að um 400.000 manns sýkist af kóleru á næstu 12 mánuðum. Kólera hefur breiðst hraðar út á Haítí en gert var ráð fyrir og um 56.000 tilfelli hafa greinst um allt land. Þar af hafa um 25.000 manns verið meðhöndlaðir á spítölum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna telja að fjöldi látinna sé vanmetinn og gera megi ráð fyrir að um 200.000 manns sýkist af kóleru næstu þrjá mánuðina. Tekist á um kosningar Óeirðir hafa verið á Haítí undan- farna daga og þær hafa þrýst á að fyrirhuguðum forsetakosningum næstkomandi sunnudag verði frest- að. Friðarsinnar hafa einnig vísað í útbreiðslu kólerufaraldursins í því efni og óttast frekari útbreiðslu sam- fara mannamótum í aðdraganda kosninganna. Jacques-Edouard Alexis, fyrrver- andi forsætisráðherra, er einn af 19 frambjóðendum til embættis forseta. Hann leggur áherslu á að kosning- arnar fari fram samkvæmt áætlun til að tryggja að Rene Preval, forseti landsins, fari frá völdum 7. febrúar á næsta ári. Sendiherra Bandaríkj- anna gagnvart Haítí hvetur einnig til þess að kosningarnar fari fram á sunnudag. Ástandið stöðugt Sérstök hætta hefur verið talin á útbreiðslu kóleru í höfuðborginni Port-au-Prince en samtökin Læknar án landamæra segja að ástandið sé stöðugt í borginni og þar hafi verið tilkynnt um innan við 80 dauðsföll úr kóleru. Fjórir einstaklingar hafa greinst með kóleru í Dóminíska lýðveldinu og tveir í Flórída í Bandaríkjunum. Reuters Kólera Um 25.000 manns hafa verið meðhöndlaðir á spítölum á Haítí vegna kólerufaraldursins undanfarnar vikur. Meira en 1.400 hafa látist úr kóleru á Haítí  Búist við að um 400.000 veikist á Haítí næstu 12 mánuðina Hörmungar » Haítí hefur þurft að ganga í gegnum miklar hörmungar á árinu. » 12. janúar sl. reið jarð- skjálfti, sem sem mældist 7 stig á Richters-kvarða, yfir Haítí. » Að minnsta kosti 223.000 manns létu lífið í skjálftanum og 300.000 slösuðust. Ein og hálf milljón manna er enn heimilislaus á Haítí vegna jarð- skjálftans. Ekkert samband hefur náðst við kolanámumennina 29 síðan þeir lok- uðust í Pike River-námunni á Nýja- Sjálandi sl. föstudag og eftir aðra sprengingu síðdegis í gær voru þeir taldir af. Fjölskyldur mannanna héldu í von- ina um að endurheimta þá, en sú von varð að engu eftir seinni spreng- inguna. Faðir eins þeirra sagðist samt enn vona að einhver væri á lífi, en lögregla taldi það af og frá. Haft var eftir sérfræðingi í öryggismálum í námum að sennilega hefði liðið yfir mennina vegna kolmónoxíðseitrunar áður en seinni sprengingin varð og því hefðu þeir ekki fundið fyrir henni. „Þjóðarharmleikur“ „Þetta er þjóðarharmleikur,“ sagði John Key forsætisráðherra. Hann bætti við að Nýja-Sjáland væri fá- menn þjóð og það væri skelfilegt að missa svo marga í einni svipan en hugur allra væri hjá fjölskyldum mannanna, ættingjum þeirra og vin- um. Hann þakkaði öllum sem komið hafa að björgunarstörfunum. Enn- fremur þeim sem hafa linað þjáning- arnar og halda því verki áfram. Ekki hefur verið talið ráðlegt að fara inn í námuna vegna eitraðra og eldfimra gastegunda en reynt verður að sækja líkin þegar færi gefst. Mennirnir voru 17 til 62 ára, 24 frá Nýja-Sjálandi, tveir frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi og einn frá Suður- Afríku. Þjóðarharmur á Nýja-Sjálandi  Allir mennirnir í námunni taldir af Reuters Sorg Aðstandendur námumann- anna brugðust eðlilega ekki vel við nýjustu fregnum. Ríkisstjórnin í Portúgal hefur boðað mikinn niðurskurð vegna skuldastöðu ríkisins. Almenningur sættir sig ekki við það og í gær var nær allsherj- arverkfall sem gerði fólki erfitt fyrir að komast leiðar sinnar. Reuters Verkfall í Portúgal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.