Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 18

Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Geir H. Haardevar ekki skip- aður verjandi eins og lög og ríkir hags- munir stóðu til. Tveir mánuðir hafa ólöglega ver- ið hafði af honum á örlagatímum. Saksóknari Alþingis fékk aðild að því álitaefni af óskiljanlegum ástæðum. Dómsmálaráðherrann er forystumaður í flokki sem all- ur stóð einn flokka að því að ákæra fyrrverandi forsætisráð- herra til að slá pólitískar keilur. Hann biður sama meirihluta Al- þingis og ákærði ráðherrann fyrrverandi að breyta nú lögum til að greiða fyrir því að ákæran megi ná fram að ganga. Hafi þurft að breyta lögum um lands- dóm varð augljóslega að gera það áður en afstaða var tekin til þess hvort ákæra bæri eða ekki. Landsdómsmálið var reist á hatri og óheilindum og af- greiðsla þess mun lengi verða minni um einkar óþverralega framgöngu. En málið hefur enn versnað í framhaldinu. Það var illt en er ónýtt orðið. Landsdómsmálið versnar enn}Ónýtt mál Þegar gjald-eyr-ishöftum var komið á að kröfu AGS var til- kynnt að þau höft yrðu látin standa stutt. Það var rök- stutt með því að um neyðaraðgerð væri að ræða, í annan stað væru höft- in í andstöðu við alþjóðlega samninga sem Ísland á aðild að og í þriðja lagi sýndi reynslan að fljótlega fyndust leiðir til að fara fram hjá slík- um höftum og þeir sem kæm- ust upp með það gætu staðið miklu betur en hinir sem sam- viskusamlega hlýddu bönn- um. Svo var gerð einstök árás á sjálfstæði Seðlabanka Ís- lands og síðan hefur hann verið eins og lítt virt deild í ráðuneyti, fyrst forsætisráðu- neyti og svo efnahagsráðu- neyti, sem kynnir bankann sem undirstofnun sína. Þess utan er frægt innan bankans að stjórnendur hans hreyfa sig ekki spönn nema að fá beint eða óbeint samþykki frá AGS, sem einnig er skýrt brot á þeim lögum sem um bank- ann gilda og eiga að tryggja sjálfstæði hans. Síðan hefur allt gerst sem spáð var. Höftin urðu fyrst götótt sem vitað var að yrði og þá var brugðist við eins og yfirvöld með sovéskt hug- arfar gera ætíð: Stofnað var til fjölmennra eftirlitssveita og reynt að veifa refsivend- inum. Síðan var byrjað að veita undanþágur frá regl- unum eftir hreinum geðþótta, þar sem sérhver jafnræð- isregla var brotin. Ótrúlegt er að sjá embætti umboðsmanns sitja hjá í því máli sem og hinu einstæða hótunarmáli fjármálaráðherrans. Og síðan hefur kjarkleysið heltekið útibússtjóra bankans og yf- irmenn þeirra í ráðuneyt- unum og afnámum hafta hefur verið margfrestað og nú hafa ýmsir í við- skiptalífinu lagað sig að þessu óeðli- lega ástandi og er farið að þykja það harla gott. Dek- urbörnum hafta leið líka bærilega á kreppuárum, þótt almennt viðskiptalíf og al- menningur skaðaðist. Bank- inn er farinn að snúast að miklu leyti um þetta þrennt: Haftatilburði, eins og þeir þekktust fyrir hálfri öld, pen- ingastefnunefnd sem reynir að gera einfalda hluti flókna og sveipa þá launhelgisbrag og þar sem enginn starfs- maður bankans ber nú orðið neina raunverulega ábyrgð á vaxtastefnu hans. Áttatíu prósent þeirrar ábyrgðar er horfin til ábyrgðarleysingja úti í bæ! Og í þriðja lagi eignaumsýslu sem bankinn hefur enga reynslu af og sam- ræmist naumast hlutverki hans að almennum seðla- bankalögum. Herferðin sem Jóhanna og Steingrímur hrundu af stað, til að svala eigin hatri og pólitísku of- stæki svipað því sem ein- kenndi löngu horfna tíma á Íslandi, hefur farið illa eins og til var stofnað. Ekki eru enn forsendur til að leggja mat á hvort tilboðs- ferlið vegna Sjóvár, sem ríkið henti miklum fjármunum í að lítt yfirveguðu ráði, standist skoðun. Það liggja engar upp- lýsingar fyrir um það, svo skrítið sem það er. En gauf og fum einkennir allt málið og al- menningur í landinu veit ekki hvað snýr upp eða niður. Fé- lagið sjálft sem í hlut á, sem og tilboðsgjafarnir, geta ekki annað en skaðast af málinu. Kannski breytir Sjóvá slag- orði sínu í: „Þú tryggir ekki eftir Má.“ Það var mikið skaðaverk að svipta Seðlabanka Íslands sjálfstæði sínu til að svala pólitísku ofstæki} Þú tryggir ekki eftir … E in af nöturlegustu staðreyndum íslensks samtíma er að stjórn- málaaflið Vinstri-grænir er í ríkisstjórn. Einstaka sinnum kviknar sú von í brjósti þeirra sem vilja þjóðinni vel að þessari ríkisstjórn- arþátttöku verði senn lokið. Þessi vonarneisti lætur á sér bæra í hvert sinn sem Vinstri- grænir funda – og af því þeir eru sannir vinstri- menn þá funda þeir oft og með tilheyrandi há- vaða. Á þessum fundum leggja þeir mikið kapp á að ályktað sé gegn eigin ríkisstjórn. Þetta kalla þeir heiðarlega sjálfskoðun. En því miður ganga Vinstri-grænir aldrei alla leið og for- dæma ríkisstjórnina og segja sig frá henni. Þannig að ríkisstjórnin höktir enn áfram, las- burða og veikluð, fyrir löngu orðin vegvillt, og gerir þegnunum ekkert gagn. Um daginn funduðu Vinstri-grænir, einu sinni sem oft- ar. Í þetta sinn kröfðust þeir þess að aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu yrði stöðvað. Slík samþykkt hefði mjög sennilega kostað stjórnarslit. Hægrikratar og annað vel hugsandi fólk lá því á bæn og bað almættið um að Vinstri-grænir myndu nú sýna almennilegan dug. En auð- vitað varð ekkert úr samþykktinni. Þetta var bara enn einn hávaðinn frá Vinstri-grænum og svo datt allt í dúna- logn. Það er löngu ljóst að Vinstri-grænir eru flokkur sem ekki er hægt að starfa með. Reyndar átti þetta að vera ljóst nokkru fyrir stjórnarskipti og Samfylkingin hefur því varla gengið til þessa vonda samstarfs með op- in augu. Reyndar bendir langflest til að Sam- fylkingin hafi verið illa haldin af dómgreindar- skorti þegar hún gerði samkomulag við öfga- fullan vinstriflokk þar sem flokksmenn eru eindregnir í afstöðu sinni gegn atvinnu- uppbygginu í landinu og fyllast jafnan ógleði við tilhugsun um fjármagn, fjármagnseigendur og mögulegan gróða. Og fyrst minnst er á dómgreindarskort inn- an Samfylkingar verður ekki undan því vikist að ræða um Evrópusambandið. Hvaða ein- feldningar innan Samfylkingar eru það sem létu hvarfla að sér að semja við Vinstri-græna um stuðning við umsóknaraðild að Evrópu- sambandinu? Það lá alltaf fyrir að sá stuðn- ingur yrði aldrei í verki. Samfylkingin mun aldrei ná nokkrum árangri í Evrópumálum nema með hjálp Sjálfstæðisflokkins. Þegar ljóst var að sá stuðningur yrði ekki fyrir hendi átti að hvíla málið. Stund- um er einfaldlega betra að bíða átekta en að ana út í ógöng- ur. Nú er Samfylkingin föst í sínum sjálfgerðu ógöngum og ekki verður séð að hún muni geta kraflað sig út úr þeim. Evrópusambandsferlið verður að hafa sinn gang, en Samfylkingin verður að horfast í augu við að hún hefur klúðrað þessu helsta hugsjónamáli sínu. Tímasetningin á umsókninni gat ekki verið verri. Eins og staðan er nú þá er aðild að Evrópusambandinu einfaldlega ekki brýnasta hagsmunamál Íslendinga – hvað sem síðar kann að verða. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Sjálfskoðun Vinstri-grænna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ríkissjóði blæðir vegna tafa í Helguvík FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is H elsta breytingin frá spánni í júní varðar fjárfestingu í stór- iðju,“ segir í endur- skoðaðri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Miklu munar á hag- vaxtarspánni nú og í júní og það hef- ur veruleg áhrif á allar forsendur fjárlagagerðar fyrir næsta ár. Mikið vantar upp á að tekjuáætlun frum- varpsins gangi eftir. Í júní var spáð að hagvöxtur á næsta ári yrði 3,2%. Nú að lands- framleiðslan vaxi um tæp 2%. Megin- ástæðan, þó ekki sú eina, er hvað dregist hefur að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík. Í júníspánni var gengið út frá að fjárfestingar í fyrsta áfanga álvers í Helguvík kæmust á skrið á árinu 2011. Nú er gert ráð fyrir að þeim fjárfestingaráformum verði frestað til 2012. Getur munað 10 milljörðum Ný spá Hagstofunnar er keimlík spá hagdeildar ASÍ frá í október. Spá OECD sem kom fram fyrir nokkrum dögum er heldur ekki ósvipuð en þar er gert ráð fyrir að- eins minni hagvexti eða 1½% 2011 en í spám Hagstofunnar og hagspá ASÍ sem gera ráð fyrir að hagvöxturinn verði aðeins undir 2%. Ólafur Darri Andrason, deildar- stjóri hagdeildar ASÍ, segir að gert sé ráð fyrir mun minni aukningu fjárfestinga en í fyrri spá Hagstof- unnar vegna þess að dregið hafi úr líkum á að ráðist verði í framkvæmd- irnar í Helguvík á næsta ári. „Þessar framkvæmdir voru inni í fyrri spá Hagstofunnar í júní og er það lang- stærsta breytingin. Þar sem þær vonir hafa dofnað er gert ráð fyrir minni umsvifum í hagkerfinu.“ Gangi þetta eftir hefur það veruleg áhrif á forsendur fjárlaga- frumvarpsins. „Það má gera ráð fyrir að þetta hafi áhrif á bæði tekju- og gjaldhlið frumvarpsins, sérstaklega á tekjuhliðina. Þar sem umsvifin eru minni dregur úr tekjum í hagkerfinu. Þingmenn þurfa því að horfast í augu við að tekjuspáin sem unnið hefur verið eftir er að breytast til hins verra,“ segir Ólafur Darri. Varlega áætlað megi gera ráð fyrir að þar geti verið um 10 millj- arða að ræða. „Menn standa frammi fyrir mjög erfiðri stöðu í ríkis- fjármálunum. Ég geri ráð fyrir að þetta séu erfiðustu fjárlög í sögu lýð- veldisins. Sá veruleiki sem menn þurfa að horfast í augu við núna gerir stöðuna enn snúnari,“ segir hann. Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA, tekur undir að seinkun fjár- festinga í Helguvík virðist megin- skýringin á að hagvaxtarhorfurnar eru mun dekkri nú en í júní. Komið hafi í ljós á umliðnum mánuðum að meira og minna öllum fjárfestingum í orku- og samgöngumálum hefur seinkað. Fjárlaganefnd á eftir að fara yf- ir stöðu ríkisfjármálanna í ljósi þessarar nýju þjóðhagsspár með efnahags- og skattanefnd að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, for- manns nefndarinnar. ,,Við sjáum náttúrlega að þetta hefur áhrif á tekjurnar en það leggst líka ýmislegt á sveif með okkur eins og [lægri] verðbólga og það eru að skapast að- stæður til að lækka vextina enn frek- ar.“ Fjárlaganefnd lítur til þess hvaða tekjur skila sér í ríkissjóð og hvað fer út, að sögn hennar. ,,Mér sýnist að niðurstaða yfirstandandi árs geti skilað okkur tæpum 6 millj- örðum sem kemur þá á móti inn í kassann á greiðslugrunni,“ segir hún. ,,Þetta er dæmi sem við þurfum að skoða í samhengi. Við horfum ekki bara á hagvöxtinn heldur skoðum líka hvað kemur þarna á móti og bætir upp þennan skaða. Markmiðið er að halda okkar efnahagsáætlun, sem stefnir að frumjöfnuði á þessu ári. Við hvikum ekki frá því.“ Morgunblaðið/RAX Skaðleg óvissa Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar segir að áhættufælni, laskaðir efnahagsreikningar fyrirtækja og litlar væntingar um bata hafi slegið á hvata til að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu. „Áætlað er að skriður komist á þessar framkvæmdir á næsta ári og nái hámarki árin 2011 og 2012 en lækki eftir það,“ sagði í þjóðhagsspá Hagstofunnar í júní sl. þar sem áform um stór- iðjufjárfestingar vegna álvers í Helguvík, stækkunar í Straums- vík o.fl. skiptu miklu um að hag- vöxtur tæki við sér fyrr en ella. Í nýju spánni er gengið út frá að framkvæmdir í Helguvík frestist til 2012. Á móti vegur nokkuð að áform um stækkun álversins í Straumsvík virðast ætla að ganga eftir ,,og hefur umfang þeirra verið aukið um 20 millj- arða miðað við júníspá,“ segir í endurskoðaðri þjóðhagsspá. Þá gæti aðeins lifnað yfir at- vinnuvegafjárfestingum utan stóriðjunnar. Bent er á að í maí á næsta ári ætti að vera að mestu lokið vinnu við endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fjárfesting í atvinnu- vegum utan stóriðju muni því aukast að einhverju marki á árinu 2011. Spáin gekk ekki eftir STÓRIÐJUSTOPP SETUR STRIK Í REIKNINGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.